Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 1
Póstkröfur fyrir árgjaldi blaðs ins hafa verið sendar til ým- issa póststöðva. Munið að vitja þeirra! XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. október 1950 46. tbl. Á leið til Abyssiníu Myndin er af þýzku flóttafólki, sem fengið hefur landvistarleyfi í Abyssimu áy vegum flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Alls flytjast 150 Þióðverjar suður hangað á þessu ári. Flestir verða bændur, en nokkrir eru tæknimenntaðir iðnaðarmenn. Betri tíð með vetrar komunni Snjóa þá, sein hér setti niður fyrir 10 dögum, hefur nú mjög tekið og hefur ástandið í þeiin sveitum, sem um skeið bjuggu við jarðbönn, skánað talsvert og mun víðast vera komin beit. Hér í Eyjafirði hefur tíð verið góð síðustu dagana, einkum sl. sunnudag og mánudag. — Var sunnanátt og þornaði mjög um. Bændur niunu hafa náð inn einhverju af heyjum. — Tíðin heíur batnað með vetrarkom- unni og cr spáð áframhaidandi sunnanátt. Kartöfluuppskeru mun nú um það bil að Ijúka \ iðast hvar og hefur öll náðst því að frost hafa ekki vcrið teljandi, en hlýviðri síðustu daga. Síðustu landanir í Kl ossanesi Alfiingis vænfanleg flugleiðis fil bæjarins í dag Hyggst kynna sér ýmsar framkvæmdir, sem njóta ríkisstyrks Fjárveitinganefnd Alþingis er væntanleg hingað til bæjarins í dag, með flugvél, og mun nefndin dvelja hér fram eftir degi og kynna sér ýrnsar framkvæmdir, scm ríkisstyrks njóta, eða eru al- gerlega á vegum ríkisins. Bæjarstjórnin hefur hádegis- verðarboð fyrir nefndarmennina að Hótel KEA í dag. Munu ráðs- menn bæjarins og sýna nefndinni þær framkv., sem eru sameig- inlegar á vegum bæjar og ríkis. Byggingaframkvæmdir og flugvallargerð. Nefndarmenn munu einkum hyggja að kynna sér hversu langt er komið byggingu nýja spítal- ans, smíði heimavistarhúss M. A., hafnarmannvirki bæjarins og áætlanir um endurbyggingu þeirra, ennfremur fyrirhugað flugvallarstæði á Eyjafjarðar- hólmum og ástand Melgerðis- flugvallarins. Verði ekki gott flugveður í dag, mun nefndin koma næsta góðviðrisdag. iðgert að hækka rafmagnsverð um alií é 40% á Ákureyri Laxárvirkjunin býður úf 5 milfjón króna skuldabréfalán Vextir verða greiddir fyrirfram fyrir þrjú ár Gjaldskrá Rafveitunnai- færð til samræmis við nýja gjaldskrá í Reykjavík * Stjórn Laxárvirkjunarinnar ákvað á fundi sínum 16. þ. m., að bjóða út 5 milljón króna skulda- bréfalán vegna nýju virkjunar- innar við Laxá. Lánið á að verða afborgunarlaust fyrstu 3 árin, en endurgreiðist síðan með jöfnum ársgreiðslum á 15 árum, með gjalddaga 1. nóv. ár hvert. Fyrsti gjalddagi verður 1. nóv. 1953. Vextir verða 6% p. a., er Á sunnudaginn komu hingað til bæjarins rannsóknarlögreglu- mennirnir tveir frá Reykjavík, sem unnið hafa að rannsókn þjófnaðarmálsins þar og héldu saindægurs flugleiðis til Reykja- víkur. Höfðu þeir engar nýjar fréttir að segja af rannsókn málsins. — Sýslumaður Þingeyinga, Júl. Havsteen, og fulltrúi hans, vmna enn að rannsókn málsins. Að tilhlutan sparisjóðsstjórnar- innar á Raufarhöfn var efnt til greiðist fyrirfram fyrir 3 ár, til 1. nóv. 1953, þannig, að kaupendur skuldabréfa greiði 82% af nafn- verði þeirra miðað við 1. nóv. þ. á., en vaxtamiðar fylgi bréfunum frá 1. nóv. 1953 til 1. nóv. 1967 til innlausnar á gjalddögum vaxta, sem einnig verða 1. nóv. ár hvert. Samþykkt þessi var miðúð við að í'íkisábyrgð fáist fyrir lóninu. borgarafundar þar á mánudaginn og þar ákveðið að láta fram fara allsherjarleit að þýfinu í hverju húsi þorpsins og á víðavangi. — Munu sérstakir flokkar hafa starfað að leitinni í gær, en ekki var vitað um neinn árangur er blaðið talaði austur síðdegis í gær. Meira en hálfur mánuður er nú síðan brotizt var inn í