Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 12
12 Daguk Miðvikudaginn 18. apríl 1951 Fagnað í USA í dag Sýslunefnd Eyjafjarðar hyggsf ráða bygpgafuiffrúa fil á leiðbeina bændum Skorað á raforkumálastjórn að liraða rafveitu- framkvæmdum i sýslumii Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu lauk 10. þ. m. og liafði staðið í vikutíma. , Raforkumál. Sýslunefndin skoraði á yfir- stjórn raforkumála að hraðað yrði sem unnt væri rafveitu- framkvæmdum í sýslunni, og í sambandi við það var hrepps- nefndaroddvitum falið að ná sam- an umsóknum bænda um raf- virkjunarathuganir, sem sendar verði oddvita sýslunefndar, en hann afgreiði til raforkumála- stjóra. Byggingafu 11 t,rút í sveitum. Sýslunefndin veitti 48100 kr. til búnaðarmála, en innifalið í þeirri upphæð er laun og kostnaður byggingafulltrúa, sem sýslunefnd in ákvað nú að ráða sem ráðu- naut bænda við byggingafram- kvæmdir. Skólamál. Sýslunefndin veitti 30 þús. kr. stjórnina að hlutast til um að miðskóladeild fái að starfa áfram við Menntaskólann á Akureyri á sama hátt og ráðgert var í frum- varpi því, er fram kom á síðasta Alþingi. - Skorað á brezka utanríkisráðuneytið (Framhald af 1. síðu). heldur fram, heldur þ^rt á móti. Loks hefði blað þetta mátt geta þess, að ýmsar þjóðir, sem meira eiga undir sér en íslend- ingar, hafa fært út landhelgi sína án þess að Bretar hafi að gert, t. d. Rússar, ennfremur sumar samveldisþjóðir Breta, t. d. Ástralíumenn og Suður-Afríku- menn. Hefur ekki heyrzt að brezk blöð hafi skorað á utanríkis- ráðuneyti sitt að berjast gegn þeim ráðstöfunum, þótt slíkt þyki vel hæfa er hin minnsta þjóð á í hlut. Ekki skoðun stjórnarvaldanna. í þessu sambandi er rétt að minna á, að engin ástæða er til að ætla að grein þessi — og áðrar svipaðar, sem stundum birtast í brezkum blöðum um fiskveiðamál hér við land — sé runnin undan rifjum ábyrgra brezkra stjórnar- valda, og er rík ástæða að ætla að brezka stjórnin líti með skiln- ingi og velvild á þetta stórmál ís- lands og muni ekki í því efni fremur en öðrum, beita okkur ósanngirni. Fjárveitingar. Sýslunefndin veitti 30 þús. kr. til viðbótarbyggingar Lauga- landsskólans, sem nú er í smíð- um, til bókasafns og annarra menntamála kr. 5600.00, til heil- brigðismála kr. 42800.00, til nýrra sýsluvega var áætlað kr. 50 þús., til viðhalds sýsluvega kr. 92500.00 og til brúarbygginga kr. 30 þús. Sýslunefndin veitti eftirtöldum hreppum lántökuheimildir til byggingar nýrra sýsluvega: Ong- ulsstaðahreppur kr. 20 þús., Dal- víkurhreppur kr. 50 þús. og Öxnadalshreppur kr. 10 þús. — Sýslusjóðsgjald var ákveðið kr. 100 þús. Söltonarstöðvar vilja folla starf- rækslu tunno- verskmiðjunnar. llirt Iiafa verið í bxjarstjórn bréf frá síldarsöltunarstöðvum á Dalvík og Húsavík, þar sem óskað er eftir að tunnuverksmiðjan hér verði starfrækt af fullum krafti. Hefur bæjarstjórnin ítrekað fyrri kröfur sínar um að síldarútvegsnefnd rík- isins sjái til jress að verksmiðjan hér verði rekin til jafns við Siglufjarðar- verksmiðjuna og endurbætt með það fyrir augum. í STUTTU MÁLI Vilhjálmur Þór forstjóri, for- maður stjórnar áburðarverk- smiðju ríkisins, er nýlega kominn heim úr Bandaríkjaför, er hann fór fyrir verksmiðjumálið. Er nú ákveðið að hefja framkvæmdir hið fyrsta. Komu sérfræðingar með Vilhjálmi