Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 16.08.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. ágúst 1950 D A G U R 5 FttA BOKAMARKADINUM Sviprayndir frá örlagaþungum árum Eftir próf. RICHARD BECK. STÉTTABARÁTTAN Nýlega barst mér í hendur ,,Fáni Noregs" eftir Nordahl Grieg, skáld og þjóðhetju Norð- manna, í íslenzkri þýðingu Da- víðs skálds Stefánssonar (Helga- fell, Reykjavík, 1948). Þar leggja því saman tvö þjóðskáld, enda er hókin, þó samin sé „á ferð og flugi, á tímum ógna og erfiðis", eins og segir í formálanum, hin athyglisverðasta að efni til og snjöll að frásagnarhætti; og ís- lenzka þýðingin er með sama handbragði um orðfæri og mál- blæ, í alla staði sæmandi frumrit- inu. Nordahl Grieg var ekki svo skapi farinn, að hann gæti verið óvirkur áhorfandi að hinummikla hildarleik, þegar þjóð hans barð- ist í nauðvörn fyrir frelsi sínu og sjálfstæðri tilveru, enda færði hann, eins og flestum mun enn í fersku minni, fórnina mestu á altari frelsis- og ættjarðarástar, þegar flugvél hans var skotin nið- ur yfir Berlín aðfaranótt 2. des- ’ember 1943. Honum er rétt í lýst í þessum orðum Davíðs Stef- ánssonar: „Vilja hans og fórnarlund gat enginn hamið, og þó vissu allir, hve mikið var í húfi. Hann taldi það skyldu sína, bæði sem her- maður og skáld, að taka þátt í nauðsynlegum svaðilförum, þó að teflt væri í tvísýnu. Hann fór í skipalestum yfir Atlantshaf, flaug yfir hættusvæðin, ferðaðist í kaf- bátum. Hann var í London, þeg- ar mesta sprengjuregnið dundi yfir borgina. Dögum saman lá hann í tjaldi upp á Vindheima- jökli, í stormi og stórhríðum. Hann nam herfræði og varð höfuðsmaður, ekki til þess að sýnast, heldur til þess að geta einbeitt kröftum sínum til sigurs góðum málstað.“ 1 Öllu þessu,' og annarri reynslu hans á stríðsárunum, er lýst í þessari bók hans, sem er safn af blaðagreinum og ræðum frá þeim árum, og eiga bæði sögulegt gildi, því að ekki leynir það sér, að þar heldur skyggnt skáld og fimur ritsnillingur á pennanum. Fyrsta og lengsta frásögnin í bókinni er bráðskemmtileg lýsing á því, hvernig norska gullinu var bjargað úr klóm Þjóðverja, og verður sú æfintýralega svaðilför ljóslifandi í höndum höfundar, en hann var einn af helztu þátt- takendum hennar. Og sú frásögn sló á næma minningastrengi, því að hann heyrði lýsinguna á þeim söguríka leiðangri af vörum sjálfs leiðtoga hans, Friðriks Haslunds verkfræðings, er hann kynnti þann kunna norska frænda vorn á ræðupalli vestur í Grand Forks í Norður-Dakota á stríðsárunumr Heimurinn er nú ekki stærri en þetta! Eftirminnileg er lýsing Nor- dahls Grieg á Lundúnum (Þetta er London) mitt í ægilegu sprengiregninu haustið 1940, og jafn minnisstæðar frásagnirnar „Flogið á haf út“ og „Skipalest fer yfir Atlantshafið11. Og ógðleymanlegur verður manni hetjuskapur norskra sjómanna, sem lýsir sér í frásögnunum „Einn komst af“ og „Tveir norskir sjó- menn“, ágætir fulltrúar stéttar- bræðra sinna og afreka þeirra, þegar í nauðirnar rak. En margar aðrar frásagnir fjalla um dvöl höfundar meðal norskra sjó- manna, flugmanna og annarra hermanna í Englandi, Kanada og á íslandi, en þaðan eru fjórar frásagnir. Bera þær, meðal ann- ars, vitni