Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 25. október 1950 Vi'ðburdarrikur dagur Saga eftir Helen Howe. 13. DAGUR. • (Framhald). Hún hafði oft séð hann ganga inn og út um dyrnar til skrif- stofunnar, þar sem reiknings- haldið fór fram, og hún hafði undrast það með sjálfri sér, að svo stór og föngulegur maður skyldi vera að fást við auglýsing- ar fyrir ilmvatnsframleiðslu. Þau höfðu ekki talast við fyrr en kvöld eitt, er Faith var að bíða eftir lyftunni. Hann brosti til hennar og sagði, rétt eins og hann væri að spjalla við gamlan kunningja: „Þú lítur svei mér út eins og þú þurfir að létta þér upp.“ „Er það?“ sagði hún og brosti. „Þú mátt ekki misskilja mig. en viltu ekki koma í svolítið hóf, sem eg ætla að halda annað kvöld? Flest fólk hér úr verzl- uninní ætlar að koma. Hann rétti’ henni miða með heimilisfangi áirtuðu. Annars er líklega kom- inn tími til að eg kynni mig: Freddy Coodridge.11 „Já, eg veit það.“ „Jæja.“ Hún tók eftir eina lýt- inu, sem var á Freddy. Hann var ofurlítið tileygður á öðru aug- anu.. „Þar ert þú mér fremri," hélt hann áfram, „því að eg veit ekki hvað þú heitir." „Eg heiti Faith Howland." „Það er gott nafn, og hátíðlegt, eins og hæfir þér, því að mér sýnist þú vera alvarlega hugs- andi stúlka. Eg hefði gizkað á að þú hétir Alice, en Faith er alveg eins gott nafn.“ Þau stigu samsíða út úr lyft- unni. „Eg gleymdi einu,“ sagði hann. „Þetta kvöldboð verður þannig, að ætlast er til þess að allir komi með eitthvert kvikindi með sér. Þú átt líklega ekki tam- inn ljónsunga eða hlébarða?" Hann sá að hún varð í senn undrandi og áhyggjufull, og fór að hlæja. „Taktu það ekki of al- varlega. Ef þú finnur ekkert hæfilegt dýr, þá komdu bara án þess.“ Hann kinkaði kolli til hennar um leið og hann gekk út á gang- stéttina. Áður en Faith hélt heim þetta kvöld, kom hún við í verzlun, sem seldi fugla, kjölturakka og fleiri dýr, og keypti þar tvær litl- ar skjaldbökur. Um kvöldið dundaði hún við að mála skelina á bakinu á þeim í öllum regnbog- ans litum. Kvöldið eftir mætti hún í boð- inu með skjaldbökurnar sínar og kynnti þær sem alvarlegu Alice og hlæjandi Allegra. Freddy var himinlifandi, en annars var lítill tími til þess að skoða skjaldbök- urnar, því að íbúðin var eins og maður gat ímyndað sér örkina hans Nóa. Og hávaðinn var gegnd arlaus. Það var gelt, mjálm, urr og tíst í öllum homum. Ljóns- hvolpur urraði illilega í búri úti í horni, en alligator svamlaði í baðkarinu. Innan um þetta allt svömluðu gestirnir, og voru allir í ágætu skapi, drukku bjór, borð- uðu pylsur. Allir virtust þekkja alla. Loftið var þrungið vináttu e r og goðum félagsanda. Þegar leið á kvöldið settust all- ir í hring á gólfinu og sungu við raust ýmis góð og gömul kvæði. Ef Faith hefði haft nokkurn kunnugleika á vissum hluta auðstéttarinnar á austurströnd Bandaríkjanna, mundi henni e. t. v. hafa flogið í hug, að Freddy væri ekki eins sérstakur og hann leit út fyrir, heldur aðeins auð- mannssonur, spilltur af meðlæti og fjármunum. Ýmsir virtust a. m. k. hafa þá skoðun á honum, og Faíth hafði heyrt henni fleygt. En samt varð ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að hann var kominn af einhverri virðulegustu fjölskyldu Nýja Englands, sóma- fólki, og mikill fjöldi manna var stoltur af því að þekkja Freddy Goodridge. Eitthvað gott hlaut að búa inni fyrir, eitthvað meira og betra en þetta kvöld gaf annars tilefni til að ætla. Goodridgefjölskyldan mátti kallast eiga bæinn Goodridge í Massaschuetts. Samt var Freddy ekki þannig gerður, að hann miklaðist af auði ættmenna sinna og möguleikum sjálfs síns. Miklu heldur var eins og hann vildi segja: Það búa svo miklir peningar og svo mikil skólaganga að baki mér, ekki í mér sjálfum, heldur forfeðrum mínum, að eg hlýt að geta leyft mér að gera allt sem mér dettur í hug. — Faðir hans hafði lagt fram stórfé til þess að safna sjaldgæf- um dýrátegundum fyrir