Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Akureyii, miðvikudaginn 28. júní 1950 30. tbl. Finnska söngkonan Rautavara heídur hljómleika hér næstkom andi þriðjudag Hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas aðstoðar með píanóundirleik Fulltrúar samvinnusambandanna á Norðurlöndum dvöldu hér um helgina Þótti rnikið tií koma starfsemi sam- vimmmanna á Akureyri og Eyjafirði Á sunnudaginn kom hingað fölmeimur hópur góðra erlendra gesta í boði Sambands ísl. samvinnufélaga og Kaupfélags Ey- firðinga. Voru þetta fulltrúar samvinnusambandanna á Norður- löndum, sem sátu aðalfund Nordisk Andelforbund í Reykjavík í s. 1. viku. í þessum hópi voru allir aðalframkvæmdastjórar norrænu samvinnusambandanna og margir aðrir af leiðtogum samvinnu- hreyfingarinnar á Norðurlöndum. Að undanförnu hafa ágætir finnskir gestir gist Reykjavík á vegum Tónlistarfélagsins þar. — Eru það söngkonan fræga Aul- ikki Rautavara og finnski hljóm- sveitarstjórinn Jussi Jalas, tengda sonur Sibeliusar, kunnur og ágætur tónlistarmaður. Rauta- vara er kunnasta söngkona Finna og hefur hún haldið hljóm- leika víða um lönd og hlotið góða dóma. Þessir finnsku listamenn hafa haldið hljómleika í Reykja- vík og hlotið mikið lof gagnrýn- enda í höfuðstaðnum og áheyr- enda fyrir. Tónlistarfélagið hér hefur jafn- an lagt áherzlu á að fá hingað kunna listamenn, sem gista höf- uðstaðinn, og hefur því orðið vel ágengt í því efni. Bæjarmönnum munu þykja það góð tíðindi, að þessir listamenn eru væntanlegir hingað og munu halda hljómleika í Nýja-Bíó þriðjudaginn 4. júlí næstk. fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfélagsins og gesti þess. Verða þetta einu hljómleikarnir, sem þau halda hér. Tónlistarfélagið biður þess get- ið, að tekið sé á móti nýjum styrktarfélögum og geta menn snúið sér til Jóns Halls Sigur- björnssonar eða Jóhanns Ó. Har- aldssonar og látið skrá sig. Nýjir meðlimir greiða hálft gjald til áramóta. Ferðafélagið skoðar Hóla og Drangey um næstu helgi Ferðafélag Akureyrar fer skemmtiferð til Skagafjarðar um næstu helgi. Farið verður frá Akureyri, laugardaginn kl. 14. Ekið verður að Hólum í Hjaltadal og þaðan að Hofsós og gist þar. Á sunnudaginn verður farið út í Drangey, ef veður leyf- ir. En verði ekki farið í Drangey, verður ■ gengið á Þórðarhöfða, svo ekið um Sauðárkrók heim um kvöldið. Farmiðar seldir á fimmtudag, 29. Föstudaginn 7. júlí verður skemmtiferð til suðurlands. Far- ið verður um Reykjavík til Þing- valla, austur í Þjórsárdal, svo að Skálholti, Laugavatni, Geysi, Gullfoss og norður um Kjöl. Far- miðar seldir á þriðjudaginn, 4. og miðvikudaginn 5. júlí. herra kemur til Ákur- eyrar á morgun Ðanski sendiherrann á fs- Iandi, frú Bodil Begtrup, er væntanleg til bæjarins á inorgun og mun dvelja hér fram yfir helgi. Ráðgert er, að kvenfélög bæjarins haidi henni samsæti hér. Sendi- herran er, sem kunnugt er, kunnur leiðtogi í málefnum kvenna, bæði heima í Dan- mörk og á alþjóða vettvangi. Héraðsmót UMSE um næstk. helgi að Hrafnagili Héraðsmót Ungmennasambands Eyjafjarðar verður haldið að Hrafnagili næstk. laugardag og sunnudag. Fer þar fram íþrótta- keppni, söngur, Karlakórinn Heimir í Skagafirði, ræðuhöld o. fl. Dansað verður í samkomu- skálanum bæði kvöldin. Starfsemi UMSE færist nú í vöxt. Hefur Sambandið fastan starfsmann til íþróttakennslu, þrátt fyrir niðurskurð á opinber- um styx-kjum til íþróttastarfsemi. Haraldur Sigurðsson íþróttakenn ari annast leiðbeiningar fyrir Sambandið. Ungmennafélagar búast við fjölmenni að Hi-afnagili um helg- ina. Einar Kristjánsson óperusöngvari syngur í kvöld Einar Kristjánsson óperu- söngvari efnir tii hljómleika i Nýja-Bíó á Akureyri í kvöld kl. 9. Píanóundirleik annast frk. Guðrún Kristins- dóttir. Óperusöngvarinn dvel