Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. apríl 1951 D A G U R 11 - nýjð lyfsð við mðga- sári, sem Isiendingurinn Keith Grímsson fann upp Afrek landa okkar vekur mikla athygli í vísindaheiminum Fallinn foringi í marz-hefti hins víðlesna tíma- rits „Reader’s Digest“ er endur- prentun á grein, sem birtist nú eítir áramótin í ameríska tíma- xitinu „Today’s Health“ og fjall- ar greinin um nýja lyfið „bant- hinc“, sem nú er komið á mark- aðinn, en maðurinn, sem mestan þátt átti í að finna það upp, er Vestur-íslendingurinn dr. Keith S. Grímsson, sonur Guðmundar Grímssonar dómara. Aðalefni greinarinnar fer hér á eftir í laus- legri endursögn. Forstjóri New York fyrirtækis, sem átt hafði að stríða við mikla erfiðleika í fjölskyldu sinni og í viðskiptum sínum, kom sárþjáð- ur á fund læknis síns og kvartaði um mikalr þrautir í maganum. Myndataka sýndi magasár við magaopið og nauðsyn virtist á skurðaðgerð. En læknirinn þekkti „banthine", hið nýja meðal, sem enn er á tilraunastigi, og hann taldi að rétt væri að reyna það líkamsþunga á ný og eru haldnir vanlíðan árum saman. Dr. Grímsson leit svo á, að ef hægt væri að finna meðal sem næði tangarhaldi á taugum þeim, er stjórna sýruframleiðslu og meltingarvökvum magans, mundi vera hægt að fá alla kosti skurð- aðgerðar á þessum taugum, án þess að beita hnífnum. Fyrir þremur árum hófst hann því handa, ásamt þremur hjálpar- mönnum, og þeir byrjuðu að reyna 20 mismunandi efni með mismunandi ammoníum samsetn- ingum, í þeirri von, að finna efni, sem gæti lamað taugastarfið án óheppilegra afleiðinga að öðru leyti. Efni það, sem síðar var skýrt banthine, varð árangurinn af þessari leit. Fyrstu tilraunir lofuðu góðu. í janúar 1949 hófust læknarnir handa að reyna meðal sitt á sjúkl ingum. Hinar fyrstu tilraunir lofuðu mjög góðu. Tuttugu mín Að norðan Sumarkoman — og séra Matthias. Síðdegis á laugardaginn lézt að heimili sínu í London Ernest Be- vin, fyrrv. utanríkisráðherra Breta, 70 ára að aldri. Hann lét af utanríkisráðherraembættinu sneinma í marz. Bevin var einn kunnasti og mikilhæfasti stjórn- málamaður Breta og einn helzti foringi brezku verklýðsfélaganna um langa hríð. í þessu tilfelli. Lyfið er tekið inn, ýtum eftir að banthine var tekið í pillum, og í þessu tilfelli verkaði það nærri strax til stórmikils léttis fyrir sjúklinginn. Fyrir nokkrum vikum kom sjúklingurinn til læknisins, til eftirlits, (eftir 9 mán.). Erfiðleik- arnir heima fyrir og í viðskiptun- um eru sízt minni en áður, sagði hann, en heilsan er ágæt. Mynda- taka sýndi að magasárið var gróið. Fæst í lyfjabúðum vestra Nú í dag selja lyfjabúðir (í Bandaríkjunum) „banthine" eft- ir lyfseðlum lækna, og lyfið hefur þegar létt þjáningar þúsunda. Banthine er ekkert „undralyf", og það er engin óbrigðul lækning við magasári, — slíkt meðal er ekki til. Banthine er enn á byrj- unarstigi því að enginn sjúkling- ur hefur notað það lengur en í tvö ár og mörg ár enn geta liðið áður en læknar geta kveðið upp endanlegan dóm um verkanir þess. En þeir vita þegar, að stór hundraðshluti magasárssjúklinga læknast með banthine-inngjöf, og í nær öllum tilfellum er lyfið til mikils léttis fyrir þjáða sjúkl- inga. Banthine er lyf, sem fannst fyr- ir rannsóknir flokks vísinda- manna, undir forustu dr. Keith S. Grímssonar, prófessors í skurð lækningum við Duke háskóla. — Dr. Grímsson hefur beitt hnífn- um við marga magasárssjúklinga. Slíkar aðgerðir eru hættulegar og alltaf dýrar. Jafnvel eftir skurð- aðgerð getui' magasárið komið (aftur. Ymsir sjúklingar, sem hlot- ið hafa skurðaðgerð, ná sér heldur ekki aftui', ná ekki fullum a fastandi maga, batnaði líðan sjúklinganna mjög og sýrufram leiðslan minnkaði. Dr. Grímsson valdi nú 100 sjúklinga, sem voru illa haldnir af magasári. 