náttúru- gripasöfn landsins, og Freddy hafði farið með slíkum leiðöngr- um til Afríku, bæði til þess að hjálpa til við söfnunina og eins til þess að gera vatnslitamyndir af því, sem þar var að sjá, einkan- lega af dýrum í þeirra rétta um- hverfi. Þetta hafði verið ævin- týraríkur tími og Freddy hafði gaman af að segja frá þessum ferðum, en þó án þess að miklast á nokkurn hátt af sinni þáttöku, síður en svo. Þessar frásögur hans, og ýmis- leg tannað, sem hún heyrði, gerði Faith mögulegt að raða saman ýmsum hlutum á þann hátt, að fá heilsteypta yfirlitsmynd af ævi hans, sem að vísu var ekki löng enn. Þegar hún sá heildina, gat hún ekki annað en dáðst að óeig- ingirni hans og karlmennsku, en vitaskuld ekki síður að því, að hann var óvenjulega glæsilegur og föngulegur maður. Og svo var hann auk þess glaðlyndur og góð- lyndur. Eftir þetta sérkennilega kvöld, skiptust þau Freddy og Faith á nokkrum orðum nær því á hverjum degi, oftast í sömu lyftunni. En eitt kvöldið spurði hann: „Hvernig er það með þig, borðar þú nokkurn tíma kvöld- verð?“ „Já, eg geri það ævinlega." „Hvernig heldurðu að væri að borða með mér í þetta sinn?“ „Það mundi sjálfsagt verða mjög ánægjulegt." „Það, sem eg ætla að segja, er, að eg er aleinn og yfirgefinn í kvöld, og eg hafði hugsað mér að heimsækja armenska kunningja, sem eg á hér í borgðinni, og mér þætti skemmtilegt af þú vildir slást í för-með mér.“ Faith óttaðist að hann sæi að hún roðnaði af hamingju og til- hlökkun, og flýtti sér að segja: „Viltu vera svo góður að bíða meðan eg hringi heim til vin- stúlku minnar, sem eg bý með, svo að hún búizt ekki við mér heim?“ (Framhald). - Góðrnn gestum fagnað (Framhald af 2. síðu). góðir íslendingar og miklir manndómsmenn. Einn ræðumaðurinn í samsæt- inu (K. K.) lagði út af því meðal annars, að íslenzkt þjóðerni og eðliskostir þess hefðu gengið undir próf í lífsbaráttunni meðal þjóðafjöldans í Vesturheimi, og sú góða niðurstaða, sem Vestur- íslendingar hafa náð á þessum prófum, — þau met, sem þeir hafa þar sett, — væri það, er gæfi okkur, íslendingum á íslandi, nú bcztar vonir um, að við — sem sjálfstæð þjóð — þolum nábýlið, er rás viðburðanna hefur skyndi- lega skákað okkur í við umheim- inn og þar með stórar þjóðir og voldugaf. Þetta er sannleikur og hann gleðilegur; íslendingar vestan hafs hafa gert íslenzka kynstofn inum mikinn sóma og sýnt og sannað á alþjóðavettvangi, að hann er sterkur og kostaríkur. Þökk sé dr. Sveini E. Björns- syni og frú Maríu Grímsdóttur Laxdal fyrir heimsókn þeirra. Þökk sé Vestur-íslendingum fyrir þjóðrækni, dáðir og dreng skap. Samsætisgestur. Bréf: Afkoma skipshafnar „Svalbáks“ Herra ritstjóri. Morgunblaðið 19. þ. m. birti viðtal við herra útgerðarmann Guðmund Jörundsson um afla bj'ö5ð,«tekjur háseta o. fl. á Ak- ureyrartogurunum á sl. sumri. Þar sem Morgunblaðið er mjög lesið hér á Akureyri, en frásögn- in um aflabrögð og afkomu skips hafnarinnar á togaranum „Sval bak“ er sögð allt önnur en raun verulega er, vil eg biðja yður um að birta í blaði yðar eftirfarandi leiðréttingu. — I Morgunblaðinu stendur, að hásetahlutur á B/v. „Svalbak11 hafi orðið til 15. okt sl. kr. 20.540.00 og orlofsfé kr. 820.00, eða samtals kr. 21.360.00, þ. e. mánaðarlaun háesta að með- altali kr. 3560.00. Það rétta er, að á þessu tíma bili var hásetahlutur á B/v. „Svalbak“ kr. 22.983.19 og orlofs- fé kr. 919.30, eða samtals kf. 23.902.49. Meðaltekjur því kr. 3950.00 á mánuði. Við þetta bæt- ist hlutur skipverja úr lýsi sem brætt er um borð. Pr. pr. Útgerðarfél. Akureyr. h.f. Guðm. Guðmundsson. Árásio á Hótei KEA ... (Framhald af 2. síðu). Hefur sá háttur gilt um skeið á jessum málum, að eiristaklingum hefur liðist að halda eftir veit- ingaskattinum og halda honum fyrir ríkinu og er óséð enn að öll sú innheimta verði nokkru sinni framkvæmd. Þá hefði og verið hægur vandi fyrir ísl., að fletta því upp í skattskrám liðinna ára, hvern skatt og útsvar ríki og bær hafa hlotið frá hótelrekstri einstakl- inga. Sannleikurinn er, að þessi rekstur hefur sáralitla skatta borið, bæði hér og annars staðar og veiður ekki séð að skattayfir- völdin hafi talið hann færan um að greiða neitt teljandi til hinna sameiginlegu þarfa, sem ísl. talar um. Ef ísl. vill véfengja þetta, væri gott að blaðið birti um leið nöfn þeirra „máttarstólpa“, sem greitt hafa hinar álitlegu fúlgur til ríkis og bæjar. Geri hann.