Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 8
8 Daguk Miðvikudaginn 28. júní 1950 Leppríki Rússa gerir innrás í Suður-Kóreu Öryggisráðið fyrirskipar, að vopnaviðskiptum skuli hætt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallar saman á fund síðastl. sunnudag til þess að ræða innrás Norður-Kóreumanna inn í Suður- Kóreu og gcrði ráðið þá samþykkt, að Norður-Kórea hefði með innrás sinni í Suður-Kóreu rofið friðinn og stofnað heiinsfriðinum í hættu. — Ákvað Öryggisráðið með 9 atkvæðum gegn engu, — en fulltrúi Júgóslavíu sat hjá og fulltrúi Rússa mætti ekki á fundi, — að leggja fyrir stjóm Norður-Kóreu að kalla allt herlið sitt aftur norður fyrir 38 breiddargráðu. Samþykkt Öryggisráðsins er sam- kvæmt 39. gr. 7. kafla sáttmála S. Þ., þar sem gert er ráð fyrir að Öryggisráðið geti ákveðið, hvort friður hafi verið rofinn, þótt um formlega stríðsyfirlýsingu hafi ekki verið að ræða. Samvinnumenn ákveða að koma á fóf bygginga lánsstofnunum Áherzla lögð á að forðast skuldasöfnun á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga í næstu greinum eru svo ákvæði um refsiaðgerðir, sem Óryggis- ráðið getur samþykkt á hendur hverjum þeim aðila, sem stofnar heimsfriði í hættu. í gær mun Öryggisráðið aftur hafa komið saman og væntanlega rætt þá hvaða ráðstafanir skuli gera, ef deiluaðilar í Kóreu hafi ekki hætt bardögum. Sækja til höfuðborgarinnar. í fréttum af bardögum í Kóreu segir, að herir Norður-Kóreu sæki fram á þrem stöðum og sé einn herinn kominn inn í höfuð- borgina Seoul og hafi komizt yfir fljót, sem sé einasta hindrun- in á leiðinni til höfuðborgar Suð- ur-Kóreu. Þegar herinn sótti yf- ir fljót þetta beitti hann fyrir sig 90 skriðdrekum. Þingið var sett í hátíðasal Mcnnta- skólans að morgni 21. júní af for- manni félagsins, Kristni Ármanns- syni yfirkennara ,og var fundar- stjóri kosinn Brynjólfur Sveinsson og ritarar Aðalstcinn Sigurðsson og Jón S. Guðmundsson. Ný reglugerð um menntaskólana. Aðal viðfangsefni fundarins var að gera tillögur um nýja reglugerð fyrir menntaskólana í samræmi við fræslulögin nýju. Hefur þeim Þór- arni Björnssyni skólameistara og Pálma Hannessyni rektor verið falið að semja nýja reglugerð fyrir haust- ið. Var þetta efni mikið rætt á fundunum og sérstök nefnd skipuð- til þess að athuga það og ræða við kennara í ýmsum greinum og reyna að ná samkomulagi um skiptingu stunda milli kennslugreinanna. Nefndin vann ósleitilega að þessu Brottflutningur. Sendiherra Bandaríkjanna í Seoul hefur skýrt frá því að herjuin Suður-Kóreumanna hafi tekizt að stöðva sókn herja Norð- ur-Kóreumanna og séu nú all- harðir bardagar á þrem stöðum í Suður-Kóreu. Hafinn er brott- flutningur bandarískra kvenna og barna frá Suður-Kóreu. Hergögn til Suður-Kóreu. Bandaríkjastjórn hefur fyrir- skipað MacArthur, hernáms- stjóra sínum í Tokyo, að hraða vopnasendingum til Suður-Kór- eu og mun þegar hafinn flutning- ur á vopnum þangað með flug- vélum, en Suður-Kóreumenn segja vopnin berazt of seint, enda voru þeir óviðbúnir innrásinni, en kommúnistar hafa skipulagt hana vel. og náðist að lokum fullt samkomu- lag um þetta á fundinum og ein- róma samþykkt áætlun um stunda- skiptingu. Samkvæmt hinni nýju áætlun fjölgar islenzkustundum verulega, og er sú aukning ætluð bókmenntalestri og hókmcnntasögu. Einnig var nokkuð rætt um, hvern einkunnastiga skyldi nota, og var samþykkt að nota Orsted- stiga í óbreyttu cða brcyttu formi, en jafnframt kosin nefnd til þess að athuga jiað