kaup- félagshúsið á Raufarhöfn og stol- ið þaðan um 100 þús. kr. í pen- ingum og skjölum og bókum, eign sparisjóðsins þar og kaupfé- lagsins. Kaldbakur landaði 19. þ. m. 365 tonnum af karfa í Krossa- nesi og Jörundur 20. þ. m. 343 tonnum, eftir skamma útivist. — Kaldbakur er farinn til Reykja- víkur. Fer skipið þar í slipp til viðgerðar og hreinsunar. Jörund- ur er farinn á veiðar. Svalbakur er á veiðum. r ísfiskflutningar * til Englands hefjast ísfiskflutningar á brezka mai'k- aðinn eru hafnir héðan Munu skip héðan selja í Bretlandi á næstunni og verða þetta fyrstu sölurnar þar á þessu hausti. M.s. Stjarnan er nú á leið.til Bretands með fullfermi af bátafiski. M.s. Sæfinnur er að ljúka við að lesta. M.s. Snæfell og e. t. v. fleiri skip munu taka fisk á næstunni til flutnings til Bretlands. Aðalfundur F. U. F. í Eyjafjarðarsýslu verður haldinn á Akureyri sunnudaginn 5. nóv. n.k. Áríðandi er, að sem flestir mæti á fund- inum, þar sem þar fer fram kosn- ing til flokksþings Framsóknar- flokksins, sem hefst í Reykjavík 17. nóvember næstk. í næsta tölublaði verður nán- ar greind dagskrá fundarins ásamt skemmtun, sem fram fer í sambandi við hann. Rafmagnshækkuneaa Á bæjarstjórnarfundi í gær var til fyrri umræðu ný gjaldskrá fyrir Rafveitu Akureyrar, og er þar gert ráð fyrir verulegri verðhækkun rafmagns fyrir utan þá hækkun, sem gekk í gildi 1. sept. s. 1., og gerð var til sam- ræmis við kolaverð. Samkvæmt hinni nýju gjald- skrá hækka ýmsir gjaldskrárliðir um allt að 40%. Gjaldskránni fylgir ýtarleg greinargerð frá raf- orkumálastjóra ríkisins, Jakob Gíslasyni, en hann samdi upp- kastið að gjaldskránni samkvæmt tilmælum rafveitustj órnai'innar hér. Gert er ráð fyrir því að bæj- arstjórnin samþykki gjaldskrána óbreytta eða a. m. k. lítið breytta. Einstakir liðir. Samkvæmt tillögum þessum kostar kwst. til lýsingar kr. 1.35, en kostar nú kr. 1.20. Hækkun er 12.5%. Rafmagn til suðu kostar nú kr. 0.20 kwst., en skv. nýju gjaldskránni kr. 0.28, hækkunin er 40%. Fastagjald á mánuði (gólfflatargjald), hækkar um 50%, úr kr. 2.40 í kr. 3.60 pr. fer- m. Ymsir fleiri liðir hækka veru- lega. Ekki er gert ráð fyrir frek- ari hækkun á dag- og næturhit- unarverði samkv. sérst. taxta, en gerð var 1. sept. sl., til samræmis við kolaverð. Taxti Rafveitu Reykjavíkur hækkaði um 48% á öllum liðum fyrir skömmu, en hækkunin hér er misjöfn með því að verðlag hér var misjafnara á einstökum gjaldskrárliðum. Verð á raf- magni til iðnaðar hefur verið miklum mun hærra hér á Akur- eyri en í Reykjavík og verður það enn lítið eitt hærra, enda þótt iðnaðarrafmagn hér verði selt sama verði áfram, en hafi hækkað um 48% í Reykjavík. Sýnist það varhugaverð braut fyrir Akureyri að selja iðnaðin- um rafmagn hærra verði en iðn- aðurinn í Reykjavík verður að greiða. Er þess að vænta að bæj- arstjórnin íhugi þetta mál sér- staklega áður en gjaldskráin verður endanlega afgreidd. Áætlað er að tekjuaukning Rafveitunnar af hinni breyttu gjaldskrá nemi um 700 þús. kr. á ári. Banaslys í Skagafirði Aðfaranótt sl. sunnudags varð banaslys í Skagafirði. Ungur maður, Pétur Snæland frá Reykjavík, til heimilis að Stein- holti í Skagafirði, féll af vöru- bifreiðarpalli og beið bana. Slys- ið varð á þjóðveginum hjá Hall- dórsstöðum. Allmargir menn voru á bílpallinum, er bifreiðin ók út af veginum. Hrukku þeir af pallinum en sluppu allir með minni háttar meiðsli nema Pétur Snæland, sem beið bana, sem fyrr segir. Mál þetta er í rann- sókn á Sauðárkróki. Silfurbniðkaup áttu 21. þ. m. Ingibjörg Halldórsdóttir og Ing- ólfur Guðmundss., Strandg. 25B. Borgarafundur ræðir þjófnaðar- málið I Raufarhöfn - Allsherjar þjófaleit í gær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.