Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. apríl 1951 DAGUR 5 ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Ritstjóri: TÓMAS ÁRNASON.. Frá ársþingi r Iþróttabandalags Akureyrar Ársþing íþróttabandalags Ak- ureyrar hófst í íþróttahúsinu 28. febr. sl. — Formaður ÍBA, Ár- mann Dalmannsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og fluttar voru skýrslur sérráða ÍBA. Þá voru lagðar fram nokkrar tillögur og ýmis mál reifuð, sem síðan var vísað til nefnda, er starfa áttu milli þingdaga. Miðvikuadginn 14. marz sl. var svo framhaldsfundur haldinn á sama stað, og lauk þinginu um miðnætti með sameiginlegri kaffidrykkju fulltrúanna að Hótel KEA. Meðal annars var samþykkt á þinginu fjárhagsáætlun og móta- skrá fyrir næsta starfsár, svo og eftirfarandi tillögur: „Ársþing ÍBA 1951 skorar á bæjarstjórn Akureyrar að hraða sem mest byggingu innisundlaug- arinnar, svo að hægt verði að taka hana í notkun, er skólarnir byrja næsta haust. Jafnframt skorar þingið á bæj- arstjórnina að hlutast til um, að sundlaug bæjarins verði opin al- menningi til afnota eftir hádegi á sunnudögum yfir sumarmánuð- ina.“ „Ársþing ÍBA 1951 lýsir yfir stuðningi sínum við ályktun framkvæmdastjórnar ÍSÍ frá 15. janúar sl. í áfengismálunum." „Arsþing ÍBA 1951 beinir þeirri ósk til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, að næsta íþróttaþing ÍSÍ verði háð á Akureyri, sbr. tilmæli fram borin á síðasta þingi ÍSÍ.“ „Fundurinn beinir þeirri ósk til væntanlegrar stjórnar ÍBA, að hún athugi möguleika á því að koma á gagnkvæmum heimsókn- um íþróttafólks frá Akureyri og vinabæjum Akureyrar á Norður- löndum, t. d. Álasundi í Noregi.“ Skíðaþingið 1951 Einar Kristjánsson endurkosinn formaður í sambandi við Skíðamót íslands 1951 var haldið skíðaþing á ísa- firði dagana 25. og 26. marz. Á þinginu voru rædd ýmis mál, sem nú eru efst á baugi í skíðaíþrótt- inni, svo sem þjálfun og val kepp- enda á Vetrar-OIympíuleikana, Skíðamót íslands og tilhögun þess o. fl. Stjórnin lagði fram ársskýrslu yfir síðastliðið starfsár. Einnig voru reikningar lagðir fram og j samþykktir. Ur stjórn átti að ganga Einar Kristjánsson, Akur- eyri, og var hann endurkjörinn formaður Skíðasambands íslands. Aðrir, sem úr stjórninni áttu að ganga voru Gísli B. Kristjánsson og Ólafur B. Guðmundsson, báðir úr Reykjavík. Ólafur B. Guð- mundsson baðst undan endur- kosningu og var í hans stað kos- inn Einar B. Pálsson, Reykjavík. Gísli B. Kristjánsson var endur- kosinn. Fyrir í stjórninni voru Gunnar Árnason og dr. Sveinn Þórðarson, báðir Akureyri. Á starfsárinu hefir SKÍ m. a. stuðlað að komu tveggja áhuga- þjálfara í skíðaíþrótt til landsins, J. Tenmans, Osló, sem kennt hef- ur skíðagöngu í vetur með mjög góðum árangri, og H. Hanssons Áre, Svíþjóð, sem nýkominn er til landsins og kennir svig og brun í Reykjavík. En vegna skammrar viðstöðu mun hann varla kenna annars staðar á land- inu. Koma þjálfara þessara er liður í undirbúningi undir Vetr- ar-Olympíuleikana 1952, en þangað hefur Skíðasambandið hug á að 12—14 íslenzkir skíða- menn geti farið. r Iþrótta-lantísmót og millirikjakeppni „Ársþing ÍBA 1951 skorar á stjórn sjúkrahússins á Akureyri og bæjarstjórn Akureyrar, að gera það sem í þeirra valdi stend- ur til þess að Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, hverfi ekki frá starfi sínu hér á Akur- eyri.