Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudagiim 25. október 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Síini 116C Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Togaraverkfallið að springa í höndum spekúlantanna SfÐUSTU FREGNIR úr Reykjavík herma, að togaraverkfallið sé nú loksins að springa í hönd- um spekúlantanna í Alþýðuflokknum, sem ætluðu að sýna það í sumar að þeir gætu gert haldbetri samninga fyrir hönd togarasjómanna en komm- únistar á Akureyri. Sjómenn á Akranesi hafa nú loksins fengið sig fullsadda á viðskiptunum við Alþýðuflokksbroddana í Reykjavík, og hafa sam- þykkt að hefja karfaveiðar á svipuðum grundvelli og gilt hefur hér í sumar, og líklegt er talið að Keflvíkingar feti sömu slóðina. Er þá svo komið, að togaraútgerð er frá Akureyri, Neskaupstað, Seyðisfirði, Akranesi og væntanlega Keflavík, á sama tíma og hún er bannfærð frá Reykjavík og nokkrum öðrum kaupstöðum. Virðist ósennilega að sjómenn uni því ástandi lengi og er líklegast að verkfallið allt springi í höndum upphafsmannanna og er það raunar ekki vonum fyrr. En eftir stend- ur reynsla sú, sem þjóðin hefur fengið af kapp- hlaupi kommúnista og kratabrodda um fylgi verklýðsfélaganna, og óhugnanlegasta dæmi þjóð- arsögunnar á síðari árum um heimskuleg vinnu- brögð og fullkomið ábyrgðarleysi pólitískra spekúlanta, sem náð hafa undir sig mannaforráð- um í verklýðshreyfingunni. Er þegar ljóst, að þjóðfélagið verður að byggja sér varnarmúr gegn slíku athæfi í framtíðinni og forða því, að ábyrgð- arlausir atkvæðaveiðimenn valdi þannig stöðvun heilla atvinnugreina og baki þjóðinni milljónatuga tjón. NOKKUÐ HEFUR borið á því í ræðu og riti að ríkisstjórninni væri legið á hálsi fyrir togaraverk- fallið. Það er að vísu rétt, að stjórnin hefur litla röggsemi sýnt af sér í málinu og enn minni rögg- semi hefur Alþingi sýnt, síðan það kom saman. En þótt stjórnarvöldin verðskuldi gagnrýni fyrir afskiptaleysi af þessu stórmáli, er hitt þó augljóst, að höfuðábyrgðina bera forustumenn Alþýðu- flokksins í Reykjavík, sem með þessu tiltæki ætl- uðu að kaupa fylgi sjómanna og hirtu þá ekki um það, þótt sú verzlun kostaði þjóðfélagið í heild milljónatugi. Fram hjá þeirri staðreynd verður ejfki gengið, og hún má ekki gleymast þjóðinni, að þessir forustumenn beittu áhrifum sínum til þess að sunnlenzku togurunum væri bannað að fara á karfaveiðar í sumar. Reynslan hér á Akur- eyri hefur sannað, að karfaveiðarnar voru hið mesta happ fyrir sjómenn, útgerðina og síldar- verksmiðjurnar. Þær sköpuðu milljónaverðmæti í erlendum gjaldeyri. Það liggur fyrir, að ef togara- flotinn hefði allur stundað karfaveiðar á síldar- vertíðinni hefði síldarverksmiðjunum verið forðað frá milljónatjóni, togaraútgerðin hefði verið arð- vænleg, sjómenn haft ágætar og öruggar tekjur og atvinna í landi hefði verið svo mikil, allt fram á þessa haustdaga, að óþarfi hefði verið fyrir Al- þýðuflokkinn að flytja fjálglega tillögu nú í þing- byrjun um nefndarskipun til þess að athuga hið uggvænlega ástand í atvinnumálum kaupstaðanna. Þar ofan á bætist svo það, að ef allur