Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 6
G D AGUR Miðvikudaigrm 18. april 1951 D A G U R Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, anglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa 1 Hafnarstræti 87 — Sími I16G Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 25.00 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hvers vegna eingöngu Sunnlendingar? Nýlega hefur ve'rið ákveðið að sénda 10—12 unga bændur vestur um háf, til náms- og starfsdvalar rar á amerískum búgörðum. Það er efnahagssainvinnustofnunin, sem greiddi fyrir málinu og gerði förina mögulega. Það mun vera Búnaðar- félag Islands, scm þarna hefur ann- azt milligöngu. Það licfur vakið at- hygli landsmanna, að menn þeir, sem valdir voru til fararinnar, voru allir úr Sunnlendingafjórðungi. — Hvers vegna var þcssi háttur halður á? Sýndu engir aðrir bændur áhuga á málinu? Eða réðu þar önnur sjónarmið? Um þetta væri nauð- synlcgt að fá upplýsingar frá rétt- um aðiluni, því að eðlilegast sýnist, að menn úr sem flestum héruðum landsins hefðu átt kost á að fara vestur. Þánnig hefði sú hagnýta þekking, sem ferð þessi á að veita, náð sem víðast til sveitanna í fram- tíðinni. FOKDREIFAR V iðhaf nartilky nningar Aíþýðnblaðsins Aðalmálgagn Alþýðuflokksins á íslandi hefur nú tekið upp þann sið, sem kommúnistar ástunduðu mjög í stjórnartíð Stcfáns Jóhanns, en það er að birta tilkynningar um verðhækkanir vöru með við- liafnarletri og láta þær athugasemdir fljóta með, að þannig fari ríkisstjórn íslands að því að skerða kjiir launþeganna. Landsmenn muna samt vel þá tíð, er þetta sama blað taldi athæfi kommúnista hið furðu- legasta ábyrgðarleysi og benti á, að ekki réði ríkis- stjórn íslands verðlagi á heimsmarkaðinum. Hafði Alþýðublaðið þá lög að mæla. En nú hafa vonbrigði valdastreitumannanna hrundið þeim í hina sörnu fallgröf. Nú nota þeir verðhækkanir, sem orðið hafa á heimsmarkaðinum á mörgum vörutegundum, vegna Kóreustríðsins og landvarnarundirbúnings lýðræðis- ríkjanna, sem árásarefni á ríkisstjórn, sem þeim er í nöp við. Ekki votta svona vinnubrögð góða samvizku né lieldur skynsamlega von um að ná trausti kjösenda með heiðarlegum aðferðum. Et blað þetta vildi standa heiðarlega að verðhækkanatilkynningum sín- um, bæri því að greina frá því, að slíkar verðhækkan- ir eru engan veginn neitt einsdæmi á íslándi, heldur eru þær fyrirbrigði, sem skapa efnahagslega erfið- leika hjá flestum Evrópuþjóðum, jafnvel hjá þeim þjóðum, sem lúta stjórn hinna marglolúðú „bræðrá- flokka", svo sem í Norcgi og Svíþjóð. BLOÐ kommúnista og Alþýðuflokksins eru prýði- legir samherjar í þvl efni að falsa fyrir mönnum á- stæðuna til þcirra verðhækkana, scm 'orðið liafa í landinu að undanförnu, þótt þeim korni ekki saman um neitt annað. Hin óliagstæða verðlagsþróun er- lendis er þar aldrei nefnd á nafn, — nema þá af óaðgæzlu — en aukning dýrtíðar hér á landi öll bein- línis talin stafa frá gcngisfellingunni og öðrurn ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. Krafan um fulla vísi- töluupptíót á kaup nú grundvallast og á þeirri blekk- ingu, að þessi dýrtíð sé hér öll heimatilbúin og því vandalítið að bæta hana upp með heimatilbúnum ráðstöfunum af þessu tagi. Sannleikurinn í þessu máli er samt sá, að sú vísitöluuppbót, sem nú er greidd á kaup, mun