mál bctur í sumar. Hagsmunamál stéttarinnar voru einnig til umræðu, og var stjórn félagsins falið að vera á verði um þau. Erindi. — Stjómarkosning. Á fundinum voru flutt tvö erindi. Brynleifur Tobiasson sagði frá ferð á fund menntaskólakcnnara í Nor- egi sumarið 19-17, en hann sat Jiar Jussi Jalas Finnski hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas leikur undir á píanó fyrir finnsku söngkonuna Rautavara, sem syngur hér ó þriðjudags- kvöldið. Jalas, setn er tengdason- ur Sibeliusar, er kunnur lista- tnaður og afburða snjall' pianó- leikari. r Aætluð útsvars- upphæð liækkuð um 500 þ ús. kr. Á bæjarstjórnarfundi í gær var til umræðu samþykkt bæjarráðsj frá 26. þ. m., um að hækka áætl- aða útsvarpsupphæð um 500 þús. kr. vegna togarakaupanna, sem bærinn hefur gerzt aðili að með loforði um hlutafjárframlag til Utgerðarfélagsins, og vegna auk- ins reksturskostnaðs bæjarins. — Meiri hluti bæjarráðs hafði sam- þykkt ályktun þessa og var hún endanlega samþykkt á bæjar- stjórnarfundi í gær. Má því búast við að útsvarsstiginn hér hækki eitthvað frá því, sem ráðgert hafði verið, en það var að hafa hann eins og í fyrra. landsfund Norsk lektorlag sem full- trúi Eélags menntaskólakennara. Kristinn Ármansson flutti erindi um alþjóðajiing FIPESO (Aljijóða- sambands framhaldsskólakennara) í Stokkhólmi 1949, j>ar sen\ hann kom fram fyrir félagsins hönd. Einnig skýrði hann frá heimsókn- uni sínum í enska skóla og skóla- íyrirkomulagi í Englandi og Sví- þjóð. Ivosin var nú stjórn fyrir félagið, og skipa hana jiessir menn: Hall- dór Halldórsson, formaður, Aðal- steinn Sigurðsson ritari, Þórarinn Björnsspn gjaldkeri, Kristinn Ár- mannsson varaformaður, Jón S. Guðmundsson vararitari og Stela- nía Guðnadóttir varagjaldkeri. Endurskoðendur voru endurkosnir Sveinn Þórðárson og Þóroddur Oddsson. Skilnaðarhóf. Að loknum fundinum, að kvöldi 23. júní, buðu menntaskólakennar- arnir hér sunnankennurunum til borðhalds í Menntaskólanum. Þór- arinn Bjiirnsson skólameistari stýrði hófinu. Voru þar margar ræður fluttar, frú Margrét Eiríksdóttir lék cinleik á píanó, og Hermann Stefánsson söng einsöng. Dansað var og skemmtu mcnn sér hið bezta. Áðalfundur Sambands ísl. saui- vinnufélaga var haldinn í Reyltja vík dagana 19.—21. júní sl. Sóttu fundinn 95 fulltrúar frá 51 sam- bandsfélagi, ault stjórnar, for- stjóra, framkvæmdastjóra deilda og ýmissa gesta. Við setningu fundarins voru mættir fulltrúar allra samvinnusam- bandanna á Norðurlöndum, sem hingað komu til aðalfundar Nor- disk Andelsforbund og var jreim vel fagnað hér. Voru jreir sérstaklega boðnir velkomnir á aðalfundinum af Vilhjálmi Þór forstjóra, en Albin Johansson, leiðtogi sænskra sam- vinnumanna, Jrakkaði af hálfu er- lendu gestanna. Fundarstjóri á aðalfundinum var Jörundur Bryn- jólfsson alþm., varafundarst jóri Þór- arinn Kr. Eldjárn og ritarar, kaup- félagsstjórarnir Gunnar Grímsson og Hjörtur Hjartar. Sigurður Kristinsson, formaður stjórnarinnar flutti skýrslu stjéirnar- innar um framkvæmdir Sambands- ins, en Vilhjálmur Þ<>r forstjóri skýrslu um rekstur Jress og hag á s. 1. ári, og loks framkvæmdastjórar ýmissa deilda skýrslur um starf- semi deilda sinna á árinu. Aukin vöruvelta í krónutali. Samkvæmt skýrslunum varð heildarvöruvelta SÍS 197,8 millj. króna á árinu, en var 195 millj. árið 1948. Heildarumsetningin skiptist þannig milli aðkeyptra vara, inn- lendra afurða og eigin framleiðslu: Aðkeyptar vörur 19.9 ntillj. kr. Innlendar afurðir 