Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 16. ágúst 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifslofa i Hafnarstræti 87 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjaltldagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Fjármagnsþörf landbímaðarins UNDIR INGÓLFSFJALLI í Ölfusi er 500 hekt- ara landsvæði, í eigu ríkisins, þegar að verulegu leyti tilbúið til ræktunar. Minni svæði, en eigi síður hentug til ræktunar eru í Þinganesi í Hornafirði, í Reykhólasveit á Barðaströnd, í Skagafirði og*víðar. Stórvirkar vélar hafa ræst þessi lönd fram. Tugir nýbýla ættu að geta risið þar upp á næstu órum. Víða annars staðar eru miklar jarðræktarframkvæmdir á vegum rækt- unarsambanda, búnaðarfélaga og einstaklinga. — .Ferðamaður, sem fer um sveitir sunnan lands og norðan, austanlands og vestan, sér hvarvetna blasa við augum stórfelldar framkvæmdir í land- þuri’kun og ræktun. Allt þetta landnám ber vott um dug og bjartsýni bændastéttarinnar og skiln- ing ríkisvaldsins á nauðsyn aukinnar ræktunar. Vissulega hefur hið almenna viðhorf til landbún- aðarins breytzt verulega á síðustu árum. Það er ekki laust við að lausamennirnir á mölirihiTíti öf- undaraugum til bændanna í þeim sveitum, sem hafa góða möguleika til ræktunar og afurðasölu. Margur maðurinn, sem á undanförnum árum hef- ur séð sér og fjölskyldu sinni farborða með því að starfa að húsbyggingum fyrir kaupstaðabúa, mundi nú hyggja afkomu sína öruggari, ef hann ætti kost á því að hefja framleiðslustörf í sveit. Þetta breytta viðhorf er heillavænlegt, en það leysir ekki vandann. Enda þótt mörg hundruð hektarar hentugs lands bíði þess viðs vegar um landið að komast í umsjá ræktunai’manna, er langt í land að unnt sé að benda kaupstaðabúum, sem hyggja á landbúskap, eða bændaefnum sveitanna, á skilyrði til þess og hrinda í framkvæmd nýbýla- stofnun á þeim landssvæðum, sem þegar hafa hlotið framræslu og annan nauðsynlegan undir- búning. Ástæðan er einfaldlega skortur á fjár- inagni til framkvæmda í sveitum. Á ALLLÖNGU ÁRABILI hefur ríkið lagt veru- legt fé af mörkum til ræktunarframkvæmda, með styrkveitingum til framkvæmda einstaklinga og félaga, og til landnámsframkvæmda á vegum ný- býlastjórnarinnar. Ríkið hefur og á ýmsan hátt greitt fyrir notkun stórvirkra véla í landbúnaðin- um. Árangurinn er stóraukin rækun og stóraukn- ir möguleikar til ræktunar. En þar með er aðeins náð áfanga að því marki að fjölga starfandi hönd- um við framleiðsluna og auka hana. Það er í dag hægt að benda mönnum á hentugt jarðnæði í mörgum sveitum. En það er ekki hægt að benda þeim á hentugt lánsfé til þess að koma á fót ný- býlum. í því efni hefur ríkisvaldið ekki fylgt eftir ræktunarframkvæmdum. Byggingalánasjóð sveit- anna skortir mikið f jármagn til þess að unnt sé að hefja landnám í þeim mæli, sem efni annars standa til. Þetta bil þarf að brúa og brúa hið fyrsta. TALIÐ ER að hentugt nýbýli, með nauðsynleg- um byggingum og ræktunarframkvæmdum, kosti a. m. k. 200 þús. krónur. Þetta er há upphæð, en þó ekki hærri en svo, að hún dugar tæplega fyrir þokkalegri íbúð á mölinni í Reykjavík. En íbúð- arbygging á nýbýli í sveit eða á jörð, sem þarfnast nýrra húsa, er meira en aðeins mannsæmandi húsaskjól. Hún er aðstaða til framleiðslu í þeirri atvinnugrein, sem þjóðinni er mest þörf að vaxi og eflist nú. Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi hefur farið svo hin síðari ár, að ríkið og stofnanir þess hafa verið skilningssljórri en æskilegt er á nauðsyn þess fyrir þjóðfélagið í heild, að fjármagn streymi til framkvæmda í sveitum. Það hef- ur ekki verið eðlilegt samræmi í veitingu fjárfestingarleyfa til bygginga í sveitum og kaupstöð- um. Gjörvöll þjóðin sér nú, að ekki verður haldið áfram lengur á þeirri braut að reisa skrauthýsi í kaupstöðum fyrir allt landsfólk- ið. íslendingar eru þegar of mikil kaupstaðaþjóð og því fylgir veru- legur háski fyrir efnahag og sjálfstæði þjóðarinnar. Þjóðin er að vakna til meðvitundar um þessi sannindi. Ríkisvaldið þarf að fylgja eftir þessari vakningu og efla möguleikana til stóraukins