djúpstæðum hlýhug höfundar til iands vors, en hann dvaldi þar langvistum á styrj- aldarárunum og var íslendingum því að góðu kunnur. Það er einn af höfuðkostum frásagna höfundar, hve rauntrú- ar þær eru, og í því felst einnig sögulegt gildi þeirra. Víða bregð- ur þar einnig fyrir skáldlegum tilþrifum í lýsingum, svo sem þessi kafli úr frásögninni — „Fáninn“, sem er einhver allra hugnæmasti þáttur bókarinnar, og lýsir flugferð frá norskri strandvarðarstöð í Bretlandi til Norgesstranda að næturlagi: „Slík nótt yfir hafinu getur bú- ið yfir einkennilegum töfrum. Ennþá er fegurðin á vesturloftinu söm við sig, sólarlag og gullin ský, en í austurátt, í þokubláu tóminu, blasir við tunglið eins og ofurlítill, rauður hnöttur frá löngu liðnum öldum. Síðan föln- ar hann og verður að „mána“ yfir hvítum þokubakka. Regindjúp opnast niður undan ,og þar er sem sjái í svört fjallavötn. Stund- um koma glufur í þokuna, sem teygja sig óralangt og eru eins og lygnar svartár á hægri ferð um mánabjarta espiskóga. Allt í einu hvessir. Tunglið veður í skýjum. í mánasilfrinu er eins og standi bláhvítur blossi upp af skrúfu- blöðunum, líkt og Ijóst, flaksandi kvenhár.11 Hér hafa að vísu verið nefndir nokkrir af frásagnarþáttum bók- arinnar, en í heild sinni er hún harla ítarleg og glögg lýsing á þeim merkilega skerf, sem Norð- menn lögðu fram á stríðsárun- um til sigurs málstað frelsis og mannréttinda. Og sú saga á það meir en skilið að geymast hjá frændþjóðinni íslenzku á eigin tungu hennar. Og við að lesa hana hefur mér hvað eftir annað horfið í hug upphafserindið úr kvæði Jóns Magnússonar til Norðmanna: „Ef þitt land er sárum sæi-t, svívirt allt, sem þér er kært, grípur hug þinn heilög bræði. Hvað sé fært og ekki fært: Þvílík spurn er óráðsæði. Auður þinn og jarðnesk gæði (Framhald af 2. síðu). pótt hvort tveggja þurfi áð fylgj- ast að, ef vel á að fara. Mér sýnist lítill vafi á því, að slík stefna starfsmannasamtaka myndi, ef hún öðlast stuðning hinna einstöku meðlima, leiða til stórbættarar lífsafkomu og auk- ins jafnræðis á fáum áratugum. Nú get eg búizt við því, að ein- hver með munninn fyrir neðan nefið, segi við mig: Ur því að al- menn aukning peningatekna leiðir, eins og þú segir, til auð- söfnunar fárra ríkra manna eða auðfélaga, hvers vegna eru auð- menn þá að öllum jafnaði mót- fallnir kauphækkunum? Þessu er fljótsvarað. Flestir efnamenn eru engu fróðari um afleiðingar stéttabaráttunnar en hinir fá- tæku og vita fæstir nokkuð í sinn haus um, hvers konar fé- lagsleg öfl hafa fært þeim fullar hendur fjár. Algengast er að þeir þakka þetta eigin hyggjuviti að öllu leyti. Þeim er illa við kaup- kröfur og kauphækkanir einfald- lega af því, að það er almenn skoðun, að þær séu þeim óhag- stæðar. Kauphækkanir á tak- mörkuðu sviði eru líka oft at- vinnurekendum og efnamönnum, einkum þeim smærri, óhagstæð- ari, þótt ekki sé það nærri því alltaf. Það er því ekkert undar- legt, þótt þeir haldi að svo sé einnig, þegar um almenna aukn- ingu peningatekna er að ræða. En slík aukning peningatekna alls þorra manna er fjáraflamönn um mjög hagkvæm og í mörgum tilfellum einnig, þótt á takmörk- uðu sviði sé. Skulu nú sett fram tvö dæmi sem sýna þetta -ljós- lega: 1. Húsameistari hefur tekið að sér að reisa mörg hús fyrir félög eða einstaklinga og fær greiðslu eftir reikningi. Samkvæmt ákvörðun verðlagseftirlits ríkis- þokast' burt í þagnarval, þegar frelsið verja skal.