Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 23.05.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. maí 1951 D AGUR 5 Tilhæfulaus orðrómur um að SIS sé á laun að kaupa hlutabréf í Eimskipafélaginu Sambandið hefur sótt um fjárfestingarleyfi til að láta byggja tvö ný kaupför Að undahfömu hefur verið breiddur úl orðrómur um að forráðamenn Sambands isl. samvinnufélaga vinni að því á laun að kaupa upp hlutabréf i Eimskipafélagi íslands. M. a. var sliku haldið fram i rudda- legri árásargrein á Sambandið, sem birtisl í einu sunnanblað- anna nú fyrir skemmstu. í fréttatilkynningu frá Skipa- deild S.Í.S., sem blaSinu hefur borizt, er frá því skýrt, að orðróm- ur þessi sé gersamlega tilhæfulaus. Engin slík tíðindi hafa gerzt eða munu gerast. Sambandið hefur vissulega ekki í hyggju neitt slíkt, hitt er ekkert leyndarmál, að sam- vinnumenn hafa mikinn áhuga á að auka og efla skipastól sinn. Má líklegt telja, að orðrómur sá, er hér er um getið, hafi verið breiddur út til þess að reyna að gera skipaút- gerð samvinnumanna tortryggilega og vinna þannig gegn því að stjórn- arvöld landsins veiti umbeðin leyfi til að auka skipakost Sambandsins. SÓTT VM TVÖ NÝ SKIP I fréttatilkynningu S.Í.S. er, auk þess sem fyrrnefndum orðrómi er vísað á bug, greint frá því, að sótt hafi verið um leyfi til að byggja tvö ný kaupför. Segir svo í þessari tilkynningu: „Samband ísl. samvinnufélaga sótti 24. apríl sl. um leyfi Fjárhags- ráðs til að láta byggja tvö ný kaup- skip. Eins og kunnugt er, getur skipastóll landsmanna enn hvergi nærri fullnægt flutningsþörf þjóð- arinnar, og hefur enn orðið að verja miklum gjaldeyri til leigu á erlendum skipum. Munu því allir sammála um, að æskilegt sé að auka skipakost okkar. S. í. S. á nú þrjú kaupskip, og hafa þau fyrstu og fremst verið notuð til flutninga .á þungavöru, er ella hefði orðið að fá erlend leigu- skip til að annast. Hins vegar hafa S.Í.S. og samvinnufélögin flutt alla stykkjavöru sína með skipum Eim- skipafélagsins, en þrátt fyrir þetta hefur Sambandið neyðzt til að taka mikinn fjölda leiguskipa til flutn- inga á þungavöru. Hafði það árið 1949 leiguskip í 35 ferðir og fluttu þau 40.000 smálestir af vörum, og 1950 leigði það skip í 40 ferðir, en þau fluttu 31.800 smálestir af vörum. SYNJAÐ VM SYSTVRSKIP ARNARFELLS Enda þótt S.Í.S. hafi þannig lagt alla áherzlu á að nota skip sín til gjaldeyrissparnaðar í stað erlendra leiguskipa, hefur þörfin fyrir hin erlendu skip verið svo mikil, að Sambandið hefur tálið fulla nauð- syn á því að auka skipastól sinn. Hefur það nokkrum sinnum und- anfarin ár sótt um leyfi til að láta smíða fleiri ný skip, en fengið synjanir. Síðast 1949 sótti Sam- bandið um leyfi til að kaupa syst- urskip Arnarfells, sem þá var í smíðum í Svíþjóð, og hefði orðið tilbúið það sama ár. En þessu var .einnig synjað. Auk þess sem S.Í.S. hefur dregið mjög úr gjaldeyriskostnaði vegna erlendra leiguskipa með því að nota skip sín í þungavöruflutninga hafa þau verið notuð sérstaklega til að flytja vörur á hafnir úti um land, þar sém siglingar eru erfiðar og fátíðar. Höfðu skip Sambands- iiis þannig 315 viðkomur í 53 höfn- um víðs vegar um landið 1950. Þá var síðasta skipið, Jökulfell, sér- staklega gert grunnskreitt í þess- um tilgangi. Því fleiri skip, sem Sambandið eignast, því betur get- ur það leyst af hendi þessi tvö höfuðverkefni, að draga úr notkun leiguskipa og bæta úr siglingaþörf dreifbýlisins. SKIPADEILDIN FIMM ÁRA Tæplega fimm ár eru nú liðin, síðan skipadeild S. í. S. tók til starfa. Keypti Sambandið fyrsta skip sitt, Hvassafell, frá Ítalíu árið 1946, og kom það til landsins það sama ár. Vað það fyrsta nýja skip- ið, sem bættist við kaupskipaflota þjóðarinnar eftir stríð, og þá um skeið stærsta skip landsmanna. Ár- ið 1949 festi Sambandið kaup á næsta skipi sínu, Arnarfelli, sem smíðað var í Svíþjóð og kom til landsins í nóvember 1949. Á miðju sumri 1949 var gerður samningur um þriðja skipið, Jökulfell, sem kom til landsins fyrir stuttu síðan.