Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 1G. ágúst 1950 Frá Ferðafélagi Akureyrar: Fjölmenn hópför í Hvannalindir Brú slegið á Kreppu Samkvæmt áætlun stofnaði Ferðafélag Akureyrar til skeminti- ferðar í Hvannalindir. Farið var af stað frá Akureyri föstudaginn 4. ágúst, kl. 19, en þá voru þátttakendur 49 í 8 bifreiðum. Kantöfukór Akureyrar boðið á sönpót í Stokkhólmi á næsta sumri Þriggja sæta landflugvél fyrsti vinningur í happ- drætti því, er Landsamband blandaðra kóra — L.B.K. — og Kantötukór Akureyrar efna til vegna þessarar söngfarar. Var flugvélinni flogið hingað frá Reykjavík með viðkomu á Sauðárkróki s. 1. sunnudag. Fararstjóri ferðarinnar var Þor- steinn Þorsteinsson, ók hann bif- reið Ferðafélagsins. Aðrir bif- reiðastjórai' voru: Haraldur Bogason, er ók 27 manna lang- ferðabifreið, Erlingur Pálmason, er ók vörubifreið með brúarefni og farangur ferðafólksins. Með einkabifreiðar voru Flelgi Páls- son, Þorsteinn Davíðsson, Krist- ján Guðmundsson, Björn Guð- mundsson og Jón Sigurgeirsson. Hjá Einarsstöðum í Reykjadal bættust við hópinn 6 menn frá Húsavík. Var svo haldið sem leið liggui" austur um Mývatnssveit og Mývatnsfjöll að Grímsstöðum, en þar var gist í hlöðu. Laugardaginn 5. ágúst var haldið að Möði'udal. Bættust þar í hópinn Sigurjón Rist, félagi hans, Grétar Zóphoníasson, og tvær franskar stúlkur. Sigurjón vai' á sterklegri bifreið, sem dró vagn með báti. Bifreiðina og bát- inn lrafa þeir félagar notað á ferðum sínum víðs vegar um landið við vatnamælingar raf- orkumálastjóra. Frá Möðrudal var því ekið í 9 bifreiðum með 59 þátttakendur, var farið eftir greinilegum slóð- um suður á vikursvæði Arnar- dals. Þaðan var haldið suðvestur um Arnardal, vestur fyrir Álfta- dalsá, suður melöldur vestan Álftadals að Fagradal. Þá var beygt nokkuð til austurs um Fagradalsfjöll hin eystri, suðui' þau, en góðan spöl suðui' af þeim var beygt vestur að Kverká sunnan við Grágæsahnjúk. Þar var slegið upp 21 tjaldi og búizt um til gistingar. Þó var kvöldið einnig notað til þess að undirbúa ferð í Hvannalindir næsta dag. En eins og kunnugt er eru Hvannalindir allstórt gróðurlendi í Kverkfjallarana, er takmarkast af Vatnajökli og Kverkfjöllum að sunnan, en Jökulvötnunum, Jökulsá á Fjöllum að vestan og Kreppu að austan. Bæði þessi vötn eru illfær fyrir hesta og menn, en í upphafi ferðar hafði verið geit ráð fyrir að komast mætti yfir Kverá á bifreiðum, en Kreppu átti að brúa, þar sem hún fellur í þrengslum austan Kreppuhryggs. Sigurjón og Grét- ar könnuðu Kverká þegar um kvöldið. Reyndist hún óárennileg fyrir bifreiðar, víða laus í botni ^og pollótt, svo að þeir félagar óðu til axla og lögðu til sunds sér og öðrum til gamans. Veður var þó fremur svalt og Kverká 2ja stiga heit. Eftir að gengið var úr skugga um að Kverká var ófær bifreið- um, var báturinn settur á flot og könnunarsveit send yfir Kverká og Kverkárnes, en það er bungu- vaxin melalda milli Kverkár og Kreppu, um það bil 3ja kílómetra breið. Jón Sigurgeirsson var leið- sögumaður og vísaði á brúarstæði á Kreppu, þar sem hún hefur grafið sér djúp göng í móbergs- jarðlag og reyndist breiddin að- eins 3,8 metrar. Á sunnudagsmoi'guninn var bjart yfir fjöllunum í vestri. Gat þar að líta Kverkfjöll, Herðu- breið og Dyngjufjöll milli þeirra. í sama mund tóku „ferjumenn- irnir“ að útbúa ferju