Dagur - 06.06.1951, Page 6
6
D AGUR
Miðvikudaginn 6. júní 1951
r
D A G U R
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
Árgangurinn kostar kr. 40.00.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
KEA 65 ára
I DAG ERU RÉTT 65 ár síðan Jón Vídalín í
Múla skrifaði Eyfirðingum bréf um verzlunarmál
héraðsins og benti á möguleika til þess að komast
í beint samband við erlent verzlunarhús. Þetta
bréf hans, dags. 6. júní 1886, var hið ytra tilefni
fundarins, sem haldinn var að Grund 19. sama
mánaðar þar sem formlega var gengið frá stofn-
un Kaupfélags Eyfirðinga. Með þessum aðgerðum
fékk barátta Eyfirðinga fyrir verzlunarsjálfstæði
fast form. En löngu áður höfðu ýmsir beztu menn
héraðsins séð og skilið, að fyrsta skilyrðið til
þess að hefja sókn í efnalegum og menningar-
legum efnum, var að vekja fólkið til skilnings á
mætti samtakanna og gildi þess starfs, sem unnið
væri í anda samvinnuhugsjónarinnar. Samvinnu-
hugsjónin er því eldri en 65 ára hér . í. Eyjafirði,
en þar verður ekki bent á neinar dagsetningar,
eða ártöl. Hitt er staðreynd, að í þess\im ; júní-
mánuði eru rétt 65 ár síðan hinn sögulegi fundur
var haldinn að Grund. Nú eru því tímamót og til-
efni til að líta um öxl, minnast starfs frumherj-
anna og hugsjóna þeirra, og glöggva sig á því,
hvert stefnt er í dag.
HVER VAR HUGSJÓN forustumanna Eyfirð-
inga árið 1886, er þeir bundust samtökum í verzl-
unarmálunum? Áreiðanlegt er, að enda þótt þeim
væri það efst í huga, að fá í senn góðar og ódýrar
vörur fyrir sauðina sem þeir sendu Zöllner í
Newcastle, og verða þannig óháðir Akureyrar-
kaupmönnum, hafa þeir séð í þessum samtökum
möguleika til alhliða viðreisnar í héraðinu. Sú
sýn hefur að vísu verið fjarlæg, í draumheimi
þess menningarþjóðfélags, sem góðir íslendingar
hafa á öllum öldum séð við yzta sjóndeildar-
hring. Það hefur þurft mikið ímyndunarafl til
þess að ger^gér í hugarlund verzlunaraðstöðuna
á Akureyri árið 1951 fyrir þann, sem fyrir alda-
mótin stóð á Oddeyrartanga og fékk mælt korn
í pokaskjatta undir berum himni af því að félagið
átti þá enga verzlunarbúð. En samt er það víst,
að hugsjón frumherja samvinnustarfsins hér í
Eyjafirði var, að skapa í héraðinu þá möguleika
til menningarlífs, sem nú blasa við okkur. Það
var aldrei stefna þeirra, að samtökin yrðu elski
annað og meira en févana pöntunarfélag. Það
kom bezt x ljós, er Hallgrímur Kristinsson hófst
handa um að framkvæma þessar hugsjónir. Hann
stóð þá ekki einn uppi, heldur fylgdu samvinnu-
menn héraðsins honum fast eftir. Samhliða fram-
sókn og viðreisn var stefnan, og þannig hefur
verið unnið síðan, undir forustu Hallgríms og
Sigurðar Kristinssona, Vilhjálms Þói*, Einars á
Eyralandi, Jakobs Frímannssonar ,og Þórarins á
Tjörn.
J
EF MENN EIGA ríkt ímyndunai’afl geta þeir
í huga sér brugðið upp mynd af bæ og héi'aði í
dag, ef búið væri að taka burt öll hin sýnilegu
og ytri merki samvinnustarfsins í Eyjafirði, nema
á brott verksmiðjumar og verzlunai'húsin og alla
þá aðstöðu, sem samvinnustai'fið hefur skapað
hér. Ef mönnum tekst að framkalla slíka mynd
í huga sér, sjá þeir e. t. v. betur en áður, hvað
hefur áunnist, hvert er orðið samvinnustai'fið í
65 ár. Hér í þessu héraði er ekki hægt að benda
á neitt afl, sem fremur hefur lyft fólkinu til efna-
legs- og menningarlegs sjálf-
stæðis en máttur samvinnunnar.
