Dagur - 29.11.1950, Side 10

Dagur - 29.11.1950, Side 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 29. nóv. 1950 Viðburðarríkur dagur Saga eftir Helen Howe. 17. DAGUR. (Framhald). Hún reyndi ekki að mæia augnaráði hans, né heldur að svara honum í þetta sinn. Hvern- ig gat hún látið hann skilja þunga tilfinninganna, sem brutust um í hrjósti hennar þessa stundina? Beiskja lífsins var of rík til þess að jafnvel Freddy gæti skilið það. Hún sniðgekk því sjálft mál- efnið og sagði aðeins: „En hvað um áframhald ævisögunnar? Eg heyrði eitt sinn að þú værir í Indó-Kína.“ sendur var til landssvæðis í Indó-Kína áður en það land var frelsað undan yfirráðum Japana Eg var þar í sex mánuði áður en Japanir gáfust upp. Það var raunar dásamlegur tími, ævin- týraríkt líf í frumskógunum. Eg komst alla leið til Angkor.“ Hún fann nú, hvert tangarhaldi Freddy hafði á henni eftir öll þessi ár. Þarna sat hún, eins og svo oft fyrrum, og horfði aðdá- unaraugum á hann og drakk hvert orð af vörum hans. Henni hafði alltaf virzt hann eiga ótæmandi sjóð af gamansögum og hnittnum tilsvörum, en nú varð hann allt í einu þögull. Hann setti glasið á borðið, hallaði sér áfram, horfði á hana og sagði: „Þú manst að það var svo um talað að þetta yrði sameiginlegt hátíðahald. Nú er mín ævisaga á enda, hvað þá um þína?“ „Mína? Hún er svo ákaflega fátækleg í samanburði við allt það, sem þú hefur að segja. Eg á eiginmann og barn. Eg sé um þrjár máltíðir á dag, geri inn- kaupin til heimilisins, held íbúð- inni í horfinu og sé um sumar- húsið okkar á Kiscofjalli.11 „Eigið þið hús á Kiscofjalli?“ Hann talaði ákveðið og skýrt, rétt eins og hann væri að lesa henni algild sannindi. „Að hugsa sér annað eins, að mín elskulega Faith skuli vera orðin ein af þeim, sem eiga hús á Kisco-fjalli. Drottinn minn dýri! Það er þar sem allir karlmennirnir fara til i borgarinnar með lestinni kl. 8.02 á morgnana og koma heim klukkan 5.04 á kvöldin og enginn lætur sig vanta í þá lest vegna þess að allir óttast breytingar á daglegum venjum og háttum. Og kvenfólkið! Flestar taugabilaðar, 'lifa í klúbbum, eins og eldspýtur í laginu og hafa aðeins eitt óhugamál: að börn þeirra verði lifandi eftirmynd þeirra að öllu leyti.“ Faith bældi niður augnabliks tilhneigingu að fara að stæla við hann. Hún var ekki komin hér til þess að ræða eiginleika fólksins á Kiscofjalli eða daglegar venjur þess. „Það er undarlegt að heyra þig tala á þessa leið, Freddy," sagði hún, „sérstakíega þar sem eg hef í dag verið að gera upp eigin reikniriga og méta, hvað eg hef haft gott upp úr lífinu. Eg hef ákveðið að hverfa að heiman, a. m. k. í sumar.“ „Hvert ætlarðu? Hefurðu at- hugað Parísarferð?“ „Þú gætir eins spurt, hvort eg hefði í hyggju að fara tiþtungls- ins. Hvers vegna skyldi eg íhuga Parísarferð?" „Eg sé eina gilda ástæðu," svar- aði hann og horfði beint í augu hennar. „Og hún er sú, að eg verð þar í sumar.“ „Og hvað ætlar þú að gera í París í sumar?“ Það var nýr blær á málhreim hennar og augnaráði. „Eg verð þar í a m. k. 6 vikur, áður en eg fer til Afríku.“ „Nei, Freddy, við skulum ekki tala meira um þetta.“ Hún sagði þessi orð lágt, í uppgjafartón. En Freddy horfði enn fast á hana, það var ákefð í augnatillit- inu og í orðum hans. „Hvers vegna ekki? Faith, þú verður að segja mér, að þú sért mér ekki eilíflega glötuð.“ „Það fer allt eftir því, við hvað þú átt, er þú segir „glötuð“?“ „Eg á aðeins við eitt: Að ást þín sé mér ekki eilíflega glötuð.“ „Við vorum ekki að tala um ást.“ Hún hafði ekki algert vald á röddinni lengur. Léttleikinn, sem háfði búið í augnaráði hennar og tilsvörum, var allt í einu horfinn. „Þegar eg er með þér, er það hið eina, sem eg get liugsað um og talað um.