að fullu hafa bætt þær verð- hækkanir neyzluvöru, scm betnlínis leiddu af gengis- lækkuninni. Það sem á vantar nú, að kaupgjald sé tíætt að fullu, miðað við núverandi vísitölu, stafar af verðlagsþróuninni erlendis, sem við ráðum ekki við, frernur en t. d. nágrannaþjóðir okkar á Norður- löndum, sem nú vcrða, eins og við, að taka á sig byrðar þessara verðhækkana, án þess að geta bætt launþegunum þær í bili, eða meðan framleiðsluvörur þeirra liækka ekki tilsvarandi erlcndis eða framleiðsl- an eykst. í stað þess að viðurkenna þessa staðreynd, segir Alþýðuflokkurinn íslenzku verkalýðsfélögunum, að það sé aðcins undir duttlungum ríkisstjórnar og atvinnurekenda komið, hvort þetia hækkaða kaup- gjald fæst greitt eða ekki og því sé sjálfsagt að beita liörðu til að ná því marki. Þarna er settur á svið pólitískur lóddaraleikur, sem ekki stendur að baki leiksýningum kommúnista í stjórnartíð Stefáns Jó- hanns. Viðbrögð Alþýðuflokksins nú liafa sýnt þjóð- inni, að klíka sú, er honum stjórnar, á ekkert sam- eiginlegt með stjórn jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum nema nafnið. Þar hafa framsýnir stjórnmálamenn og ábyrgir stýrt ílokkunum til mik- illa áhrifa. Hér stefna ævintýramenn flpkki sínjum undir vald kommúnista. Það gerir gæfumuninn. Rödd útvarps-familíiunar. FYRIR NOKKRU tók útvarpið upp nýjan „þátt“, sem það nefnir Raddir hlustenda. Mun þessi nýj- ung þegar vera orðin allt að því eins langlíf og það herbragð Helga Hjörvar um árið; að hafa sérstakan útvarpslíma til þess að lesa skammir um þá menn, sem leyfðu sér að gagnrýna útvarpið opinberlega. Þóttu sunnudags- morgnar einkar vel fallnir til þessara fyrirbæna hér um árið, en hinar nýju „raddir“ eru í kvöldskránni enn sem ltomið er. En nýja röddin virðist ætla að verða alveg eins víðsýn og gamla röddin hans Hjörvars og lítið kæra sig um að drepið sé á ávirðingar útvarpsf j ölskyldunn- ar í þætti þessum. Þykir lofið sætara þar í sveit, sem mannlegt er, og verður þættinum allvel til fanga, enda mun nokkurt kapp vera lagt á aðdrættina. Nýlega flutti „þáttur“ þessi bréfkorn frá Akureyri. Maður, sá er bréfið skrifaði, hefur nú snúið sér til blaðsins, og bent á, að unginn úr bréfinu hafi verið felldur niður í lestrinum (án þess þó að um það væri getið). Mun útvarpsfamilí- unni hafa geðjast miður að þess- um kafla bréfsins. Vildi bréfrit- arinn gjarnan kynna víðsýni og sanngirni útvarpsins með því að birta bréfkaflann, sem ekki mátti lesa, og bað blaðið að birta hann. Fer hann hér á eftir. Ilið forboðna orð. ÞESSUM KAFLA sleppti „röddin“, er hún las bréf þetta: „Um tónverk og annað slíkt, sem flutt er af því efni, er í stuttu máli það að segja að fátt eitt af öllum þeim fúgum, sónötum, sin- fóníum, prelúdíum og hvað það nú heitir, mun ná eyrum hlust- enda, og eg hugsa að þeim er fyr- ir þeim flutningi standa mundi ógna ef þeir vissu um tölu þeirra tækja, sem lokað er fyrir þegar þess háttar dagskrárliðir hefjast. Þó munu þetta að sjálfsögðu vera góð verk á sína vísu, en íslend- ingar kunna ekki að meta þau nema sára fáir og þeim skal bent á að hlusta á erlent útvarp, því að þaðan munu þeii heyra miklu betri flutning, en hér um ræðir, eða allt það bezta og fullkomnasta sem fyrir hendi er. En við hinir viljum losna við betta fyrir alla muni. íslenzkir kórar