Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 12. júlí 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 lilaðið keniur út á hverjum tniðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjaltltlagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. 64Ljúgið þið - við skulum trúa.64 UNDARLEGAR NAFNGIFTIR í augum vest- urlandabúa blasa við honum, ef hann vill freista þess að fylgjast með gangi Kóreustyrjaldarinnar með því að virða fyrir sér landabréf af þessum fjarlæga hluta heimsbyggðarinnar, um leið og hann hlustar á stríðsfréttimar í útvarpinu — inn- lendu eða útlendu, — eða les þær í dálkum blað- anna. Annað hvert nafn byrjar þar á Chi, Cho eða Chi, en hin á Shi, Sha, eða jafnvel ennþá torkenni legri og óvenjulegri hljóðum og stafasamböndum, blæstum eða óblæstum, læsilegum eða alls óles- andi. EN SVO ER AÐ SJÁ, sem nafngiftir og örnefni Kóreumanna sé engan veginn það eina eða helzta í fari þeirra, sem komin vestrænni reynslu, rök- hugsun og skilningi algerlega á óvart. — Aldrei hefur Kórea verið til stórvelda talin, og oftast hefur, á síðari tímum a. m. k., búið þar á'nauðug þjóð, sem lítt hefur verið við herskap kennd, styrjaldir né stórveldadrauma. En á þessum síð- ustu og verstu tímum gerast þar þó tákn þau og stórmerki, að náungarnir, sem búa á suðurhluta skagans, undirbúa svo árum skiptir árásarstyrjöld á hendur þeim friðsömu og réttlátu mönnúm, sem norðan við 38. breiddarbauginn búa. — Og þeil- eru svo sem engan veginn einir um þessa hitu, né það djöfullega ráðabrugg gegn friði og farsæld samlanda sinna, sem þarna er á döfinni. Nei, ónei! Eitt sterkasta og auðugasta stórveldi heims- ins, sjálf Bandaríki Norður-Ameríku, róa þama undir og standa að baki ribbaldalýðsins í Suður- Kóreu með ráðum og dáð! Og einn góðan veður- dag ráðast þessi þrælmenni, grá fyrir jámum og studd ótal vígvélum „að westan“, norður fyrir landamærin og taka að ybba sig við hina yfirlæt- islausu og sómakæru landa sína norðan við 38. bauginn, sem fram að þessu hafði aldrei dottið ófriður í hug og sátu þarna allsendis óviðbúnir og skrifuðu undir friðarávörp Jósefs Stalíns og ann- arra leiðtoga „alheimsfriðarsóknarinnar“, — að dæmi íslenzkra barnakerinara og annarra þeirra mannvina, sem eigi mega blóð sjá, hvað þá heldur kjarnorkusprengjur og annan slíkan óvinafagnað „kynþáttaböðlanna“ og „stríðsæsingamannanna“ „að westan“, svo að orðalag „Þjóðviljans" þar og „Verkamannsins“ hér sé viðhaft. — Inn í hinn dá- samlega söng „friðarhetjunnar Paul Robeson". sem nýlega sat fund „stjórnar alþjóðafriðarhreyf ingarinnar", að. því er síðastnefnt blað rómaði ný- lega svo mjög — og hefur raunar aldrei sungið betur en síðan, svo sem og líklegast var og sjálf- sagðast — og varnaðarorð föður Stalíns í MoskvU' borg —• blandaðist allt í einu og að óvöru hinn hjáróma kliður innrásar- og ofbeldismann anna að sunnan og „westan“, þegar þeir skökuðust fyrirvaralaust með vígvélar sínar norður yfir landamærin, og rufu þar með hina dæmalausu kyrrð, friðarvilja og langlundargerð, sem ríkti norðan baugsins