Arðurinn af starfi og striti fólks-
ins hefur að vei-ulegu leyti stað-
næmst hér heima í héraðinu
vegna starfs Kaupfélags Eyfirð-
inga. Hann hefur hér skapað at-
vinnutæki til lands og sjávai’.
Hann birtist í óteljandi myndum
þróttmikils athafnalífs.
EYFIRÐINGAR mega í dag
miiiriast með þakklæti þeirra
manna, sem á liðnum áratugum
hafa af alhug starfað að því að
gera þetta hérað og þennan bæ
að mesta samvinnubyggðarlagi
þessa lands. En þeir eiga ekki
þar fyrir að halda að sér hönd-
um. Samvinnustai'fið er ævar-
andi. Ekkert lát má vei'ða á því
starfi að byggja upp þetta hérað
og þetta land ,til hags og heilla
fyrir heildina. Reynslan hefur
þegar kennt, hvei'nig það starf
vei’ður bezt unnið. Ái’angurinn
næst ekki með pólitískum
bægslagangi, með hjálp neinna
„isma“ eða kreddukenninga,
heldur með bx’óðurlegi'i sam-
vinnu fólksins við sjó og í sveit.
Hin friðsamlega uppbygging
samvinnunnar er öruggasta leið-
in til framtíðarríkisins.
FOKDREIFAR
Landið norðan heimskauts-
baugs.
A MANUDAGINN voru mér
gefin nokkur Grímseyjaregg, en
svo er tízka að kalla álku- og
langvíuegg hér um slóðir, og
raunar öll sjófugla-egg, sem úr
Gi’ímsey koma. Á Vestfjörðum
voru þessi egg kennd við Horn-
stx-andir í mínu ungdæmi. Þá
kom stundum vélbátur af Strönd
um inn. á vestfirzku firðina og
bátsmenn höndluðu þar i hverri
höfn og þóttu góðir gestir. Hér
fjrrr á árum var jafnan hægt að
£á keyp.t Grímseyjaregg hér um
slóðir, en nú er.af sú tíð og ekki
sér maður þau lengur nema þeg-
aj’ góðvinir par í eyjunni sjá
aiXtnuf á manni. Annai-s er
éggjataka ittiklu minna stunduð
í Gi’ímsey en áður var. Mér er
sagt af kunnugum, að óvíst sé,
hversu mikið varpið hafi minnk-
að þar á liðnum árum, en það
heyrir maður oft nú, að bjarg-
fugl verpi minna hér við land en
áðui’. Aðalástæðan til þess, hve
Grímseyjaregg eru fátíð „í landi“
sé sú, að Grímseyingar gefi sér
ekki tíma til að stunda hinn
bættulega atvinnuveg sem fyrr-
um og er þeim það ekki láandi,
énda munu sigmenn nú til dags
síga í bjargið með sama hugar-
fari og íþróttamaður leggur tiL
keppni, en ekki með neina at-
vinnu- eða gróðavon hæst í
huga. Á þessu vori var mikið
varp í bjarginu og mikil fugla-
mergð við eyjuna og hefur ekki
orðið nein bretying á til hins
verra nú upp á síðkastið ^ið
þessu leyti. Ein fuglategund, sem
verpti í Grímsey fyrrum, er þó
alveg horfin þaðan. Það er haf-
súlan. Þar sem hún verpti, varð
hrun í bjarginu fyrir allmörgum
árum, og síðan hefur hún ekki
sézt þar og sakna Grímseyingar
þessa fagra og tígulega fugls.
