Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U K Miðvikudaginn 23. maí 1951 r D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræd 87 — Sími Í166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 25.00 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. við því að íslenzkir verkamenn haldi 1. maí hátíðlegan, heldur til þess að benda á, hversu við- horf Breta og okkar til afkasta þjóðarinnar og framleiðslunnar er ólikt. Hér fylgjast menn illa með því, hvað framleiðslunni raunverulega líður og skýrslur um þau efni eru sjaldan birtar. Hér er mönnum gjarnt að taka fagnandi við hverjum nýjum frí- degi án þess að gefa að því gæt- ur, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. VINNFRIÐURINN hefur nú verið tryggður og það er mikið fagnaðarefni. Hitt er enn óséð, hvort sú kauphækkun, sem nú er fengin, kemur launþegunum að því haldi, sem ætlað er, eða hvort þjóðfélaginu tekst að auka afköst sín til þess að mæta kaup- hækkununum með raunveru- legum verðmætum. Ef sildin kemur, verður allt í lagi, segja menn, og satt er það, að miklu mundi það breyta. En það er valt að treysta happdrættum og óráðlegt að lifa um efni fram upp á væntanlegan vinning þar. Það þurfa menn að gera sér ljóst, er þeir taka við uppbót þeirri í krónum, sem nú hefur verið samið um. \ inmiíriðiir tryggður á ný FOKDREIFAR Erum við sóðar? Hreinlæti er orð tuttugustu aldarinnar. Við höldum sjálfum okkur hreinum eftir beztu getu og vitund, bústöðum okkar, og öllum þeim munum, sem við um- göngumst og notum daglega. Fjöldinn allur finnur einnig köllun hjá sér til þess að hafa hreint og þokka- legt í kringum hús sín, og menn hefjast handa og vinna í görðum sínum, er vora tekur. Þessa dagana sjáum við merki þess arna daglega. Húsfreyjurnar eru í hreingerningum og húsbændumir í görðunum. Einstaklingarnir reyna að hafa hreinlætið í hávegum, bótt misjafnlega gangi, eins og öll mannanna verk. En hvernig er umhorfs á þeim stöðum, „sem enginn á“? Hvað gerir bærinn í hreinlætismálunum? VERKFÖLLUNUM er lokið, og vinnufriður tryggður í landinu á ný. Öll þjóðin dregur andann léttara. Allir sáu, að langvinn verkföll mundu innan tíðar færa eymd og örbirgð að hvers manns dyrum. En hversu happasæl verður sú lausn, sem sætzt var á? spyrja menn, og hvar stendur þjóðfé- lagið í dag eftir þessa friðarsamninga? Enn hafa menn ekki áttað sig á því, hverjar afleiðingar þess- ar breytingar hafa. Menn virðast yfirleitt líta þann- ig á, að eðlilegt hafi verið að reyna að létta undir með þeim, sem lægst hafa launin og þó þannig, að skrúfa vísitöku og verðlags væri ekki hömlulaust sett af stað. Reynt hefur verið að fara bil beggja að þessu leyti, verkalýðssamtökin féllu frá kröfunni um mánaðarlega vísitöluuppbót á allt kaup, og sætt- ust á, að uppbótin yrði hvergi meiri en hjá verka- mönnum og breyttist ekki mánaðarlega, heldur árs- fjórðungslega. Hins vegar er eftir að sjá, hver raun- veruleg kjarabót er að þessari kauphækkun hjá launþegunum. Verðlag á landbúnaðarafurðum og ýmiss konar þjónustu mun áreiðanlega hækka til- svarandi, og þannig verður þessi uppbót ekki öll eftir til að mæta hækkuðu verði erlends varnings og má svo fara, að launþegunum finnist lítið eftir af hækkuninni, þegar öll kurl koma til grafar. