Dagur - 12.07.1950, Page 6
6
VERKAMAÐURINN
Miðvikudaginn 12. júlí 1950
Viðburðarríkur dagur
✓
Saga eftir Helen Howe.
1. DAGUR.
ÍÞRÓTTIR
Landskeppni íslendinga og Dana í
frjálsum íþróttum
íslendingar sigruðu, fengu 108 stig. Danir fengu
90 stig.
Aprílsólin skein á mahogny-
borðið í borðstofunni. Þetta sól-
skin var einmitt eitt af því sem
sætti Millet-hjónin við að búa í
57. götu í .New York. Þau gátu
líka séð Austurána út um glugg-
ana sína. Hún var að vísu nokk-
urn spöl í burtu, en þau gátu samt
séð hana og það var nokkur
huggun. Það var gott að vita af
henni þarna.
„Hvað gengur að þér, Fay? Því
borðarðu ekki grautinn þinn? Þú
ert búin að hræra í diskinum
langa lengi, en borðar ekkert.“
Fay lagði skeiðina frá sér og
ýtti diskinum til hliðar.
„Eg get ekki borðað hann núna.
Eg þarf að gera dálítið fyrst.“
Fay leit spurnaraugum á for-
eldra sína, sem sátu við sitt hvorn
enda borðsins. Hún var átta ára
gömul. Hún var föl yfirlitum.
Augun voru dökk og alvarleg,
rétt eins og hún væri sífellt á
verði gegn veröldinni umhverfis.
Hún hafði spennu á tönnunum.
Hárið var í tveimur stuttum flétt-
um. Ennið var hátt, en andlitið
fékk á sig áhyggjusvip fullorð-
innár manneskju, er hún hnykl-
aði brýnnar. En þrátt fyrir þetta
líktist hún móður sinni, sem var
fögur kona. Faðir hennar var
sannfærður um að dóttirin mundi
verða lifandi eftirmynd móður
sinnar, er tímar liðu.
Faith Millet var óvenjuleg og
skemmtileg kona. En öllum, sem
þekktu hana, fannst eðlilegt að
hún væri þannig. Það var í þeirra
augum enginn leikaraskapur. Sér
hver vinur hennar var sannfærð-
ur um, að aðeins hann þekkti
hana til hlýtar. Yfirbragð hennar
var tígulegt og fagurt. Erlendir
listamenn, sem hittu þau hjónin,
horfðu undrandi aðdáunaraugum
á hana. Hefðarfrúrnar á Park
Avenue, sem ekki kölluðu allt
ömmu sína, viðurkenndu að hún
væri óvenjulega glæsileg kona.
Faith leit ásökunaraugum á
dóttur sína. „Heldurðu að ekki
væri réttara að borða grautinn
fyrst, og gera svo það, sem gera
þarf á eftir?“ sagði hún.
Það dimmdi yfir svip barnsins.
„Góða mamma, lofaðu mér að
gera eins og eg vil. Þetta er dálítið
sérstakt. Pabbi er að verða búinn
að borða og eg verð að gera þetta
meðan þið bæði eruð heima.“
Fay stóð upp frá borðinu og
hljóp út í ganginn og inn í her-
bergið sitt og kom að vörmu spori
aftur inn í borðstofuna. Hún stað
næmdist á þröskuldinum og
horfði á foreldra sína. Hún hélt
á einhverju fyrir aftan bak,
„Það er ekkert fallegt, og eg er
ekkert hrifin af því sjálf, en það
er til ykkar á brúðkaupsafmæl-
inu,“ sagði hún.
Foreldrarnir hvöttu hana bæði.
„Sýndu okkur það, við erum viss
um að það er fallegt.“
Fay gekk seinlega í áttina til
þeirra. Á borðið fyrir framan þau
lét hún lítið fuglahús, hvítmálað
með grænu þaki. Bæði Faith og
Eric stóðu á fætur og horfðu að-
dáunaraugum á smíðisgripinn. —
Lofsyrði hrutu af vörum þeirra.
Barnið fékk sjálfstraust sitt aft-
ur. Fay sagði, og það var stolt í
röddinni: „Eg smíðaði það sjálf á
verkstæði."
„Segirðu satt, elsku barn?