A ÍSLANDSKORTINU, sem
eg lærði í barnaskóla, gekk norð-
urheimskautsbaugurinn yfir
Grímsey þvera og þar liggur
hann enn í vitund minni, hvort
sem þetta kort hefur nú verið
rétt di'egið eða ekki. Nú er sum-
ar í lofti, sólríkir dagar og blíður
blær á nóttu jafnt sem degi að
kalla má. Hin nóttlausa voraldar
veröld siglir harðbyri til yfirráða
í náttúrunnar ríki hér norður frá.
Það er fagurt að líta héðan til
norðursins síðla kvölds og
snemma morguns, og þó raunar
allan sólarhringinn. Einhvern
veginn fær maður það á tilfinn
inguna, að því fegurra gerizt í
þessum nóttlausa heimi þessa
norðui'hjara alls, því norðar sem
dregur. Þegar eg var að spyrja
góðvin minn úr Grúnsey, sem
færði mér eggin á dögunum,
frétta úr eyjunni, var hann
sagnafár um fiskveiðar og at-
vinnuhorfur. En hann sagði:
„Það veit enginn hér, hversu dá-
samlegt er í Grímsey á svona
vori.“ Þessu trúi eg vel. Maður
getur ímyndað sér hvernig muni
vera umhorfs um bjarta og heiða
júnínótt þar norður frá, þegar
fuglarnir hafa tekið völdin í
náttúrunni og öll eyjan er iðandi
af lífi. Heimskautsbaugurinn
gengur í gegnum Grímsey miðja.
Á suðurhelmingnum er byggðin,
þar gengur lífið svipað og annars
staðar á þessum tíma árs og er
ekki margt í frásögur fært það-
an. En fyrir norðan bauginn er
nýr heimur. Þar er bjargið og
þar drottna álkur, langvíur,
skeglur og aðrir sjófuglar. Og
þar heyja eyjarskeggjar spenn-
andi leik á hverju vori, þegar
einn grannur strengur skilur í
milli lífs og dauða og steinvala
getur orðið mannsbani. Þessi
heimur er hér í grennd við okk-
ur en ókunnur og lokaður. Þegar
vorar, leitum við gjarnan suður
á bóginn, í leit að sólskini og
birtu ,eftir vetrarhörkurnar. En
á þessum árstíma er birtan norð-
ur frá. Við heimskautsbauginn, í
Grímséy, er ævintýralandið á
hverju vori. En þetta er okkur
flestum lokaður h^imur, ekki af
neinu járntjaldi, heldur af röngu
mati okkar á því, hvert sé að
sækja fegurð og tilbreytni. Við
leitum þessara gæða í suðurátt
— ef þess er nokkur kostui’. En
mundi júnínótt á þessum norð-
urslóðum ekki eins eftirminnileg
og suðurganga um torg og
stræti?
Mikil verðmæti eyðilögð.
Bíleigandi skrifar blaðinu:
„ÞIÐ VORUÐ að spyrjast fyr-
ir um það á dögunum, hvort
bæjaryfirvöldin héldu enn áfram
að aka sjó á götui-nar. Eg get
upplýst ykkur um, að þetta er
þeirra daglega iðja um þessar
mundir. Og sjóinn taka þeir ekki
inn við Höepfnersbryggju, þar
sem hann mun eitthvað blandað-
ui' fersku vatni, heldur láta þeir
sig hafa það að taka hann við
Oddeyrartanga, enda ná þeir þar
í úthafið og þá saltprósentu, sem
fljót er að vinna á bílum bæjar-
manna. Það er haft á orði, og
ekki að ástæðulausu, að hvergi á
landinu eyðileggist annað eins af
bílskermum og hér á Akureyri.
Kunnugir fullyrða, að eyðilegg-
ingin nemi tugum þúsunda króna
á ári. Kostnaðurinn við að fá
nýja skerma á bíl skiptir nú þús
undum og hér í bæ eru fleiri
hundruð bílar. Við núverandi
kringumstæður endast skermarn
ir ekki hálft á móti því sem eðli
legt er. Tjón bílaeigenda er því
svo mikið, að það má alveg
furðulegt heita, að þeir skuli
ekki fyrir löngu hafa risið upp
gegn þessu eyðileggingar fyrir-
komulagi bæjaryfirvaldanna. Eg
vil spyrja bæjarfulltrúana: Ætla
þeir að horfa upp á það eitt sum-
(Framhald á 11. síðu).