hingað til að stjórna undirbúningnum. Það er Marshall-stofnunin, sem gerir þessar framkvæmdir mögulegar. * Flugvélin Rjúpan, sem týndist í Bretlandi í sl. viku, er talin af, og þeir menn, er með henni voru, þeir Páll Magnússon flugmaður, Jóhann Rist vélamaður og brezk- ur loftskeytamaður. Ekkert hefur enn fundizt úr vélinni. Fiskideildirnar ætla að byggja skólahús hér Fjórðungsstjórn fiskidelldanna í Norðlendingafjórðungi hefur sótt um lóð 9íér á Akureyri (við Gránufélagsgötu) til að byggja tvílyft hús til kennslu í vélstjórn og fleiru varðandi sjóvinnu. Myndin er af Douglas MacArthur hershöfðmgja, sem Truman for- seti setti frá embætti sem æðsta mann Bandaríkjahers í Austur- Asíu og yfirmann herja SÞ í Kór- eu í sl. viku, vegna þess að hers- höfðinginn studdi ekki yfirlýsta stefnu Bandaríkjastjómar í Kór- erumálinu og viðhorfinu til Kína. Repúblikanar hafa byrjað mik- inn samblástur gegn forsetanum fyrir þessa ákvörðun, sem nýtur stuðnings meirihluta þingsins og ríkisstjórna þeirra Evrópuþjóða, sem her hafa í Kórcu. — Miklar, pólitískar viðsjár eru í USA af þessu máli. MacArthur kemur til Bandaríkjanna í dag og mun verða fagnað sem þjóðhöfðingja. Ilann ávarpar Congressinn á morgun. Nyrzta sjálívirka síma- stöð í heimi í tímariti sænsk-íslenzka fé- lagsins, sem gefið er út í Stokk- hólmi, er greint frá byggingu sjálfvirku símastöðvarinnar hér á Akureyri á sl. ári. Segir þar, að símastöðin hér sé nyrzta sjálf- virka símastöð í heimi, en áður en stöðin hér var byggð, hafi bærinn Skelleftá í Norður-Sví- þjóð átt nyrztu símastöðina. Báð- ar stöðvarnar eru gerðar hjá firmanu L. M. Ericsson. Hvanneyrarveiki verður vart í Höfðahverfi í fréttabréfi úr Höfðahverfi í sl. viku, segir, að fénaðarhöld þar um slóðir hafi verið sæmileg, en þó hefur hin svonefnda Hvann- eyrarveiki gert vart við sig á tveimur bæjum, á Grýtubakka og Ártúni. Hafa nokkrar ær veikzt og tvær drepist. Ærnar munu hafa fengið eitthvao lítilsháttar af votheyi. Lækningin er fólgin í , inngjöf súlfalyfja. — Snjóalög eru ! mjög mikil í Höfðahverfi og sam- gönguerfiðleikar. mögoleika Fyrir nokkru beindi bæjar- stjórnin fyrirspurn til Flugráðs um það, hvort horfur væru á því, að hafi'/l yrði handa um flugvall- argerð þá hér í grennd við Akur- eyri, sem lengi hefur verið fyrir- huguð en ekki hafin. Fyrir nokkru barst bæjar- stjórninni svar flugráðs, og segir þar að ekkert fé sé til umráða á þessu ári til flugvallargerðar hér. Er ekki ljóst af svarinu, hver stendur að ákvörðun um þetta efni, því að á fjárlögum mun ætl- að fé til flugvalla í einu lagi, en líklegast er það samt flugráðið og flugvallarstjóri ríkisins. Hef- ur flugvallarmálið hér verið alið á loforðum einum og vinsamleg- um ummælum alít frá 1945, en ekkert hefur verið aðhafzt, nema að sletta nokkrum fjárhæðum í viðgerð Melgerðigflugvallar, en þó aldrei nægilega milvlu til þess- að um nokkurt frambúðarviðhald á vellinum væri að ræða, heldur hefur hann verið látinn grotna niður jafnt og þétt Lánsfjármöguleikar athugaðir. Það virðist því ekki blása byr- lega flugvallarmálið hér.enda virð ist áhugi fyrir því harla takmark- aður hjá flugmálastjórninni. Hins vegar er verulegur áhugi fyrir málinu hér um slóðir, enda er núverandi ástand í flugvallar- málunum sízt til frambúðar og hefur reynzlan