Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift a'ð ÐEGI er nauðsyn fyrir hvcrt heimili. Hrmgið í síma 1166. DAGUR er eina blaðið á land- inu, sem flytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifcndur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. apríl 1951 16. tbl. Rjúpa í Akureyrargarði í apríl Ilér í blaðinu hefur nokkrum sinnum verið sagt frá rjúpunum, sem gera sig heimakomnar í trjágörðum bæjarmanna nú upp á síðkastið, og leita sér bjargar. Eru hópar þeirra víðs vegar um bæinn. Erfitt er að ná þeim á ljósmynd, en þessari ágætu mynd náði P. Chr. Lihn skógerðarmeistari samt í garði sínum við Munkaþverárstræti 29 nú á dögunum. í þetta sinn voru margar rjúpur í garðinum, cn aðeins þessi eina stillti sér upp fyrir Ijósmyndavélina að þessu sinni! * Jakob Karlsson geíur Akureyri hlð ápta fegia- ð§ eigjasafn sitt Ætlast til að það verði almeiiningi til sýnis í sérstökn húsnæði, iindir emsjá líristiáns Geirmundssonar Jakob Karlsson afgreiðslumað- ur hefur með bréfi boðið Akur- eyrarkaupstað hið ágæta fugla- og eggjasafn sitt að gjöf, enda sé því komið fyrir í sérstöku hús- næði, og jafnaú til sýnis og af- nota fyrir almenning. En af því leiðir, að ekki er unnt að geyma safnið í skólun- um. Jafnframt bendir gefandinn á, að nauðsynlegt sé að fela sér- stökum manni umsjá safnsins og leggur hann til að Kristján Geir- mundsson verði ráðinn til þess. Á fundi bæjarráðs 12. þ. m. var samþykkt að votta gefandanum þakkir fyrir safnið og veita því móttöku. Var samþykkt að út- vega hentugt húsnæði fyrir safn- ið og leita samninga við Kristján Geirmundsson um gæzlu þess. — í tilefni af ábendingu frá Rotary- klúbb Akureyrar, samþykkti bæjarráð ennfremur að láta at- huga, hvort heppilegt húsnæði fyrir safn þetta, svo og væntan- legt minjasafn, fáist á efstu hæð nýju brunastöðvarinnar. Síðustu aflasölur Harðbakur seldi í Grimsby sl. föstudag 3793 kit fyrir 10.598 stp. Svalbakur mun selja afla sinn þar í dag. Kaldbakur veiðir í salt fyrir sunnan land, væntanlegur hingað í vikunni. Jörundur er á heimleið frá líretlandi. Snadcil seLli aíia .dnn í Fleetwood sl. firnmtudag, 1317 kit lyrir 3399 sterllngspund. Höfðingleg gjöf — verðmætt safn. Fugla- og eggjasafn það, sem I Jakoþ Karlsson hefur nú gefið Akureyrarbæ, er mjög verðmætt og er gjöfin. hin höfðinglegasta. Þetta er safnið, sem sýnt var á fuglasýningunni hér í vetur, og eru í því um 100 tegundir ís- lenzkra og hálfíslenzkra fugla og auk þess mikið eggjasafn. Hefur Jakob Karlsson lagt bæði fé og fyrirhöfn í að koma safninu upp, en Kristján Geirmundsson, sem nú verður ráðinn gæzlumaður safnsins, hefur sett upp alla fugl- ana og útvegað þá. Mun hann og hafa mikinn áhuga á því að auka safnið enn og bæta, en það er, eins og það nú er. stærsta safn 'sinnar tegundar í einstaklings- eigu og fullkomnasta. Með þessari ágætu gjöf hefur Jakob Karlsson lagt grundvöllinn að því að koma hér upp full- komnu náttúrugripasafni, og verður nú vafalaust stefnt að því. Slíka safn mundi til hins