63.5 millj. kr. Eigin framleiðsla 14.4 millj. kr. Alls keypti Sambandið vörur frá 21 landi og seldi vörur til 14 landa. Álagning gefin eftir. Á árinu var lagt kapp á að koma sem mestu vörumagni til Sambands- félaganna án umhleðslu í Reykja- vík og varð verulegur árangur af því starli. Eigin skíp Sambandsins fluttu t. d. 67 þúsund lestir af vör- um til landsins og mest allt það magn beint til félaganna á ýmsum stöðum. Útkoma á rekstri skipa- deildgrinnar varð góð á árinu. Þá var haldið áfram að gefa sambands- félögunum eftir helming lögheimil- aðrar álagningar á matvörum. Iðnaður. Iðnaður sambandsins er í all- miklum vexti. Velta iðnfyrirtækja óx um 1.7 millj. kréma á árinu. Þvottastiið Gefjunar á Gleráreyrum var fullgerð á éirinu og tók til starfa, til mikilla hagsbóta fyrir ullarfram- leiðendur og ullariðnaðinn í land- inu. Þá er haldið áfram endurbygg- ingu Gefjunar. Er svo áður fyrir grt, að Gefjun geti, að jrví verki loknu, unnið dúka og band úr mest allri ullarframleiðslu landsmanna. Ráðstöfun tekjuafgangs. Tekjuatgángur Sambandsins, er afskriftir Löfðu verið íærðar, varð kr. 600.503,52. 'Samjjykkti aðalfund- urinn að skipta tekjuafgangi þann- ig, að í varasjóð SÍS renna kr. 377.119,89 en í stofnsjóð kaupfélag- anna kr. 223.386.63. Varað við skuldasöfnun. í ræðum forráðamanna Sam- bandsins var brýnt fyrir kaupfélög- unum og félagsmönnum Jteirra, að forðast skuldajöfnun og bent á nauðsyn þess að ráðast ekki í óhóf- lega fjárfestingu. Kom glöggt f ljós, að samvinnumenn búast við erfiðum tímum í verzlunarmálum nú um sinn. Umræður og ályktanir. Miklar umræðtir iirðu á fundin- um um skýrslurnar og ýmis mál. Merkasta ályktunin fjallar um jtá ákvörðun samvinnumanna að stofna fasteignalánastofnun sam- vinnumanna, með fjármagni frá tryggingarfélögunum og Samband- inu. Verður því máli hrundið í framkvæmd á næstunni. Þá var minnzt 70 árd afmælis Sigurðar Kristinssonar, fv. forstjóra, sem er 2. júlí n. k., og þessum ágæta sam- vinnumanni og fyrrv. forstjóra SÍS þökkuð gifturík störf í þágu sam- vinnusamtakanna. í fundarlok hélt SÍS fulltrúunum hóf að Tjarnarcafé. Voru þar marg- ar ræður fluttar. Þá sátu nokkrir fulltrúanna hóf, er Sambandið hélt að Þingvöllum til heiðurs norrænu fulltrúunum á aðalfundi Nordisk Andelsforbund, sem haldinn var í Reykjavík að aðalfundi Sambands- ins loknum. Stjórn Sambandsins og fulltrúa- ráð tryggingafélaganna var endur- kjörin. Kirkjan opin daglega fyrir gesti Eins og undanfarin sumur er Akureyrarkirkja opin daglega fyrir þá sumargesti, sem hingað koma og vilja skoða kirkjuna. — Að gefnu tilefni er fólk minnt á að ganga hljóðlega um þenna helgidóm Akureyrarsafnaðar, að rita nöfn sín í gestabókina og þurrka vel af sér áður en það gengur inn í kirkjuna. í júlímánuði mun Jakob Tryggvason orgelleikari leika vikulega á orgel kirkjunnar. Er j)að á miðvikudögum milli kl. 6 og 7 e. h. Er öllum heimill að- gangur að þessum orgelleik. Gestakoma liefur verið mikil j)að sem af er sumrinu, og hefui' fjöldi innlendra og erlendra gesta heimsótt kirkjuna. Menntaskólakennarar ræða nýja menntaskóla reg I ugerð Frá þingi félags menntaskólakeniiara, sein haldið var hér í s. 1. viku Félag menntaskólakennara hélt þing á Akureyri dagana 21.—23. júní. — Að kvöldi 20. júní komu hingað 19 menntaskólakennarar frá Rcykjavík í boði starfsbræðra sinna hér. Bjuggu þeir í hinu nýja heimavistarhúsi og borðuðu á heimilum félaga sinna á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.