Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 25.10.1950, Blaðsíða 8
8 Bagijk Miðvikudaginn 25. október 1950 Franskir gestir telja gufu- og leir- böð mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn Franskt forlag vinmir að útgáfu skandinav- ískrar ferðaleiðsögubókar Heyþurrkunartæki, sem er einfalt iirreyri ; _ Smíðað samkvæmt fyrirsögn Olafs ]. Hvanndal prentmyndagerðarmeistara Tveir franskir gestir gistu Ak- ureyri um sl. helgi og lituðust um í bæ og nágrenni. Voru það M. Louis Nagel og M. G. R. Mar- tineau frá útgáfufyrirtækinu Les Editons Nagel í París, en þetta fyrirtæki hefur nú í smíðum leiðsögubók um Norðurlöndin fimm, og mun Island þar liljóta 125 bls. af 600 bls. bók. Verða í kaflanum um ísland lýsingar á landi og þjóð, sögu og menningu og aðstöðu erlcndra ferðamanna, sem hafa í hyggju að koma til íslands. Þetta og sitthvað fleira sögðu hinir frönsku géstir, er Dagur átti tal við þá að Hótel KEA á laugardagskvöldið. Þeir höfðu komið með flugvél á laugai'dags- morguninn og notað laugai'dag- inn til þess að sjá umhverfið hér, höfðu m. a. ekið austur á Vaðla- heiði, skoðað Krossanessverk- smiðjuna, bæinn sjálfan og heim- sótt Þórarinn Björnsson skóla- meistara í Menntaskólanum. -— Ferðaskrifstofan hér leiðbeindi þeim og aðstoðaði. Frakkarnir gerðu sér grein fyr- ir því, að þeir hefðu ekki valið heppilegasta tímann til þess að heimsækja þennan hluta lands- ins, en allt um það voru þeir ánægðir með komuna hingað. Úrkomur hö.fðu verið miklar, það sáu þeir hvarvetna, og raun- ar rigndi eitthvað á þá á laugar- daginn, en úrkomur eru ekkert sérfyrirbi’igði á íslandi á þessu sumri. Tíðin í Frakklandi hafði hreint ekki verið skemmtilegri, sögðu þeir, sífelldar rigningar og rysjutíð. Þannig hefði tíðin víst verið um norðanverða Evrópu í allt sumar og væri enn. Gerðu þeir ráð fyrir, að útkoina leiðsögubókar þeirra mundi örva ferðamannastraum til íslands? Því ekki það? Frakkar vita lítið um ísland. Frá París til Vichy eru 6—7 stunda ferð með járnbraut og þangað sækir fjöldi fólks á degi hverjum til þess að njóta heilsulindanna þar. Þær eiga að vera sérlega góðar við gigtveiki. En leiðin frá París til íslands er ekki nema 7 klst. ferð í lofti. Og hér eru dásamlegar heilsulindir, gufu- og leirböð, sem margan gigtveikan manninn hafa læknað, að því er þeim hafði verið sagt. Og þeir ætluðu að líta nánar á þessar heilsulindir í suð- ui'leiðinni. Forseti íslands hafði bent þeim á staði á Reykjanesi, er þeir ræddu við hann að Bessa- stöðum, og margir fleiri staðir væru til. Líklega áttuðu íslend- ingar sig ekki á því, hverjir möguleikar væru fólgnir í þessu. Til væri margt fólk í Frakklandi, sem hefði áhuga fyrir þessu. En vitaskuld þui'fti þá að koma upp aðstöðu fyrir þetta fólk á bað- stöðunum. Það skorti hér alveg. Frakkamir undruðust mjög að á heimsfrægum stöðum eins og Geysi í Haukadal, skyldi tæpast vera hægt að tala um nokkra að- stöðu fyrir ferðafólk. — í sam- bandi við ferðabókina taka þeir fram, að hún nái ekki aðeins til Frakka, því að hún verður gefin út jafnframt á þýzku og ensku. Les Editions Nagel er þekktasta leiðsögubókaútgáfa í Evrópu, segja þeir, og bækur forlagsins fjalla um ferðalög til flestra eða allra Evrópulanda, og að auki um ferðir til margra landa í öðr- um heimsálfum. Þeir efast ekki um, að þáttur íslands í skandi- navisku bókinni, muni vekja at- hygli feiðamanna á þessu lítt kunna en „interassant" landi og það muni bera ávöxt í framtíð- inni. Hvað höfðu gestirnir að segja um ferðina til Norðurlandsins? Þeir vóru ánægðir. Þetta var það lengsta norður á bóginn, sem þeir höfðu komið um dagana og bjuggust ekki við að bæta það met á næstunni. Þeim fannst vin- gjarnlegt umhverfi hér og fólkið aðlaðandi — annars alveg undarlegt, hvað