Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 28. júni 1950 DAGUR Ritstjóri: Huukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstófa í Hafnarstræti 87 — Sími 1156 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi, Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalildagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Svipmótið á „friðarsókninni“. „FRIÐARSÓKN“ KOMMÚNISTA hefu r nú fengi á sig sitt rétta svipmót, þótt það sé fyrr en almennt hafði verið búizt við. Á meðan prentvélar um víða veröld hömuðust við að prenta ávörp, bæklinga, greinar og blöð um hinn dæmalausa friðarvilja rússnesku valdhafanna og safnaðar- meðlimanna um allar jarðir, voru friðarhöfðingj- arnir sjálfir að koma hersveitum sínum fyrir til sóknar á hendur sjálfstæðu ríki í Asíu og flytja vopn og vistir á vettvang og undirbúa hernaðar- innrás að óvörum, leggja „þegjandi og hljóða- laust“ enn eitt landsvæði undir ok kommúnism- ans. í dögun sl. sunnudag réðist her, búinn rúss- neskum vopnum, inn í Suður-Kóreu, sem er ríki í samtökum Sameinuðu þjóðanna og viðurkennt af þeim. Munu þessar aðgerðir einn liðUr í þeirri áætlun friðarhöfðingjanna í Moskvu að ná undir sig sem mestu af meginlandi Asíu og nota til þess kommúnistahersveitir, búnar rússneskum vopn- um. Á máli kommúnista heita innrásar- og of- beldismenn þessir „alþýðuherir“ og allar eru ráð- stafanir þessar gerðar til þess að tryggja friðinn að sögn kommúnista. Kemur nú berlega í Ijós, hvaða merkingu þeir leggja í hugsjónina um frið. Friður í augum kommúnista er algert viðbúnað- arleysi af hálfu frjálsra manna til þess að verjast innrás eða byltingu kommúnistaflokka og undir- okun þjóðanna undir veldi Rússa. Þetta er hið raunverulega markmið „friðarsóknarinnar“ í blöðum þeirra og tímaritum, enda þykir almenn- ingi í flestum löndum sú friðardúfa skrítinn fugl, sem unir sér bezt í hendi manna, sem skríða í auð- mjúkri tilbeiðslu fyrir mesta herveldi veraldar. Þjóðir Evrópu þekkja af sárri reynslu hvert mark er takandi á friðarhjali einræðisherra, sem hafa mikla heri, gráa fyrir járnum, að bakhjarli og fimmtuherdeildir starfandi í mörgum löndum. Nazistaforinginn þýzki hafði líka friðardúfu í vinstri hendi meðan sú hægri undirbjó í óða önn ofbeldi gagnvart smáþjóðunum og vann að því að steypa veröldinni í blóðuga styrjöld. Kommúnist- ar um allar jarðir halda þessari friðardúfu mjög á lofti um þessar mundir, en á sama tíma lofsyngja þeir þá stjórnarherra, sem á fáum árum hafa lagt undir sig hvert smáríkið af öðru og ógna nú gjör- völlu mannkyni með útþennslu- og yfirgangs- stefnu sinni. Innrásin í Kóreu er sama eðlis og innlimum Eystrasaltsríkjanna á sinni tíð og und- irokun margra annarrS þjóða. Þegar kommúnism- anum tekst ekki að naga sundur þjóðfélögin hið innra og koma þeim á þá leiðina xmdir veldis- sprota Stalíns, eru vopnin látin tala. Þannig er svipmót „friðarsóknarinnar". Það svipmót kemur fæstum hugsandi mönnum á óvart. Það hefur aldrei þótt friðvænlegt, að heyra flugumenn og ofbeldismenn hvísla sefjunarorðum í eyra frið- elskandi manna. BÆJARMÖNNUM hér mun leika nokkur for- vitni á að sjá, hvernig hið sjálfskipaða málgagn friðarins hér um slóðir, Kominformblaðið