helga, 38. breiddargráðunnar, þar sem nauðung, sundurlyndi og ófrið kapitalismans þraut, en alsælt friðarríki sósíalismans tók við! I EN HAFI innrásarmennimir að sunnan „west- an“ reiknað með auðfengnum og skjótum sigri á hinum alsendis óviðbúna friðarher í Norður- Kóreu, varð þeim ekki kápan úr því klæðinu í þetta sinn. Auðvit- að hófu þegnar friðarhöfðingjans Stalíns, þeir, sem norðan 38. gráðunnar bjuggu, þegar í stað heilagt stríð, og það meira að segja „heilagt friðarstríð“ — gegn ofbeldi og kúgun“ — „fyrir friði og frelsi“. — Einu sinni þótti það góð latína að tala um þau undur, að sólin hafi staðnað á miðjum himni yfir Gíbeonsdal, tunglið yfir Ajalondal, og guð hafi verið með sínum lýð og breytt ósigri háns í sigur. Nú á dögum er slíkt tal bábilja ein og markleysa. En sjá! — Stalín var með sínum lýð. Stalín, en ekki guð, var með Norður-Kóreu- mönnum. Hans sól og hans tungl stóð kyrrt í því hinu heilaga stríði sósíalismans gegn kapitalisman- um þarna á 38. breiddargráðunni, og sneri ósigrinum mikla í fræg- an sigur! ÞEGAR ÞETTA er ritað, horfir all óvænlega fyrir innrásarherinn að sunnan og „westan“ þarna á Kóreuskaganum. Þegar á á að herða, reynast kapitalistarnir illa í heilögu stríði. Alls staðar er „al- þýðuherinn“ að norðan, eins og Ríkisútvarpið okkar orðar það á sinu látlausa og hlutlausa máli, — í sókn og sigri. Vissulega hafa öreigar Síalíns í Norður-Kóreu smíðað sverð sigursins úr plóg- jámum friðarsóknarinnar, því að ekki aðeins reka þeir hina blóð- þyrstu árásarmenn, samlanda sína á suðurhluta skagans, öfuga á bak aftur og sækja langt inn í lönd þeirra, enda reynast þeir vopnlausir og ráðalausir, þegar til á að taka, — heldur hrekja þeir og kapitaiistana að „westan“ á hæli eins og fífuvettling sé fleygt af hendi. Og nú hafa 46 ríki, þar á meðal brezka heimsveldið, skip að sér undir forustu öryggisráðs sameinuðu þjóðanna að baki Bandaríkjamanna og innrásar- hers Suður-Kóreu og heitið þeim efnalegri og hernaðarlegri hjálp og stuðningi, en friðarríki Stalíns heldur að sér höndum og hamast aðeins við friðarsóknina og frið- arávörpin. En sjá: Litla friðsama alþýðulýðveldið í Norður-Kóreu —svo vopnlítið og óviðbúið styrj- öld sem það þó var — stendur ekki aðeins af sér allar árásir, heldur hrekur stórveldin og inn- rásarmennina miskunnarlaust á bak aftur. Mörg tíðindi hafa óvænt og stórkostleg gerzt í hernaðarsögu heimsins frá upp- hafi, en engin þó óvæntari né stórkostlegri en þessi. Jafnvel innrás Pólverja í ríki Hitlers, er það stóð með mestum blóma, og árásarstríð Finna á hendur Sov- étríkjunum hér á dögunum mega kallast trúleg tíðindi í sambandi við þessi tákn og stórmerki. En sjálfsagt verða þau þó ekki dæmalaus lengur, þegar komm- únistum hefur unnist tími til að umrita veraldarsöguna alla í þessum dúr! ÞEGAR EG VAR að alast upp heima í sveit minni, var vinnu maður um skeið á næsta bæ við mig, er þótti skreytinn nokkuð og raupsamur. Einu sinni þegar húsbónda hans, sem sjálfur var orðvar maður og óljúgfróður, þótti skreytni hans og raup ganga úr hófi fram, varð honum að orði með mestu hógværð og spekt: „Ljúg þú, Þórður — eg skal trúa!