“ Það er laukrétt lýsing á hugs- unarhætti allra góðra Norðmanna á stríðsárunum, og Nordahl Grieg var um aðra fram persónugerv- ingur þess hetjuanda, og þess vegna varð hann einnig þjóðhetja landa sinna. Það var hvorki tilviljun né uppgerð, að kvæðabók hans, sem fyrst var prentuð og gefin út á íslandi (Reykjavík 1943) ber heitið „Friheten" (Frelsið), því að ekki hafa önnur skáld á feg- urri eða áhrifameiri hátt lofsung- ið frelsið eða helgað því líf sitt eindregnar en hann gerði. Og þökk sé útgáfunni Helga- fell fyrir að hafa haldið á lofti minningu hans, hugsjónum og fyrirdæmi, á íslandi, með vand- aðri útgáfu fyrrnefndrar kvæða- bókar hans og umrædds greina- safns í snjallri þýðingu Davíðs Stefánssonar skálds. Það er bæði makleg ræktarsemi við höfund- inn og frændþjóðina norsku og auðgun bókmenntum vorum og menningarlífi. ins má hann leggja 40% álag á vinnulaun verkamanna sinna til þess að standa straum af sínum kostnaði, öðrum en vinnulaunum, við framkvæmd verksins. Nú samþykkir vex'klýðsfélag það, sem vei'kamenn hans eru með- limir í, að gera kröfu um 10% kauphækkun. Ef vinnuveitandi þessi er hugsunarlaust fífl, þá beitir hann sér af alefli á móti þessari kauphækkun, bara vegna þess, að hin almenna skoðun er sú, að kauphækkanir séu at- vinnurekendum óhagstæðar. Sé hann hins vegar meðalgreindur maðui', sér hann strax, að þessi kauphækkunai'krafa er honum hagstæð, því að hún eykur pen- ingatekjur hans um 10%, alveg eins og tekjur vei'kamannanna. Ef til vill lætur hann í veðri vaka að honum sé ekki um þessa kaup- liækkun og muldrar eitthvað um hækkun á kostnaðarverði hús- anna og ritar með ólundarsvip undir hinn nýja kaupgjaldssamn- ing. En þegar dyi'nar á ski'ifstofu hans hafa lokazt á eftir fulltrúum verklýðsfélagsins, nýr hann höndum saman af ánægju og byrjar að telja saman, hvei'n gróða hann muni hljóta af þessu uppátæki vei'klýðsfélagsins. 2. Maður nokkur hefur ásett sér að verða ríkur. Hann er hygginn og kaldrifjaður, Hann fær vini sína til þess að leggja fram nokkurt fé, stofnar hlutafé- lag og tekur stórlán í bönkum og reisir vei'ksmiðju í Reykjavík, sem framleiðir vöru fyrir inn- lendan markað. Verksmiðjan byi-jar að starfa. Verðlagseftirlit ríkisins ákveður söluverð íram- leiðslunnar og miðar það við af- köst, verkakaup og hæfilega af- skrift stofnkostnaðar. Skuldir fyrirtækisins hvíla þungt á því. Kaup verkamanna er ekki hægt að lækka, verklýðsfélagið sér um það. Lækkun á kaupi myndi líka hafa í för með ,sér lækkun á út- söluverði framleiðslunnar fyrir atbeina verðlagseftirlitsins. — Framkvæmdastjóri og aðaleig- andi verksmiðjunnar sér að seint muni hann ná takmarki sínu, að aðstæðum óbi'eyttum. Við athug- un á aðstæðum verður hinum hyggna manni ljóst, að eina leið- in til ríkidæmis fyrir hann og fyrirtæki hans, er almenn kaup- og verðhækkun í landinu, því að við það fæst hagstæðara hlutfall á milli stofnkostnaðar fyrirtækis- ins og útsöluverðs