á staðn- um, snýst við hinum nýja friðarboðskap austan úr Asíu. í vikunni sem leið réðist blað þetta með dólgslegu orðbragði á Dag með því að Dagur hafði leyft sér að efast um heilíndin í friðarskrafi þeirra manna, sem alla daga ársins lofsyngja ofbeldi og yfirgang og telja hvern leik í ref- skák rússneska herveldisins til heimsyfirráða fagran vott um friðarvilja þeirra manna, sem nú ráða örlögum hundruða milljóna manna og hafa það á valdi sínu að steypa veröldinni út í tortíming- arstyrjöld, hvenær sem þeir þykj ast hafa komið ár sinni nógu vel fyrir borð. Prentsvertan á þess- um hneykslunarpistli Komin- formblaðsins var naumast þorn- uð, er rússneskar flugvélar tóku að varpa sprengjum austur í Asíu og rússnesk vopn tóku að tala á því máli, sem kommúnistar allra landa elska heitast. Atburð- ir þeir, sem nú eru að gerast í Asíu, eru óhugnanleg sönnun þess, að friðarskraf í tálknum kommúnistaforingja er ámóta einlægt og það var í munni naz- istaforingja fyrir stríð. Á meðan talað er um frið og reynt að svæfa dómgreind þjóðanna með lævís- legu friðarskrafi, starfa verk- smiðjur að framleiðslu vítisvéla dag og nótt og herir taka sér /Stöðu við landamæri. Friðurinn varir svo lengi aðeins, sem ein- ræðisherrunum þykir það heppi- legt fyrir ofbeldisfyrirætlanir sínar. KOMMÚNISTAR segja að menn hf rússnesku bergi brotnir hafi fundið upp flesta þá hluti, sem sanna bezt snilli mannsand- ans. Er það einn liðurinfi í hinni skipulegu fölsun mannkynssög- unnar, sem kommúnistar hvar- vetna um lönd vinna nú að. En friðarskraf í munni ofbeldis- manna er samt ekki rússnesk uppfinning. Hún er þýzk og var notuð af mikilli hugkvæmni af nazistum. En kommúnistar hafa endurbætt hana í samræmi við tækni tímanna og þeir hafa nú tekið fimmtuherdeildirnar til þjónustu við hana. Má því með nokkrum sanni segja, að Rússar hafi fundið upp „friðarsókn" þá, sem nú er aðalmálefni kommún- istapressunnar í flestum löndum. Hlutverk hennar er að deyfa og svæfa og veita ofbeldismönnun- um næði til að undirbúa innrásir sínar og valdarán. Atburðirnir í Asíu sýna glögglega, að þegar kommúnistar gerast háværir í friðarskrafi sínu, þá er illra tíð- inda von. Það má vera áhyggju- efni íslenzku þjóðarinnar, hversu hátt lætur nú í ofbeldismönnum hennar. Því hærra, sem kommún- istar tala um frið, því meiri ástæða er til að vera vel á verði og gæta þess, að fámennur hópur ofbeldismanna geti ekki svikið sjálfstæði þjóðarinnar í hendur erlendra yfirgangsseggja. FOKDREIFAR Eftirþankar um 17. júní. Borgari skrifar blaðinu: „DAGURINN rann upp dá- samlega bjartur og fagur. — Á ákveðnum tíma tók fólkið að streyma úr öllum áttum að Ráð- hústorgi, þar sem hin fyrirhugaða skrúðganga átti að hefjast. Eg vildi vera með, þó gamall væri. — Það, sem fyrst vakti eftirtekt mína var stór hópur smábarna, sem fyllti götuna á takmörkum Hafnarstrætis og Brekkugötu, og hafði hvert þeirra ofurlítinn ís- lenzkan fána í hendi. — Lúðra- sveitin tók að leika ýms lög og alltaf streymdi fólkið að. Hópur skáta, með marga stóra ísl. fána kom og tók sér stöðu í farar- broddi, framan við fylkingu barn anna. Næst skátunum gengu í þéttum hnapp hinir nýbökuðu stúdentar, þá komu fánaberar