Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 1
XXXm. árg. Akureyri, miðvikudagin 11I6. ágúst 1950 35. tbl. Minningarturn ións biskups Ara- sonar og sona hans afhenfur Hóla- kirkju síðastliðinn sunnudag Hólar verða aftur prestssetur Fjárskortur má ekki hamla því, að sjúkrahúsið verði tekið fil af- nofa á næsta ári Forsætisráðherra mætir á fundi byggingarnefndar sjúkrahússins og lofar aðstoð sinni við útvegun lánsfjár, svo að byggingin verði tilbúin til afnoía að næsta ári. Síðastl. sunnudag íór fram minningarhátíð Jóns biskups Arasonar og sona hans lieima að Hólum og var minningartuminn, sem reistur hefur verið þar fyrir forgöngu Skagfirðinga, vígður og afhentur Hóladómkirkju. Við þetta tækifæri birti Stein- grímur Steinþórsson forsætisráð- herra ráðuneytisboðskap um að Hólar verði gerðir að prestssetri aftur nú innan skamms, en nú um nokkurt bil hefur hið forna bisk- upssetur verið annexía. Þúsundir manna að Ilólum. Áætlað er að 3000—4000 manns hafi sótt Hólahátíðina. Á laugar- daginn var stórrigning um Skaga- fjörð og vestanvert Norðurland, en á sunnudagsmorgun birti og gerði bezta veður. Hátíðin hófst laust fyrir kl. 2 með því að gengið var fylktu liði til kirkju, frá gamla bænum. Fyrir skrúðgöng- unni fór biskup landsins og vígslubiskupar í fullum skrúða og þar næst 30 hempuklæddir prestar. Þá gengu ráðherrar og sendiherra Norðmanna, sem sótti hátíðina og síðan aðrir gestir. í kirkju prédikaði Firðrik J. Rafn- ar vígslubiskup en biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson og Bjarni Jónsson vígslubiskup þjónuðu fyrir altari. Kirkjukór Sauðár- króks söng undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. Prófastur Guð- brandur Björnsson las afhending- arbréf turnsins. Er turninn gefinn Hóladómkirkju. — Biskuparnir vígðu turninn og sjðan var þjóð- söngurinn sunginn. Var öll þessi athöfn hátíðleg og vii'ðuleg. Síðar um daginn flutti Magnús Jónsson prófessor erindi í kirkju um Jón biskup Arason og síðan hófst útisamkoma. Þar töluðu Steingrímur Steinþórsson forsæt- isráðherra og birti hann boðskap þann, sem fyrr getui'. Rakti ráð- herrann sögu Hólastaðar í fróð- legri ræðu. Sigurður Sigurðsson sýslumaður flutti minni Skaga- fjarðar. Þá vöru flutt ávörp og lesin kvæði. Að lokum blessaði biskup mannfjöldann og þjóðsöngurinn var leikinn. Hátíðagestum ber saman um að hátíðin hafi verið hátíðleg og virðuleg og allur und- irbúningur vel af hendi leystur. Skoðanir manna um minnis- merkið sjálft eru skiptar, en flest- ir telja það reisulegt og virðulegt og setja svip á staðinn. Innflutnmgur Eandaríkjanna frá Evrópulönd- um fer vaxandi. Skýrslur ameríska verzlnunar- málaráðuneytisins herma, að inn- flutningur evrópskra vara til Bandaríkjanna fari vaxandi, en útflutningur bandarískra vara til Evrópu minnkandi. Hækkaði inn- flutningurinn t. d. úr 73 millj. doll ara í apríl í 93 millj. í maí og var 19% meiri það sem af er árinu en í fyrra. Á sama tíma minnkaði útflutningur Bandaríkjanna til Evrópulanda verulega. — Aukin kaup Bandaríkjamanna á varn- ingi Evrópulanda er einn liður Marshalláætl unarinnar. Rússneskt skip sektað hér. Hinn 12. þ. m. kom varðskipið Ægir hingað með rússneska síld- veiðiskipið Gond. Rússneska skipið var á siglingu undan Grjótnesi, innan landhelgi, með ólöglega umbúin veiðarfæri. — Rússneska skipið var sektað hér um 2500 kr. og gert að greiða málskostnað. Verkamenn segja upp kjarasamningum Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Verkakvennafé- lagið Eining hér í bæ hafa sagt upp kaup- og kjarasamningum sínum við atvinnurekendur. Falla samningarnir úr gildi 15.. sept. næstk. Flest stærstu verklýðsfé- lög landsins hafa nú sagt upp samningum frá 15. sept. Vinnuskólanefnd fær land til undirbúnings ræktunar og heimilast fé til byrjunarfram- kvæmda Nefnd sú, er kosin var í vor til að athuga og gera kostnaðaráætl- un um væntanlegan vinnuskóla, hefur nú skilað áliti og tillögum sínum til bæjaryfirvaldanna. — Samkvæmt tillögum bæjarráðs var nefndinni á bæjarstjórnai'- fundi í gær heimilað land til und- irbúningsræktunar og jafnframt heimilað að verja á þessu ári allt að kr. 15.000.00 til að brjóta land- ið og undirbúa það til