Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert lieimili. Hringiö í síma 1166. Að marg-gefnu tilefni minnir blaðið á, að auglýsingar þurfa að koma fyrir kl. 2 á þriðju- dögum. Ella komast þær ekki í blaðið. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. maí 1951 21. tbl. Ef bærinn kaupir sanddælur ogútbúnað fyrir 800 Sumar er í sveitum! Nú er sumarið komið í allri sinni dýrð! Si&ústu dagarnir Itafa verið hlýir og bjartir hér tvyrðra, enda grccttkar nú óðum og snjóa leysir óðfluga. Samgöngur eru að komast í eðlilegt horj d ný. — Þessa rnynd tók erlendur blaðamaður úti i sveit i fyrrasumar. Samningar fókust sunnanlands um takmarkaða vísitöluuppbóf Verkföllum lokið — fullvíst talið að samn- ingar verði gerðir hér á sama grundvelli þús. kr.r er líklegf að hafizf verði handa um flugvallargerð Þvílík tæki gætu orðið mjög gagnleg við dýpkun hafnarinnar hér Aðfaranótt mdnúdags ndð- ust sœtiir d milli fulltrúa al- vinnurekenda og verklýðsfé- Ingn þeirra, sem í verkfalli Kantötukórinn flytur Svíþjóðar-söng- skrána í Samkomu- húsinu Kantötukór Akureyrar hefur hljómleika í SamkomuhÚEÍnu í kvöld og annað kvöld, og flytur þar söngskrá þá, sem sungin verð- ur í utanförinni. Söngstjórar eru Björgvin Guðmundsson og Askell Jónsson. Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. Einsöngvarar eru: Helga Jónsdóttir, Sigríð'ur Schiöth, Hermann Stefánsson, Jóhann Kon- ráðsson og Sverrir Pálsson. Við- fangsefni eru kaflar úr óratóríinu Strengleikar, eftir Björgvin Guð- mundsson, höf. stjórnar, og lög eftir önnur íslenzk tónskáld og ís- lenzk þjóðlög, er Áskell Jónsson stjórnar. Á söngskránni eru alls 20 lög, en ekki munu þau öll flutt á einu kvöldi, heldur mun söng- skránni að éin’nverju leyti skipt niður á báoa konsertana. • Nemendatónleikar Tón- listarskólans á sunnudag Á sunnudaginn kl. 5 e. h. hefj- ast í Samkomuhúsi bæjarins nem- endatónleikar Tónlistarskóla Ak- ureyrar, og leika nemendur þar á fiðlu, píanó, orgel og klarinítt. Margir nemendur munu koma fram þarna í fyrsta sinn sem ein- leikarar. voru, um miðlunartillögu frd snltasemjara rikisins, og i fyrradag samþykktu svo við- komandi félög tillöguna, og leystust þd verkföllin. Ennfremur var samið við vega- gerð ríkisins og þar með leystar allar þær vinnudeilur, sem yfir stóðu. Hér nyrðra ganga samning- ar úr gildi 1. júní nk., og var full- víst talið hér í gær, að samningar mundu undirritaðir hér fyrir þann tíma, með sömu kjörum og nú er búið að semja um syðra, og mun því ekki koma til neinna vinnu- stöðvana hér. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar hafði fund í gærkvöldi til þess að ræða þessi mál. Á RSFJÓRÐ UNGSLEG BREYTING UPPBÓTAR Grundvöllur samkomulagsins er, aö greiða skuli fulla visitöluuppbót á verkamannakaup, eins og vísitala reynist ársfjórðungslega, miðað við almennt dagvinnukaup kr. 9.24 og tilsvarandi kaup í fastri vinnu, en þó skal ekki greiða uppbót á hærra kaup en sem svarar verkamanna- kaupi umfram 123 stig, heldur að- eins sömu krónutölu og verkamað- urinn fær. Þannig fá þeir, sem hafa hærri laun en verkamenn, ekki fulla vísitöluuppbót á kaup sitt, nema að 123 stigum. „VERULEGAR KJARA- BÆTUR“ I málgögnum Alþýðuflokksins er þegar farið að hampa