ýmsra félaga í bænum og stað- næmdust aftan við barnahópinn. Þegar sýnt þótti, að fjest af því fólki, sem ætlaði að gerast þátt- takendur í skrúðgöngunni var mætt, var haldið af stað. Hefi eg aldrei séð jafnstóran hóp í skrúð- göngu. Gladdist eg af þjóðrækni Akureyringa, er eg leit yfir mannfjöldann, sem fyllti Brekku- götuna, frá syðstu takmörkum og alla leið niður undir Klapparstíg. En„Adam var ekki lengi í Para- dís“. Því að strax og kom norður að Oddeyrargötu, streymdi fólk- ið í „breiðfylkingu" upp á brekk- una og komu þá strax stórar eyð- ur í hinn myndarlega hóp, er gönguna hóf í upphafi. Og við Sniðgötu endurtók sama sagan sig, þó í smærri stíl væri. Loks fannst nokkrum ástæða til að nota stíg, sem lá nokkru norðar, milli húsanna, upp á brekkuna, til að skerast úr leik. Þegarbeygtvar úr Brekkugötunni í Munkaþver- árstx-æti, var svo komið, að þegar framsveitirnar eru taldar frá: Lúðrasveitin, skátarnir, stúdent- arnir, þá mun tæpur helmingur þess fólks, sem lagði af stað frá Ráðhústorgi, hafa verið eftir í skrúðgöngunni. Og það sem merkilegast var: Það var næstum allt roskið og miðaldra fólk, með nokkur smáböm í eftirdragi. Æskulýðurinn og unga fólkið var að mestu horfið . — Talið var að mættir hefðu verið á hátíðar- svæðinu um 3000 manns. Lúðrasveitini byrjaði að leika á hornin. Þá hélt séra Pétur Sig- urgeirsson guðsþjónustu, Bryn- leifur kennari Tobiasson flutti hátíðarræðuna og Halldór Jóns- son stúd'. talaði fyrir hönd stú- denta. Margt var vel og rétt sagt í öllum ræðunum, og hefði fólkið áreiðanlega gott af að festa sér það í minni. Að ræðunum lokn- um sungu karlakórar bæjarins undir stjóm Áskels Jónssonar og lúðrasveitin spilaði. Síðan hófust glímur, leikfimissýningar og handknattleikur. Um kvöldið var að lokum stiginn dans. YFIRLEITT mátti segja að sam- koman færi vel og ánægjulega fram. Fólkið var prútt og glaðlegt eins og vera bar. Og ekki vissi eg til að nokkur maður væri ölvaður á hátíðarsvæðinu meðan eg vaí’ þar. Enda hefði slíkt verið hin mesta vanvirða við minningu dagsins og okkur mesta og bezta mann. En tvennt þótti mér þó að: Það fyrst, hvað sumt af unga fólkinu var hávært og alvöru- laust meðan á messunni stóð — gat ekki einu sinni látið vera að hlæja og spjalla saman með mikl- um hávaða meðan textinn var lesinn. Hitt var það, hve fáir urðu við áskorun prestsins: að syngja með. Það væri mjög hátíð- legt ef allir þeir, sem sungið geta tækju undir, setti sinn svip á guðsþjónustuna og hefði áreiðan- lega góð áhrif á alla, ef fólkið vildi sameinast þannig í voldug- um söng. OG ÞEGAR eg nú í einrúmi læt hugann reika yfir atburði dagsins bregður fyrir bæði gleði- (Framhald á 5. síðu). Nýtt kvennablað hefur göngu sína Nýlega er komið út kvennablað, að nafni „Hús- freyjan“, gefið út af Kvenfélagasambandi íslands. Frú Guðrún Pétursdóttir ritar í þetta fyrsta tölu- blað Húsfreyjunnar, ávarp svohljóðandi: ,,Á und- anförnum þingum K. í. hafa komið fram ákveðnar óskir um, að K. í. hefði sitt eigið blað eða tímarit, er ræddi aðallega mál heimilanna. Á síðasta Lands- íingi K. í., 1949, var svo kosin nefnd, er ásamt stjórninni átti að vinna að undirbúningi og útgáfu >essa rits. í nefndina voru kosnar frú