Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 25. október 1950 Árásin á Kóte! KEÁ þáffur I póli tísku ófrægingarsfríði íhalds- hiaðsins gegn kaupfélaginu Sannleikanum snúið við í skrafinu um „skatt fríðindi“ hótelrekstursins Góðum gestum fagnað Dr. Sveinn E. Björnsson og frú María Grímsdóttir Laxdal Eins og skýrt var frá hér í blað- inu fyrir nokkru, hajkkaði verð- lag á nokkrum ícgundum veit- inga á Hótel KEA um 5—15% um sl. mánaðamóf. Þessi verð- breyting á hótelinu var að sjálf- sögðu afleiðing breyttrar verð- skráningar ýmiss konar varnings og þjónustu í mörgum greinum þjóðfélagsins vegna gengisbreyt- ingarinnar. Allt verðlag í landinu hefur hækkað. Farmgjöld með flugvél- um, skipum og bifreiðum eru hasrri en fyrr. Síma- og póst- gjöld hafa hækkað, verðlag land- búnaðarafurða er hærra en í fyrra, erlendar vörur eru mun dýrari en þá, laun hafa hækkað samkvæmt vísitöluákvæðum gengisbreytingarlaganna. í sam- bandi við fyrrnefnda hækkun á veitingaþjónustu hótelsins hér var á það bent hér í blaðinu, að enda þótt þessar staðreyndir í verðlagsmálum væru öllum aug- ljósar, hefði málgagn Sjálfstæð- isflokksíns aldrei talið ástæðu til að skýra frá þeim öllum, né held- ur hefði það yarið neinu veru- legu rúmi til að ræða þær. Enér fyrirtæki kaupfélagsins breytti veröskrá sinni til samræmis við breytt verðlag í landinu og verð- skrá veitingastaða í höfuðstaðn- um, brá svo við, að blað þetta lagði gervalla forsíðuna undir frásögn af verðskrá hótelsins eins og þar væri um að ræða einstök stórtíðindi. Mun blaðinu þó hafa verið vel kunnugt um að öll veitingasala hlaut að taka tillit til bins hækkaða verðlags í landinu, og ennfremur munu rithöfundar blaðsins ekki svo skyni skroppn- ir — þótt þessi skrif þeirra bendi raunar til annars — að þeir viti ekki, að veitingasala hér á Akur- eyri verður ekki rekin með lægri verðskrá en gildir í veitingasöl- um höfuðstaðarins, nema með tapi. Þykjast veitingasalar þar þó ekki ofhaldnir af verðskránni, og mundi ísl. geta fengið glöggar upplýsingar um arðinn af henni hjá forráðamönnum Sjálfstæðis- hússins, sem hafa orðið að grípa til þess ráðs að fá vínsöluleyfi lianda húsinu til þess að halda rekstrinum á floti. Það er og al- kunna, að ýmiss konar varning- ur, sem til slíks reksturs þarf, er dýrari úti á landi en í Reykjavík, vegna flutningsgjalda og auka- kostnaðar. Pólitísk árás. Verðhækkunin á hótelinu hér er því sízt nokkurt furðuefni eins og ástandið er í landinu, og sízt af öllu var hún efni í stóru for- síðugreinina. Enda er nú augljóst að þessi viðbrögð íhaldsblaðsins eru ekki tilkomin vegna sérstaks áhuga á hótelrekstri, heldur eru þau pólitísk árás á Kaupfélag Eyfirðinga og einn liður í því ófrægingarstríði, sem sérhver rit- stjóri íslendings telur sér jafnan skylt að heyja gegn félaginu og bæjarmenn allir þekkja mæta vel af blaðaskrjfum liðinna ára. Blað inu verður þessi játning á í síð- asta tbl., sem enn er að verulegu leyti helgað hótelinu og málefn- um þéss, þótt ýmsum virðist að hið virðulega stjórnarmálgagn hefði getað fundið önnur og veigameiri þjóðfélagsleg við- fangsefni til umræðu og ábend- ingá. Sannleikanum snúið við. í fslendingsritsmíð þessari er því blákalt haldið frarn, að það