Dagur - 09.05.1951, Page 8
8
Miðvikudaginn 9. maí 1951
1Dagur
Kantötukór Aknreyrar þátttakandi í
norrænu söngmóti í Stokkliólmi
í næsta ifíánuði
Kantötukórinn er vandanum vaxinn,
segir dr. Urbantschitsch
]ón Oddgeir rómaði mjög áhuga
Eyfirðinga fyrir slysavaraamálum
Fyrir helgina komu hingað til
bæjarins þeir dr. Victor Ur-
bantschitsch, fonnaður söng-
málaráðs Landssambands bland-
aðra kóra, og Edvald B. Malm-
quist, formaður Sambandsins, og
var erindi þeirra að kynna sér
undirbúning Kantötukórs Akur-
eyrar til norræna söngmótsins í
Stokkhólmi í næsta mánuði, en
kórinn mætir þar fyrir hönd
Sambandsins og syngur auk þess
opinberlega víða í Svíþjóð og í
Noregi og Danmörk.
Blaðamenn ræddu við þá dr.
Urbantschitsch og Malmquist
fyrir helgina. Dr. Urbantschitsch
hafði hlýtt á söng kórsins og lét
vel af því. Hann kvaðst télja kór-
inn vandanum vaxinn og fulla
ástæðu til að ætla að hann gæti
sér gott orð á söngmótinu og í
söngkeppni þeirri, sem þar er
fyrirhuguð. Kvað hann augljóst
að kórinn hefði starfað vel og
dyggilega í vetur að undirbún-
ingi fararinnar.
Mesta söngmót Norðurlanda.
Sveriges Körförbund bauð til
móts þessa og var ákveðið á að-
alfundi Landssambands bland-
aðra kóra í fyrra, að Kantötukór
Akureyrar skyldi mæta fyrir
hönd Sambandsins. Mótið verður
dagana .12.-18, júní, en dagur
íslands á mótinu verður 17. júní.
Alls taka um 5000 söngmenn þátt
í mótinu, þar af um 4000 Svíar.
Svíar greiða fyrir för aðkomu-
kóranna á ýmsan hátt. Á söng-
mótinu fer fram söngkeppni, í
tveimur flokkum, þjóðlagakeppni
og keppni um flutning þriggja
laga. Kantötukórinn tekur þátt
Skíðalyftan hefur verið
tekin í notkun
Ekki gat orðið úr því að skíða-
lyftan yrði tekin í notkun sl.
fimmtudag eins og boðað var hér
í blaðinu, en hún var reynd á
sunnudaginn skammt frá Fálka-
felli, og reyndist vel. Taugin er
500 metrar, og er lyftan 2 Va—3
mín. að draga upp brekkuna í
áframgír, en nokkru lengur í aft-
urábakgír. Verður lyftan endur-
bætt til að afkasta meiru. All-
margt fólk reyndi lyftuna á
sunnudaginn, en annars var veð-
ur slæmt þann dag. Það eru þeir
Kristján Sigurðsson hótelstjóri,
Hermann Stefánsson íþrótta-
kennari og Haraldur Sigurðsson
íþróttakennari, sem hafa komið
lyftunni upp, en skíðamenn í
bænum hafa drengilega stutt þá
með sjálfboðavinnu. Þeir félag-
ar hafa í hyggju að reyna að
koma lyftunno fyrir á varanleg-
um stað, þar sem fólk geti notað
hana meðan snjó rendist og helzt
iram á sumar.
í þjóðlagakeppninni. — Fimm
manna dómnefnd dæmir og er
dómnefndarmaður frá hverju
Norðurlandanna. Héðan Páll ís-
ólfsson, en í forföllum hans mun
Haraldur Sigurðsson píanóleikari
væntanlega sitja í nefndinni. Auk
hljómleikanna í Stokkhólmi, sem
fram fara í sambandi við mótið,
í Konserthúsinu, og skemmti-
görðum borgarinnai, mun Kan-
tötukórinn ferðast víðs vegar um
Svíþjóð og halda hljómleika, svo
og í Osló og væntanlega í
Kaupmannahöfn.
Söngstjórar í förinni verða þeir
Björgvin Guðmundsson tónskáld
og Áskell Jónsson söngstjóri, og
mun Björgvin stjórna köflum úr
óratóríóverki sínu Strengleikum.
íslenzk músík verður eingöngu
flutt af kórnum.
Lagt af stað fyrir mánaðamót.
í förinni verða um 70 manns,
þar af 55 söngmenn. Fararstjóri
er Jón Sigurgeirsson kennari. —
Formaður Kantötukórsins er Jón
Júl. Þorsteinsson kennari.—Far-
ið verður héðan fyrir n.k. mán-
aðamót, en 30. maí frá Rvík með
Dr. Alexandrine. Komið heim 1.
júlí, flugleiðis. Dr. Urbantschitsch
gat þess að í ráði væri að halda
hljómleika í Reykajvík áður en
kórinn leggur upp í ferðina.