Soffía Ing- varsdóttir formaður, frú Svava Þoi’leifsdóttir og frú Áslaug Þórðardóttir. Árangur af starfi þessara kvenna er blað það, sem hefur göngu sína í dag og nefnist „Húsfreyjan“. Er ætlazt til, að hún komi út fjórum sinnum á ári fyrst um sinn. Sakir þess, að K. I. er tuttugu ára á þessu ári, þótti oss hlýða að minnast afmælis þess að nokkru í þessu fyrsta tölublaði, og er því efnið með öðrum hætti en ætlazt er til að verði í framtíðinni. Það er ósk vor, að „Húsfreyjunni“ megi í framtíðinni auðnast að flytja oann fróðleik til íslenzkra kvenna, sem efii þær til að styðja að heill og hamingju heimilanna, og að pær verði sífellt minnugar þess, að heimilin eru hyrningarsteinar þjóðfélagsins.“ í ritinu ,sem er 44 síður, er að finna ýmsan fróð- leik, en eins og segir í ávarpsorðunum er 20 ára af- mælis K. f. sérstaklega minnzt. Þetta gerir frú Svava Þorleifsdóttir í ýtarlegri grein um starfsemi sambandsins frá upphafi. Aðalbjörg Sigurðardóttir skrifar um frú Ragnhildi Pétursdóttur, Jón Sigurðs- sonar borgarlæknir skrifar grein, er hann nefnir: „Smithætta samfara lélegum uppþvotti", Soffía Ingvarsdóttir skrifar um Samvinnuþvottahús og Halldóra Eggertsdóttir um hraðsuðupotta. Allt eru þetta fróðlegar og ágætar greinar. Þá eru ýmsar frásagnir, m. a. frá Norræna húsmæðramótinu eftir R. Þ. og frá Hjálparstúlknaskólanum í Voss í Noregi. Krosssaumsmynstur af teppi, sem talið er að Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti hafi saum- eð, er birt, og þættir er nefnast: „Brauð“, „Vitið þið“, „Félagsstarfið", „Síld og lýsi“, „Frá sambönd- unum“, o. fl. Heftið prýða margar myndir og frá- gangur þess er smekklegur. Ritstjóri mun enn ekki ráðinn að ritinu, en nefnd sú, er fyrr um getur, hef- ur séð um útgáfu þessa fyrsta heftis af „Húsfreyj- unni“. íslenzkar konur munu áreiðanlega taka „Hús- freyjunni" tveim höndum og fagna því, að Kven- félagasamband íslands hefur fai’ið svo myndarlega af stað með útgáfu þessa tímarits. Er þess óskandi, að konur kaupi ritið og sýni með því, að þær kunni að meta þessa viðleitni. Konur þurfa að standa sam- an um „Húsfreyjuna“ og vinna að því á alla lund, að hún geti orðið öflugt málgagn kvenna í landinu. Puella. ÚR „HÚSFREYJUNNI“. í þættinum „Vitið þið“, er eftirfarandi frásögn: „Njóli er frá fornu fari viðurkenndur fyrir hollustu, þó að ekki sé til nein efnagreining á honum. Hann vex í kringum bæi um allt land. Hann er þroskaður í maí-júní, eða fyrr en allt annað grænmeti, sem ræktað er utanhúss. Njólinn er notaður eins og spín- at og grænkál. Konur ættu að nota hann meira en gert hefur verið.“ í þættinum „Brauð“ er m. a. þessi uppskrift: Sykurstirni (Marengs). 2 eggjahvítur. — 150 gr. sykur. Stífþeytið eggjhvíturnar. Hrærið sykrið smám saman í. Þeytið stöðugt í á meðan. Setjið skálina með eggjahrærunni í vatnsbað (ofan í pott með sjóðandi vatni), þeytið áfram í tíu mínútur. Spraut- ið hrærunni í toppa á vel smurða plötu og þurrkið í ofni við vægan hita. Kökurnar eiga að vera mjög ljósgular eða hvítar. Þessa uppskrift er einnig gott að nota í botn eða lok á tertu, er þá hrærunni sprautað á vel smurt tertumót og hún bökuð í því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.