í vetur sýnt það glöggt. Bæjarstjórnin hefur nú á- kveðið að athuga möguleika á lánsfjáröflun til framkvæmdahér, ef ríkisábyrgð er fáanleg, og mun þá að sjálfsögðu ætlast til að slíkt lán verði greitt af ríkisfé, er það fæst til framkvæmdanna hér um slóðir, hvenær svo sem það verð- ur. Miklar etidur- bætnr á íiásakynn- nm bókaverzlimar- innar Eddn Árni Bjarnarson hefur keypt bókaverzlunina Eddu hér í bæ, af hlutafélagi, er starfrækti búðina, og heftir liann jafnframt látið gera miklar endurbætur á húsakynnum bókabúðarinnar í „París". Er nú unnið að þessum endurbótum, og verður búðin opnuð í hinum nýja búningi fvrir helgina. Húsnæði búð- afinnar er nú um helmingj stærra en áður var. Tryggjngastofniinin fær veð í sjúkraliúsinu! Tryggingastofnun ríkisins hef- ur lánað 800 þús. kr. til nýja sjúkrahússins, til 6 ára með 5% vöxtum, og hefur áskilið að fá veð í nýja sjúkrahúsinu, 1. veðrétt fyrir 500 þús. kr. láni og 2. veð- rétt fyrir 300 þús. kr.! Fermingarbörn í Aknreyrarkirkju sunnudagmn 22. april kl. 11 f. h. (F. J. R.) Drengir: Bjarni Björgvinsson, Gleráreyrum 5. Bjarni Jónsson, Hríseyjargötu 13. Eðvarð J. Sólnes, Bjarkastíg 4. Erling T. I’álsson, Túngötu 6. Friðjón G. Snorrason, Hafnarstr. 108. Gísli Kr. Lórenzson, Fróðasundi ö. Guðbjörn G. Baldvinsson, Munk. 8. Guðiaugur Baldursson, Aðalstræti 21. Gunnar Andersen, Krabbastíg 4. Halldór V. Porsteinsson, Lundarg. 4. Hallgrímtir Skaftason, Norðurgötu 53. Haukur F. I.cósson, öddeyrargötu 5. Hjörleifur B. Björnsson, Hmstr. 8. Hjörleifur Hallgrimsson, Hafnarstr. 3. Hreiðar A. Sigfússon, /F.gisgötu 31. Ingimar Jónsson, Klapparstig 3. Ingimar Sk. Kristjánsson, Ytra-Gili. Ingólfur Ingólfsson, Helgam.str. 34. Jakob Jakobsson, Brekkugötu 2. Jakob Tltorarensen, Glerárcyrum 6. Jóu Stefánsson, Norðurgötu 15. Jón Vigfússon, Brekkugötu 19. Kristján Jónsson, Gránufélagsgötu 53. Kristján ó. Valdemarsson, Fróðas. 11. Loftur R. ölafsson. Gránufélagsg. 51. Már Jcnsson, I.ækjargötu Ua. Njörður Tryggvason, Helga.m.str. 7. Ólafur Jónsson, Gránufélagsgötu 48. Páll A. Magnússon, Grundargötu 3. Reynir Magnússon, Hríseyjargötu 10. ‘í mundur lljálmarsson, Aðalstræti 14. Sigurður Þ. Jónsson, Þingvallastr. 35. Siguróli Jóhannsson, Hlíðargötu 9. Skúli Guðmundsson, Spítalaveg 1. Stefán E. Haraldsson, Sólvöllum. Svavar Kr. Sigursteinsson, Strandg. 13. Viðar Pétursson, Eiðsvallagötu 1. örn S. Arnaldsson, Þingvallastræti 22. Stúlkur: Bára Björgvinsdóttir, Rauðamýri 13. Birna M. Eiríksdóttir, Hólabraut 22. Bryndís Brynjólfsdóttir, Skólastíg 13. Hclga Brynjólfsdóttir, Skólastíg 13.: Erla G. Þórðardóttir, Munkaþv.str. 1. Ester Randversdóttir, Myllunni. Guðlaug H. Sveinsdóttir, Norðurg. 2. Guðný R. Georgsdóttir, Hlíðargötu 4. Guðrún Á. Magnúsdóttir, Fagrastr. 1. Heba B. Helgadóllir, Staðarhóli. Ingiiyj. Hallgrimsdóttir, Oddeyrarg. 38. Ingveldur Steindórsdóttir, Ilafn.str. 11. Kolbrún I. Sæmundsdóttir, Grátiuf. 53. Lucinde G. Möller, Eiðsvallagptu 20. Nanna K. Jakobsdóttir, Helgam.str. 15. ólina L. Sigtirjónsdóttir. Spítalaveg 17. Sigrún B. Björgvinsdóttir, Hliðarg. 3. Sigríður Guðmundsdóttir, Eyrarl.v. 22. Solveig Jónasdóttir, Skólastíg 7. Svala Guðmundsdóttir, Hlíð. Svava K. Svavarsdóttir, Brekkugötu 19. Þórunn Guðmundsdóttir, Flúðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.