sína. Bifreið sinni óku þeir að Kverká og strengdu vír úr henni yfir ána, en kaðlar lágu úr bátnum á bæði lönd, svo að menn gætu létt ferjumönnunum dráttinn. Kl. 8 hafði ferðafólkið snætt, hófst þá flutningur á brúarefni og mönnum. Fyrst fóru 12 menn, er valdir höfðu verið til þess að bera brúarefnið, en í þeim hópi voru fararstjóri og brúarsmiður- inn Jón Siguigeirsson. Þegar að Kreppu kom var handrið brúar- innar fyrst rétt yfir, en bitunum síðan rennt yfir á handriðinu. Þá reið brúarsmiðurinn yfir á bitun- um, en fararstjórinn kom gang- andi á eftir. Síðan voru höggvin sæti á bergið fyrir bitana, þeir klæddir palli og styrktir með handriði. Þar með var Kreppa sigruð, gekk ferðafólkið yfir hana og lýsti fögnuði sínum með söng og lófataki. Frá Kreppu var gengið vestur iyfii’ Kreppuhrygg og sá þar vel yfir Hvannalindii'. Litlu síðar var komið að útilegumannakofunum, sem Hvannalindir eru kunnastar fyrir. Þá var gengið á Lindakeili, fell, sem er nokkru vestar, en þaðan víðs vegar um lindirnar. Kl. 2.30 var snúið frá Hvanna- lindum og haldið austur vfir brúna á Kreppu. Var hún niður tekin og bíður nú gesta í Hvanna- lindir á melunum austan við gljúfrið. Kl. 18 voru allir ferð- búnir, var þá haldið heimleiðis á 6 bifreiðum. Iielgi, Björn og Jón fóru við ellefta mann austui' að Kringilsá, en aðalhópurinn hélt norður í Arnardal um kvöldið og heim daginn eftir. Um næstu helgi, 18.—20. ágúst, er ákveðin vinnuferð að Lauga- felli, en 27.—28. verður efnt til skemmtiferðar í „Fjörðu11. Bærinn verður ljós- mvndaður úr lofti j Bæjarráð og bæjarstjórn hefur heimilað bæjarstjóra að láta Ijós- mynda Akureyraj'bæ úr flugvél til þess að láta gera heildarkort af bænum og bæjarlandinu ásamt Glerárþorpi og Syðra-Krossa- nesi. Eineygt Lamb Þessi teikning er af eineygðu lambi, sem fæddist á sl. vori að Bjarmalandi í Axarfirði. Bónd- inn sendi lambshausinn til Krist- jáns Geirmundssonar hér í bæ, en hausinn var svo skemmdur, að ekkert varð við hann gert. Elísa- bet Geirmundsdóttir gerði teikn- inguna og sýnir hún glöggt þetta einkennilega fyrirbæri. 390 þús. dollarar veittir til véla- kaupa Laxár- virkjimar Marshall-stofnunin hefur nýlega veitt 329 þúsund dollara til kaupa á vélum og rafbúnaði vegna Lax- árvirkjunarinnar. — Upphæðin skiptist þannig: Rafalar og hreyflar 83 þús., rafmagnstæki 136 þús., túrbínur 53 þúss., vinnu vélar 40 þús., vélknúin vei'kfæri 7 þús. og tæknileg þjónusta 10 þús. Sogsvirkjunin hefir hlotið 1 millj. 6668 þús. dollara til kaupa á vélu mog búnaði. Marshallfé forðar iðnfyrirtækjum frá stöðvun í skýrslu Marshall-stofnunar- innar segir að íslenzka ríkis- stjórnin liafi í júlí sótt um inn- kaupaheimildir fyrir margs kon- ar hráefnum ,er nauðsynleg þóttu til þess að starfrækja verksmiðj- ur, svo að ekki þyrfti að fækka starfsfólki. Veitt var fé til kaupa á margs konar hráefni til iðnaðar, svo sem olíum til málningar- og sápugeiðar, litarefni og harpix, jurtaolíum, fitusýrum o. fl. Arnarfell losar timbur - hleður saltfisk M.s. Arnarfell losar timbur frá Finnlandi hér á Akureyri þessa dagana og mun hafa viðkomu á fleiri höfnum norðanlands og austan. Skipið hleður því næst saltfisk á sömu slóðum og flytur til ítalíu. Síðastl. vetur barst L. B. K. boð frá sænslta kórasambandinu — Sveriges Kórforbund — um að senda íslenzkan kór á norrænt söngmót, er haldið verður í Stokkhólmi dagana 13.