Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. október 1950 D A G U R 5 Fimmtug: Hjónin á Finnasföðum Um aldamótin síðustu fór sterk og heit vakningaralda um þetta land. Hugsjóna menn þjóðarinn- ar létu ljós sitt skína í ræðum og l'iti yfir framtíðardrauma um al- hliða framkvæmdir til batnandi hags og betri lífsafkomu. Skáldin sungu kröftuglega þessar fram- tíðarhugsjónir inn í sál þjóðar- innar, og sáu furðulegar sýnir. Þau eggjuðu til dáða og framtaks. Einar Benediktsson segir: „Það þarf dáðrakka menn ekki blund- andi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný.“ Hannes Hafstein sýndi þjóðinni í hillingum nýtt land, þar sem „brauð veitir sonum móðurmold- ún frjóa, menninngin vex í lund- um nýrra skógá.“ Og þjóðin fyllt- ist fögnuði yfir björtum framtíð- ■ ardraumunum. Undir risi þesasrar hátypptu vakningar og fagnaðaröldu fæð- ast aldamótaárið 1900 Finna- staðahjónin Hólmfríður Pálsdótt- ir og Ketill Guðjónsson, hún 1. október og hann 11. sama mán- aðar. Er líkast því sem hið andlega andrúmsloft, sem lék um sálir þeirra þegar við fæðingu, hafi orkað á þau sem dulinn aflgjafi til framtaks og dáða síðarmeir. Að minnsta kosti er auðsær skyldleikinn milli aldamóta- draumanna og athafna þeirra F innastaðahjóna. Bæði eru þau hjón fædd af fá- tæku foreldri, en þau áttu sterka ættarstofna bak við sig. Þegar á unga aldri hneigðist hugur Ketils til landbúnaðar. Um tvítugt brauzt hann því til búnaðarnáms að Hvanneyri, og brautskrá'ðist þaðan árið 1921, með loflegum vitnisburði. Hólmfríður var að nokkru alin upp hjá þeim Grund- arhjónum, Guðrúnu og Magnúsi kaupmanni, sem var föðurbróðir hennar. Sá hún þar fyrir sér rausn og myndarskap heimilis- ins, sem orðið hefur henni nokk- urt veganesti síðan. Þar að auki viðaði hún að sér öllu því, er hún mátti til huga og handar og hagnýtt gæti reynst góðri hús- móður. Með þetta veganesti eitt stofnuðu þau svo hjúskap sinn vorið 1923, og hófu búskap á Finnastöðum sama vor, með svo að segja tvær hendur tómar, en talsverða skuld fyrir bústofn og hús á jörðinni, sem ekki voru þó til frambúðar. Jörðin var fremur kostai'ýr. Tún ið mest þýft og gaf af sér sem svaraði 5—6 kýrfóðrum. Uthey- skapur var rýr og reytingssamur. Hér var því nóg vei'kefni fyrir höndum. „Reistu í verki viljans merki, vilji er allt sem þarf,“ hafði Einar Benediktsson sungið inn í óvitkar sálir þeirra um aldamótin. Þó fjármagnið skorti til fram- kvæmda, var viljinn sterkur og ákveðinn fyrir hendi, og nú skyldi reisa merki hans í verki. Árið eftir hefur svo Ketill sitt mikla og merkilega ræktunar starf, sem gert hefur hann að for- vígismanni og fyrirmynd í þeim efnum. Næstu árin rekur svo hver stórræktunarframkvæmdin aðra. Túnið stækkaði óðum og búpen- ingur fjölgaði. Skuldabagginn þyngdist vitanlega einnig. En að bogna undir honum kom ekki til mála. Og áfram var ótrautt hald- ið. „Viljinn er allt sem þarf,“ hafði E. Ben. kveðið yfir vöggu þeirra Finnastaðahjónanna. Svo komu byggingarnar. Fyrst fjósið og síðan íbúðarhúsin. Þá heygeymslan, og síðast áhaldahús og vélahús, meðal annars fyrir Diesel-mótor til ljósa, suðu heyþurrkunar o. fl. íbúðarhúsið er allstórt og vandað. Fjósið, með áburðargeymslúm er fyrir 36 nautgripi, og' heyhlaðan fyrk- um 1500 hesta heys. Leigukotið, sem búskapurinn var byrjaður á fyrir rúmum aldarfjórðungi, er nú orðið að höfuðbóli með 1200 hesta túni og reisulegum byggingum en ennþá, því miður, í leiguábúð Við allar þessar miklu fram- kvæmdir hefur húsfreyjan Finnastöðum staðið dyggilega við hlið manns síns með ráðdeild og dugnaði, broshýr og starfsglöð, og ekki latt til stórræðanna. Auk hinna umfangsmiklu starfa heima fyrir, hafa sveitung- ar