séu „engin rök“ fyrir þörfinni á hækkaðri verðskrá að halda því fram, að verðlag á veitingum hér nyrðfá verði ekki selt lægra verði en í höfuðstaðnum nema með tapi. Og síðar í greininni kðmur skýringin á þessu dular- fulla fyrirbrigði: Kaupfélagið stendur að baki hótelrekstursins með miklu fjármagni, sem hlaðist hefur utan að því „í skjóli skatt- fríðinda og annarra fríðinda", sem kaupfélögin hafa notið á lionum árum „og sem öljum eru kunn“, segir hinn grandvari ís- lendingsritstjóri, og bætir síðan við af miklum brjóstheilindum: „Aðrir hóteleigendur þessa bæj- ar, sem og allir aðrir einstakling- ar, verða hins vegar auðvitað að greiða fullkominn(I) skatt af öll- um tekjum sínum og má því vera ljóst að þeir standa, hvorki í hótelrekstri né öðru, jafnt að vígi og kaupfélagið. . . . “ Þannig er því haldið blákalt fram, að verðsamræmingin á hótelinu hafi verið óþörf, því að það séu „engin rök“ að veitingasala hér þurfi a. m. k. jafnháa gjaldskrá og gildir í Reykjavík til þess að bera sig, og þar að auki geti kaupfélagið selt ódýrara en aðrir vegna „skattfríðinda", sem ís- lendingur fullyrðir að öllum séu kunn. Mun í þessu síoasta talda atriði eiga að finna skýringu blaðsins á því fyrirbrigði, er að- standendur blaðsins keyptu eitt af gistihúsum bæjarins, en hættu ekki á að starfrækja það sem veitinga- og gistihús, heldur leigðu það til annarra nota. Þessi málfærsla er í senn heimskuleg og ósvífin. Engin skýring fylgir fullyrðingunni um „skattfríð- indi“ hótelrekstursins, enda er hún úr lausu lofti gripin og á sér enga stoð í veruleikanum. Hótel- rekstur kaupfélagsins hefur auk heldur verri aðstöðu en sumir einstaklinga þeirra, sem hér hafa selt veitingar, með því að ríkis- valdið gengur ríkt eftir því, að þetta hótel greiði veílingaskatt- inn, enda hefur það gert það frá upphafi, á sama tíma og-sumt af þeim veitingarekstri, sem fsl, segir illa haldinn vegna sam- keppni kaupfélagsins, hefur sloppið við að greiða skattinn. (Framhald á 6. síðu). í STUTTU MÁLI ARBEIDERBLADET, mál- gagn norsku ríkisstjómarinn- ar, skýrir frá því, að ein af- leiðing þess að Norðmenn gerðust aðilar að greiðslu- Ibandalagi Evrópu sé sú, að allir norskir borgarar geti íengið keyptan gjaldeyri til utanlandsferða fyrir 309 n. kr. á ári. Mega nienn ráða því, hvaða gjaldeyrir keyptur er, enda sé um að ræða gjaldeyri þátttökulandanna. Gcrt er ráð fyrir að ferðamenn kaupi far- miða fyrir norskan gjaldeyri, fram og til baka. fsland er að- ili að greiðslubandalaginu, cn ekki hcfur heyrzt að neinar slíkar ráðstafanir séu í upp- siglingu hér. Er þó svo að skilja á hinni norsku frásögn, að þessi rýmkun fcrðamanna- gjaldeyris hafi verið skilyrði af hálfu greiðslubandalagsins. ★ KOMMÚNISTARÍKIN óít- ast fátt meira en að þegnarnir sjái í gegnum blekkinga- og lygavefinn, ^em áróðursvélar ríkisstjórnanna gpinna, um ástandið í veröldinni. Þess vegna er mönnum bannað að hlusta á erlcnt litvarp, erlend blöð sjást ekki og viðskipti við útlendinga eru talin nálgast föðurlandssvik. Spaugilegt at- vik í Júgóslafíu sýnir tauga- óstyrk kommúnistanna. SAS- flugvél (Skandanavíska fíug- féiagið) á Icið frá Stokkhólmi til Istambul, var neydd til að setjast á flugvöll í Júgóslafíu á