Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 6
6 i) AGUB Miðvikudaginn 16. ágúst 1950 Viðburðarríkur dagur Saga eftir Helen Howe. 5. DAGUR. (Framhald). Varirnar á Faith voru svo skrælþurrar ,að hún var hrædd um, að hún kæmi ekki upp neinu orði, en henni tókst þó að segja með rólegri röddu: „Þakka þér kærlega fyrir, Dusty. Já, bara að það væri hægt, en því miður er það ekki; það verða gestir hjá okkur.“ „Nei, er það?“ Það var auð- heyrt, að hún ti*úði ekki. „Það var hörmulegt. Segðu Eric, að mér þykir þetta mjög leiðinlegt." „Já, það skal eg gera.“ „Og við þurfum endilega að hittast fljótlega.11 „Já, Dusty, endilega." „Vertu sæl."1 Faith hengdi upp símatólið og tók eftir því, að hönd hennar skalf og nötraði. Hún heyrði, að Eric var í næsta herbergi, og var að hugsa um, hvort hann myndi hafa heyrt, en sá strax, að það skipti engu, því að sjálf hafði hún að mestu sagt já og nei. Brátt tók hún öll að skjálfa, og svo fór hrollur um hana; hún hélt að hún væri að verða veik. Brot úr sam- ræðum, sem hún hafði heyrt síð- asta mánuð — en ekki veitt at- hygli — þröngvuðu sér fram í vitundina. Hópur kvenna hafði verið að snyrta sig og púðra eitt kvöldið eftir kvöldverð þjá Monu Stevens. Þær höfðu þagnað skyndilega, þegar Faith kom inn, Hún hafði aðeins heyrt orðin: „Jæja, ég veit bara það, að -ég léti aldrei fara svona með mig.“ Nú bergmáluðu þessi orð í eyr- um hennar. Höfðu ekki konurn- ar, sem hún þekkti, verið óvenju- góðar við hana upp á síðkastið? Og þegar betur var að gáð, hafði ekki umhyggjusemin í Eric verið óeðlilega mikil stundum? Hún opnaði augun, og Eric stóð í dyrunum. Hann gekk inn og kastaði Tribuneblaði í kjöltu hennar. Faith sagði strax: „Þetta var Dusty de Chambord, sem ég var að tala við í símanum. Hún var að bjóða okkur að borða hjá sér í næstu- viku. Eg sagði, að við gætum þáð ekki.“ „Ágætt.“ Faith hélt áfram í flýti, því að hún vissi, að hún yrði að skeika að sköpuðu. Ef eg hætti og fer að brjóta heilann, þá er eg glötuð, sagði hún við sjálfa sig .Eg verð. að detnba öllu á hann núna strax,, annars verður hvert augnablik af lífi mínu fullt af grunsemdum. Henni heyrðist röddin koma úr fjarlægð, þegar hún sagði: „Dusty sagðist hafa verið í námunda við Gramercy-garð á föstudaginn og séð mann, sem var alveg eins og þú. „Já, eins og eg sagði þér, þá fór eg niður á Nítjándu-götu til þess að heilsa upp á Cherry og An- tón.“ „Hún sagði, að þú hefðir verið inni í garðinum — með lítinn dreng.“ Hún leit ekki af honum. Hon- um virtist bregða — hann var augsýnilega í erfiðri varnarstöðu. „Já, það er rétt. Það var dreng- urinn hennar Cherry, sem hún tók í fóstur í Englandi. í hvert sinn og eg heimsæki hana, þá stanza eg til að leika við hann.“ Faith horfði á hann stórum, áköfum spurnaraugum — það var eins og aldrei fyrr hefði örlaga- stund runnið upp, aldrei verið til í lífinu annað augnablik. Hún vissi ,að nú dugði ekki að nota takt og tillitssemi. Hún gat ekki ymprað á eða komið með getsakir. Hjónabandsárin tíu runnu saman í þetta eina augnablik. Nú gat hún ekki verið kærulaus né farið í kringurri aðalatriðið, hún varð að standa augliti-tihauglitis við hið óumflýjanlega. „Eric, segðu mér sannleikann. Er þessi lítli drengur sonur þinn?