Ketils falið honum marghátt- uð störf í þágu sveitarinnar. Hef- ur hann um langt skeið verið for- maður búnaðarfélags hreppsins og formaður skólanefndar, auk margra annarra nefndarstarfa. Þá hafa honum og verið falin ýmis störf af öðrum aðilum. Meðal annars fól Búnaðarfél. íslands honum að hafa forgöngu í Eyja- fjarðarsýslu um undirbúning að stofnun Stéttarsambands bænda, og hefur hann verið annar af fulltrúum sýslunnar á aðalfund- um Stéttarsambandsins æ síðan. Þrátt fyrir annir þeirra Finnastaðahjóna, heima og að heiman, hafa þau jafnan gefið sér tíma til að sinna gleðskap og góðvina fagnaði. Hafa þau hlý og óskipt látið þar ljós sitt skína, öðrum til óblandinnar ánægju. Þá eru þau og höfðingjar heim að sækja, og ekki smátæk á veiting- um. Þykir hverjum þau gott að gista. Eru fjölda manns kunnar stórveizlur, er þau hafa haldið við hátíðleg tækifæri, og nú síð- ast á fimmtugsafmæli þeirra þann 11. þ. m., er fram voru reiddar veitingar fyrir nokkuð annað hundrað manns. Finnastaðahjónin hafa eignuast sex börn. Er það fríður og gjörfi- legur hópui'. Hér hefur verið stiklað á stóru um starfsferil þeirra Finnastaða- hjóna. Starfsdagurinn er enn ekki orðinn ýkjalangur, aðeins rösk 25 ár En afköstin eru áreið- anlega með fádæmum, miðað við efni og aðstæður allar. Þau hafa fyrir sitt leyti gert að veruleika aldamótadraumana og hugsjón irnar. Þau hafa hlýtt kallinu um dáðrakka menn til að vekaírúst- ir og byggja á ný. Þau hafa sýnt verki gull viljans, skýrt í ljóma aldamótahugsjónanna og hert eldi athafnanna. Og nú við bálfr ar aldar afmælið, er fáni fram- taks og dáða dreginn að hún, þar sem hann blaktir tígulega tiL fyr- irmyndar þeim, er hafa þor og vilja til að feta í fótspor Finna- staðahjónanna, og yrkja sitt alda- mótaljóð í athöfn eins fagffrlega og þau hafa gert. Hólmgeir Þorsteinsson. 5 hestafla Sólóvél til sölu. verkst. sonar, Akureyri. Upplýsingar í Árna- 59, Magnúsar — Strandgötu Danskennsla Mánaðarnámskeið í dansi fyrir bijrh. Hel'st 1. nóv- ember. — Upplýsingar í síma 1344. Brynhildur og Ragnhildur Steingrímsdætur, Hrafnagilsstræti 6. Móðir mín, MAGNEA GUÐBJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR, sem lézt 19. b. m., verður jarðsungin föstudagin 27. þ. m. og hefst athöfnin í Akureyrarkirkju kl. 1 síðdegis. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jónina Jónsdóttir. BÆNDIIR! Vér erum reiðubúnir að annast allar aðgerðir á landbúnaðar- vélum yðar. Vinsamlega hringið í síma 1353 og talið við verkstjóra vom, Þor- stein Jónsson, sem gefur allar nánari upplýsingar. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar :: Hrossasmölun í Öngulsstaðahreppi fer fram n. k. mánudag 30. þ. m. ? Ber öllum bændum skylda til að hafa smalað heima- ? lönd sín og komið ókunnugum hrossum. í Þverárrétt Z á hádegi. Hrossaeigendur áminnast um að sækja hross- | in á 'réttina samdægurs. Þau Inoss, sem eftir verða að i kvöldi, verður farið með sem annað óskilafé. ? 23. október 1950. Oddviti Öngulsstaðahrepps. * Útgerðarmenn! - Skipstjórar! Getum útvegað hina frægu þýzku ELAC Fisksjá til afgreiðslu beint til leyfishafa. Afgreiðslutími á einu og einu tæki aðeins 8 til 10 dagar. Kaupverð fob. Hamborg, ásaint vara- íömpum og tilheyrandi leiðslum, DM 6.672.95. Samskonar tæki hefir þegar verið reynt í M.s. Fannéy og gefið mjög góða raun. Myndalistar fyrirliggjandi. Umboðs- og heildverzlun. Brynjólfur Sveinsson h.f. Pósthólf 125. — Sími 1580. Elliheimilið í Skjaldarvík Næstkomandi sunnudag fer fram guðsþjónusta og | vígsla á viðbótarbyggingu elliheimilisins, og hefst kl. 2. Sætaferðir frá B.S.O. - Allir velkomnir. AUGLÝSIÐ í DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.