dögunum. Orrustuflugvélar neyddu vélina til að setjast. Flugmönnunum var gefið að » sök, að þeir hefðu kastað flug- miðum yfir borgina. Síðar sannaðist að þctta var bábilja ein. Flugvélin var af Cloud- master gerð, og ekki er unnt fyrir flugmenn eða farþega að varpa neinu niður úr henni á flugi. Var henni þá sleppt. ★ BEZTA MJÓLKURKÝR í Noregi á sl. ári gaf af sér 7690 kg. mjólkur með4,42%íituinni haldi. Samsvarar það 337 kg. mjólkurfitu. Á síðustu 4 árum hefur þessi kýr mjólkað 26.159 kg., eða 1207 kg. mjólkurfitu. Meðalt. er 6540 kg. mjólk, með 4,61% fita, eða 302 kg. mjólk- urfita. SALTSíLD er ófáanleg hér urn slóðir og þótt menn snúi sér tiL síldarsaltenda og vilji kaupa síldarkút, ber það held- ur engan árangur. Saltsíld sést ckki í verzlunum, sem annars hafa hana jafnan á boðstólum, og segja þær að ógerlega sé að fá hana hér nyrðra. Þannig er ásíandið hér á Norðurlandi orðið að þessu leyíi. ★ SÆNSKA sainvinnutímaritið Vi1 og sænska samvinnubóka- útgáfan efna til samkeppni um bókasölu nú í haust og eru fyrstu verðlaun ferð tii íslands og lieim aftur. Læknishjónin Sveinn E. Björnsson og María Grímsdóttir Laxdal komu frá Vesturheimi hingað til landsins sl. vor til þess að vitja átthaga sinna og ætt- lands. Þau fluttust bæði í æsku vestur um haf. Heimili þeirra hefur um 30 ára skeið verið í Árborg, Nýja íslandi, Manitoba. Hann hefur stundað lækningar af orölögðum dugnaði og giftu. — Bæði hafa verið frömuðir í fé- lagsmálum og þjóðræknisstarf- semi íslendinga vestan hafs og haldið uppi mikilli risnu á heirn- ili sínu. Dr. Sveinn E. Björnsson er frá Lýtingsstöðum í Vopnafirði, en frú María Grímsdóttir Laxdal er fædd að Borgarhóli í Húsavík. Föstudaginn 22. september sl. komu þau til Húsavíkur frá Raufarhöfn. Þar höfðu þau dval- ist nokkrar vikui- hjá systur frú- arinnar, frú Rannveigu Lund. í Húsavík héldu hjónin til hjá fornvini sínum, séra Friðrik A. F'riðrikssyni prófasti. Hann hafði verið félagslegur samherji þeirra fyrrum, vestan hafs. Að kvöldi. laugardagsins 23. sept. hafði prófasturinn fjölmennt gestaboð að heimili sínu. Boðnir voru embættismenn og ýmsir leiðandi menn' staðarins og frúr þeirra, svo og sambýlis- og vina- fólk frú Björnsson frá dvalarár- um Laxdalsfjölskyldunnar forð- um daga í Húsavík. Er gestir höfðu ræðst yið .um stund og rifjað upp gamlar minn- ingar, voru bornar fram veiting- ar. Yfir borðum flutti Friðrik A. Friðriksson, prófastur, minni heiðursgestanna, sagði frá hinu ágæta og risnumikla heimili þeirra í Árborg, hinum víðtæku félagsstörfum þeirra beggja á sviðum kirkju og þjóðrækni, svo og þeim orðstír, er læknirinn hef- ur getið sér sem embættismaður, skákmaður og skáld. Þá las pró- fasturinn upp tvö kvæði úr Ijóðabók læknisins, „Á heiðar- brún“, og fór með allmargar lausavísur eftir hann. Dr. Sveinn E. Björnsson ávarp- aði samsætið, þakkaði prófasti ræðu hans og minntist kynna þeirra vestan hafs. Þá varð hann Finnur Árnason garðyrkju- ráðunautur skrifar: „EINS OG bæjarmönnum er kunnugt, hefur bærinn bætt tals- vert úr þeim kartöflugeymslu- skorti, sem fyrirsjáanlegt var að yrði hér í bæ á þessu hausti, vegna vaxandi áhuga bæjarbúa á ræktun kartaflna, og vegna góðr- ar uppslceru. Smíðaðir hafa verið 325 kassar, og