“ — Eitthvað svipað mætti segja við kommúnistana og blöð þeirra nú, er þeir ætlast til þess að menn gleypi við kynjasögum þeirra frá Kóreu — sögunum um hina óviðbúnu og friðsömu smæl ingja, sem stóðu upp í hárinu á stórveldum heimsins og ráku innrásarheri þeirra, sem undir- búið höfðu árásina á laun svo ár- um skipti — af höndum sér og breyttu sókn þeirra í ósigur og flótta. — „Ljúgið þið, kommún- istar. Við skulum trúa!“ FOKDREIFAR Kiljan ferðast, — EG SÉ í nýútkomnum Þjóð- vilja, að Halldór Kiljan hefur verið í siglingu og ferðast í þetta sinn um Norðurlönd, en er nú kominn út hingað til íslands aft- ur. í samtali við blaðið lætur hann þess getið, að hann ráðgeri aðra ferð til írlands, en nefnir hins vegar ekki, að hann hafi nokkurn hug á að skreppa á nýj- an leik austur fyrir járntjaldið nú um sinn, og mundi hann þó gjarnan eiga erindi nokkurt við Jósep vin sinn í Moskvuborg og ósennilega fúlsa við því fremur en áður að tefla við þann páfa í góðu tómi. — Þjóðviljinn vill ekki heyra lúxusflakk nefnt í sambandi við hinar tíðu utan- landsferðir Kiljans, þótt blaðið noti það orð gjarnan, þegar ferða- lög annarra manna ber þar á góma, enda engin nýlunda né undrunarefni, að kommúnistar leggja tvenns konar mælikvarða á alla hluti eftir því, hvort í hlut á rétttrúaður jábróðir þeirra, eða venjulegur, óbreyttur borgarr, sem aldrei hefur séð hinn heilaga, gerzka anda birtast sér við niður- dýfingarskírn kommúnismans. ÞAÐ VAR ANNARS ekki þetta, sem eg ætlaði að ræða hér um í sambandi við ferðapistla Kiljans í Þjóðviljanum, heldur það, að hann lætur þess þar getið, að af samanburði við vegi í Skandi- navíu hafi hann sannfærzt um, „að íslendingar vita varla, hvað vegur er. í Noregi eru einhverjar mestu vegalengdir í Evrópu, (hvað skáldið á við með þessari rökvíslegu athugasemd er annars ekki fyllilega ljóst, en má liggja hér milli hluta). — „Eg ók þar á annað þúsund kílómetra án þess að verða nokkurs staðar var við holu í vegi. Einkum dáðist eg að því, hve Norðmenn halda vel við malarvegum sínum, og þó sýnd- ust mér þeir hafa miklu lítilfjör- legri og ómerkilegri verkfæri en við.“ — en eg flakka. EKKI SKAL það véfengt, að vegir hér á íslandi standast illa samanburð við þjóðvegi í ná- grannalöndunum, þótt orðalagið sé auðvitað kiljanskt, taki af skar ið og kalli alla hluti ýmist hvíta eða svarta, þótt sannleikurinn kunni að vera mórauður eða höttóttur. En því veitti eg þessum ummælum skáldsins meiri at- (Framhald á 6. síðu). SENDIHERRA DANMERKUR, FRÚ BODIL BEGTRUP, f HEIMSÓKN. „í einu eru íslenzkar konur á eftir.