flotinn hefði sinnt uppgripunum á karfamiðunum í sumar, hefðu 70—80 milljónir bætzt í gjaldeyrissjóð þjóð- arinnar og útlitið í efnahags- og atvinnumálum landsmanna hefði á allan hátt verið betra en nú er raunin á. Ollu þessu hefur nú verið spillt í innbyrðis valdastreitu kommún- ista og kratabrodda um fylgi verkalýðshreyfingarinnar. Karfa- samningurinn var bannfærður í Reykjavík af því að kommúnistar stóðu að samningsgerðinni hér. Og í allt sumar hefur aðalmál- gagn Alþýðuflokksins skrifað um þennan samning eins og hann væri stórkostleg árás á kjör sjó- manna enda þótt á almanna vit- orði sé að kjör togarasjómanna hér á Akureyri hafa í sumar verið sérlega hagstæð. Það er og ábend- ing um vinnubrögð og hugará- stand Alþýðuflokksburgeisanna, að þeir höfðu ekkert við það að athuga þótt togarar færu á síld- veiðar í sumar á sama tíma og verkfall var háð á ísfiskveiðum. Þann samning gerðu þeir nefni- lega sjálfir og því var hann ágæt- ur. En karfaveiðar máttu þeir ekki heyra nefndar nema Akur- eyrarsamningnum væri breytt að vild þeirra svo að þeir gætu hampað þeim breytingum fram- an í sjómenn til sannindamerkis um dugnað sinn og ágæta forustu. Þá hafa þeir til þessa dags ekk- ert haft við það að athuga að Seyðisfjarðartogarinn væri á karfaveiðum og aldrei hafa þeir nefnt sjómenn á Seyðisfirði verk- fallsbrjóta, þótt sú nafngift sé jafnan til reiðu handa sjómönnum hér. Og ástæðan er gott sýnishorn af heimildunum: Alþýðuflokks- menn ráða sjómannafélaginu í Seyðisfirði. Það er því pólitísk áhætta að senda þeim tóninn. I ÞJÓÐIN VÆNTIR ÞESS NÚ, að verkfall þetta springi í höndum spekúlantanna og togaraflotinn komist sem fyrst úr höfn. En þessir sumarmánuðir hafa verið þjóðinni nokkur lærdómur um ábyrgðartilfinningu og þegnholl- ustu þess flokks, sem þykist vera ábyrgur lýðræðisflokkur og bera hag alþýðumanna meira fyrir brjósti en aðrir flokkar. Á sama tíma og verkfallsbrölt hans hefur svipt þjóðina fjölmörgum nauð- synjum, vegna gjaldeyrisskorts, og stöðvar atvinnu í flestum kaupstöðum, flytja þessir menn tillögu á Alþingi um að nefnd sé skipuð til að rannsaka hið ugg- .vænlega atvinnuástand. Sjaldan mun auðvirðilegra hræsnisplagg hafa verið birt á Alþingi. Fólkið í landinu, sem nú finnur sárt til vöruskortsins, mun ekki telja sér mikið hald í eilífðaratkvæðaveiðum Alþýðu- f lokksburgeisanna. F ramkvæmd togaraverkfallsins í höndum þess- ara manna er sorglegt og áþreif- anlegt dæmi um niðurlægingu flokks, sem eitt sinn var í tengsl- um við fólkið í landinu, en hefur nú dagað uppi innan urn bitlinga og fín embætti. FOKDREIFAR Kunnuin við ekki að meta góðar myndir? Bíógestur skrifar blaðinu: „ÞAÐ ER ALGENGT, að fólk kvartar undan því, að kvik- myndir þær, sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum hér, séu lé- legar, og sumir taka dýpra í ár- inni en þetta. Stundum er þetta yitaskuld rétt, en oft sjást hér góðar kvikmyndir, sem bæði gaman og gagn er að sjá. En stundum fer líka svo, að afbragðs kvikmyndir fara fram hjá fólki, annað tveggja af því að fólk kann ekki að meta þær, eða bíóin gera ekkert til þess