raunverulegs landnáms. Ræktun- arskilyrðin eru fyrir hendi. En fjármagnið skortir til þess að nýta þau. Þann vanda verður þjóðfélagið að leysa hið bráðasta. FOKDREIFAR Þegar sparnaðarandinn greip þingmennina. ÞAÐ MÁ TELJA í frásögur færandi nú, að „nýsköpuninni" liðinni, að sparnaðarandi altók allmarga alþingismenn á því herrans ári 1944, fyrsta ár sköp- unarverksins mikla, sem við er- um að glíma við í fátæktinni og eymdinni enn í dag. Alþingis- mennirnir ,sem um það bil voru að ráðstafa hundruðum milljpna, planleggja að reisa nýjar borgir, gera steinsteypta „autobahna" fyrir lúxusana o. s. frv., ákváðuað spara ríkissjóði 300 þús. ki’. út- gjöld til elliheimilisins í Reykja- vík, til stækkunar og endurbóta þar. Fyrir þetta framlag áttu 30 gamalmenni utan af landi að fá tryggingu fyrir vist á elliheimil- inu. En alþingismennirnir, þ. á. m. þáv. þingm. Akureyrar, sögðu: „Þetta þarf ekki“, og í þetta sinn sigraði sparnaðarandinn. Reykja- víkurbær lagði síðan fram allt féð, og árangurinn er, að í þessu elliheimilislausa landi, eiga Reykvíkingar einir kost á vist á elliheimili. Og alþingismennirnir með sparnaðarandann tóku sig auðvitað ekki fram um það að leysa þetta vandamál á annan hátt. Það þurfti ekki heldur að dómi þeirra. Enda hefur ekkert verið gert til þess af hálfu hins opinbera. Hér í nágrennibæjarins er að vísu risið upp dálítið elli- heimili. En þar hefur fórnfús ein- staklingur rutt veginn. Og nú hefur kvenþjóðin hér tekið bygg- ingu elliheimilis á dagskrá og mun hljóta stuðning allra góðra manna til þess að hrinda málinu í höfn. Þó mun langt í land. Væri nú ekki ráð fyrir þingmennina, sem töldu málefni aldraðra í frægasta lagi 1944, að litast um í þjóðfélaginu og kynna sér hið raunverulega ástand? E. t. v. kæmust þeir að raun um þau sannindi, að þeir hafi verið skammsýnir og skilningssljóir 1944. Nú á sparnaðarandi meiri rétt á sér en 1944. En er ástandið í þessum málum í dag réttlætan- legt eða samboðið menningar- þjóð? Hvað segja þingmennirnir um það? ið til þess að finna vegamála- stjóra og vita, hvort hann ætlaði að borga mér hestinn og gjörði hann það. Píanóhljómleikar Þór- unnar S. Jóhannsdóttur Undrabarnið Þórunn S. Jó- hannsdóttir hélt píanóhljómleika hér í Samkomuhúsinu síðastl. fimmtudagskvöld. Aðsókn var fremur góð og hljómleikunum ágætlega tekið. Á efnisskrá voru verk eftir þessa höfunda: Bach, Beethoven, Schumann, Chopin og Ewen. Þá lék hún og aukalag eftir Debussy. Þetta mun vera í þriðja skipti, sem Þórunn litla lætur til sín heyra hér um slóðir, og frá því fyrsta hefur víst engum dulizt, að hé rer um undrabarn að ræða. En hins hefði maður varla þorað að vænta, að ótvíræður Guðs náðarþroski kæmi svo skjótt í ljós sem þessi síðasti konsert vitnar, því að hér er þó um barn að ræða. Það er næsta furðulegt að heyra barn á ellefta ári túlka Beethoven með slíkum ágætum og hún gerði að þessu sinni, enda var þar að finna aug- Ijósasta framför í túlkun frá því í fyrra, og bar mun minna á því í meðferð hennar á Bech, Chopin og Debussy, nema hvað tækni hennar á öllum sviðum hefur tekið stór-miklum framförum þetta síðastliðna ár. Hins vegar virtist mér Schumann verða held- ur útundan að þessu sinni, svo sem næði hann ekki fyllilega að snerta sál listabarnsins, enda var þáttur hans eingöngu smálög og flest fremur efnislítil. En það undraverðasta og jafnframt gleði- legasta við þennan konsert er einmitt það, að mesta snilldar- Vegabætu rog saltát. Halldór Friðriksson, Hleiðar- garði, skrifar: Leiðrétting. í 33. tbl. Dags var grein með fyrirsögninni „Hestur drepst af saltáti", og stendur þar orðrétt: „Þrátt fyrir vottorð dýra- læknis um banaorsökina, fékkst fulltrúi vegamálastjóra hér ekki til að bæta eiganda tjónið. En bóndinn sneri sér til vegamálastj. í Reykjavík og fékk þar uppreisn mála sinna.