framleiðslunn- ar. Hann tekur sér fyrir hendur að stuðla að því, að almennt verðlag hækki. Hann gerist verk- lýðssinni og „einlægur" umbóta- maður, hvetur til vei'kfalla og kauphækkana og gengur sjálfur á undan og gefur öðrum „gott fordæmi“. Hann gei'ist áhuga- maður um vei'klýðsmál og leggur fram fé til baráttunnar svo að lítið bei’ á. Verkamennirnir dást að 'þessum óeigingjarna manni. Kaupkröfurnar ná fram að ganga, og eftir skamma hríð hefur al- menn kauphækkun farið frarn í landinu. í kjölfar hennar siglir svo alrnenn hækkun á verðlagi á vöi'um, einnig á þeim vörum, sem hinn hyggni vei'ksmiðjueigandi framleiðir. Skuldii'nar liggja nú ekki eins þungt á fyrirtækinu. Baráttunni fyrir bættum kjörum — þ. e. peningalegri tekjuaukn- ingu — vei'kamanna er haldið áfram. Nýjar kaup- og verðlags- hækkanir flæða yfir landið, og nú fer hið góða fyrii'tæki „umbóta- mannsins“ að borga skuldir sín- ar samtímis því, að það færir út kvíarnar. Á fáum árum er það orðið stei'kt og auðugt, og hinn framtakssami atvinnurekandi orðinn stórríkur og vel metinn borgari í landinu — með lárvið- arsveig umbótafrömuðarins um liöfuð. Takmarkinu er náð. Eg veit vel að þetta ei’u nokk- uð einhæf og um of „skematisk“ dæmi, en eitthvað eftir þessum línum og öðrum svipuðum hcfur fjársöfnun margra núverandi auðmanna farið fram, þótt fæstir af þeim hafi lagt það á sig, að vei'ða að „einlægum umbóta- mönnum". Það er rneira en nóg er einn af hundraði leikur það hlutverk. Jónas Jónsson, fyrrv. alþm., hefur oftlega látið orð liggja að því í blaði sínu, „Landvörn“, að atvimxurekendur hafi nú um, ald- ai'fjóx'ðung ,eða vel það, tapað hverjum leik í viðureigninni við vei'klýðssamtökin. Og það er rétt, svona lítur það að vísu út á yfir- borðinu. En hafa þeir í raun og' „vei'u tapað? Nei! Þeir hafa ein- mitt sigi'að og halda áfram að sigra, þrátt fyrir allt undanhalá. Ekki að neinum jafnaði fyrir eig- ið hyggjuVit, heldur vegna þess, að hinar rangsnúnu félagsmála- skoðanir almennings — almenn- ings-marxisminn — hafa gert og' gera framvindu félagsmálanna ákaflega hagstæða bröskurum og fjárplógsmönnum af öllum teg- undum og flokkum. . Fylgjendur marxismans trúa því, að stéttabaráttan fæði að lokum af sér hið svonefnda stétt- lausa ríki, þar sem velmegun, frelsi og jöfnuður býr. Þetta stéttlausa ríki, sem marxistar kalla svo, er vissulega fögur hug- sjón, en hún er engan veginn ný af nálinni. Kristnir menn nefna það annað hvort „guðs i'íki“ eða „þúsund ái'a ríkið“, og segja má með fullum rétti að slíkt allshei’j- arríki réttlætis, friðar og farsæld- ar sé vonardraumur alls mann- kynsins og hafi verið svo frá öndverðu. Spámenn guðs hafa á öllum öldum sagt stofnun þess fyx-ir, heimspekingar hafa ígrund- að skipulag þess og skáldin hafa lofsungið það í kvæðum sínum. En það er álíka skynsamlegt að búast við því, að stéttabaráttan fæði af sér slíkt ríki og að vænta þess, að dúfa komi úr hrafnseggi. Stéttabaráttan eyðir ekki stétt- unum og fjandskap þeirra; hún einmitt styrkir þær og eflir ill- deilur þeirra. Og að lokum leiðir hún til upplausnar og hruns —■ eða til kúgunar og harðstjórnar, sem er verra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.