62 þeirra höfðu ver- ið á ströngum matarkúr og notað meðul í 15 ár, sumir höfðu orðið að fá blóðgjafir. Samkvæmt öllum fyrri vísindum var ekkert eftir fyrir þetta fólk nema skurðað- gerð. 38 voru heldur betur settir og mátti segja, að matsatriði væri hvort skurðaðgerð væri reynd eða ekki. Sjúklingunum var uppálagt að taka engin önnur meðul, borða eins og venjulega, og halda áfram að reykja, ef þeir notuðu tóbak Banthine-pillur voru gefnar inn á sex klukkustunda fresti og síð- an var fylgst með áhrifunum með gegnumlýsingu eftiv viss tímabil Framfarirnar voru eftirtektar verðar. Margir sjúklingar losn- uðu alveg við þjáningar, sumir fyrsta sinn um mörg ór. Þegar dr, Grímsson flutti skýrslu um þessa tilraun á skurðlæknaþingi í októ ber sl., voru 79 af þessum 100 „tilraunadýrum11 við góða heilsu, Af 62 sjúklingum, sem ætlun hafði verið að skera upp, höfðu aðeins 10 verið teknir til skurð aðgerðar. Af 90, sem ekki voru skornir upp, höfðu aðeins 11 fengið köst, en þó vægari og styttri en áður. Margir hafa þega: byrjað að starfa á ný. Þessir sjúklingar verða undir stöðugu eftirliti næstu fimm ár, en þegar er ljóst, að mikilsvert vopn í bar áttunni við einn erfiðasta sjúk dóm tuttugustu aldarinnar fundið. Margir læknar ánægðir. í júlí sl. leyfði lyfjaeftirlit rík- isins sölu á banthine, gegn lyf- seðlum lækna. Læknar hafa þeg- ar skýrt frá góðum árangri af notkun þess. En þeir benda á hið sama, sem dr. Grímsson varaði við, að banthine er ekkert undra- lyf, og engan veginn óbrigðult, en það hefur gefizt mjög vel i mörgum tilfellum, til lækninga og sérlega vel til að linna þján- ingar þessara sjúklinga. Dr. Grímsson telur, að eftir að sjúklingur hefur fengið bata með notkun banthine eigi hann að halda áfram að nota meðalið, til „viðhalds“, það varni því að sjúkdómurinn nái að brjótast út á ný, t. d. ef maðurinn verður fyrir miklum geðshræringum eða sérstökum erfiðleikum. Það er lítils um vert að taka nokkrar pillur á dag, og verðið er ekki hátt og vel viðráðanlegt fyrir flesta. Eins og mörg önnur gagnleg meðul, gefur banthine líka nokk- ur óheppileg hliðaráhrif. Það hefur t. d. nokkur áhrif á starf semi munnvatnskirtlanna í ýms- um tilfellum, og í öðrum hefur það haft áhrif á sjóntaugarnar Slíkt kemur fram eftir nokkurra daga notkun. Reynslan sýnir að hér um bil 5% sjúklinga þola ekki banthine af þessum sökum Læknum er ráðlagt að reyna banthine ekki, ef sjúklingurinn er augnveikur. Dauðsföll af völdum magasára eru ekki mjög mörg, en fjöldi manns eyðir ævinni í sífelldr kvöl vegna þessa sjúkdóms mörgum finnst þeir ekki vera nema hálf-lifandi. Þjóðfélaginu glatast starfskraftur margra ágætra manna af þessum sökum og reynslan hefur sýnt, að sjúk dómurinn sækir á menn í ábyrgð arstöðum, menn sem gegna störf um er kosta andlega áreynslu og áhyggjur. Líkur eru til þess, að með banthine-inntökum, undir eftirliti læknis, megi létta þess ari plágu af miklum fjölda þeirra manna, sem þarna eiga mest hættu. Eg kann ekki beti'a ráð að gefa fólki nú við sumarkomuna en taka sér bók í hönd og lesa kvæði Matthíasar á sumardaginn fyrsta 1891: „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði, kom blessaður í dásemd þinnar prýði“. Eg hef það einhvern veginn á tilfinningunni, að sumardagurinn fyrsti hafi þá verið eitthvað svipaður þeim, sem ríðui' hér um hlaðið á morgun, kaldur, hvítur og miskunnárlaus. Og kannskt hefur veturinn þá verið svipaður þeim, sem nú er að líða. Þeir voru svo margir svona hér áður fyrr. En það er einmitt á svoleiðis sumardegi og eftir svona vetur, sem maður Darfnast þess mest, að hann komi, blærinn blíði, þá skilur maður bezt gildi hans og dásemd hans. Manni hlýnar blátt áfram um hjartaræturnar við að lesa þetta snilldarkvæði Matthíasar. Maður sér landið kasta jökulhjúpnum, og kuldinn, sem hefur sézt að hjartanu, flýr, „nærkona" sú sem skáldið kallar fram til þess að leysa landið úr fjötrum klak- ans, hún leysir líka fjötra vetrar ins af sálinni. Þegar maður les kvæði Matthíasar, finrist manni sumarið við þröskuldinn, hug- sýnin um vol* pg gróður, sól og sunnan blæ, 'ýfirskyggir