“ Það sanna í þessu máli er það, að þegar eg fór til Karls Friðrikssonar til þess að fá bætur fyrir hestinn, þá tók hann því vel, en sagði, að vegamála- stjóri yrði að ráða því, og lofaði að senda honum skýrslu um þetta frá mér, ásamt vottorði dýralæknis, sem hann og gjörði. Af því að leið mín lá til Reykja- víkur í vor, þá notaði eg tækifær- túlkunin skuli koma fram á stærsta og viðkvæmasta lista- verki efnisskrárinnar. Sú stað- reynd tekur af öll tvímæli varð- andi listgáfu þessarar litlu stúlku. Meði Guð blessa feril hennar og framtíð. Akureyri, 12. ágúst 1950. Björgvin Guðmundsson. Kaupum tómar flöskur EFNAGERÐ AKUREYRAR H.F, étf/ea, //etgya Kaffi - Te - Grasate Það er sagt um okkur íslendinga, að við séum mikið kaffifólk, þ .e. a. s., að við kunnum að gera gott kaffi, drekkum mikið kaffi og þyki sopinn góður. Eg minnist í því sambandi Englendings, sem eitt sinn kom á heimili foreldra minna og drakk 7 bolla af kaffi í einni lotu. Hann sagði „jú, þökk“, í hvert skipti, sem honum var boðið meira, og eg man að oetta vakti undrun mína, og eg taldi bollana. Eng- lendingnum nægði ekki að drekka kaffið, hann varð að fá að koma í eldhúsið og sjá með eigin augun, hvernig farið væri að því að framleiða þennan guða- drykk. Maður þessi hafði víða farið, en hvergi feng- ið annað eins kaffi og á íslandi. Föruin við illa með kaffið? Á síðari árum hef eg oft verið að velta því fyrir mér, hvort ekki sé illa farið með kaffið með því að hella „upp á“, eins og við gerum. Sjóðandi vatn rennur í gegnum kafið, og síðan er því fleygt. Það fer ekki hjó því, að manhi detti slíkt í hug, sérstak- lega eftir að kaffið er orðið jafn dýrt og raun ber vitni um. Þjóðir, sem hafa stranga kaffiskömmtun, eins og t. d. Danir, segjast ekki hafa efni á því, að nota kaffið á þennan hátt. Eg minnist gömlu kon- unnar, sem eg bjó hjá í Kaupmannahöfn sl. ár, sem leyfði mér stundum að laga mér kaffi í eldhúsinu, þegar löngun í sopann gerði vart við sig. Hún bað mig ávallt að gefa sér korginn, þegar eg væri búin að nota hann! Henni fannst kaffið aðeins hálfnotað. Bæði þar í landi og víða annars staðar tíðkast það mjög að sjóða kaffið, þ. e. suðan er látin koma upp, og síðan er kaffinu hellt í gegnum pokann, Þannig segjast margir fá meira kaffibragð úr minna magni af kaffi, en kaffið er þá venjulega malað miklu gróf- ar en við þekkjum. Gott te — gamalt te. Gott te er góður drykkur og allur galdurinn er, að hita ketilinn, setja um það bil eina teskeið af telaufum fyrir hvern mann og eina að auki (fyrir ketilinn, eins og Englendingar segja, en -þeir eru meistarar í tegerð) og hella síðan sjóðandi vatni á. Ef vatnið sýður ekki, þegar því er hellt á laufin, verður teið vont. Oft vill verða afgangur í tekatlin- um, sem flestir fleygja, þegar að uppþvottinum kemur. En það er einmitt þetta gamla te, sem hægt er að nota m. a. til þess að fægja spegla og annað gler. í sumar sá eg, hjá konu einni í ITúsavík, mikið af blómum, sem öll voru svo þróttmikil, að ég spurði konuna, hvað hún gerði fyrir blómin sín. „Eg gef þeim stundum afgang úr tekatlinum," sagði hún. Þegar teið er jafn dýrt og nú, ef það þá á annað borð er fáanlegt, er gott að geta notað afgangana- líka. Ódýrasti og hollasti drykkurinn. Allir vita, að hvorki kaffi né te er talið til hollra drykkja. Samt er um flesta svo, að þeir vilja ekki án þessara drykkja vera, og sé í hófi drukkið, ætti það ekki beinlínis að skaða neinn. En það er hægt að gera annan drykk, ágætlega góðan, ódýrari en flest annað og heilnæman með afbrigðum. Það er grasate. Hér á eg ekki við te af fjallagösum, sem þó einnig er ágætt, heldur af fjórum ísl. jurtum, sem allir þekkja og alls staðar má finna, þar sem ein- hver gróður er. Þessar tegundir eru: Vallhumall, blóðberg, ljónslöpp og rjúpnalauf (blöð holtasóleyj- arinnar). Hinar tvær fyrrnefndu eru fremur sætar, en rjúpnalaufið aftur á móti rammt. Hægt er að blanda þessum tegundum saman eftir smekk. Grös- in verður að þvo sérlega vel og er gott að gera það í gatasigti. Síðan er teið lagað á sama hátt og venju- legt te. Gott er að hafa kandíssykur með þessum drykk. Eg hef þekkt húsmæður, sem tíndu þessar jurtir að sumrinu, notuðu í te og þurrkuðu þær jafnframt, settu í grisjupoka og hengdu upp í kjall- aranum hjá sér. Þannig var hægt að bjóða grasate langt fram á vetur. Puclla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.