og íslenzkir kvartettar munu vera langvin- sælustu söngvararnir, ekki sízt þegar þeir fara með íslenzk lög og ljóð. Annars væri mjög æskilegt að sagt væri frá, hvað há upphæð er greidd árlega fyrir hljómlist- arflutning útvarpsins og hvað allir þeir aðilar er þar koma við sögu kosta stóran pening. Það er ekki nema sjálfsögð krafa, því að hlustendurnir vita hvaðan þeir koma (peningarnir), en ekki hvað við þá er gert. En í öllum bænum minni æðri tónlist. Hvers vegna er jazzþátturinn á venjulegum dagskrártíma, en 'skólaþátturinn þegar komið er fram á nótt? Þarf hann að ná til fleiri? Nei, það er útilokað og væri fróðlegt að fá að heyra svar- ið, ekki sízt þar sem nú stendur svo á í sjálfri Reykjavík, að fólk sem langt á í skóla verður að vakna fyrir kl. 7 á morgnana vegna Jaess að strætisvagnarnir ganga ekki og verða þar af leið- andi að vera sofnaðir þegar skóla- þátturinn er fluttur.“ í Gósen. NÝLEGA barst mér í hendur 3 stórar bækur Alþingistíðinda, þeirra fróðlegu bókmennta, sem ekki njóta þeirra vinsælda hjá þjóðinni, sem vert væri. Mun það líklega stafa af því að útgáfan er heldur svifasein, og fylgist ekki vel með tímanum. Bækurnar þrjár, sem eg fékk með síðasta pósti að sunnan, innihalda t. d. vísdómsorð þau, er alþingismenn okkar létu um munn fara í þing- sölunum árið 1948. En menn verða að minnast þess, að spekin er alltaf ung og eg ráðlegg öllum þeim, sem unna alþýðlegum og þjóðlegum fróðleik, að lesa þessar bækur. — Þarna kennir margra grasa, og eru sum grösin girni- leg til fróðleiks. Hér eru t. d. nokkrar glefsur úr ræðu, er form. fjárveitinganefndar (Gísli Jóns- son) flutti við 2. umræðu fjár- laganna 1948, skv. þessum heim- ildum: „Ef athugaðar eru hinar merki- legu stofnanir, fjárhagsráð, við- skiptanefnd og skömmtunarskrif- stofan, þar sem starfa á annað hundrað manna, verður maður satt að segja nokkuð undrandi yfir því, sem á sér stað um launagreiðslur. Einn fram- kvæmdastjóri hjá ríkisstofnun og hefur þar 33 þús. kr. rúmlega, en svo er hann hjá einni þessari stofnun og hefur þar 42 þús. kr. Nú spurði eg hvernig hann færi að komast yfir allt þetta. Eg fékk það svar, að hann ynni hjá ann- arri stofnuninni frá 10—12 og 2 —4, en hjá hinni stofnuninni á kvöldin og nóttunni. . . . “ „. . . . fjórða dæmið, sem er kannske það allra einkennileg- asta ,eru rúmar 36 þús. kr. til út- hlutunar Renault-bílanna, þ. e. a. s. hagamúsanna svonefndu, hvar af einn maður — náttúrlega ágætur flokksmaður hæstv. við- skiptamálaráðherra — hefur fengið 16 þús. kr. fyrir þetta verk. Eg vil spyrja hæst. ráðherra, hvaða heimild liggur til þess að taka úr ríkissjóði 36 þús. kr. til svona starfa og hvaða nauðsyn er á því. . . . Þá er 5. atriðið. Hér er nefnd, sem að vísu hefur ekki mikla upphæð, en dálitla, og heit- ir atvinnuleyfanefnd. Eg spyr: Hvað gerir hún? Leyfir hún mönnum að stofna til atvinnu. . . nefndin hefur kostað rúmlega 21 þús. kr. — .... Þá kemur 3. Mósebók. í atvinnudeildinni (há- skólans) er heill hópur í nefnd. Eg veit ekki til hvers, en það er svo langur listi, að eg nenni ekki að fara yfir hann. En í sambandi við atvinnudeildina er einn mað- ur, sem hefur full laun, 32 þús. kr„ og í annarri stofnun hefur (Framhald á 11. síðu). Suinardagurimi fyrsti Það er býsna eríitt að gera sér í hugarlund, að fyrsti sumardagur skuli vera á morgun. Hvorki útlitið né umhverfið minna á sumar né sól, en tímatalið segir okkur, að sumarið sé skannnt undan, eða a. m. k. vor- ið.