fann breiðurnar, sefn blasa við hinu ytra auga. Matthías var snilling- ur. Svona kvæði lifa um aldur og ævi. Slík andans verk hafa áhrif á þúsundir landsins barna ó hverju ári, ná að milda og þæta. græða og lækna og viðhalda ást inni á landiUu, þrátt fyrir kulda og ísa og aðra utanaðkomandi erfiðleika. Á svona dögum minn umst við öll séra Matthíasar, og ekki hvað sízt við hér á Akur eyri. lægri en hann var t. d. árin 1940— 1950. ísland hefuv ekki færzt xumlung úr stað, við erum ekki staddir á suðlægum bi-eiddar- gráðum, heldur við nyrzta haf, % við landamerki heimskautalofts- lagsins og mörkum hins byggilega heims. Margir hneyksluðust á xvi, er brezki vísindamaðurinn dr. Julian Huxley sagði þetta í grein, er hann ritaði eftir íslands- dvöl 1948. En hafði hinn ágæti náttúrufræðingur ekki lög að mæla? Sagan endurtekur sig. Við xurfum í raun og veru ekkert að undrast þótt ofan gefi snjó á snjó nú um sumarmálin. Slíks eru svo mörg dæmi úr íslandssögunni. Svona var það og er það enn. Veðurfarið og afkoman. Svona var það og er það enn. En svona voru veturnir margir áður. Að því höfum við ekki gefið gætur í blíðviðrum síð ustu ára. Svona viðraði þegar vesturferðirnar stóðu sem hæst. Líklega eigum við léttara með að skilja þær nú en oftast áður. Svona viðraði þegar fellir varð hér fyrr á öldum. Stundum höf- um við undrast þær frásagnir og ekkert skilið í því, að fólkið skuli ekki hafa getað bjargað sér. Við höfum þá staðið bóðum fótum í hinni mildu veðráttu síðustu ára, og litla grein gert okkur fyrir ís- lenzkum vetrum af eldri gerðinni. Nú segja okkur elztu menn, að þeir muni ekki svona stöðug harðindi. Eg veit ekki, hve langt þarf aftur í tímann til að finna svona vetur ,en eg ætla áð það sé ekki ýkja langt. Það er valt að treysta minni manna um veðráttu og tíðarfar. Hitt er staðreynd, sem okkur er hollt að minnast, að meðalhitinn hér á íandi hefur verið miklum mun meiri á tíma- bilinu 1930—1950 en hann var um langt skeið fyrir 1930. Um alda- mótin og naqstu árin þar á eftir var meðalhítinn miklum mun En þjóðin hefur nú samt lifað meira en þúsund ár í þessu landi við skin og skúrir, við hlý- indatímabil og kuldatímabil, og xegar á allt er litið hefur landið ekki verið henni hart. Fóstur- jörðin agaði landsins börn strangt, en harðari við þau voru erlendir drottnarar og heimska valdhaf- anna. Við þurfum því ekki að kvíða um framtíð þjóðarinnar þótt í móti blási nú um sinn, þótt sagan endurtaki sig og lega landsins minni á sig. Við ráðum málefnum okkar sjálfir nú, við eigum þúsund sinnum betri tæki- færi til þess að mæta erfiðleikun- um en forfeður okkar. Við þurf- um aðeins að gefa því gætur, að við búum á fslandi og gera ráð- stafanir okkar í samræmi við það. En stundum er eins og okkur gangi illa að átta okkur á þeirri einföldu staðreynd. Það er t. d. ljóst, að ef náttúran hverfur nú um nokkur ár að kaldari og harð- ari tímum en við höfum átt að venjast í nokkra áratugi, hefur það mikil áhrif á þjóðarbúskap okkar og krefst af okkur meiri hagsýni og nægjusemi en við svo höfum tamið okkur til þessa. í þvi efni eigum við lexíu að læra. Stjórnin í hitaveitunni. Stjórnarvöld landsins, nefndir og ráð, og valdamestu embættis- menn, sitja í snjóléttasta héraði ' landsins og búa við hitaveituyl. Ekki öfundumst við hinir yfir því. En við væntum samt þess, að ekki sé stjórnað eins og ríkið sé allt þar suður við sjóinn. Stund- um mættu valdhafarnir gera það að gamni sínu að hugsa sér að stjórnarskrifstofurnar þeirra væru staðsettar austur á Fljóts- dalshéraði eða norður í Þistil- firði eða vestur á Hornströndum, og þeir ættu fyrir höndum að draga björg í bú og viðhalda menningarlífi á þessum hjara veraldar. Þegar hugarflugið hefði um stund flutt þá í þessi spor, stæðu þeir nær því að vera góðir stjórnendur á íslandi. En stund- um er útsýnið þar syðra svo sorg- lega takmarkað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.