mesta menningarauka fyrir bæjarfélag- ið og undirstaða aukinnar þekk- ingar á náttúru landsins og skyn- samlegs mats á gætum þess og kostum. Bæjarmerin munu því kunna Jakobi Karlssyni þakkir fyrir þetta menningarlega fram- lag hans og þann höfðingsskap, sem lýsir sér í gjöfinní, og vænta þess, að safninu verði hið bráð- asta komið fyrir í hentugum húsakynnum og því búin viðun- andi aðstaða að öðru leyti. Hásaleigulögiii gilda áfram á Akureyri Bæjarstjórn samþykkti í gær ; tillögu bæjarráðs þess efnis, að sá hluti húsaleigulaganna, sem iagt er á vald bæjarstjórna '! hvort gilda skuli eða ekki framvegis, skuli hér gilda til 14. maí 1952. Hér er um að 1; ræða lciguhúsnæði, sem er í sama húsi og húseigandi býr í.!; Um aðrar leiguíbúðir gilda landslög, en þau gilda ekki, hvorki hér né annars staðar, uin atvinnuhúsn. eða einstök herbergi. Ákvörðun bæjar-1; stjórnar mún byggjast á því, I; að langsamlega mestur liluti;; leiguíbúða eru íbúðir í hús-;; um. sem eigandi býr sjálfur í,; og mundi afnám húsaleigulag- ;! anna að þessu leyti hafa í för ■! með sér verulega röskun á;! Ieiguhúsnæðismálum bæjar- !! ins. Er því talið rétt að fram- ![ lengja lögin að þessu leyti hér !; ! til næsta vors. Bæjarstjórn j; Reykjavíkur fór öfugt að. Hún | ákvað að afnema þemian þátt ! laganna. Eftir næsta vor er það jj : á valdi bæjarstjóma, hvort;! húsaleigulög gilda í bæjunum ;! ; eða eklii, enda bera þær þá l! allan kostnað af framkvæmd Í! ; þeirra eftir þann tíma. !; Engar samgöngur við Húsa\ik síð- ustu daga Hinn 12. þ. m. gerði hörkuveður af norðri með mikilli fannkomu í Suður-Þingeyjarsýslu, símar frétta- ritari Dags á Húsavík, og fyllti þá allar slóðir, sem ruddar höfðu verið þar. Festust margir bílar á leið frá Húsavík upp í sveitirnar. Síðan ltafa engar samgöngur verið við Húsavik frá Aðaldal og uppsveitunum, en Reykhverfingar hafa brotizt til bæj- arins nieð mjólk. Gæftaleysi er þar eystra og vandræði að fá fisk í soðið. 15 símastaurar fenntir í kaf! Hinn 12. þ. m. var Bjarni bóndi á Syðri-Tungu á Tjiirnesi staddur uppi á Tungúheiði við símaaðgerð. Var stórhríð þann dag og 14 stiga frost þar. Fimnttán stmastaurar á heiðinni voru gersamlega horfnir í kaf. Bjarni bóndi sagði fréttaritara Dags í Húsavík, að slíkt stórfenni hefði aldrei komið á þessum slóð- um í hans minni. Brezkt fiskveiðablað segir brezka togaraeig- endur ábygg jufuila um framtíðina eftir að land- lielgissamningurinn frá 1901 gengur úr gildi í brezka blaðinu Fisliing News birtist um sl. mánaðamót rit- stjórnargrein um landhelgismál íslands og fiskveiðar Breta og kemur þar greinilega fyam, að vænta má andstöðu áhrifaaðila í Bretlandi gegn óskum Islend- inga um aukningu landhelginnar og verndun fiskimiðanna. Segir blaðið brezka togaraeig- endur óttast mjög hvað við muni taka er landhelgissamningurinn frá 1901 gengur úr gildi í október næstk. og skorar blaðið á brezku stjórnina að vinna einarðlega gegn útvíkkun íslenzkrar land- helgi. Er þessi grein öll skrifuð af litlum velvilja til íslands og enn minni skilningi á málefninu. Brezkir togaraeigendur áhyggjufullir. í grein þessari segir svo: „Vér heyrum nú að brezkir togaraeig- endur séu áhyggjufullir út af því, sem gerast muni í október í haust, þegar samningur íslands og Bretlands um landhelgismál og fiskveiðaréttindi, gengur úr gildi .