Hinn 5. þ. in. kvað sakadómar-
inn í Reykjavík upp dóm í út-
varpsmálinu svokallaða, en það
er mál, er dómsmálaráðuneytið
lét höfða í tilefni af rannsókn á
fjárreiðum útvarpsins í sam-
bandi við skrif Helga Iljörvar um
þau og útvarpsstjórann.
í dóminum er talið að útvarps-
stjórinn hafi ekki átt tilkall til
lántökugjalds fyrir milligöngu
um lántökur úr framkvæmda-
sjóði útvarpsins og er hann
dæmdur til að greiða 3000 kr. sekt
til ríkissjóðs og bera allan kostn-
að sakarinnar, en að öðru leyti
er hann sýknaðui' af áburði
þeim, er fram kom í bæklingi
Helga Hjörvar, þ. á. m. í sam-
bandi við ráðningu venzlamenna
í kvartett o. s. frv.
í dómsforsendum kemur fram
að útvarpsstjóri hefur rætt við
þáv. fjármálaráðherra um það,
hvort sér væri heimilt að taka
þóknun fyrir milligöngu, en ráð-
herra taldi samtalið lauslegt
rabb en ekki embættissamtal og
hvað engar tölur þar hafa verið
nefndar.
v ■ ■ =?
Von um að imilent
lán fáist til sjíikra-
hússins
Vonir standa nú til að inn-
lent lán fáist til þess að full-
gera sjúkrahúsið hér og var
bæjarstjóra veitt heimild til
þess að taka slíkt lán á bæjar-
ráðsfundi sl. mánudag. Er nú
unnið að málinu. Upphaflega
var ætiunin að fá erlent lán,
en á því voru vandkvæði.
Áætlað er að með 2 millj. kr.
lánveitingu megi að mestu
Ijúka sjúkrahússbyggingunni
og taka hana í notkun.
80 ára afmæli Barna-
skólans
Síðastl. sunnudag minntust
barnaskólabörnin 80 ára afmælis
skólans með hátíðlegri skrúð-
göngu um bæinn. Fór Lúðra-
sveitin fyrir fylkingunni. Síðar
um daginn var handavinnusýning
barnanna og var þar margt fall-
ega gerðra muna. Til sýnis voru
og Ijósmyndir frá starfi skólans
á ýmsum árum. Afmælisins mun
verða minnst með samsæti 11. þ.
mán.
Jörundur landar
í Ólafsfirði
„Jörundur“ hefur landað
tvisvar í Olafsfirði og er aflinn
frystur og saltaður þar. Skipið
flaut greiðlega að bryggju og
hefur löndunin gengið vel.
- Varnarliðið í Keflavík
(Framhald af 1. síðu).
f KEFLAVÍK og Reykjavík, og
raunar um land allt, tóku lands
menn tíðindunum með jafnað-
argeði. Engin merki æsinga
voru neins staðar sjáanleg
nema í kommúnistablöðunum.
En kommúnistar höfðu undir-
búið jarðveginn með skrifum
sínum að undanförnu. Þeir
voru búnir að Iýsa því yfir að
þessara tíðinda væri von. Þeir
voru líka búnir að eyða öllum
stóryrðunum og landráða-
brigslunum, svo að þegar her-
inn loksins kom, voru stóryrði
þeirra og brigsl ekkert nema
endurtekning á því, sem þeir
voru áður búnir að skrifa og
segja og féllu máttlaus til jarð-
ar. Kommúnistar þykjast vera
sérstakir snillingar í áróðri —
og stundum eru þeir sniðugir
— en þarna brást þeim boga-
listin Þetta stóra áróðursmál
þeirra datt sundur í höndum
þeirra. Fólkið hlustar ekki
lengur á þá.
Jón Oddgeir Jónsson, erind-
reki Slysavarnafélags fslands,
dvaldi hér í bænum um skeið í
síðasta mánuði og fram yfir mán-
aðamótin og hélt hér námskeið,
erindi og kvikmyndasýningar
fyrir slysavarnamálin, fyrir for-
göngu Slys-avarnadeildanna hér
og Rauðakrossdeildarinnar.
Þátttakan í námskeiðum og
fundahöldum var mjög góð. —
Rómaði Jón Oddgeir mjög
áhuga manna hér um slóðir fyrir
slysavarnamálum, og kvað allan
undirbúning hér af hendi slýsa-
varnadeildanna og Rauðakrossins
hafa verið með ágætum. En félög-
in telja að sínu leyti að verulegt
gagn hafi orðið af komu erind-
rekans.
Góð þátttaka.