“ Eric leit ekki undan. Bláu aug- un hans glóðu af hreinskilni — alveg eins og hennar, en hann 'varð náfölur. Um stund varð dauðaþögn. „Hvers vegna þurfti hún nú endilega að segja þér þetta á þennan hátt?“ sagði Eric. „Hvers vegna þurfti það endilega að vera í dag?“ Hann gekk til hennar og staðnæmdist við rúmið. „Eg hef verið alveg dæmalaus raggeit. Á hverjum degi — mánuðum saman 1— hef eg ætlað að segja þér allt, en eg hef alltaf frestað því.“ Eins og blindni greip hann í hönd hennar. „Allt það, sem Dusty hefur verið að dylgja um, er satt.“ „Hver var — hver er móðir hans?” spurði Faith, lágum rómi. „Cherry Slate.“ „Hve gamall er hann?“ „Sex ára.“ Eric liorfði á þján- ingarsvipinn á andliti hennar, en gat ekki að gert. „Faith, eg vil fá að segja þér alla söguna, ef þú vilt hlusta.“ „Talaðu, það er eins gott, að eg fái að vita allt.“ „Eg hefði átt að leysa frá skjóð- unni fyrr, mér er það vel ljóst, vertu viss um það, en eg bara gat ekki fengið mig til þess. Eg veit eiginlega ekki, hvernig eg á að byrja.“ Hann leit á hana — hálf-, auðmjúkur á svipinn — greip andann snöggt — _ og svo hélt hann áfram: „Þú heyrir þetta allt í einu af vörum kvenmanns, sem er eins og Dusty — og þá verður þetta svo stórkostlegt og eitthvað harmleiksbragð að því, en reyndu nú að hugsa ekki um það sem slíkt — reyndu að skilja.“ „Eg get ekki skilið neitt, fyrr en þú ert búinn að segja mér eitthvað," sagði hún stuttlega. „Það var í Englandi á stríðsár- unum. Þú manst, að eg skrifaði þér, að eg hefði rekizt á Cherry einu sinni, alveg óvænt.“ „Já, eg man það.“ „Þá voru ægilegar loftárásir á hverri nóttu, og enginn, sem þá‘ var í London, vissi hvenær röðin kæmi að honum. Þetta kvöld var stórkostleg loftárás, ein sú versta í stríðinu. Eftir að mesti gaura- gangurinn var liðinn hjá, labbaði eg heim með Cherry. Eg býst við, að okkur hafi verið eitthvað svip- að innanbrjósts. Við — okkur þótti gaman að hafa hitzt svona óvænt —og eg býst við — að ef við hefðum hugsað eitthvað, — sem við ekki gerðum, þá hefði okkur fundizt, að bezt væri að njóta einhvers meðan tími væri til, því að brátt væri allt á enda runnið.“ „Og svo?“ „Ekkert meira. Næsta dag fór eg til herbúðanna. Við vissum bæði, að það sem skeð hafði, var aðeins skyndiferð til baka, til þess tíma, sem löngu var liðinn fyrir okkur bæði.“ „En drengurinn? Hvenær viss- irðu um drenginn?“ „Eg vissi ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, ekki fyrr en í vet- ur, að hún kom hingað til lands- ins. Þegar hún vissi, að hún var barnshafandi, fannst henni lífið vera að kalla til sín, gegnum all- an dauðann og eyðilegginguna. Hún eignaðist barnið í Wales. Þegar hún kom aftur til London, var ósköp auðvelt fyrir hana að segja, að hún hefði tekið mun- aðarleysingja í fóstur, barn, sem misst hefði foreldra sína í loft- árás.“ „Og svo?“ „Þá hitti hún Anton Schober. !Hann hafði misst konu og barn í Austurríki — og hann var því mjög óhamingjusamur. Hann tók við drengnum fegins hendi, þegar hann giftiSt Cherry. Hún Sagði honum það sama og öðrum, að drengurinn væri fósturbarn henn:. ar.