Gerðirðu það sjálf? Þetta er alveg
ljómandi fallegt.“
Og nú var lofið ekki sparað.
Fay hoppaði af kæti til föður síns
og hann greip hana í faðm sér.
Öll feimnin var á bak og burt.
„Sjáðu, pabbi! Eg málaði það
líka sjálf, og eg málaði það alveg
eins og nýja húsið okkar á Mt.
Kisco. Og sjáið þið hvað stendur
fyrir ofan dyrnar?“
„Nei, nú'er eg alveg yfir mig
hissa. E. M. annars vegár og F.
M. hins vegar — upphafsstafirpir
okkar, já og írtöjin 1940—050.
Sýnúu jnömmu.“
Faith var gi-áti næst. En hún
harkaði af sér.
„Komdu elskan, og lofaðu mér
að kyssa þig fyrir. Og aftur. Eg
hef aldrei á ævi minni séð eins
fallegt fuglahús.“
„Þettá sagði frú van Eyck líka.“
„Frú van Eyck? Er hún búin
að sjá það?“
„Já; eg sýndi henni það, dag-
inn sem þið fóruð til White
Plains, til þess að hitta fiðluleik-
arann.“
Rödd Faith bar þess vott að hún
var hrærð og þakklát. „Eg er viss
um að frú van Eyck hefur kunn-
að að meta það,“ sagði hún. „Hún
veit allt um fuglana. Kannske
hún hafi gert tillögu um, hvar við
eigum að hafa það, nema þú haf-
ir þegar ákveðið það?“
„Já. í stóra trénu við endann á
gangstígnum í garðinum. Þar sem
öll fallegu blómin eru.“
„Auðvitað. Það er langbezti
staðurinn. En nú skaltu borða
grautinn þinn, Eric, þú manst.. .“
En Eric var þess albúinn að
taka höndum saman við dóttur
sína og eyðileggja tilraun móður-
innar til þess að halda uppi aga í
dag. Hann stóð upp. frá borðinu.
„Kannske eg hafi líka dálítið
hérna handa mömmu.“ Hann fékk
henni lítinn pakka.
„Eg vona að þetta verði góð
viðbót við safnið þitt,“ sagði
hann.
Fay hoppaði í kringum móður
sína meðan hún var að leysa ut-
an af pakkanum, en það gekk sein
lega. Hún ætlaði aldrei að ná
hvíta silkiborðanum utan af.
Hendurnar voru óstyrkar. En
loksins náði hún pappírnum utan
(Framhald).
- Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
hygli en ella, að eg er sjálfur ný-
kominn heim úr lúxusflakki —
þó ekki um útlönd, heldur aðeins
um nokkrar réttar og sléttar ís-
lenzkar sveitir, norðan lands og
vestan, steig ekki fæti yfir
þröskuld á nokkru gistihúsi,
heldur bjó í mínu eigin tjaldi og
lifði við skrínukost. Og eg hafði
einmitt m. a. verið að hugleiða
það á þessu ferðalagi, hversu gíf-
urlegum stakkaskiptum vegirnir
á þessu svæði hafa tekið á síðustu
ái’um, eða frá því eg kynntist
þeim fyrst fyrir tæpum aldar-
fjórðungi. Eg tók að brjóta um
það heilann, hvort nokkur önnur
þjóð hefði, þrátt fyrir allt, gert
myndarlegx-a átak í vegamálum
sínum síðustu tvo ái-atugina en
einmitt við íslendingar, þegar öll
kurl koma þar til gi-afar, fá-
menni og fátækt þjóðarinnar
annars vegar, en víðátta og tor-
færur landsins hins vegar haft í
huga, þegar sá i-eikningur er
gei-ður upp. — Og höfum við þó
vissulega haft í fleiri horn að líta
um framkvæmdix-nar og umbæt-
ui-nar á þessu tímabili landssög-
xmnar heldur en þetta eitt — að
brúa árnar og byggja akfæra vegi
um langflest hin dreifðu byggð-
ai-lög og raunar einnig geysivíða
um eyðimei-kur og óbyggðir þessa
stóra og sti-jálbýla lands.