—17. júní 1951. Á aðalfundi sambandsins í júní sl. var svo samþykkt að bjóða Kantötukór Akureyrar að fara þessa för, og hefur kórinn nú þegið þetta boð. Undirbúningur fararinnar er þegar hafinn, og hefur kórinn fengið Einar Sturluson, óperusöngvara, til raddþjálfunar nú fyrst um sinn. Söngstjórar eru ráðnir þeir Björgvin Guðmundsson, tónskáld, og Áskell Jónsson, kennari, en fararstjóri verðui' Jón Sigur- geirsson, kennari. Síðastl. sunnudag var happ- drættisflugvélinni flogið frá Reykjavík til Akureyrar, með viðkomu á Sauðárkróki. Gekk ferðin vel í alla staði. Flugstjóri var ungfrú Erna Hjaltalín, en með í förinni var E. B. Malmquist, Fyrir helgina átti Tíminn tal við Baldur Líndal efnafræðing um rannsóknir er hann hefur gert á jarðliitasvæðunum í Suður- Þingeyjarsýslu í sumar. Skýrir Baldur Líndal þar frá mjög athyglisverðum niðurstöð- um, sem benda til þess, að mjög verðmæt efni sé að finna á jarð- hitasvæðum þessum. Verðmætar lofttegundir. Við rannsókn þessa kom í ljós, að mikið magn lofttegunda kem- ur upp með gufu á jarðhitasvæð- unum og er þar um að ræða hag- nýtar lofttegundir eins og vetni, brennisteinsvetni og kolsýru. Sums staðar reyndist vetnis- magnið 50% og brennisteins- vetnið 20% miðað við heildar- magn lofttegundanna. Baldur Líridal segir, að ef unnt reyndist að auka gufuuppstreymið með jarðborunum, megi telja víst að þarna sé um stórkostleg verð- mæti að ræða. Vetnfð má nota til ræktunarráðunautur og formað- ur L. B. K., sem aðallega hefur séð um undirbúning þessa happ- drættis. Hér er um mjög merkilegt mál að ræða, og metnaðarmál ætti það að vera fyrir Akureyrarbúa að styðja kórinn vel, svo að hann geti leyst það hlutverk, sem hon- um er ætlað með förinni, sem bezt af hendi. Að ráðast í söngför sem þessa, nú á tímum, er geysi- mikið átak fyrir félítinn kór. En k.rfélagar eru allir fullir áhuga fyrir þessu málefni, sem þó er ekki einhlítt, nema bæjarbúar styðji það af fremsta megni og bergðist vel við að kaupa happ- drættismiðana, þegar þeir verða boðnir til sölu. Stjórn Kantötukórs Akureyrar skipa nú: Jón Júl. Þorsteinsson, formaður, Sverrir Pálsson, ritari, Jónas Thordarson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Kristján Rögn- valdsson og Jónas Jónsson frá Brekknakoti. köfnunarefnisáburðai'framleiðslu og fleiri iðnaðar. Brennisteins- vetnið mætti nota til framleiðslu á öðrum brennisteinssamböndum til efnaiðnaðar og til framleiðslu á hreinum brennistein, en skort- ur er að verða á brennisteini í heiminum. Kolsýruna má einnig nýta. Hér er um merkilegt við- fangsefni að ræða, sem rannsaka þarf til hlýtar. Leirhnjúkur ríkur af bentónít. Þá skýrir Baldur Líndal frá því, að hann hafi fundið verð- mæta leirtegund — bentónít — í Leirhnjúki vestan við Kröflu. Þessi leirtegund er fágæt og er aðeins unnin í Bandaríkjunum sem markaðsvara. Er hún notuír til postulínsvinnslu, leirkeragerð- ar og fleiri iðnaðar. Þá er bentó- nítið notað til djúpborana og leylsir þann vanda að finna það þarna með því að skortur á því hefur tafið djúpboranir hér á ■ lapdi. Baldur Líndal telur mjög Mikið magn verðmætrar og fá- gætrar ieirtegundar í Leirhnjúki Baldur Líndal efnafræðingor fmnur verðmæíar lofttegundir í gufuupp- streymi á hitasvæðum S.-Þingeyjas.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.