“ Hann hallaði sér frarn yfir borðið og greip hönd hennar. „Við eyðum tímanum til einskis hér, París bíður eftir okk- ur. Gleymdu virkinu þínu á Kiscofjalli, hugsaðu heldur um hvernig lífið mundi verða með mér fyrir austan haf. Eg segi þér satt, það er einmanalegt að vera þar án þín og Afríkudvölin verð- ur löng, ef eg hef ekkert að hlakka til við heimkomuna. Failh, þú getur veitt mér þetta allt og miklu meira.“ (Framhald). Kaffibætisverksmiðjan F R E Y J A Akuréyri Eiríkur Sigurðsson bóndi á Sandhaugum. — MINNING. — Heljar lúður í hlustum gellur. Hraðað er för til dáinsranna. Hver af öðrum fer og fellur, fyrri aldar búand manna. Einum er von þegar svellur. Allt er í flaumi byltinganna. Enginn veit nær yfir skellur aftaksbylur skilnaðanna. Einn varst þú af öfundarverðum, afreksmönnum fremri sveita. Reyndur að þoli, fleygur í ferðum. Framdalamaður og öræfaleita. Lá þér ætíð létt á herðum, löngunin til að flytja og breyta. Fremstur að ytri og innri gerðum. Á þig var jafnan gott að heita. Konu og bömum unnir, og unnu. Ohvikult á vegi löngmn. Mannkostina sem meta kunnu. Meginsókn frá högunum þröngu. Bújörð móti morgunsunnu. Mikla víðáttu’ spillta að öngu. Bjarkir, sem upp í brekku runnu. Bættum kjörum frá höggum ströngu. Ilvar væri annars láns að leita, liggi það ekki í þínum störfum? Mega huga og handa neyta. Horfa á efnin svipi djörfum. Viðurkenning sólskinssveita. Sinna og annarra bæta úr þörfum. Saman fortíð — framtíð skeyta. Ferðalok hjá vöskum örfum. Hér kom engum óvænt kallið. Allir falla nú vegir greiðir. Sá, sem áður fór yfir fjallið, farinn er nú á hærri leiðir. Yfir dinnna dauða hallið dagsbrún sér, og bráðum heiðir. Létt varð honum því lúðurgjallið. Lcikvangur nýr, þar sem úr sér breiðir. KETILL INDRIÐASON, Fjalli. .......................... n Munið BS A Sími 1909 ......................................nmi,; Yörubílar Simar 1218 og 1547. Bifreiðast. Stefnir s.f. heldur k\enfélagið Hjálp- in að Saurbæ. 1. des. og hefst kl. 10. Bögglauppboð — Veiting- ar á staðnum. Nýjar bækur - Gjaíabækur MINNINGAR BJÖRGVINS. ÍÞRÓTTIR FORNMANNA (Dr. Björn frá Viðfirði), FORMANNSÆVI í EYJUM, Þorsteinn í Laufási. MERKIR ÍSLÉNDINGAR, IV. FAÐIR MINN. ÚR FYLGSNUM FYRRI ALDA, Friðrik Eggerz. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON. ÆVI lians og störf. MÁLVERKABÆKUR Kjarvals, jóns og Ásgríms. SKAMMDEGISGESTIR, Magnús H. Jónsson. BÓNDINN Á HEIÐINNI, Guðl. Jónsson. BÚVÉLAR OG RÆKTUN. SÖGUR ÍSAFOLDAR, IV. SÖGUSAFN AUSTRA. SUSANNE LENOX. Ástarsaga. ÞEGAR HAMINGJAN VILL, F. Slaughter. í FAÐMI SVEITANNA, Elinborg Lárusdóttir. (Minn- ingar Sigurjóns Gíslasonar.) DAGUR FAGUR, Jón Björnsson. UNDRA MIÐILLINN. DRAUMSPAKIR ISLENDINGAR, Oscar Clausen. HOUDINI. VEGIR SKILJAST, W. Corsari. MAÐUR OG MOLD, Sólveig í Hlíð. BEVERLY GRAY VINNUR NÝJA SIGRA. ADDA I KAUPAVÍNNU, Jenna og Hreiðar. LITLI DÝRAVINURINN, Þorst. Erlings. Myndaútg. Á REKI MEÐ HAFÍSNUM, Jón Björnsson. VASKIR DRENGIR. EIRÍKUR GERIST ÍÞRÓTTAMAÐUR. HÖGNI VITASVEINN, Óskar Aðalsteinn. BJÖSSI Á TRÉSTÖÐUM, Guðm. L. Friðfinnsson. ÆRSLABELGUR Á VILLIGÖTUM. STÍNA KARLS. (Rauð bók.) Við sendum yður bækur í póstkröfu hvert á land sem er. Ritsöfn og stærri verk látum við með afborgun. Við búum um bækur til útlanda. BÓK Sími 1444. Pósthólf 53. /p Manntal Bændur! - Bú AÐVÖRUN Rafmagnsnotendur d veitusvœði Rafveitu Akureyrar! Gætið þess, þegar spenna er óeðliléga lág, að nota ekki, eða hafa í sambandi, rafmagnstæki, sem geta skemmst við of lága spennu, svo sem ísskápa, þvottavélar o. fl. Rafveita Akureyrar. Vegna manntals þess sem fram á að fara 1. des. n. k., eru það vinsamleg tilmæli þeirra, sem að manntalinu vinna, að allir, og þó sérstak- lega húsráðendur og fjölskyldufeður, verði lieima frá lú. 1—4 þann dag, því að á þeim tíma er ráðgert að manntalið fari fram. BÆJARSTJÓRI SÍLDAR- OG FISKSALAN, Helgamagrastræti 10, býður saltaðar kinnar ög bútung í 50 kg. pökkum. Hentugur matarforði, þar sem ekki næst daglega neyzlufiskur. — Birgðir takmarkaðar. Pöntunum oftast sinnt í síma 1546.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.