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Þetta hefur reynslan kennt landsmönnum á liðnum dýrtíðarár- um, eða ætti að minnsta kosti að hafa kennt þeim. Eftir alla „kjarabóta“-baráttu liðinna ára, er aðstaða launþeganna engan veginn traust. Dýrtíðarskrúfan hefur klipið af uppbótunum hverju sinni, og innan tíðar stóðu menn í sömu sporum og fyrr og voru þó lakar settir, því að aukin dýrtíð torveldaði afkomu atvinnuveganna og spyrnti þannig gegn öruggri at- Vinnu. ÞANNIG MÁ SVO FARA, að sá ávinningur, sem verkalýðsleiðtogarnir hampa nú framan í launþeg- ana, verði næsta haldlítill í lífsbaráttunni sjálfri. Vafalaust hafa allir, sem að þessum málum stóðu, gert sér ljóst, að raunverulega er enginn grundvöll- ur í þjóðfélaginu fyrir „kjarabótum“ eins og sakir standa. íslenzkar útflutningsvörur hafa lítið sem ekki hækkað í verði — nema síldarafurðir, en þær eigum við ekki enn, hvað sem síðar verður, — en innflutningur okkar hefur stórhækkað í verði. Þessi mismunur verður ekki bættur með aukinni seðla- prentun, eins og kommúnistar vilja, heldur aðeins með aukinni framleiðslu, annað tveggja að magni eða verðmæti. Við ráðum ekki verðlaginu á fram- leiðsluvörum okkar, en hitt ráðum við frekar við, hvert magn þjóðarbúið framleiðir á ári hverju, og þó er það mjög háð náttúruöflunum, sem við höfum ekkert vald á. En við getum stundað fram- leiðslustörfin af kappi og gætt þess að láta ekkert tækifæri ónotað að sækja björg í bú. Mjög mikið skortir áreiðanlega á, að keppt sé að þessu marki alls staðar. Þjóðin hefur ekki sömu tilfinningu fyrir því, hversu mikilvægt er að auka framleiðsluna eins og sumar aðrar þjóðir. Brezk stjórnarvöld láta t. d. þjóðina fylgjast mjög vel með því, hvað framleiðsl- unni líður og reyna að efla áhugann fyrir því með ýmsum ráðum. Bretar spara t. d. mjög við sig frí- daga og þar í landi eru vinnudagarnir í þjóðfélag- inu mun fleiri en hér. Til dæmis frestuðu Bretar hátíðahöldum sínum 1. maí sl. til helgarinnar næstu á eftir til þess að ekki félli niður framleiðslan á virk- um degi. Þetta er ekki sagt hér til þess að amast Enn vantar nafn á túnin! EFTIR 17.-JÚNÍ hátíðahöldin í fyrra, var bent á það hér í þess- um þætti ,að leiðinlegt væri að sjá útisamkomur á hátíðasvæðinu á syðri-brekkunni sífellt auglýstar á „túnunum sunnan við sUndlaug- ina“. Var skorað á málhaga menn, að finna gott nafn á þennan stað. Hér mun auk heldur vera starf- andi nefnd, sem gerir tillögur um götuunöfn í bænum. Virðist þarna verkefni fyrir hana. Nú líður aft- ur að 17. júní. Skyldi þjóðhátíðar- nefndin enn þurfa að tala um „túnin sunnan við sundlaugina"? Umferðanefndir og umferðatilskip- anir en takmarkaður árangur. EINU SINNI starfaði hér um- ferðanefnd. Hún var að því leyti ólík sumum öðrum nefndum, að hún vann það verk, er henni var falið að framkvæma og skilaði ýt- arlegu áliti. En árangurinn af starfi hennar varð líkari útkom- unni hjá sumum öðrum nefndum: hann varð enginn. En ekki var það henfndarinnar sök. Bæjarstjórnin lagði álit hennar í ruslakistuna og bæjarstjórinn settist á kistulokið og hefur setið þar síðan. Væri nú ekki ráð að opna kistuna, dusta rykið af nefndarálitinnu og fram- kvæma sumar tillögurnar um úr- bætur í umferðamálum bæjarins, sem þar voru gerðar? HER HAFA á liðnum árum ver- ið birtar ýmsar tilskipanir um umferðamál, um bílastæði og ein- stefnuakstur og annað því um líkt. En minna hefur verið gert að því að framkvæma tilskipanirnar. Einu sinni var samþykkt í