ræktunar með tilliti til þess, að vinnuskóla verði komið á fót á næsta vori. Málmhúðun KEA smíð- ar föstu sætin í stóra sal samkomuhússins Svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, hafa ráðamenn bæjarins ákveðið að setja föst sæti í stóra salinn í Samkomu- húsi bæjarins. Nú hefur bæjar- ráð og bæjarstjórn samþykkt að taka tilboði, sem borizt hefur frá Málmhúðun K. E. A., um að smíða þessi sæti, þó að því til- skildu, að bæjarráð hafi heimild til að breyta sætafjölda og sömu- leilðis áklæði eftir ákvörðun síð- ar, og breytist þá verð og kostn- aður samkvæmt því. I sambandi við þetta var lagður fram uppdráttur af fyrirkomulagi á sætum í húsinu og breytingum á leiksviði þess og svölunum í stóra salnum. Fól bæjarráð bæj- arstjóra að leita umsagnar arki- tekts um væntanlegar breytingar. Á fundi byggingarnefndar sjúkrahússins 28. fyrra mánaðar skýrði bæjarstjóri frá því, að hann hefði fari ðtil Reykjavíkur og átt tal við forstjóra Trygg- ingastofnananna um lán til sjúkrahússins. Taldi forstjórinn, að stofnanirnar mundu ekki geta lánað að svo stöddu nema kr. 300.000.00, og þó með þeim skil- yrðum, að Akureyrarbær greiddi það, sem hann skuldar stofnunum fyrir yfirstandandi ár, sem mun véra 3 til 400 þúsund kr. Þá skýrði bæjarstjóri frá, að heilbrigðismálaráðherra mundi mæta á fundi nefndarinnar næst- komandi mánudagsmorgun. Ákvað nefndin að leggja ríka áherzlu á það við ráðherrann, að hann útvegaði lán hjá Almanna- tryggingunum eða annars staðar, allt að 1 millj. kr. til endur- greiðslu seinni hluta þessa árs og fyrri hluta næsta árs. Sömuleiðis að hann kæmi því til leiðar, að gjaldfrestur fengist á tollaf- greiðslum og opinberum gjöldum meðan á byggingu stæði. Þá gæfi ríkisstjórnin og ákveðin loforð um fjárframlög frá ríkisins hálfu, en eins og nú standa sakir mun Akureyrarbær langt kominn með sínar greiðslui', og stendur því Síldveiðin er enn stopul og eru sjómenn nú farnir að örvænta að veruleg síldveiði verði á þessari vertíð. Fjöldi skipa er enn með sára- litla veiði og verksmiðjui'nar á vestursvæðinu hafa litla sem enga síld fengið, verksmiðjurnar hér og í Siglufirði hafa lítið fyng- ið, en aðalmagnið hefur borizt á land á Raufarhöfn, enda megin- veiðin á austursvæðinu. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins var heildaraflamagnið um sl. helgi 238 þús. hl. í bræðslu og 38995 tunnur í salt. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldarmagnið 168 þús. hb og lítið hafði þá verið aðallega á greiðslu upp í ríkis- sjóðsframlag. Á næsta fundi byggingamefnd- ar sjúkrahússins, er haldinn var 31. f. mán., var forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson, mætt- ur til viðtals við nefndina um þessi mál. Var þar lögð fyrir ráð- herrann áætlun um, hversu mikið fé vantaði til að ljúka við sjúkra- húsið, og ráðherranum sýnt fram á, hversu brýn nauðsyn væri á að koma sjúkrahúsinu upp til af- nota á næsta ári. Sérstaklega var farið fram á aðstoð til að fá viðbótarlán frá Almannatryggingum, eina til hálfa aðra milljón. Að ríkissjóður gæfi gjaldfrest á tollum og að reynt væri að fá lán úr Mótviðr- issjóði eina til tvær milljónir. Lofaði ráðherrann sinni aðstoð eftir því, sem hann gæti, en benti á að rétt væri að nefndin sendi erindi til ráðuneytisins, þar sem þessar óskir væru fram settar ásamt greinilegum greinargerð- um yfir fjárhagsástæðumar. Var formanni nefndarinnar fal- ið, með aðstoð ráðsmanns sjúkra- hússins, að senda slíka umsókn ásamt greinargerð til ráðuneytis- ins. saltað. Aflahæstu skip sl. laugar- dag voru: Helga, Rvík, 5825 mál og tunnur, Fagriklettur, Hafnar- firði, 4711, Stígandi, Ólafsf., 3503, Haukur I., Ólafsfirði, 3270, og Snæfell, Akureyri, 2949. 6700 mál síldar komin til Krossaness. Krossanessverksmiðjan hafði tekið á móti 6669 málum í gær, en þá vai' von á m.s. Stjarnan með rösklega 500 mál, og ætti heildar- magnið hjá verksmiðjunni því að vera rösklega 7000 mál. í sl. viku lönduðu aðeins tvö skip slatta í Krossanesi. Nokkur af samnings- skipum verksmiðjunnar hafa afl- að nokkuð í salt á þessu tímabili. Litil síidveiði - en þó mun meiri ♦ nú en á verfíðinni í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.