“ í Bandalaginu eru nú 5 félög með rúmlega 1600 meðlimum. Stjórn ÍBA skipa: Ármann Dalmannsson, form. Jóhann Þorkelsson, varaform. Kári Sigurjónsson, ritari. Halldór Helgason, gjaldkeri. Axel Kvaran, spjaldskrárritari. Þorvaldur Sr.æbjörnss., meðstj. 1951 Stjórn íþróttasambands íslands hefur samþykkt þessi landsmót og milliríkjakeppni sumarið 1951: - Milliríkjakeppni: í knattspyrnu, ísland—Svíþjóð, 29. júní til 6. júlí, í Reykjavík. Ólympíudagurittti 1951 verði sunnudaginn 15. ]úlí. í Reykjavík verða Ólympíudagarnir tveir. Laugardaginn 14. júlí verður sundkeppni í sjó. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, þann 17. til 22. ágúst. Mótið fer fram í Reykjavík. FRÍ ráðstafar mótinu. Drengjameistaramót íslands frjálsum íþróttum, þann 3. til 6. ágúst. Mótið fer fi-am á Akureyri, og sér íþróttaráð Akureyrar um mótið. Golfmeistaramót íslands, þann 18. til 22. júlí. Mótið fer fram í Reykjavík. G. S. í. ráðstafar mót- inu. Meistaramót íslands í hand- knaítleik karla (utanhúss), þann 22. til 28. júní. Umf. Afturelding í Mosfellssveit sér um mótið. Meistaramót íslands í hand- knattleik kvenna (utanhúss), þann 15. til 21. júní Mótið fer fram á ísafirði. í. B. í. sér um mótið. KNATTSPYRNA: Knattspymumót íslands í mcistaraflokki, þann 10. til 28. júní. Knattspyrnumót Islands í 1. aldursflokki, þann 29. júní til 10. júlí. Knattspyrnumót Islands í 2. aldursflokki, 1. til 15. ágúst: Knattspyrnumót íslands í 3. aldursflokki, 20. til 30. júní. Öll knattspyrnu-landsmótin fara fram í Reykjavík á vegum K. R. R. (Frá í. S. í.). —o— Þýjzkur skíðakennari til Akureyrar Ákveðið er, að þýzkur skíða- kennari, að nafni Erben, komi til Akureyrar á næstunni til að kenna svig og brun. Væntanlega kemur hann til Kaupmannahafnar í dag og til Reykjavíkur á sunnudag. Síðan með fyrstu ferð norður. Það verður mjög kostnaðarsamt að fá slíkan úrvalskennara lang- an veg. Þarna mun og gefast ein- stakt tækifæri til æfinga. Þjóð- verjar eru mjög framarlega í skíðaíþróttinni, þó sérstaklega í svigi og bruni. Akureyskir skíðamenn geta að- eins sýnt þakklæti sitt á einn hátt. Það er með því að láta þegar skrá sig hjá Skíðadeildum íþróttafé- laganna til þátttöku í æfingum hjá þessum úrvals kennara. — Því miður virðist snjórinn ætla að dvelja enn um stund, svo að vænta má góðrar aðstöðu við æfingarnar. —o— Skíðamót Akureyrar 1951 Boðganga 3x1 km. + 3x2 km. 6 keppendur í hverri sveit — frá K. A., Þór og M. A. 1. Sveit K. A. 42,09 mín. 24 Sveit M. A. 43,54 mín. 3. Sveit Þórs 45,54 mín. Einstaklingstíma: 1 km.: 1. Erlendur Björnsson, K. A., 4 mín. 35 sek. — 2. Krist- ján Ingólfsson, M. A., 4 mín. 43 sek. — 3. Guðlaugur Helgason 4 mín. 44 sek. 2 km.: 1. Bei-gur Eiríksson, K. A., 8 mín. 57 sek. — 2. Guðm. Guðmundsson, K. A., 9 mín. 02 sek. — 3. Jónas Jónsson, M. A., 9 mín. 28 sek. Færi var ágætt og allmargir áhorfendur. Fyrstu tvo sprettina leiddi M. A., en á þriðja sprettin- um tók Haukur Jakobsson, K. A. , forystuna. — Gangan fói' fram á hring, sem var lagður frá íþróttahúsinu vestur, suður og síðan niður með Hrafnagilsstræti og var 1 km. að lengd. Göngumennirnir gengu yfirleitt rösklega og skemmtu áhorfendur sér hið bezta. Sídðamót H. S. Þ. Skíðamót H. S. Þ. fór fram í Réykjadal 7. og 8. apríl s. 1. Mótið hófst kl. 4 síðd. með keppni í bruni B og C flokka. B. -FLOKKUR: 1. Aðalst. Jónsson Efling 1.54.0 sek. ----- 2. Ásgeir Torfason, Ljót. 2.06.1 sek. C.