Dagur - 07.03.1951, Side 5

Dagur - 07.03.1951, Side 5
Miðvikudaginn 7. marz 1951 D A G U R 5 FRÁ BÚKAMARKAÐINUM Richard Beck: Ættland og erfðir. Urval úr ræðum og ritgerðum. — Bókaútgáfan Norðri. Reykjavík 1950. Um langt árabil hef eg fylgzt með flestu því, ’sem dr. Richard Beck hefur skrifað um bók- menntir í innlend og erlend tíma- rit og lesið ræður hans og rit- gerðir um íslenzkar menningar- erfðir í blöðum vestan hafs, og er þetta orðið geysimikið ritsafn að vöxtum, ef öll kurl kæmu til grafar. Hann gisnar ekki, penninn, í höndum þessa atorkusama fræðimanns og fingurnir kólna ekki, meðan hann fær unnið þjóð sinni gagn með því að kynna bókmenntir hennar út á við og inn á við, efla metnað hennar og skilning á sínum dýrustu ger- semum, þeim auði, sem mölur og ryð ekki grandar, því „metfé, sem engan kann lögtak að svipta“, eins og Stephan G. komst að orði: Eitt hljóðfæri var það. Með hugina fleygu og hljómana alla feðranna eigu, sem grétu þar, léku þar, loguðu og sungu, sem lögðu þar öldunum raddir á ^ar '. tungu. Þetta er arfleifðin, sem dr. Beck hefui- reynt að vernda og halda til haga meðal landa vorra í dreifingunni vestan hafs, þar sem brimöldur annarrlegrar menningaf soga til sín mestan hluta æskunnar, meðan aðrar hærri öldur draga hina eldri kyn slóð niður í djúpið. Þessi barátta verður alltaf erfið,. en samt er hún ekki þýðingarlaus. Meðan nokkur maður af isíenzku bergi brotinn man til upprufta síns, er hann betur á vegi staddur og líf hans auðugra og fyllra, ef hann kann frekar tvær tungur en eina, og ef hann hefm- einhverja fjallasýn af íslandí, þó að sléttan verði byggð hans og gröf. Þetta hefur dr. Beck aldrei þreytzt að brýna fyrir Vestur- íslending- irr: „Vanræksla við ætt og erfðir hefur aldrei til langframa reynzt einstaklingum eða þjóðum ham- ingjuspor. Það hefur alltaf hefnt sín grimmilega að afneita hinu bezta í sjálfum sér, í ætt sinni og arfleifð og gerast hermikráka annarra. Slíkt er einhver greið- asta leiðin niður á jafnsléttu meðalmennskunnar og allar götur niður í djúp gleymskunnar." Hugsun allra hiinna beztu þjóðræknismanna ýestan hafs hefin- verið sú, að sá maður verði einnig betri þegn í annarri álfu, sem fleygir ekki fyrir glingur hnossum þeim, sem hann hlaut í vöggugjöf, heldur eykur með þeim dáð sína og manngildi: Það leiðir af annarra loftunga að vera en lítið og ekkert úr sínum hlut gera. Það lækkar. Menn hefjast við hitt að horfast í augu við hátignir allar og hagræða um sitt. (St. G. St.) Það er sál þjóðarinnar, reynsla hennar og lífsvizka, sem bók- menntir vorar geyma, fornar og nýjar. Þegar þessi heimur lokast og þjóðarbrotið gleymir uppruna sínum, er hætt við að það týni sjálfu sér og hverfi eins og dropi sjóinn. í þessari bók: Ættland og erfðir, er fyrri hlutinn úrval úr erindum um þjóðræknismál Vest- ur-íslendinga og menningar- tengsl við heimaþjóðina, sem höf- undurinn hefur haldið á þingum Þj óðræknisfélagsins í Winnipeg, Dar sem hann var um langt skeið forseti, og ræðum, er hann hefur flutt víðs vegar á samkomum ís- lendinga í Vesturheimi. I öllum sessum ræðum logar hin fölskva- lausa ættjarðarást og eldlegur áhugi fyrir viðhaldi íslenzks jjóðernis eins lengi og auðið verður. Og þetta eru ekki orð innantóm, svo handgenginn sem höfundurinn er því efni, sem hann talar um. í því andar hann, hrærist og lifir. Hjartað er með, sem undir slær. Hvergi unna menn ættjörð sinni meir en í út- legðinni, og hvergi verður þeim ljósara tjónið af því, sem for- görðum fer, en á hættusvæðinu, sem sérmótaðar kynslóðir sökkva í deiglu þjóðablendings ins mikla, sem enn er í sköpun og á sér svo litla fortíð. En jafn- hollur lestur er þetta líka fyrir þá, sem heima sitja, og áminning um að geyma betur og meta meir sín barnagúll. Seinni hluti bókarinnar eru veigamildar ritgerðir um ýmis höfuðskáld