því, að „ákveðin forusta Alþýðusambands- (Framhald á 8. síðu). Rússar segja að Eisen- hower hyggi á árás! Hollenzka blaðið Rotterdam- sche Courant birtir frétt frá Ber- linarfréttaritara sínum, um að rúss- neski yfirhershöfðinginn í Austur- Þýzkalandi, Sjuikoff, hafi flutt ræðu fyrir liðsforingja hersins og embættismenn leppstjórnarinnar við lok vorheræfinga þeirra, sem Rússar héldu austur þar. I ræð- unni skýrði hann svo frá, að rúss- neska herforingjaráðið þættist nú hafa sannanir fyrir því, að Eisen- hower, yfirhershöfðingi Evrópu- hersins, hyggði á styrjöld gegn Rússum og fylgiríkjum þeirra árið 1952. Þessi yfirlýsing hershöfðingj- ans minnir óhugnanlega á yfirlýs- ingar Hitlers um árið, að Vestur- veldin — og jafnvel smáríkin í Evrópu — hyggðu á árás á Þýzka- land. Þannig undirbjó Hitler árás- arstríð sitt. Akraborg, dregin til Haínaríjarðar „Akraborg", eign Valtýs Þor- steinssonar útgerðarmanns hér, stundar lúðuveiðar fyrir vestan land. I fyrradag kom Sæbjörg með Akraborg til Hafnarfjarðar. Hafði vél skipsins bilað 180 mílur vestur í hafi. Sæbjörg var 51 klst. í þess- um hjálparleiðangri. SMÁSÍLDARVEIÐI ÁPOLLINUM Að undanförnu hefir veiðzt dá- lítið af smásíld hér inni á Pollin- um. í lás. Anna Borg í íslenzk- um búningi á 2000 ára afmæli Parísar- borgar Danska blaðið Politiken seg- ir, að sendiráð Norðuríanda í Paris gangist fyrir hátíðakvöídi þar i borginni hinn 5. júní n.k., í tilefni af 2000 ára afmæli Par- ísarborgar. Þar kemur Paul Reumert fram fyrir hönd Dan- merkur, en frú Anna Borg Reu- mert fyrir Istands hönd. Paul Reumert mun lesa ævintýri efiir H. C. Andersen, á frönsku, og að auki feika atriði úr „Tar- tufíe“, ásamt franskri leikkonu frá Théatre Francais. Frú Anna Borg mun lesa úr ísfendinga- sögum — á íslenzku — klædd íslenzkum búningi. En áður mun efni sögunnar verða kynnt á frönsku. Rithöfundurinn An- dré Maurois ffytur þarna ræðu, auk þess verða sýndar litkvik- myndir, m. a. frá íslandi. — Finnskir, norskir og sænskir listamenn koma einnig fram. Pauf Reumert, sem nú dveíur hér á landi, á 50 ára leikara- afmæli hjá Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn nú í ár. Muri leikhúsið minnast þess með Reumert-viku, og mun hann þar koma fram í ýmsum af stærstu hlutverkum sinum. -................ Fyrir nokkru fé>l bcejar- sijórn Jakob Frímannssyni framkvcemdastjóra að rœða við flugrélð um möguleikana d því, að hafizt yrði. handa um flugvallurgerð þd, sem fyrir- huguð er í Eyjafjarðardrhólm- um hér sunnan við bœinn. Á bæjarstjórnarfundi nú fyrir nokkru skýrði Jakob frá viðræðum þeim, er hann átti við flugráð um þessi mál, ásamt þingmanni kaup- staðarins. Niðurstaða viðræðnanna varð sú, að flugráð taldi líklegt, að unnt yrði að hefjast handa um flugvall- argerðina, ef bærinn gæti lagt til sanddælur og pramma til þess að hefja uppmokstur og uppfyllingu við hólmana. Flugráð hefur ekkert fé til þess að kaupa slík tæki fyrir, en telur sennilegt, að það geti lagt fram nokkurt fé til flugvallargerð- arinnar sjálfrar, ef slík aðstaða væri fyrir hendi, af því fé, sem það fær á fjárlögum til flugmála. Eigi er þó fullvíst, að þessi skiln- ingur sé réttur og má vera, að þurfi að koma til kasta Alþingis, áður en ráðizt er í svo mikið