‘- Þegár þessar línur cru ritaðar, er stórhríðin svo mikil, að vart sér í næstu hús, og í kaupstöðum er ekki larigt á milli bæja, eins og allir þckkja. En svo kemur sumardagurinn lvrsti eins og góður engill af himnum sendur til þess að minna okkur á, að ríki vetrarins muni senn líða undir lok. Slíkum boðbera eigum við að fagna, þótt útlitið í dag sé ekki glæsilegt. Kerlingin, scm vildi slríða himnaföðurnum. Heyrt hef ég sögu af kerlingu nokkurri, sem leið og þreytt var orðin á óþurrkum sumar nokkurt. Eitt sinn kom maður að henhi, þar seijj hún var í óða önn að dreifa heyinu í liellirigningu, Maðurinn liafði orð á því, að lítið gagn myndi af þessum vinnubrögðum hennar, en þá mælti kerling: „Ég get strítt, þegar mér cr strítt," og liélt áfram að dreifa heyinu, eins og um sól og sunnangolu væri að ræða. Alvarlegt dstanil. Sannarlega er ástandið I byggðum norðan og austan lands alvarlegra en svo, að hægt sé. að, hafa þessi mál í flimtingum, cnda var það ckki ætlun mín né til- gangur. Heyleysi, samgönguleysi og margvíslegir erlið- leikar í sveitum eru vandamál, sem. þæjarmenn jiekkja lítt til, en skaðaði þó ckki, að við reyndum að setja okkur í spor sveitafólksins, jiegar við berjum okkur sem ákafast á brjóst vegna veðurofsans og hörkunnar. En getum við þá lært nokkuð af sögunni um kerling- una, sem vildi stríða himnaföðurnum? Getum við neitað að trúa jrví, að stórhrið berji utan lnis okkar og hamist allt um kring, þótt ekki sé nema einn ein- asta dag? Hvers vegna skyldum við ekki reyna, og einmitt á sumardaginn fyrsta? Einliver mun eflaust segja, að slík.t sé að slá höfðinu við stein eða stinga jiví í sandinn, og lítill karl- mennskubragur sé í því að þora ekki að horíast í augu við staðreyndir og ískaldann veruleikann. Þctta er alveg rétt, en er okkur láandi, þótt við finnum upp á einhverjum undarlegum tiltektum í slíku tíðarfari, eins og kerlingin forðum? Hvað getum við gert? Við getum glatt okkar nánustu með smágjöfum, og boðið gléðilegt sumar með bros á vör, við getum klæðzt sumarfötum, gelið lieimilisfólkinu góðan mat og gómsætar kökur, lokað fyrir útvarpið, jiegar veður- frégna er von, reynt að stuðla að skennntilegu umræðu- efni (tala ekki um veðrið) og umfram allt verið í góðu skapi. Þannig gerum við okkur dagamun á sumardaginn fyrsta og reynum að gleyma stórhríðun- um, þótt ekki sé nema einn einasta dag. Glcðilegt sumarl Góðar kökur úr heilhveiti og hafragrjónum. Heilhveiti-smúkökur. 250 g heilliveiti, 250 g púðursykur, 4 egg, vanillu- dropar. Sykurinn hrærður með eggjunum, jiar til deigið er létt. Heilhveitimi blandað saman við. Látið á plötu með teskeið, bakað Ijósbrúnt. Haframjöls-smdkukur. 2 bollar hafragrjón, 2 bollar sykur, 1 bolli saxaðar rúsínur, 1 bolli smjörlíki, 21/0 bolli hveiti, 2 egg, 1 te- skeið natron, ger á hnífsoddi. Hnoðað saman og búnir til liæfilega sverir sívaln: ingar, sem látnir cru kólna á köldum stað. Síðan eru kökurnar skornar niður, fremur jjykkt. Bakað við góðan hita. Báðar jiessar tegundir eru gómsætar og síður óhollar en ýmislegt annað sem við bökum og bjóðum gestum okkar. A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.