tekur hver kassi 150 kg. eða vel það, og þeim er komið haganlega fyrir á tveimur stöðum, í brunastöðinni nýju og nýja spítalanum. Það er því óhætt að reikna með; að þessar tvær bráðabirgðageymslur taki 500 tunnur af kartöflum og eru þá geymslur bæjarins orðnar þrjár og rúma þær um 1000 tunnur samtals. Að vísu er þetta lítið geymslupláss handa 7 þúsund manna bæ, en þó geysileg hjálp. Mér er óhætt að fullyrða, að upp úr þeim 11 hekturum lands, sem bærinn leigir út fyrir garða nú, hafi fengist 2200 til 2500 tunnur af við þeirri áskorun að flytja nokk- ur kvæði, en það lætur honum mjög vel. Fyrst flutti hann „ís- landsminni“. sem hann hafði ort í ferð þessari. Síðan fór hann með nokkra gamanbragi að vest- án eftir nýlátna skáldið, Kristján Pálsson í Selkirk. Eftir hæfilegt hlé varð Karl Kristjánsson, alþingismaður, við þeirri ósk, að flytja sýnishorn af ,,Dagvísum“, er hann og prófast- urinn höfðu ort 1043. (Sína vís- una hvor á dag í nokkra mánuði samfellt). Kenndi þar margra grasa. Frú Björnsson flutti því næst núög fallega ræðu, heita af þjóð- rækni og kærleika til íslands og íslendinga austan hafs og vestan. Þá töluðu einnig' frú Sigríður Ingvarsdóttir, Júh’us IIavst."°n sýslumaður og Karl Kristjáns- son, alþingsmaður. Allir þessir ræðumenn ávörp- uðu — hver á sinr. hátt — heið- ursgestina og minntust með þakklæti og yirðingu islenzka þjóðarhlutans vestan hafs. Á milli þess að haldnar voru ræður eða Ijóð flutt og einnig að veizlulokum var sungið. Dóttir prófastsins, frú Björg, lék und- ir á hljóðfæri. í fjarveru hinnar vinsælu og mikilhæfu prófastsfrúar, Gertrud Firðriksson, sem stödd var í Danmörku, sáu dætur prófasts- hjónanna, Björg og Aldís, um risnu með mikilli rausn og prýði. ★ Samsætið vaV hið ánægjuleg- asta, enda kann Friðrik prófast- ur manna bezt að láta gestum sínum líða vel bæði líkamlega og andlega. Til þess þarf hann hvorki á spilum að halda né áfengi. Gófnagnótt hans og við- ræðufimi eru með afbrigðum. Læknishjónin fóru frá Húsavík áleiðis til Akureyrar mánudag- inn 25. september. Vegna hins stutta viðstöðutíma þeirra í Húsavík, fengu færri Húsvík- ar en vildu, tækifæri til þess að auðsýna þessum ágætu hjónum gestrisni. Kynningin við þau var þeim, er hennar nutu, enn ein sönnun þess hve Vestur-íslendingar eru (Framhald á 6. síðu). kartöflum, og er því mjög hætt við að margt heimilið verði að selja talsvert af kartöfluforða þeim, sem heimilið þarfnast, sök- um geymsluvandræða, og er ekki viðunandi að þannig ástand ríki lengi, eða að fólk þurfi að geyma kartöfluforða sinn heima í mjög lélegum geymslum, þar sem hann annað hvort spírar á miðjum vetri eða frýs. ÞESSI AUKNING á kartöflu- geymslum bæjarins er ákaflega mikilvæg, og stórt spor í rétta átt. Eg vil því fyrir hönd fram- leiðendanna þakka bæjarstjórn fyrir þann skilning og þann flýt- ir, sem hún hafði á afgreiðslu þessa máls. En meira má ef duga skal, því að miklar líkur benda til að ræktun kartaflna verði enn meiri á næsta ári, ef tíð leyfir. Hér 4?arf því að byggja kartöflu- geymslu fyrir 5 til 8 þúsund tunnur, og ætti það að nægja bæjarbúum um mörg ókomin ár.“ 2589 tn. kartöflmippskera úr bæjar- landinu í iianst

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.