“ Próf. Richatd Beck skrif- ar um sálmaskáldið Valdemar V. Snævarr. (Hitrn góðkunni landi vor, próf. Richard Beck, birti i des.-blaði „Sameiningarinnar" 1950 grein um bækur V. V. Snævarr. Þar eð „Sameiningirí' mun ekki' vera mik- ið útbreidd hér á landi, verður meginmál greinarinnar birt hér). „Ýms íslenzk sartitíðarskáld, og sum hin kunnustu í þeirra hópi, svo sem Einar Benediktsson, Da- víð Stefánsson, Jakob Jóh. Smári og Jón Magnússon, hafa ort fagra sálma, er teknir hafa verið upp í nýjustu útgáfu (1945) af Sálma- bókinni. Þó mun óhætt mega segja, að af íslenzkum skáldum, sem nú eru uppi, hafi þeir séra Friðrik Frið- riksson, dr. theol., og Valdemar V. Snævarr skólastjóri lagt mesta rækt við sálmaskáldskapinn. Eftir sééra Friðrik eru margir ágætir sálmar, frumsamdir og þýddir, í nýju Sálmabókinni, og einnig eru þar sumir af fegurstu sálmum Valdemars skólastjóra. Miklu sannari mynd af honum sem sálmaskáldi er þó að finna í sálmasöfnum þeim og andlegra ljóða, sem hann hefur gefið út.“ I STUTTU MALÍ A ÁRINU 1950 ferðuðust 327.000 bandarískir „túristar“ til Evrópu og eyddu þar 285 millj. dollara og greiddu auk þess 120 millj. dollara til er- lendra fyrirtækja í fargjöld. Efnahagssamvinnustofnunin hefur á ýmsan hátt stuðlað að auknuin ferðamanna- straum til Evrópu, t. d. hafa hópar gistihús- og veitinga- manna farið í kynnisferðir til Bandaríkjanna, m. a. frá Noregi. Þá hefur ECA komið því til leiðar, að samningar hafa tekizt milli evrópskra og amerískra gístihúsafyrir- tækja um að Bandaríkjamenn byggi hótel í Evrópu, þannig byggir nú bandaríska firmað Hilton Hotel International stór hótel í Róm, Istanbul, Aþenu og London. -K HEILDARAFLI Norðmanna á vertíðinni við Lófót varð í vetur og vor 115 þús. lestir, miðað við 71 þús. lestir í fyrra. Verðmæti aflans er talið á fimmtu millj. sterlings- punda. KOMIN ER ÚT í Banda- rikjunum bók, eftir hollenzka konu, sem fór til Moskvu árið 1937 af því að hún hélt að Rússland væri hið fyrir- heitna land sósíalismans. Hún fékk þar starf hjá bókaút- gáfufyrirtæki, en nokkrum mánuðum síðar var hún hand tekin og eftir margra mánaða vist í rússnesku fangelsi — án þess að vita, hvað henni var gefið að sök — var hún flutt — ásamt þúsundum annarra kvenna — í fanga- búð við Kolyrna í SÍberíui, við hið hræðilegustu skilyrði. Þar dvaldi hún svo, — í nauðungarvinnu, — í 11 ár, unz hún komst burt í fanga- skiptum Bandaríkjamanna og Rússa. Lýsing þessarar konu á nauðungarvinnubúðum Rússa og hinni miskunnar- lausu þrælkun fanga ,hefur vakið mikla athygli um hinn menntaða heim. „Langt er síðan sálmar og and- leg ljóð Valdemars fóru að birtast í íslenzkum blöðum og tímaritum, og vöktu þau athygli ljóðel^kra manna, ekki sízt þeirra, er sálma- skáldskap unna. Fyrsta ljóðasafn hans, „Helgist þitt nafn“ (söngvar andlegs efnis), kom út í Reykja- vík 1922, — „lítil bók, en full af fegurð og friði,“ eins og próf. Magnús Jónsson sagði um hana í ritdómi í „Eimreiðinni“ það ár. Sálmar þessir og söngvar báru fagurt vitni djúpri trúhneigð og víðsýni höfundarins. Meðal ann- arra fagurra og aðlaðandi sálma var þar hinn gullfallegi sálmur: „Vottar Krists“, sem að verðugu hefur verið tekinn upp í nýju Sálmabókina.