bæjar- stjórn að gera Gránufélagsgötu að einstefnuakstursgötu. Enn aka menn bílum sinum austur og vest- ur þar á Eyrinni. Einu sinni voru ákveðin bílastæði á nokkrum stöðum, óg merkt. Nú eru merkin horfin. Einu sinni voru máluð rauð strik á gangstéttir til þess að merkja, að menn mættu ekki leggja bílum sínum þar. Nú eru þessi rauðu strik horfin. Einu sinni var komið fyrir merkjum til leiðbeningar fyrir ökumenn. Nú eru þau mörg ill-læsileg, önnur skökk og skæld eða horfin með öllu. Sum má enn finna ef menn leita þeim, því að svo afkáralega er þeim komið fyrir. Svo sem merkinu, sem neglt var upp á símastaur við Kaupvangstorg, rétt eins og ætlast sé til þess að öku- menn glápi upp eftir símastaurum áður en þeir hætta sér út í um- ferðina. Fleira mætti telja af þessu tagi. Oft furðar mann á því, hve bæjarfulltrúarnir eru þolinmóðir menn. Þarna sitja þeir með sveitta skallana inni í Samkomuhúsi og samþykkja alls konar tilskipanir og reglugerðir. En svo horfa þeir upp á það allan ársins hring, að framkvæmdayfirvöld bæjarins hundsi þessi fyrirmæli alveg eða framkvæmi þau seint og illa. Sum- ir segja að þetta sé fagur vottur þess, að bæjarfulltrúum sé eðli- legra en öðru fólki að elska ná- unga sinn, og má það vel vera rétt og satt. „Sentimental manneskjur.“ Hér í blaðinu var fyrir nokkru greint frá ummælum útvarpsgagn- rýnanda sunnanblaðsins Vikutíð- indi á Akureyrarkvöldi í útvarp- inu, en svo var kölluð dagskrá sú, er karlakórinn Geysir sá um. — Nefndi blað þetta hið fyrra kvöld (kórsönginn) „lang-leiðinlegast“ þeirra dagskrárliða, er bæir úti á landi höfðu séð um. Nú hefur blað- ið birt umsögn um síðara kvöld þeirra Geysismanna, og segir þar svo: „Karlakórinn Geysir sá um upp- töku á samfelldri dagskrá úr Eyja- firði og Akureyri. Akureyringar birtust þarna sem ákaflega ljóð- rænar og sentimental manneskjur, skiptu sönglist og töluðu orði hæfi- lega niður að þessu sinni, og yfir- lit það, sem menn fengu yfir sögu andlegra stórmenna þar í héraðinu var ágæta greinargott, en þótti sumum helzt til orðskrúðugt. Þessi dagskrá Akureyringa tók svo langt fram dagskrá nr. 1, að menn freist- ast til þess að fyrirgefa þeim allar þær misfellur, sem óneitanlega voru á henni. Næst þegar Akureyr- ingar koma fram í útvarpinu, ættu þeir að temja sér meiri skipulagn- ingu, draga upp skýrari myndir af hinum yndsfagra bæ sínum og gefa landsmönnum kost á að kynnast þar mönnum og málefnum. Auk þess vega þeir að temja sér hressi- legri framsögn og leggja niður þessa bannsetta tæpitungu. Akur- eyringar hafa mjög góð skilyrði til þess að útbúa góða útvarpsdag- skrá.“ Oskuhaugarnir og heilbrigðisnefndin. „Brekkubúi" skrifar: „Þegar vindátt er vestlæg eða suðvestlæg, leggur yfir bæinn of- anverðan ódaun frá öskuhaugum bæjarins, sem eru uppi við svarð- argrafir og einnig skammt sunnan við aðalspennistöðina. Er leitt til þess að vita, þegar slíku er blandað saman við þýðan sunnanandvara, og raunar endranær. — Einhvers staðar verður að koma úrganginum fyrir, og skal ekki amazt við því, að þessir staðir hafa verið valdir til þess. — Hitt væri óskandi, að heilbrigðisnefnd bæjarins athugaði umgengni við öskuhaugana og sæi til þess, að meiri áherzla verði lögð á að gæta þar meiri þrifnaðar og bera möl og mold ofan á úr- ganginn, jafnskjótt og búið er að brenna það af honum, sem brunn- ið getur. Myndi það bæta þrifnað- inn og draga mjög úr hinni óþol- andi lykt. — Brekkubúi.