mikið er af dökkhærðu og dökkeygu fólki hér um slóðir — hér voru meira að segja margar franskar typur. Bókabúðir bæjarins höfðu vakið sérstaka athygli þeirra, þær voru í senn ótrúlega margar og ótrú- lega vel búnar. Það mundi ekki ofsögum sagt af því, að íslending- ar væru bókamenn miklir. Jafn furðulegt þótti þeim, að í svo litlum bæ skyldu vera gefin út fjögur vikublöð, og ekki minnk- aði undrun þeirra, er þeir heyrðu að auk þeirra væru þó nokkui' tímarit og mikil bókaútgáfa. Eins og eðlilegt er urn Parísarbúa höfðu þeir veitt klæðaburði fólks sérstaka athygli. Þeim fannst fólkið vel klætt. Hvar fáið þið efnin? Og hvað kosta fötin? Eftir dálitla útreikninga, þar sem krónum er breytt í franka í skyndingu, sjá þeir, að föt úr Gefjunar-gabardine eru alls ekki dýr á þeirra mælikvarða, en ann- ars finnst þeim yfirleitt dýrt hér á íslandi og telja að það kunni að hindra aðsókn ferðamanna. Og að síðustu nefna þeir heim- sókn í Menntaskólann og viðrseð- urnar við Þórarin Björnsson, sem einn skemmtilegasta þátt dvalarinnar hér. Framsóknarvist á laugardagskvöldið Félag ungra Farmsóknarmanna hefur Framsóknarvist og dans að Hótel KEA næstk. laugai'dags- kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu flokksins, sími 1443, á laugardaginn kl. 5—-7. -— Húsfyllir hefur verið á þeim tveimur skemmtikvöldum, sem. Framsóknarfélögin hafa haldið á þessum vetri. Heyverkun í skurðgryf ju Einar Petersen bóndi á Kleif á Árskógsströnd hefur í sumar verkað nokkuð af heyi í skurð- gryfju. Skurðurinn var gerður með jarðýtu og er 3 m. breiður til jafnaðar, með fláandi hliðum. Dýpt 2,5 m. Heyið var látið blautt í skurðinn og fergt með þungu dráttartæki. Að síðustu var látinn þakpappi á heyið og moldarlag þar ofan á. Hey þetta er að sjálfsögðu verkað sem sæthey. Er útlit fyr- ir að það’ hafi verkast vel. Skurðgryfjurnar hafa marga augljósa galla, en stofnkostnaður er hverfandi. Sú spurning hlýtur að vakna, hvórt þessi heyverkun- araðferð eigi ekki rétt á sér a. m. k. sem bráðabirgðaúrlausn. Ljúka verkfræðiprófi í Svíþjóð í þessum mánuði luku tveir Akureyringar háskólaprófi í verkfræði við verkfræðiháskól- ann í Gautaborg. Ásgeir Valdi- marsson hreppstjóra Pálssonar frá Möðruvöllum lauk prófi í byggingaverkfr., en Knútur Ott- erstedt, Otterstedt rafveitu- stjóra, lauk prófi í rafmagns- verkfræði. Báðir hafa þessir ungu menn stundað nám í fjögur ár. Ekið á liest? Á mánudaginn fannst illa meiddur hestur skammt frá þjóðveginum við þinghús Glæsi- bæjarhrepps. Er líklegt talið að bíll hafi ekið á hestinn, en bíl- stjórinn ekki hirt urn að segja frá því pg láta lóga hestinum. Ferðabókin kemur út í vor, segja þeir. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi og Þorleifur Þórð- arson forstjóri skrifa meginmúlið um fslands, en auk þess munum við leggja til nokkuð, og þar styðjast við þá reynslu, sem við höfum fengið með komu okkar hingað. Og í þeirri umgetningu, verður Norðurlandi alls ekki gleymt. Þeir vita þegar, að Norð- urlandsferð tilheyrir í áætlun ferðamannsins. Sem sagt: Norð- urlandsferðin var stutt, eins og raunar íslandsferðin öll, en skemmtileg endurminning samt. Væntanlega stuðlar ferðabókin að því, að fleiri suðrænir gestir eignist þá endurminningu. Ólafur J. Hvanndal, prent- myndasmíðameistari, boðaði blaðamenn og útvarpsfréttaritara á Akureyri á fund sinn síðast- liðinn miðvikudag og sýndi þeim heyþurrkunarhjall, sem hann hefur útbúið með það fyrir augum, að þurrka í hey á ó- þurrkasumrum. Einnig má þurrka mó og skán, að vorinu og jarðávexti, þegar þess þarf með. Hvanndal skýrði ítarlega, hvern- ig þurrkhjallurirjn skyldi notað- ur. Bygging hjallsins er mjög einföld, og öll gerð hans þannig, að auðvelt er að setja hann upp og taka hann niður á skammri stundu. Grind