vor, eins og t. d. Jón Þorláksson, Matthías Jochums- son, Grím Thomsen, Orn Arnar- son, Huldu, Davíð Stefánsson, Þorstein Gíslason o. fl. Hefur sumum þessara skála eki verið gerð ýtarlegri skil annars staðar, enda hefur prófessor Richard Beck mörg hin síðustu ár kann- að manna mest stefnur og strauma í kveðskap íslendinga á síðari öldum eins og sjá má af Ijóðasögu þeirri hinni miklu, sem hann reit fyrir skömmu á enska tungu, og eg hef nýlega getið um hér í blaðinu. Sjálfur er hann prýðilega skáldmæltur og ritar því inn þessa hluti af næmum skilningi og þekkingu. Er því öllum þeim, sem lesa vilja bókmenntir sér til gagns, gott að njóta leiðsagnar hans. Slíkar ritgerðir gefa meiri yfir- sýn og draga athygli að mörgu, sem annars kynni að fara fram hjá. Bókmenntaþjóð þarf að eignast góða bókmenntagagm-ýni. Of fátt af slíkum ritum hefur ver- ið gefið út og hér erum vér að auðugri. Hafi dr. Richard Beck þökk ^Eyrir drengilegt handtak í þessa átt. Benjamín Kristjánsson. Jóhann Snorrason skákmeistari Norðurlands Nýlokið er hér í bænum keppni í rheistaraflokki á Skákþingi Norðurlands. Leikar fóru þannig að Jóhann Snorrason varð hlut- skarpastur, tapaði cngri skák, en fékk tvö jafntefli. 1. Jóhann Snorrason 5 vinn- inga, 2.—3. Jón Ir.gimarsson og Júlíus Bogason 4% vinning, 4.— 5. Unnsteinn Stefánsson og Har- aldur Bogason 2 vinninga og 6.— 7. Steinþór Helgason og Margeir Steingrímsson 1% vinning. Úr bænum og nágrenninu: Það hefur oft kostað mikið erfiði, að koma mjólkinni til bæjarins í vetur ÞAÐ TELZT til tíðinda, ef a mjólkurflutningar hingað til bæj- arins stöðvast algerlega, þótt ekki sé nema einn dag. Þessi vetur hefur samt verið erfiður fyrir m j ólkurf lutningabílst j óra og bændurna og stundum hafa þeir lagt nótt við dag til þess að koma mjólkinni til bæjarins. í bréfi, sem blaðinu hefur borizt frá bónda í Eyjafirði, er lýst nokkuð flutningaerfiðleikunum í síðustu viku febrúarmánaðar. Er fróð- legt að kynnast nánar því starfi, sem að baki mjólkurflutninganna býr, og fer hér á eftir þessi frá- sögn. FOSTUDAGINN 22. febrúar var mjólk flutt til Akureyrar framan úr Eyjaf. vestanverðum, eftir tveggja daga stórhríð. Byrj- að var að moka snemma á fimmtudagsmorguninn. Fannfergi var gífurlegt og sóttist seint. — Komið var til bæjarins klukkan 7 á föstudagsmorguninn og lagt af stað heimleiðis um hádegi. Um kvöldið klukkan 11 kom bíllinn úr Hrafnagilshreppi að Grund, en Saurbæjarhreppsbílarnir náðu ekki heim fyrr en undir morgun. Hafði slóðina fyllt meðan bílarnir voru í bænum. í þessu volki voru allir leiðangursmenn glaðir og reifir. Á srmnudaginn gerði ófært veður, með sunnan skafrenningi og var enn byrjað að moka, klukkan 2 á mánudagsnótt, með tveimur ýtum, og aðrar tvær komu til hjálpar á þriðjudag. — Komið var að mjólkursamlaginu kl. 5,30 e. h. og þar mættu okkur brosandi andlit og framréttar hendur tóku á móti brúsunum og losuðu þá. í samlaginu sögðust þeir ekki skrifa eftirvinnu þegar svona stæði á. Er ánægjulegt að mæta slíkum skilningi í erfiðr leikum. Samlagsstjórann hittum við á skrifstofu sinni þótt klukk- an væri farin að ganga 7, og í matvörudeild kaupfélagsins feng um við ágæta afgreiðslu þótt komið væri fram yfir lokunar- tíma. Allt þetta ber að þakka og viðurkenna. fcKHKHKHKBKHKBKHKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKHKHKBKHKHaí LEIÐBEININGAR uin meðferð og söltun á húðum og skinnum 1. Fláningu verður að vanda sem bezt. Rista skal þannig fyrir, að húðin haldi eðlilegu lagi, svo að sem minnst verði af sepum og vikum í jöðrunum. Á aftur- fótum skúl rista fyrir aftan a hæklunum, ekki innanfótar eins og oft er gert. Á gripum er bezt að iosa húðina af kjötinu með kollóttu barel'li, en það verður þó að gera með gætni, svo að hárramurinn springi ekki. Fláningu með hníf verður að framkvæma með mestu