“ FLÖSKUR Kaupum tómar 1/1 og 1/2 flöskur á 80 aura. Flöskunum veitt móttaka í Byggingarvörudeild KEA. Ferðamannabærinn. Akureyri er mikill ferðamannabær, og sérstaklega kemur hingað mikill fjöldi fólks yfir sumarmánuðina. í sumar er von á ótal hópum útlendra ferðamanna til landsins, og eflaust mun eitthvað af þeim straum liggja norður í land. Ekki er ástæða til að setja upp spariandlit, þótt gesti beri að garði, en það hlýtur þó að vera skylda okkar að vera hrein og þokkaleg utan- húsa, því að það er það af okkur, sem gestir þeir, er hingað sækja, sjá og kynnast. Sóðaskapurinn fyrir ofan bæ og neðan. Ef þú gengur einhvern góðviðrisdag upp fyrir bæ- inn og ætlar að komast í algera kyrrð og njóta veður- blíðunnar, muntu vaða upp fyrir ökla í sorpi, áður en þú veizt af. Ef til vill muntu koma auga á unglinga, sem eru á rottuskytteríi innan um allan ósómann. Ef þú spyrð þá, hvernig veiðin gangi, munu þeir senni- lega svara: „Það er nú ekki mikið að hafa núna, én í kvöld, maður, þá ættirðu að sjá mergðina hérna.“ Þú munt fljótlega grípa höndum fyrir nefið og reyna að forða þér hið bráðasta frá þessum viðbjóðslega stað. Næsta dag hyggur þú enn til skemmtigöngu og tekur nú aðra stefnu. Þú gengur niður á Tanga, niður fyrir öll íbúðarhverfi. Það er komið kvöld, og þú veizt, að bað er einmitt svo undurfaeurt á Eyrinni á kyrr- látum vorkvöldum. Hér er að vísu enginn á ferli með riffil, svo að þú þarft ekki að óttast, að þú munir hrökkva í kút af skothvellum, né heldur muntu flýja óþef eða óargadýr. En hvernig er umhorfs? Hæt er að hugsa sér, að eitthvað svipað væri umhorfs í fátækrahverfi erlendr- ar hafnarborgar, sem sundurtætt hefði verið af loft- árásum, og þar sem allt hefði verið yfirgefið um ára- raðir. Hér getur að líta þau ósköp af rusli og alls kyns drasli, að fylla myndi margar siður þessa blaðs, ef upp væri talið. Tætlur af stýrishúsum gamalla skipa, niðurbrotnir skúrar, ryðgað járn af öllum gerðum, vírar og spýtnarusl hvers konar, ýmiss konar úrgang- ur (ég var nærri búin að segja „af mönnum og skepn- um“, en svo slæmt er það nú ekki), og öllu ægir þessu saman í ógeðslegum hrærigraut. Er þetta hreinlæti? Hvernig getum við unað við slikt, og hvernig detthr okkur í hug að bjóða hingað ferðafólki og halda því fram, að Akureyri sé fallegur staður, sem allir verði að sjá og gista? Þótt hægt sé að benda á fallegan garð og hréinan stað í bænum til þess að sýna, þá verður hann „eins og gullhringur á svínnstrýni" á með an stór svæði í bænum og næsta nágrenni hans líta út eins og hér hefir verið drepið á. Er ekki til nein nefnd í bæjarstjóminni eða á veg- um hennar, sem getur bætt úr þessu? Við viljum ekki vera sóðar. Við viljum ekki, að bærinn okkar verði kallaður sóðabær. A. S. S. RÉTTUR VIKUNNAR Appelsínu-kaka. Kvennadálkurinn vill verða við tilmælum nokk- urra ungra kvenna um að birta uppskrift af góðri appelsínuköku. Það er líka tilvalið að minnast á þessa köku einmitt nú, því að appelsínur em einmitt að koma á markaðinn þessa dagana. í appelsínukökuna má nota hvaða góðan tertubotn, sem vera vill. Bezt er að hann sé nýbakaður; ef hann er það ekki, er ráð að bregða honum um stund inni í bakaraofninn, og láta hann volgna vel í gegn. Við það mýkist kakan. (Framhald af 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.