ur hér á landi um þcssar mundir í sumarleyfi frá kon- unglegu óperunni í Kaup- mannahöfn og eru þetta fyrstu opinberu hljómleikar hans hér á landi á þessu ári. Einar Kristjánsson syngur lög eftir Schubert, Melartin, Grieg, Donizetti og Puccini, og að auki nokkur lög eftir íslenzk tónskáld. — Tónleik- arnir verða ekki endurtekn- ir. Fer söngvarinn héðan úr bænum á fimintudaginn. Er þetta því eina tækifæri Ak- ureyringa til þess að lilýða á þennan ágæta söngvara að þessu sinni. í förinni voru þessir samvinnu- leiðtogar: Frá Svíþjóð: Albin Jo- hansson foi-stj. KF í Stokkhólmi og frú, aðrir fulltrúar sænska samvinnusambandsins voru: V. Petersen fi'amkv.stj. og frú Gust- av Andei-sen fi-kv.stj. og frú Niels Lovén frkv.stj. og frú H. Edsdam frkv.stj. og Hjalmar Degei-stedt frkv.stj. Frá Danmöi-k: Fredrik Nielsen foi-stj. FDB og Nordisk Andelsfoi-bund, C. Poulsen frkv.stj. og frú, og Ebbe Groes, framkvæmdastjóri. Frá Noregi: Sverre Nielsen, foi-stjóri NKL í Osló og- fi-ú, R. Sömmengsen framkv.stj. og frú. Fi-á Finnlandi: Julius Alanen foi-stj. og frú, Jalmai-i Lakso forstjóri, P. Viel- ing foi-stjóri, fyri-v. ráðherra, og frú, E. Alajoki foi-stjóri og frú og L. Hietanen forstjóri og dóttir. Með í föi-inni að sunnan voru og Vilhjálmur Þór forstjóri og frú, Óli Vilhjálmsson framkvæmdastj. SÍS í Kaupmannahöfn og nokkrir af stai-fsmönnum SÍS í Reykja- vík. Dvölin á Akureyri. Fori-áðamenn KEA tóku á móti gestunum. Gistu þeir á Hótel KEA. Á sunnudagsmorg- uninn var gengið til kii-kju og kirkjan skoðuð. Þar lék Jakob Tryggvason einleik á oi-gelið og Einar Kristjánsson óperusöngvari söng. Síðar um daginn skoðuðu fulltrúarnir fyrirtæki SÍS og KEA hér á staðnum, en síðdegis var ekið fram í Eyjafjörð og þaðan í 1 Vaglaskóg. Hafði KEA þar kvöld- verðarboð fyrir gestina. Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri stjói-naði hófinu og bauð gestina velkomna. Karlakórinn Geysir söng, ennfremui- Einar Kristjáns- son ópei-usöngvaiú. Hrifnir af samvinnustarfinu á Akureyri. Meðal x-æðumanna úr hópi er- lendu gestanna voru Albin Jo- hansson, Svíþjóð, Frederik Niel- sen, Danmöi-k, Ebbe Groes, Dan- möi-k, Vieling, fyrrv. ráðherra, Finnland, Gustaf Andei-sen, Sví- þjóð, Sverre Nielsen, Noregi og R. Sömmengsen, Noregi. Luku þeir allir lofsoi'ði á starf sam- vinnuhreyfingarinnar hér um slóðir og töldu Akureyri í fi-emstu röð samvinnubæja á Norðurlöndum. Yfii-leitt voru hinir erlendu gestir mjög ánægðir með íslandsförina og ekki sízt með ferð sína hingað norðui’, enda þótt veður væri óhagstætt og ekki yrði af þeim sökum úr ferð til Mývatns, sem ráðgerð hafði verið. Gestimir héldu suður með bif- reiðum og flugvélum í gær. Orlofsferð um næstu helgi Ferðaski-ifstofan efnir til or- lofsfei-ðar um næstu helgi. Verð- ur farið frá Akui-eyri um Húsa- vík til Lindarbrekku og gist þar á laugardagsnóttina, en síðan ek- ið í Ásbyrgi, að Dettifossi, um Grímsstaði og Mývatnssveit til Akureyrar. Kóreustríðið: Bandaríkjamenn veita Suður- Kóreumönnum hernaðarhjálp í gær tilkynnti Truman Banda- ríkjaforseti að bandaríska flot- anum og flughernum hefði ver- ið fyrirskipað að veita Suður- Kóreumönnum virka hjálp gegn innrás kommúnista og ennfremur að 11. bandarísku flotadcildinni hefði verið fyrir- skipað að gæta eyjarinnar For- mosu, sem er aðsetur Kuo- mingtang-stjómarinnar kín- versku. Óttast menn mjög að árásarstríð kommúnista á Kóreu kunni að hafa alvarleg tíðindi í för með sér, með því að það er rússneskt leppríki, sem er árásarstríðinu stendur. liákon Bjarnason skógræktar- stjóri var hér á ferð í gær. Kvað liann vaxandi áhuga í mörgum héruðum fyrir skógrækt og taldi vígslu Heiðmerkur í Reykjavík mjög merkan áfanga í skógrækt- armálum landsmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.