“ í FYRRI VIKU kom hingað til bæjarins frú Bodil Begtrup, sendiherra Danmerkur á íslandi, í stutta heimsókn. Frú Bodil Begtrup er þekkt kona í heimalandi sínu. Hún hefur unnið mikið og merki- legt starf í þágu kvenréttindamála og menningar- mála kvenna almennt. Á þessum sviðum hefur hún náð miklum árangri og verið viðurkennd bæði í heimalandi sínu og öðrum löndum, en frúin hefur einnig unnið mikið á alþjóðlegum vettvan^i. Nú hefur hún verið gerð að sendiherra lands síns og er ein af örfáum konum um heim allan, sem hlotið hefur slíka virðingu. Frú Bodil Begtrup er einnig einn af fulltrúum lands síns hjá Sameinuðu þjóðun- um, og situr þar í alþjóðlegu ráði, sem fjallar um málefni kvenna í hinum ýmsu löndum heims. I boði kvenfélaganna á Akureyri. í sambandi við komu sendiherrans hingað, buðu öll kvenfélög bæjarins henni til kvöldverðar, sem snæddur var í húsmæðraskólanum. Sátu það hóf um 40 konur frá hinum ýmsu kvenfélögum. Frú Gunnhildur Ryel ávarpaði heiðursgestinn, bauð alla velkomna og stýrði hófinu. í fróðlegu og greinargóðu erindi, sem frk. Hall- dóra Bjarnadóttir flutti, þar sem hún gaf yfirlit yfir félög kvenna í Akureyrarbæ og störf þeirra, kom í ljós, að kvenfélögin í bænum eru alls 15 að tölu. Munu margar kvennanna hafa undrast, er þær heyrðu þessa tölu, því að til sumra þessara félaga heyrist ekki oft, mörg vinna í kyrrþey, og fæsta grunar, að svo mörg kvenfélög geti verið í ekki stærri bæ. En svo mörg eru þau, þegar allt er talið saman, og sum þessara félaga hafa stafað tugi ára og unnið merk störf í þágu bæjarfélagsins og þjóð- arinnar sem heildai'. Frk. Halldóra kynnti stjórnir kvenfélaganna, sem þarna voru, en það munu hafa verið 2—3 konur frá hvex-ju félagi. Frú Bodil Begtrup hélt stutta ræðu og lýsti ánægju sinni yfir því, að hafa fengið tæki- fæi'i til að koma hingað norður. Fór hún viðui;kenn- ingarorðum um störf íslenzkra kvenfélaga og sagði frá málefnum kvenna í ýmsum löndum, sem frúin hefur heimsótt. Að lokum flutti Anna S. Snorra- dóttir stutta ræðu. „I einu eru íslenzkar konur á eftir“. Að borðhaldinu loknu var skólinn skoðaður og síðan var rabbað og sungið. Gekk frú Bodil Begtrup á milli kvennanna og spjallaði við þær. Við tókum tal saman, en ekki varð langur tími til viði-æðna. Eg spurði frúna, hvernig henni fyndist málefnum ísl. kvenna háttað, miðað við nágranna- þjóðii'nar. „íslenzkar konur ei'u á eftir nágrannaþjóðunum á einu sviði,“ svaraði frúin, „þær eiga engan full- trúa hjá Sameinuðu þjóðunum. I hinu alþjóðlega ráði, sem fjallar um málefni kvenna í hinum ýmsu löndum heims, (Status of Women), eru konur frá öllum Norðui'löndunum og fjölmörgum öðrum löndum heims, en sæti íslands er autt. Hér er verk- efni fyrir ísl. konur að vinna að, því að áreiðanlega gætu íslenzkar konur lagt eitthvað gott af mörkum, ef þær ættu þar fulltrúa.“ Því miður vai'ð aldrei tími til raunverulegs við- tals við sendiherrann, en mér eru þessi orð minnis- stæð. Hvei's vegna skyldu íslenzkar konur ekki eiga fulltrúa á þessu þingi? Einhver kann að segja, að við höfum ekki efni á því, og það er eflaust rétt, svo langt sem það nær. En er það hin raunverulega ástæða? Hér er sannarlega vei-kefni fyrir öll kvenfélög í landinu. Meðan frú Bodil Begtrup dvaldi hér nyrðra, en það voru aðeins fáir dagar, fór hún í Mývatnssveit, sveitina, sem Norðlendingar sýna af jafnmikilU hrifningu og gleði og Sunnlendingar sýna Þingvelli. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.