“ (Framhald). Bifreiðaeigendur! Notið eingöngu Esso Extra smurningsolíu á bilreið yð- ar. Það tryggir yður minna slit, meiri endingu, nrinni viðgerðarkostnað. Fæst í öllurn Esso-benzín- útsölustöðunr. Munið að það bezta er al- drei of gott. Oliusöludeild K E A B A N N! berjatínsla er algerlega bönnuð í iandi Djúpár- bakka. Sigurvin Jónsson ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukeppni U. M. S. E. Nú stendur yfir knattspyrnu- keppni innan U. M. S. E. Fimm félög taka þátt i keppninni: Ungmennafél. Ársól og Ároði í Öngulsstaðahreppi keppa sam- eiginlega, Bindindisfél. Dalbúinn og Ungmennafél. Saurbæjarhr. eru einnig sameinuð, Ungmenna- fél. Æskan, Svalbarðsströnd, Ungmennafél. Reynir, Árskógs- strönd og Ungmennafél. Framtíð- in, Hrafnagilshr. Keppnin fer alltaf fram að Hrafnagili. Þrír leikir eru búnir: Ársól og Árroðinn — Fram- tíðin, 2 :1. Æskan — Dalbúinn og U. M. F. S., 4 : 0. Æskan — Reynir, 0 :1. í gærkvöldi kepptu Ársól og Árroðinn gegn Dalbúanurti og U. M. F. S. Úrslit voru ekki kunn, þegar blaðið fór í prentun. Næstk. föstudag, kl. 8.30, fara fram tveir leikir: Æskan gegn Framtíðinni og U. M. F. S. og Dalbúinn gegn Reyni. Keppninni lýkur á sunnudag, 20. ágúst næstk. * Fara þá fram fjórir leikir og hefjast kl. 2 e. h. Fer þá fram skrúðganga knatt- spyrnumanna til íþróttavallar. — Hjalti Haraldsson, héraðsstjóri, talar nókkur orð. Síðan hefst keppnin. Sérstök merki verða seld. Um kvöldið kl. 9 hefst dansleikur í húsakynnum Framsóknarfélaganna á Hrafna- gili. Hljómsveit frá Akureyri leikur fyrir dansinum. Á dans- leiknum verða afhent verðlaun fyrir íþróttakeppnina. Ferðir frá Ferðaskrifstofunni. Knattspyrnukeppni þessi er mjög athyglisverð, þar sem svo mörg félög taka þátt. Ber hún, ásamt íþróttamóti U.M.S.E., og að ógleymdri frábærri frammistöðu þátttakenda sambandsins á Drengjameistaramótinu, vott um árvekni og dugnað í starfinu. Haraldur Sigurðsson, íþrótta- kennari, hefur verið ráðinn kennari U. M. S. E. í sumar. Hef- ur hann ferðast milli félaganna og kennt. Árangurinn er mjög góður og bæði sambandinu og kennar- anum til sóma. Á MEISTARAMÓTIÐ. íþrótlafélagið Þór sendi þrjá þátttakendur til að taka þátt í Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum: Baldur Jónsson í 100 m. hlaupi, langstökki, Einar Gunnlaugsson í 800 og 1500 m. halupi og Kristján Kristjánsson í spjótkasti. U. M. S. E. sendi einnig tvo þátttakendur til keppninnar: Kristján Jónsson í 1500, 3000 og 5000 m. hlaupi, Halldór Pálsson í 3000 og 5000 m. hlaupi. Auglýsing Þeir, sem eiga báta á lóð, vorri á Ocldeyrartanga eru vinsamlega beðnir að táka'þá fyrir 20. þ. m., annars neyðumst vér til að ráðstafa þeim á ann- an hátt. Olmfélagið h. f. Olíugeymar til luisakyndinga jáfnan fyr- irliggjandi, talið við okkur áður en þér gerið kaup anlrars staðar. Oliusöludeild K EA KAUFUI rabarbara næstu daga. Öl og gosdrykkir. Nýjar kartöflur (Gullauga) Seldar álla daga í Lauga- brekku. Hreiðar Eiriksson. Stofuskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Skrifborð Stofuborð, margar tegundir. Útvarpsborð Kommóður Bókáhillur Skatthol Blómasúlur o. m. fl. Bólstruð Húsgögn h. f. Hafnarstrœti SS Simi 1491. Armstólar Dívanar Bólstruð liúsgögii h.f. Hafnarstrœti 88 Simi 1491. ‘Svefnherbergissétt fyrirliggjandi. Bólstruð Húsgögn h. f. Hafnarstrceti 88 Simi 1491, AUGLYSIÐ f DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.