mannvirki sem flugvallargerðina hér. KOSTAR UM 800 ÞÚS. KR. Vafalaust er þó, hvernig- sem á það mál yrði litið, að það mundi mjög greiða fyrir flugvallarmálinu, ef bærinn gæti boðið upp á afnot sanddælu við verkið. Samkvæmt upplýsingum, er Jakob Frímanns- son fékk hjá flugráði, er áætlað, að nauðsynlegar sanddælur, ásamt vélum og pramma, mundu kosta um 800 þús. kr. Slík tæki mundu geta komið að góðum notum við vinnu í höfninni og augsýnilega mörg verkefni, sem hægt væri að leysa þar með tilstyrk slíkra tækja. Mundi aðstaða bæjarins til upp- moksturs og uppfyllinga við höfn- ina allt önnur en hún nú er, ef hann hefði yfirráð slíkra tækja. Þá er það og mjög þýðingarmilcið fyrir bæinn, að hrinda flugvallarmálinu nokkuð áleiðis. Er hvort tveggja, að nýr flugvöllur verður æ ríkari nauðsyn fyrir bæ og hérað, og hér er um fyrirtæki að ræða, sem mundi veita mikla atvinnu meðan það væri í smíðum. Að öllu þessu athuguðu virðist einsætt, að bærinn eigi að taka til alvarlegrar athugunar, hvort hann geti ekki aflað sér þessara tækja hið fyrsta. Hér er að vísu um all- verulegar fjárhæðir að ræða, en hins vegar þess að gæta, að slíkt tæki gæti orðið mjög hagnýtt til margvíslegrar vinnu og eftir miklu að sækja í sambandi við flugvall- armálið. NAUÐSYN Afí HRAÐA ATHUGUNUM Bæjarstjóra mun hafa verið fal- ið að rannsaka, hvort unnt mundi að fá þessi tæki og með hvaða kjörum. Er þess að vænta, að und- inn verði bráður bugur að þeirri athugun og endanlegri ákvörðun ekki frestað meira en góðu hófi gegnir. Búið að bræða um 1000 lestir í Krosanesi I gær var lokið við að bræða í Krossanesi þann karfa og fisk- úrgang, sem þangað hafði bor- izt, og voru það samtals um 1000 lestir. Allir togararnir eru á karfaveiðum og eru þrír bún- ir að landa einum farmi hver. — Veiðarnar ganga nú allvel. Aðalfundur Útgerðar- félags Akureyringa h.f. laugardaginn 9. júní Stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. hefur ákveðið, að aðal- fundur félagsins verði haldinn í bíósalnum í Skjaldborg laugardag- inn 9. júní n.k., og hefst fundurinn kl. 4 síðdegis. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf samkvæmt lög- um félagsins. Bretar höfðu tallhlífa- herlið til taks Brezku blöðin frá sl. helgi skýra frá því, að 16. fallhlífarhersveit Breta hafi fengið fyrirskipun um það í sl. viku að vera til taks fyrir- varalaust. Settu menn þetta í sam- band við olíumálin í íran. En her- sveitin situr enn í Bretlandi, og Bretar spyrja: Hvað stóð til? Sun- day Express fullyrðir, að brezka stjórnin hafi búið svo að flughern- um, að hann eigi ekki flutninga- flugvélar til þess að flytja eina slíka hersveit á vettvang! Vaðlalieiðar vegrn- akfær á ný Á sunnudaginn kom Sigurður á Fosshóli á jeppanum sínum yfir Vaðlaheiði, og varð fyrstur manna til þess að aka heiðina á þessu sumri, en hann fór síðastur yfir hana í fyrravetur, og voru 20 vikur liðnar frá því að heiðin lokaðist. Vegagerðin lét opna veginn í gegn- um skaflinn vestan í heiðarbrún- inni, en sá skafl er nú gífurlega mikill. Vel kann svo að fara, að loka þurfi heiðinni um tíma vegna aurbleytu, en flutningar eru þegar hafnir yfir hana, m. a. á, efni til Laxárvirkjunarinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.