Kremltunglið —
EG ÞYKIST vita, að þrátt fyrir
allt þetta geti það þó engu að síð-
ur verið í-étt og satt, að við ís-
lendingar „vitum vai'la, hvað
vegur er,“ — eins og Lax-
ness orðar það — í samanburði
við Skandinava og ýmsar aðrar
þjóðir, sem standa á gömlum
mei-g í þessum efnum. En þá
minnist eg þess, að sú var tíðin,
að þessi sami ágæti rithöfundur
eyddi í það löngu máli að útskýra
það fyrir lesendum sínum, hversu
óhæfileg hlutdrægni það væri að
nefna það einu orði, hve lélega
Rússar væi-u klæddir, skæddir og
fæddii-, eða dx-epa á það, hvei-su
samgöngukerfi þeix-ra væi-i bág-
box-ið, íbúðimar þröngar og óvist
legar, pappírinn slæmur í bókum
þeirra og mai-gt annað í þá átt-
ina, — nema því aðeins, að hæfi-
legar skýringar væru látnar
fylgja á því, hvaða erfiðleika þeir
ættu við að stríða í þessum efn-
um og sögulegur samanburður
gerður á ástandinu fyrr og nú. —
— og Honiafjarðai-máninii.
VERA MÁ, að Kiljan telji ís-
lendingum vorkunnai-laust að
átta sig á því sjálfa, hvað muni
valda því, að þeir „hafa aldx-ei séð
vegi“, og öðru máli gegnir, þegar
verið sé að lýsa ástandinu í fjar-
lægu og framandi landi. En því
er til að svara, að oft hefur hann
sjálfur látið svipuð ummæli falla
í viðtali við ei-lenda blaðamenn
um íslenzk málefni, án þess að
láta nokkrar skýringar fylgja. Og
að ói-eyndu vei-ður það að teljast
hai-la vafasamt, að hann telji öld-
ungis nauðsynlegt að gefa fi-önsk
um almenningi eða öðrum út-
lendingum, sem koma til með að
sjá kvikmynd þá, sem nú á að
gera eftir sögu hans um Sölku
Völku, nokkra skýringu á því, að
hvei-gi hefur á öllu íslandi fund-
ist hæfilega ömurlegt sjónarsvið
fyrir þá myndatöku. hvorki
hvað náttúrufar né mannlíf
snertir — nema helzt alla leið
suður í Gx-indavík, og má þó gei-a
ráð fyrir, að höfundi sögunnar
þyki alltof mikill glæsibragur á
hlutunum þar til þess að þjóna
þeiri-i föðurlandskynningu, sem
hann mun telja hæfilegasta, þótt
við þetta umhverfi vei-ði að not-
ast, af þeiri-i einföldu ástæðu og
illu nauðsyn, að annað frumstæð-
ara, útkjálkalegra né ömurlegra
Það væi-i að bera í bakkafullan
lækinn að skrifa ítarlega lýsingu
á hinni skemmtilegu landskeppni.
íslendingum má vera það gleði-
efni, hvað íþi-óttamenn okkar
stóðu sig með fádæmum vel. Það
sýnir, að víkingablóðið ólgar enn
í æðum þjóðarinnar, þótt ekki sé
um beinan hernað að i-æða eins
og fyrrum.
Fyrri dagur.
Keppnin var mjög hörð og tví-
sýn framan af. Danir stóðu sig
jafnvel betur en búizt hafði vei-ið
við. T. d. sigraði Knud Schibsbye
í 100 m. hlaupi mjög óvænt. Þá
var keppnin milli danska meist-
arans í kringlukasti, Jörgens
Munk Plum og Gunnars Huseby
mjög spennandi. Daninn hafði
tvívegis bætt danska metið og
átti lengsta kastið, þegar Huse-
by kastaði í seinasti skipti. En þá
flaug kringlan hærra og lengra,
heldur en hjá nokkrum öðrum og
tryggði íslenzkan sigur. Fyrra
degi lauk með sigri íslands, 50
stig gegn 49.
Seinni dagur.
Keppnin seinni daginn var jafn
skemmtileg. En yfirburðir íslend-
inga gi-einilegri. Voi’U árangx-ar
mjög góðir í mörgum greinum.
Skúli Guðmundsson setti íslenzkt
met í hástökki, 1.96 m. Mun
mörgum hafa komið það á óvart,
þar sem ekki hefur borið mikið á
Skúla seinustu árin, þótt hann
hafi alltaf vei-ið mjög góður.