“ (Sjá nr. 22: Þú Kristur, ástvin alls, sem lifir). ---------„Árið 1946 kom síðan út á Akureyri nýtt safn sálma og andlegra ljóða eftir Valdemar skólastjóra, „Syng guði Dýrð“! — Eru rúmlega 40 sálmar og ljóð í safninu, frumort og þýdd. Hér er sama víðsýnð í skoðun- um, sama óbifanlega trúar- traustið, og þungamiðjan sem fyrri siðferðisboðskapur kristindóms- ins og siðbætandi og manngöfg- (Framhald á 7. síðu) FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Ávarp til Ákureyringa Það orð hefur jafnan tarið af Akureyrarkaupstað, að hann væri mikill trjáræktarbær. Þetta er að því leyti rétt, að hér eru nokkrir gamlir og fallegir trjágarðar, er sett hafa svip sinn á bæinn, einkum hinn eldri hluta hans. En á síðari árum heíur trjáræktinni í bænum miðað iiltölulega miklu hægar. Hér eru þó ágæt shilyrði til trjáræktar og verkefni óþrjótandi. Á síðastliðnum vetri var stofnað hér í bænum Skógræktarfélag Akureyrar, en það er aftur deild í Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Þessa félags biða mikil verkefni. Eitt af hinum smærri mætti nefna það, að félagið hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að plantað verði trjágróðri í alla breklíuna, allt norðan frá Grófargili og suður að Gróðrarstöð. Einnig hefur það í hyggju að fá til umráða stór svæði utan bæjarins til skógræktar. Mun þá einstökum félögum í bænum gefinn kostur á að fá þar ákveðin svæði, líkt og upp heíur verið tekið með Heiðmörk við Reykjavík. Skógrækt kostar tiltölulega lítið fé, miðað við ýmsar aðrar rækt- unaríramkvæmdir, en hún þarf á að halda mörgum vinnandi og fórn- fúsum höndum til að planta og sá. Skógrækt er þvi tilvalið þegnskapar- og þegnskyldustarf ungra og gamalla. Skógræktarfélag Akureyrar þarf því að verða fjölmennt félag. Hér í þessum gamla trjáræktarbæ þarí að starfa öflugt skógræktar- félag. Við biðjum ekki um fjárframlög. Við biðjum um fleiri félaga, fleiri starfandi hendur. Skógrækt á íslandi er ekki aðeins hugsýn, hún getur orðið að veruleika og verður að veruleika fyrr eða síðar. En því fyrr því betra. Og þegar talað er um skógækt, er ekki aðeins átt við fallega skrúð- garða umhverfis húsin okkar, heldur viðáttumikla nytjaskóga. Og þó að við, sem nú lifum, njótum þeirra ekki, verða það niðjar okkar. Hefjumst því handa í dag. Gangið í Skógræktartélag Akureyrar. Gerizt sjálfboðaliðar við trjáplöntun, þegar á liðsmönnum þarf að halda. Gerum skógræktarhugsjónina að veruleika. Skógræktin er upp- eldismál, hún er stórkostlegt menningarmál, og hún er loks mikið hagsmunamál. Virðingarfyllst, í stjórn Skógræktaríélags Akureyrar: . . .. Jakob Frímannsson, formaður, Sigurður O. Björnsson, varaformaður, Hannes J. Magnússon, ritari, Marteinn Sigurðsson, féhirðir, Eirikur Stefánsson, meðstjórnandi, Þorsteinn Þorsteinsson, meðstjórnandi. Frá Vatnsveifunni Banni því, sem lýst var í síðasta blaði um glugga-, gangstétta- óg bílþvotta, er hér með aflýst. Vatnsveitan. Gæzlustarfið við barnaleikvelli bæjarins er laust til umsóknar. Umsóknum sé skilað til formanns Barnaverndar- nefndar Akureyrar, Þórunnarstræti 103, fyrir 28. þ. m. Barnaverndarnefndin. 1 Viðvörun til húsdýraeigenda Að marggefnu tilefni skal þetta tekið fram, hlutað- eigendum til eftirbreytni: Óheimilt er samkvæmt lögrgelusamþykkt kaupstaðar- ins, að láta húsdýr, svo sem kýr, hross og sauðfé, ganga laust í bænum, nema meðan verið er að reka skepn- urnar milli staða. Alifugla, svo senr hænsngæsir og endur, má ekki hafa í bænúm, nema þeir séu í vel afgirtu svæði, eða annarri j! öruggri vörzlu. Séu ákvæði þessi brotin, verða menn látnir sæta sekt- um, og auk þess valda menn sér skaðabótaábyrgð, ef tjón hlýzt af vanrækslu þeirra í þessum efnum. Lögreglustjórinn á Akureyri, 22. maí 1951. Sigurður M. Helgason settur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.