varkárni, og er það verk ekki fyrir aðra en liandlagna menn eða æfða slátrara. Hver hnifrisþa eða skurður í húðina gerir hana verðminhi. Fláningarhnífurinn á að vera með bog- inni egg og vel beittur. Þegar brýnt er, skal brýnið síð- ast dregið þeirn megin á eggina, sem snýr að húðinni, þegar flegið er. 2. Farið hrqinlega rneð húðirnar, þegar slátrað er, og látið þcer kólna sern fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Hreinsið burt öll óhreinindi bæði úr hári og holdrosa, strax og skinnið er orðið kalt. Ef skarnkleprar eru fastir í hári, má þvo þá af með ilvolgu vatni, enda sé sápan skoluð vel út á eftir. Þess verður að gæta vel, að vatnið sé ekki svo heitt, að það lileypi eða meyri skinnið. 3. Saltið húðirnar strax eflir að þcer eru orðnar kaldar og áður en 'holdrosinn byrjar að þorna. Látið aldrei hjá liða að salta sama daginn og slátrað er. Sé dregið lengur að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina. En það er skilyrði fyrir góðri geymslu, að húðin gegnum- saltist á sem skemmstum tíma. Hinn rnikli aragrúi baktería, seni þekur yfirborð húðarinnar, byrjar að starfa að upplartsn og rótnun húðvefjanna strax og lífi skepnunnar er lokið. ()g þessi starfsemi getur gengið ótrúlega fljót’t, ef ekki er komið í veg fyrir liana þegar í.byrjun. Bezta vörnin er fljót og góð söltun og geyinsla á svölum stað. Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öllum skæklum og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla liúðina. Eltir því sem skinnið er þykkra, þarf meira salt. Einkuf þarf að salta rnikið, þar sem skinnið er þykkt og laust í sér, svo sem í liáls og kviði á nautshúð- Um. Fyrir hvér 3 kg. áf hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið saít gerir aldrei skaða, og er því betra að salta of mikið én of lítið. Notið ávallt ln eint og fínt salt. 4. Kýsaltáðar húðir má ekki brjóta saman i búnt til að geynia þcer þannig. Þær eiga að liggja flatar, lítið eitt liallandi, svo hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinní, geti runnið buft. Má salta þannig hverja húðina ofan á aðra í stalfa og snúa holdrosanum upp á* hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig flatar, þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. Aðeins með þessari söltunaraðférð er hægt að geyma húðirnar óskemmdar. Búntsaltaðar liúðir eru venjulega meira og minna skemmdar og geta yfirfeitt ekki talist fyrsta flokks vara. Ef ekki er hægt, á heimilum þar sem gripum er slátrað, að geyma húðirnar á þennan liátt, verður að búntsalta til bráðabirgða og salta þá jafnframt í hárraminn, þegar vafið er saman. Síðan verður að koma liúðunum sem fyrst á sölustað og,salta þær þar aftur á réttan hátt. 5. Nýjar, ósaltaðar húðir verður að vcrja gegn frosti, því frostið gerir leðrið laust og gróft. Húðir má ekki láta liggja við járn, því járnið getur orsakað ryðbletti og skemmdir. 6. Húðir .og skinn af gripum, kálfurn, sauðfé og geit- um œtti aldrei að herða eða þurrka. En sé slíkt gert, þarf að strá í hárið naftalíni, til að verja skinnin fyrir möl. NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN — 28. febrúar — er komin hláka og farið að sjá í dökka díla hér. og þar, og mega hrossin, sem úti ganga, verða fegin, en þau eru, sem betur fer, fá. Forðagæzlu- menn hefðu mátt sinna sínu starfi betur. En snjór er samt feykilega rnikill og hætt við skemmdum ef bráða hláku gerði, ekki sízt á vegunum, þar sem ruðningar eru miklir. En hér sem annars staðar getur gott eftirlit bætt úr skák. Kaupfélag Eyfirðinga. hKhkhKhKhkhkhkhKhKhkhkhkhkhkhKhkbkhkhkhkhkhkbkhkj HÚS TIL SÖLU 1 Tilboð óskast í húseignina Aðalstræti 34. — Tilboð- um sé skilað til undirritaðs fyrir 10. þ. m.. — Húsið er til sýnis frá 5—7 e. lr. alla daga. Þorgeir Lúðviksson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.