hjallsins eru tvær hliðar tengdar saman með 4 langböndum, sem falla í gróp. Önnur hlið hjallsins er nokkru hærri, og er þar komið fyrir ! renniskýlu, sem draga má upp og niðui', og myndar hallandi þak, er skýlir því, sem þurrka skal, fyrir regni. Þegar þurrviðri er, er skýlan dregin upp. Grindur eru í hjallinum, sem auðvelt er að taka út og renna inn á þver- listum, og á þær er heyið látið. Ein aukagrind fylgir, og þegar snúa þarf heyinu, er einhver grindin dregin út, og aukagrind- FORELDRAR! Barnaverndamefnd Akureyrar leyfir sér að vekja alvarlega at- hygli yðar og annarra forráða- manna barna og unglinga, hér í bænum, á eftirfarandi: 1. gr. — í umdæmi Barna- verndarnefndar Akureyrar er bannað að selja börnum og ungl- ingum innan 16 ára aldurs tóbak, hverju nefni sem nefnist, gefa þeim það, eða stuðla að því, að þau neyti þess, eða hafi það um hönd. 2. gr. — Bönnuð er sala á spýtubrjóstsykri (sleikjum) og brjóstsykursstöngum, svo og öðr- um þeim sælgætisvörum, sem að áliti héraðslæknis og barna- verndarnefndar geta talizt hættu legar börnum og unglingum. 3. gr. — Engar leiksýningar eða opinberar skemmtanir, sem börnum óg unglingum innan 16 ára aldurs er ætlaður aðgangur að, má halda, nema barnavend- arnefnd hafi verið gefinn kostur á að kynnast efni þeirra, og ákveður hún þá, að því athuguðu, hvort börnum og unglingum skuli leyfður aðgangur að þeim. 4. gr. — Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er bannaður aðgangur að almennum knatt- borðsstofum, dansstöðum og öl- drykkjustofum. Þeim er og bann- inni hvolft yfir heyið, en síðan er grindunum snúið við, og verður þá sú hliðin, er niður vissi, ofan á, og er. henni síðan rennt inn ttur, og verður þannig fyrri grindin laus til að snúa heyinu á hinum grindunum líka. Nóg er að hafa eina aukagrind til snún- ings heyi, þó að um marga hjalla væri að ræða á einum stað. — Hvanndal gerir ráð fyrir að hjall- arnir verði af mismunandi stærð- um. Hjallur sá, sem smíðaður hefur verið, er þriggja m. lang- ur og einn og hálfur m. á breidd, en þessum hlutföllum má breyta eftir vild. Eins og óður er sagt, er auðvelt að taka hjallana sundur, og raða efninu svo, að lítið fari fyrir því. Hægt er að koma 10— 12 hjöllum á einn flutningabíl, ef þyríti að flytja þá á milli staða. Tengja mætti saman þrjá hjalla, og spara með því tvær hliðar. — Þessi þurrhjallagerð, sem Hvanndal hefur fundið upp, virð- ist hafa margt til síns ágætis, eins og allt sem er einfalt og vanda- laust að fara með. Ef að farið er vel með hjallana, þeim geymdir í húsi yfir þann tíma, sem þeir eru ekki notaðir, geta þeir enzt í tugi ára. aður aðgangur að almennum kaffistofum eftir kl. 6 s.d. nema með aðstandendum. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að börn og unglingar fái þar ekki að- gang og hafizt þar ekki við. Börnum, yngri en 12 ára, er bannað að vera á almannaíæri eftir kl. 8 að kvöldi á tímabilinu frá 15. september til 1. apríl og eftir kl. 10 s.d. frá 1. apríl til 15. september nema , fylgd með að- standendum. Börn, 12—14 ára, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 10 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl, og ekki eftir kl. 11 s.d. á tímabilinu frá 1. apríl til 15. september nema í fylgd með að- standendum sínum. Foreldrum eða húsbændum barnanna ber, að viðlögðum sektum, að sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. 5. gr. — Börn og unglingar inn- an 14 ára aldurs mega ekki selja blöð eða bækur, nema að fengnu leyfi barnaveindarnefndar. 6. gr. — Brot gegn reglugerð þessari varða sektum sem brot gegn barnaverndarlögunum. Skal farið með mál, þeirra vegna, eins og fyrir segir um slík mál í barnavemdarlögunum. Reglogerð um baroavernd á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.