að kynna þær og auglýsa rækilega. Þannig hefur nú farið fyrir okkur hér. Hér var sýnd á dögunum afbragðs kvik- mynd, frönsk, Börnin í Paradís. Hún var sýnd einu sinni aðeins, að því mér er sagt, ekki auglýst í blöðunum, örfáir sáu hana, og nú mun orðið of seint að vekja sérstaka athygli á mynd þessari og vinna að því að hún hljóti verðskuldaða aðsókn. Á árinu 1948 vöktu tvær kvikmyndir, sem gerðar voru utan hins enskumæl- andi heims, mesta athygli. Það var ítalska kvikmyndin Ovarin borg, sem sýnd hefur verið í Reykjavík að undanförnu, og þessi franska kvikmynd, Börnin í Paradís. Eg hef hvoruga séð, en minnist að hafa lesið mjög lof- samlegar greinar um báðar myndirnar í erlendum blöðum. Voru báðar talar hin mestu lista- verk. Eg hafði hugsað mér að kappkosta að sjá þessar myndir báðar, ef þær bæri að garði hér, og nú hefur farið svo, að önnur þeirra er komin og farin, án þess að eg — og sjálfsagt margir fleiri — fengjum að njóta hennar. — Ástæðan er sú, að bíóið auglýsti myndina mjög slælega í þetta sinn. Aðeins á götunum, og sýndi hana einu sinni. Hér hefur vissu- lega verið farið öfugt að. Þessa mynd hefði átt að auglýsa ræki- lega og gjarnan fá blöðin til að vekja athygli á henni. Það er gremjulegt að vita slíku lista- verki húrrað af á einu kvöldi, en lélega reifara leggja undir sig kvikmyndahúsin dögum saman. Eg vil leyfa mér að vænta þess að ítalska myndin „Óvarin borg“ hljóti ekki þessa meðferð, ef hún á eftir að koma hingað — og það vona eg að verði. Þá vil eg skora á bíóin að sjá til þess að hin fræga kvikmynd „Þriðji maður- inn“, sem nú er sýnd í Reykjavík, komi hingað norður.“ Svíarnir ánægðir. ÞAÐ ER gaman að frétta það frá Svíþjóð, að sænski ferða- mannahópurinn, sem hingað kom í sumar, og ferðaðist m. a. hér um Norðurland, lætur mjög vel af förinni þar heima í Svíþjóð og Svíarnir láta íslendinga, sem á vegi þeirra verða, gjarnan njóta þess, að vel var til þeirra gert hér og peir eignuðust dýrmætar end- urminningar á ferðalagi sínu um landið í sumar. í bréfi, sem Jón Karlsson frá Veizu, Arngríms- sonar skrifar heim nú nýlega — en hann dvelur í Svíþjóð við nám — segir hann m. a. frá samsæti, sem ferðafólkið hélt í Stokkhólmi og bauð nokkrum íslendingum til. Þar var á borðum síld, skyr og rjómi. Skyrgerpina lærðu Sví- arnir hér heima í sumar og segja þeir að skyrgerð þeirra í þetta sinn sé hin fyrsta í Svíþjóð. í samsæti þessu voru rifjaðar upp endurminningar frá íslandsferð- inni, og voru allir mjög ánægðir með ferðina og þreyttust ekki á að tala um hana. Þarna voru sýndar kvikmyndir frá ferðinni, og voru þær skýrar og skemmti- legar. — Þessir íslandsvinir bjóða íslenzkum námsmönnum gjarnan heím til sín og gera þeim (Framhald á 7. síðu). Orðsending til 12 ára stúlkna Það kann að vera, að 12 ára gamlar stúlkur taki sér aldrei blað í hönd og sjái því ekki þessa orð- sendingu, en þá verð eg að biðja mæður þeirra að koma henni á framfæri við þær. ★ ★ • Flestar stúlkur og flest börn á íslandi kannast við nafnið „Gullfaxi11. Það er stór, fjögurra hreyfla flug- vél, sem hefur það starf að fljúga á milli landa