Hér á Akureyri voru haldin
námskeið í lífgun, hjálp í viðlög-
um og hvernig varast beri hætt-
ur á vinnustöðum o. s. frv. og
sóttu þau um 120 manns. Þá voru
haldin námskeið í Húsmæðra-
Verkfalli lijá vegagerð-
inni frestað
Bílstjórafélag Akureyrar sam-
þykkti nú um helgina að fresta
um óákveðinn tíma þáttt. í verk-
falli hjá Vegagerð ríkisins, sem
hefjast átti snemma nú í mánuð-
inum. Samningar við Vegagerð
ríkisins gilda yfirleitt til 18. þ. m.
og eftir þann tíma munekkiverða
unnið að vegaviðgerðum nema
samningar hafi tekizt eða fleiri
félög fari að dæmi bílstjórafélags-
ins hér.
Tveir togarar koma
með saltfisk
Tveir togarar komu inn nú um
helgina með saltfisk og fisk til
vinnslu í Krossanesi. Svalbakur
landaði 175 tonnum í Krossanesi
í fyrradag, Harðbakur losar þar
einnig nokkurt magn. Bæði skip-
in hafa talsvert af saltfiski, sem
hér fer í land.
Kemst skriður á flug-
vallarmálið?
Marteinn Björnsson verkfræð-
ingur kom hingað til bæjarins sl.
mánudag, á vegum flugmála-
stjórnarinnar, og er erindi hans
að gera nokkrar framhaldsat-
huganir á flugvallarstæðinu fyr-
irhugaða í Eyjafjarðárárhólmum.
Nokkur hreyfing er nú á flug-
vallarmálinu og standa vonir tíl
að undirbúningur flugvallargerð-
arinnar hefjist í sumar.
skólanu.m, Barnaskólanum og
Menntaskólanum og leiðbeint um
umferðareglur (einkum fyrir
börn) o. fl. — Þá voru kvik-
myndasýningar fyrir almenning,
og sýndar slysavarnamyndir. Var
aðsókn ágæt. Sérstök sýning var
fyrir kvennadeild Slysavarna-
félagsins Og sóttu hana um 100
konur. Erindrekinn heimsótti
vinnustaði hér í bænum og leið-
beindi um slysavarnir. Utanbæj-
ar starfaði hann í Dalvík, Saur-
bæjarhreppi og Öngulstaða-
hréppi.
Tvær glæsilegar
sölubúðir
Laugardaginn 5. þ. m. opnaði
Kaupfél. Þingeyinga á Húsavík
tvær sölubúðir í hinu stóra og
nýbyggða verzlunarhúsi sínu. —
Er þetta nýlenduvörudeild og
járn- og glervörudeild. Deildar-
stjórar í þessum nýju búðum eru
þeir Jón Haukur Jónsson og Jón-
as Egilsson. í þessari sömu bygg-
ingu tók til starfa kjötbúð fyrir
rúmu ári. Kjötbúðarstjóri er
Kristján Guðmundsson.
- Varnarsanmiiigurinn
(Framhald af 1. síðu).
um endurskoðun leiðir ekki til
þess, að ríkisstjórnirnar verða
ásáttar innan 6 mánaða frá því
að málaleitanin var borin fram,
getur hvor ríkisstjórnin, hvenær
sem er eftir það, sagt samningn-
um upp, og skal hann þá falla úr
gildi 12 mánuðum síðar. Hvenær
sem atburðir þeir verða, sem 5.
og 6. grein Norðuratlantshafs-
samningsins tekur til, skal að-
staða sú, sem veitt er með samn-
ingi þessum, látin í té á sama
hátt.
Meðan aðstaðan er eigi notuð
til hernaðarþarfa, mun ísland
annað hvort sjálft sjá um nauð-
synlegt viðhald á mannvirkjum
og útbúnaði, eða heimila Banda-
ríkjunum að annast það.
Áttunda grein.
Samningur þessi er gerður á
íslenzku og ensku. og eru báðir
jafngildir. Hann gengur í gildi,
er hann hefur verið undirritað-
ur af réttum yfirvöldum íslands
og Bandaríkjanna og ríkisstjórn
íslands hefur afhent ríkisstjórn
Bandaríkja Norður-Ameríku til-
kynningu um að samningurinn
hafi verið fullgiltur af íslands
hálfu.
Gert í Reykjavík 5. maí 1951.
Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands
(sign)
Bjarni Benedkitsson,
utanríkisráðherra íslands.
Edward B. Lawson
(sign)
sérlegur sendiherra og ráðherra
með umboði fyrir Bandaríki
Ameríku á íslandi.
Undirréttardómur fallinn í útvarpsmálinu:
Útvarpsstjóri átti ekki tilkall til lán-
tökngjalds - sýknaður af öðrum ábnrði