það ekki, er ljóst, að ummæli blaðsins um þessi efni eru fleipur eitt. í þessari íslendingsgrein er sannleikanum gjörsamlega snú- ið við. Það er vissulega engan veginn óttinn við skatt- heimtuna eða aðstöðu kaupfé- lagsins á þeim vettvangi — sem er lakari en einstaklinganna eins og fyrr er sýnt — sem veldur því að einstaklingar ýmist gugna á greiðasölu nema hásumarmán- uðina eða loka alveg greiðasölu- stöðum, eins og aðstandendur ís- lendings, heldur sú staðreynd, að veitingasala á íslandi er ekki arðvænleg eins.og málum er nú háttað, enda þótt hún sé eigi að síður nauðsyn fyrir þjóðfélagið og hvern bæ, sem vill menning- ar bær kallast. Sú stofnun, sem gegnir því hlutverki að selja veit- ingar og gistingu allt árið, þótt við margvíslega erfiðleika sé að etja, vinnur því þarft menningar- starf, sem verðskuldar lof en ekki last. Veitingaskatturinn er ranglátur. Ein meginástæða þess, hvern- ig komið er hag veitingasölu hér á landi er hinn heimskulegi og rangláti veitingaskattur ríkis- valdsins. Veitingahúsum er gert að greiða 10% af brúttósölu, með örfáum undantekningum, alveg áp tillits til rekstursafkomu fyr- irtækjanna. Framkvæmdin verð- ur svo þannig, að skatturinn er óinnheimtanlegur hjá sumum fyrirtækjum, og er látinn safnast fyrir í bókum án þess að hann sé greiddur, en önnur fyrirtæki, eins og Hótel KEA, eru látin greiða 10—15 þúsund krónur á mánuði. Ef þessari skattheimtu væri rutt úr vegi, væri opin leið fyrir heilbrigðari hótel- og veit- ingárekstur. Á þetta hefur fyrr verið bent hér í blaðinu. íslend- ingur hefur aldrei tekið undir það einu orði. Væri slíkt þó þarf- ara verkefni en birting illkvitnis- legra rógskrifa um það, sem vel er gert. Framhald hótelmálanna í ísl. Með því að vænta má fram- halds hótelmálanna í ísl., verður hér ekki, frekar en áður er gert, farið út í að hrekja einstakar töl- ur, sem ísl. birti ranglega um verð á sumum tegundum veit- inga á hótelinu. Hefur hótelstjór- inn gert það í greinargerð, sem hann hefur sent ísl. Er þar með tölum sýnt, hversu óvandaður málflutningur blaðsins hefur verið og verður ekki lengur um það deilt. Hitt er svo sjálfsagt, að leyfa ritstj. óátalið að verja ein- hverju meiru af dýrmætu rúmi blaðs síns til þess að ræða enn frekar en orðið er, hvort ritstj. Dags sé óvandaður „farísei“ eða ekki. Ef ritstj. leggur þá á sig að lesa gamla árganga ísl., mun og hann sjá, að það hefur jafnan 'verið talið tilheyra embættinu að hreyta fúkyrðum og uppnefnum að pólitískum andstæðingum, jafnframt því sem eilífðarsöng- urinn um KEA er kyrjaður. Mun enginn amast við því þótt þessi ritstj. haldi þannig áfram að helga lífstilgang blaðsins og skipa því það rúm, sem það verð- skuldar. •miiiiiiiiiiii iiimiiiiimiiimiiimiiiiiiiii | Skinnjakkar f { Skinnhúfur i karlm. og drcngja | { Skíðahúfur [ | Peysur { karla, kvenna, barna í \ Hettublússur i Útiíöt | [ Ullartreflar. j Brauns verzlun| \ Páll Sigurgeirsson. 1 r.Miiimiimiimiiiiiiiiiiiiiimmmiiimmiimimimmia Herbergi Reglusamur maður eða kona geta fengið leigt her- bergi á góðum stað í mið- bænum. Upplýsingar gefur GUNNAR ÞÓRSSON, Pr£ntv. Odds Björnssonar h.f. Sími 1015. Tapazt hefur lítill, upptrekktur (enskur) krakkabíll, frá húsinu Gránufélagsgata 39. Óskast skilað. — Silkislceða■ fundin sama stað. Gott lierbergi til leigu. Afgr. vísar á. til sölu, 1.8 ton, með nýrri, 9 besta Albinvél. Veiðar- færi fylgja. Sigurður Brynjólfsson, ( Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.