Gunnar Huseby kastaði kúlunni
16.25 m., sem er frábær árangur.
Landskeppnin og landsmenn.
Frammistaða íslenzku íþrótta-
mannanna var séi-staklega góð.
Þeir sigra í landskeppni þjóð, sem
að öllu leyti hlýtur að hafa betri
aðstöðu til að skapa afreksmenn,
bæði vegna fólksfjölda og íþi-ótta-
aðstöðu almennt. Þjóðin má því
vei-a íþróttamönnunum þakklát
fyrir afrekin, því að hennar er
heiðui-inn.
En, þar sem landskeppni er
ekki daglegur viðburður héi-lend-
is, væri vai-la til of mikils mælzt,
þótt íþróttaunnendur út um land
fengju tækifæri til að fylgjast al-
veg með keppninni gegnum út-
varpið um leið og hún fór fi-am.
Ei-lendis tíðkast það mjög að lýsa
keppnum gegnum útvax-p um leið
og þær gerast og það jafnvel, þótt
ekki sé um að ræða landskeppni.
sjónai-svið var naumast finnan-
legt á öllu íslandi.
SVONA GETUR stundum ver-
ið mikill munur á mati manna og
viðhorfi eftir því, hvox't í hlut á
hið pólitíska föðurland þeirra eða
aðeins rétt og slétt föðurland í
allra hversdagslegustu og óskáld-
legustu merkingu þess orð!
Útvarpið hefði því átt að láta lýsa
keppninni bæði kvöldin beint af
vellinum. Það er að vísu þakkar-
vei-t að fá lýsingu af stálþræði.
En þetta er nú einu sinni nefnt
landskeppni og því fyrir alla
landsmenn, að svo miklu leyti
sem því verður við komið. Næst
væri athugandi fyrir útvarpið að
eyða nokkru meiri tíma fyrir
stórkeppni sem þessa.
Gunnar Huseby kastar kringlu
yfir 50 metra.
í aukakeppni, sem fór fram við
dönsku íþróttamennina, setti
Huseby nýtt met í kringlukasti,
50.13 m. og er þar með kominn í
tölu beztu kringlukastai-a heims-
ins.
— Kóreuslyrjöldin
(Fi-amhald af 5. síðu).
Rússum eru hæg heimatökin. Þó
hefur Bandaríkjamönnum þegar
tekizt að setja á /land í Kóreu
fótgöngulið, bi-ynvarðar sveitir
og ski-iðdreka, sem er nú á leið
til vígstöðvanna og múnu lxvað úr
hvei-ju taka þátt í bardögum.
Þótt skilyrði séu erfið hafa bæði
amerískar og ástralskar flugvélar
gert árásir með sæmilegum ár-
angi-i á her og stöðvar Norður-
Kóreumanna.
Verður Kóreustyrjöldin
langvinn?
Ef Bandaríkjamönnum tekst
ekki að flytja nægilega öflugt lið
til Suður-Kóreu í tíma, er það
alls ekki útilokað, að kommúnist-
ar geti lagt undir sig alla Kóreu.
En vafalaust munu Bandaríkja-
menn geta náð Suður-Kóreu aft-
ur, ef þeir beita til þess miklum
herstyrk. Hins vegar má þá svo
fara, að Rússar komi fx-am úr
rottuholunum og taki þátt í
vöi-num.
Erfiðasta vandamál Sameinuðu
þjóðanna.
Tryggvi Lie, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, telur Kóreumálið
vei-a vandasamasta viðfangsefni,
sem samtök Sameinuðu þjóðanna
hafa fengið til meðfei-ðar. Hvar-
vetna um heim er nú spurt, hvort
að Sameinuðu þjóðirnar ætli að
feta í fótspor Þjóðabandalagsins
sáluga. Svo virðist þó alls ekki
vei-a. Samtökin eru á góði-i leið
með að hrinda árásai-seggjunum
til baka með með aðstoð og sam-
þykki um 50 ríkja. Það má vel
vei-a, að svo fari, sem margir ótt-
ast, að atburðirnir í Suður-Kóreu
dx-agi þungan dilk á eftir sér.
Þess vegna er einmitt nauðsynlegt
fyrir almenning að fylgjast vel
með Kóreumálinu frá öndverðu.