Það er vitað að íslenzka rík- isstjórnin óskar ekki að endur- nýja samninginn og hefur í hyggju talsverða útvíkkun á kröfum sínum um landhelgi, sér- staklega fyrir Norðurlandi. Það er von vor að utanríkisráðuneyt- ið muni, af hálfu brezkra hags- muna, kröftuglega láta í ljósi skoðun sína til þess að varna því að úr þessari útvíkkun verði.“ Mundi „skaða brezka fiskveiðahagsmuni“. Enn segir svo: „Eins og nú standa sakir, ná takmarkanir yf- irleitt ekki til flóa, þar sem 10 mílur eru í milli annesa. En til- færingar á þessari viðurkenndu starfsaðferð af hálfu íslenzku ríkisstjómarinnar, mundu geta útilokað mörg þúsund fermílur af verðmætum fiskimiðum og slíkar aðgerðir mundu skaða brezka fiskveiðahagsmuni og gegn þeim verður að berjast.“ Ákvörðun Haag-dómstólsins. í framhaldi af þessu segir „Fishing News“: „Noregur hefur þegar fært út landhelgi sína, úr þremur mílum í fjórar, og þetta j hefur í framkvæmd útilokað brezk skip frá auðugum fiski- miðum. Bretar hafa kært aðgerðir Norðmanna til alþ-jóðadómstóls- ins í Haag, og vonir stóðu til að dómstóllinn mundi hlýða á kvart anir okkar snemma á þessu ári. En víst má telja, að Haag-dóm- stóllinn muni taka málið fyrir fyrir haustið. Dómsniðurstaðan mun hafa mikil áhrif á fyrirætl- anir íslenzku ríkisstjórnarinnar um þá nýju reglugerð, sem hún hefur í hyggju að setja í októ- ber.“ Einliliða málflutningur. „Fishing News“ gerir sig þarna sekt um mjög einhliða mál- flutning. Þess er ekki getið, að samningurinn frá 1901, er ekki gerður af íslendingum, heldur stóðu að honum Danir og Bretar. Ekki heldur er það nefnt, að ís- lendingar hafa þá sérstöðu, einir allra þjóða, að fiskimiðin eru undirstaða þjóðarbúskaparins, 90% af útflutningnum eru sjávar- afurðir. Eyðing fiskimiðanna er því eyðilegging lífsmöguleika þjóðarinnar. Ránveiði erlendra fiskimanna á miðunum hér síðan í stríðslok, hefur þegar stór- minnkað fiskigengdina hér við land og horfir til auðnar ef áframhaldið verður svipað. Út- víkkun landhelginnar er því nauðsyn til þess að viðhalda fiskistofninum, og skaðar enga fiskveiðahagsmuni eins og blaðið (Framhald á 12. síðu). 70 atviuoulausir - 60 þús. kr. til togarabryggj- unnar I hréfi, sein forstjóri vrnnumiðl- unarskrifstoíunnar skrifaði bæjar- stjórn og rætt var á bæjarráðsfundi 12. þ. m., segir, að 70 menn hafi þá verið atvinnulausir og á vegum skrifstofunnar, 50 heimilisfeður og' !0 einhleypir menn, og henti for- stjórinn á nauðsyn Jress að bærinn reyndi að bæta úr þessu ástandi hið ýrsta. Bæjarráð samþykkti að heim- ila að verja allt að kr. 60.000.00 til ,'innu við grjótgarðinn við togara- óryggjuna fyrirhuguðu á Oddeyrar- tanga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.