-FLOKKUR: . ; 1. Guðlaugur Valdemars., Efl- ing, 1.495.0 sek. 2. Þorgrímur Sigurjónsson, Völs- ung, 1.50.1 sek. 3. Gísli Vigfússon, Völsung, 1.52.5 sek. 4. Jakob Þorsteinsson, Magni, 1.57.8 sek. Lengd brautar var 2500 metrar, fall um 300 m. — Til keppni voru skráðir 3 í B.-fl„ 24 í C.-fl.. Sveitakeppni í svigi hófst kl. 6 á sunnudag. — Lengd brautar 350 m„ hæð. 100 m„ 32 hlið. 1. Þorgrimur Sigurjónsson, Völs- ung, 81.1 sek. 2. Gísli Vigfússon, Völsung, 82.7 sek. 3. Aðalsteinn Jónsson, Efling, 83.2 sek. í 1. Sveit Völsungs, 3.55.4 sek. 2. Sveit Eflingar, 4.13.8 sek. Sunnudag 8. apríl hófst mótið kl. 10.30 með keppni í svigi, C-fl. Lengd brautar 400 m„ fall 120 m„ 36 hlið. 1. Þorgr. Sigurjónss., Völsung, 95.2 sek. 2. Aðalsteinn Karlsson, Völs- ung, 97.1 sek. 3. Hreiðar Jósefsson, Völsung, 95.0 sek. Til leiks voru skráðir 22 menn. Kl. 2 sama dag hófst stökk- keppni í B- og C-flokkum. C-FLOKKUR: 1. Aðalst. Jónsson, Efling, 206.7 stig. 2. Gísli Vigfúss., Völsung, 206.6 stig. 3. Þorgr. Sigurjónsson, Völsung, 186.7 stig. Þess skal getið, sem gert er Á síðastliðnu hausti afhentu aau systkin, Jón Helgason stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn, Hallfríður Helgadóttir sauma- kona á Akureyri og Baldur Helgason trésmíðameistari á Ak- ureyri, Kvenfélaginu „Hlín“ í Grýtubakkahreppi, sjóð að upp- hæð kr. 10.000.00 til minningar um foreldra sína, Sigurfljóð Ein- arsdóttur Ijósmóður og Helga Helgason. En þau hjón bjuggu á Grund í Grýtubakkahreppi á ár- unum frá 1880 til 1909. Sigur- fljóð stundaði ljósmóðurstörf í Grýtubakkahreppi á árunum 1875—1924. Sjóðurinn ber nafnið: Minningarsjóður Sigurfljóðar Einarsdóttur ljósmóður og Helga Helgasonar. í skipulagsskránni segir svo: Tilgangur sjóðsins er: a) Að styrkja efnilegar stúlkur til að nema ljósmóðurfræði í Deim tilgangi að gegna þeirri starfsemi í Grýtubakkahreppi. b) Að veita styrk til hæfra kvenna, er vilja annast hjúkrun sjúkra og aðra líknarstarfsemi í }águ áðurnefnds sveitarfélags. c) Að veita styrk fátækum ekkjum og mæðrum í sveitinni, er misst hafa eiginmann eða fyr- irvinnu heimilis síns eða orðið fyrir heilsuleysi á sér eða sínum. Sjóðurinn veitir viðtöku minn- ingargjöfum, áheitúm og öðrum slíkum gjöfum, sem einstaklingar eða eða félög, fyrr eða síðar, vilja leggja frám, og verður allt það fé, er sjóðurinn þannig kann að’ áskotnast, lagt við höfuðstólinn, sem stofnfé. Styrk úr sjóðnum má fyrst veita á 103. afmælisdegi Sigur- fljóðar heitinnar, hinn 10. júní 1952, og síðar árlega á hverjum afmælisdegi hennar, eftir því sem umsóknir liggja fyrir. Ekki má veita styrk úr sjóðn- um nema sem svarar 3/4 árs- vaxta hans. 1/4 leggist við höfuð- stólinn, unz sjóðurinn er orðinn kr. 50.000.00. Getur þá stjórn sjóðsins ákveðið, hvort nokkur hluti vaxtanna leggist við höf- uðstólinn eða eigi. Þau systkin hafa með sjóð- stofnun þessari reist foreldrum sínum veglegan og varanlegan minnisvarða og jafnframt hafa þau sýnt sveitarfélaginu, sem þau hjón unnu æfistarf sitt í, sérstaka ræktarsemi. B-FLOKKUR: 1. Guðlaugur Valdimarss. Efl- ing, 201.7 stig. 2. Sigurður Marteinss., Gaman og alvara, 201.7 stig. 3. Kristján Jónsson, Völsung, 195.9 stig. Skráðir þátttakendur voru 11 í báðum flokkum. Guðmundur Guðmundsson lagði allar brautir og var yfirdómari mótsins. U. M. F. Efling sá um undirbúning mótsins í samráði við formann Héraðssambandsins. — Þátttakendur í mótinu voru skráð- ir 38 frá átta félögum, og er það lang fjölmennasta skíðamót sem hér hefur farið fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.