og flytja menn og varning heimsálfanna á milli. „Gull- faxi“ hefur víða farið og margar þjóðir séð. Ef hann kynni sjálfur að tala, myndi hann geta sagt ykkur margar sögur ævintýralegar og skemmtilegar. Nú hefur „Gullfaxi" beðið mig fyrir eina sögu og ein skilaboð til ykkar, sem eg bið kvenandálkinn fyrir, í þeirri von, að margar stúlkur á fermingaraldri muni lesa'þau. ★ ★ Það var einuu sinni í haust, að „Gullfaxi" var á hinum föstu ferðum sínum á milli fslands og Dan- merkur og Noregs. í Noregi lenti hann á Garde- moen-flugvellinum, 54 km. frá Oslo, sem er höfuð- borg landsins, eins og öll börn vita .í Gardemoen kom norskur maður til flugstj. með 12 ára gamla dóttur sína, sem hann kynnti fyrir flugstjóranum og sagði, að hana langaði til að fá að skoða „Gull- faxa“. Karin, en svo heitir stúlkan, fékk nú að fara um borð í hið stóra flugskip og skoða það í krók og kring. Faðir hennar,' sem er afgreiðslumaðui' á Gardemoen-flugvellinum, hafði oftsinnis tekið á móti „Gullfaxa" áður. Þegar Karin hafði skoðað flugvélina, gaf hún sig á tal við flugstjórann og lét í ljós mikla ánægju yfir þessari heimsókn. Tjáði hún flugstjóranum, að hún hefði aðra ósk fram að færa, en hún væri sú, að sig langaði ósköp mikið til að skrifast á við jafnöldru á íslandi og skiptast á myndum og frímerkjum. Bað hún hann að koma þessari ósk sinni áleiðis til íslands. Um leið og Kar- in kvaddi, stakk hún seðli í hönd flugstjórans, en á honum stóð: Frk. Karin Hoel, „Kvernhuset", Jessheim St., Norge. Vilja nú ekki einhverjar stúlkur skrifa Karin? Það er hægt að reyna að skrifa á íslenzku, en þá verður að skrifa skýrt og greinilega, ekkil angt mál og létt eftir því sem við verður komið. Þær, sem lært hafa eitthvað í dönsku, geta reynt að spreyta sig á henni. Bréfaskriftir á öðru máli, geta orðið ágæt æfing í málinu, og það getur vei'ið lærdóms- í’íkt fyrir íslenzkar stúlkur að fylgjast með lífi og starfi jafnaldranna í nágrannalöndunum. P. ULL IIEFUR HÆKKAÐ MJÖG í VERÐI. Ull og ullarefni hefui' aldrei verið dýraa á heims- markaðinum en einmitt nú. Ein af ástæðunum fyrir því er sögð vera sú, að miklir þurrkar og óhagstæð veuui' í Ástralíu og Suðui'-Afríku hafi orðið þess valdandi, að ullarframleiðslan varð miklu minni sl. ár, en venja er. í fyrra var ull þegar farin að stíga í verði. Á hálfu ári hækkaði verðið um 50%, og eftir að styrjöldin í Kóreu brauzt út, steig það enn meir. í ágúst—september þ. á. var ullarverðið í Sidney í Ástralíu um 50% hærra, heldur en í júní þ. á. — Nokkrar kambgarnstegundir kosta nú 600% meira en þær kostuðu fyrir heimsstyrjöldina síðari. NYLON TIL FERÐALAGA. Nylon verður vinsælla með hverju ári sem líður, og fjölbreytni í framleiðslu á nylonefnum verður æ meiri. Sérstaklega þykir hentugt að nota fatnað úr nylonefnum á ferðalögum, og eru tvær megin- ástæðui' fyrir því. Önnur er sú, að nylonið er létt og fyrirferðarlítið, og hin sú, að mjög er auðvelt að þ$o það og þurrka, svo að óþarft er áð hafa nema lítið meðferðis af fötmn, jafnvel þótt um langt ferðalag sé að ræða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.