Hugleiðingar árla morguns
„Ef þú annt fegurðinni, þá skaltu fara snemma á
fætur og ganga út,“ sagði vinur minn við mig á
dögunum, „Akureyri er aldrei fegurri en á morgn-
ana.“
Eg fór að ráði hans, og sannarlega hafði hann rétt
að mæla; Akureyri er aldrei fegurri en einmitt á
morgnana. Og eg fór að velta því fyrir mér, hvern-
ig mundi standa á því, að við erum yfirleitt svo
vær á morgnana, komumst ekki úr rúmunum, fyrr
en langt er liðið á dag.
Það liggur beinast við að álykta, að morgundróm-
inn stafi af því, að við komumst ekki í rúmið á
kvöldin, fyrr en allt of seint, og einhvern tíma
verðum við að sofa. En hvers vegna komumst við
ekki í rúmið á kvöldin? Sumir vilja halda því fi'am,
að það stafi af birtunni, að við getum ekki fengið
okkur til þess að hátta, þegar bjart er eins og um
hádag og oft undurfagurt. En hvernig gengur þá
með háttatimann á vetrum, þegar svartamyrkur
umlykur allt? Förum við nokkuð fyrr að hátta
þá? Kannske sumir, en eg efast um að mikil brögð
séu að því. En það er önnur ástæða, sem miklu
veldur. Við erum a. m. k. einni klst of seint á ferð
með allt okkar hafurtask, bæði skemmtanir, störf,
útvarp o. fl. Ef hafizt væri handa kl. 8 á morgnana,
mætti loka skrifstofum kl. 4 e. h. og verzlunum kl.
5. Þá væri hægt að borða kvöldverð kl. 6, og fréttir
útvai’psins mætti flytja kl. 6.30. Af þessu leiddi, að
fundahöld, skemmtanir, kvikmyndasýningar o. fl.
af þessu tagi, gæti hafizt kl. 7—7.30, og það væri
hægt að bjóða kunningjum heim til sín á svipuðum
tíma. Af þessu leiddi aftur, að við ættum að geta
farið í rúmið kl. 10—11, jafnvel þótt við færum í bíó
og fengjum okkur kaffisopa á eftir. Eins og það er
nú, er ekkert slíkt hægt að gera, hvorki fai-a í kvik-
myndahús, til kunningja eða á fund, án þess að það
di'agist fi'am undir eða yfir miðnætti ,og svo verð-
um við vær næsta morgun og komumst ekki á
kreik fyrr en komið er fram á dag.
„Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki
fátækur,“ segir hinn vísi Salómon, og víst er um
það, að moi'gunverkin eru drjúg, og talshátturinn
„morgunstund géfur gull í mund,“ hefur ái-eiðan-
lega ekki orðið til af tilviljun. Það má því segja, að
það sé ekki aðeins ávinningur frá fagurfræðilegu
sjónarmiði að fara snemma á fætur á morgnana,
heldur og frá hagfræðilegu, og getui' þá nokkur ef-
ast? Við getum sjálf breytt þessu, ef við kærum
okkur um. Vill ekki einhver leggja oi'ð í belg?
RÉTTUR VIKUNNAR.
í síðasta kvenandálki var enn rætt um skyrið og
minnt á að hægt er að nota það til margs.
Réttur vikunnar er einnig úr skyri að þessu sinni
og er mjög ljúffengur og auðgerður, þegar hægt er
að fá appelsínur. Rétturinn er í senn heilnæmur,
ljúffengur og fallegur á borði.
Skyrið er hrært mjög vel, þynnt með mjólk og
sykrað eftir smekk. Þá er eggjarauða hi’ærð saman
við, og mun hæfilegt að nota eina eggjarauðu í
skyr handa fjórum, annars getur hver ráðið þessu,
og fer það eftir smekk hvers og eins. Appelsínurn-
ar eru skornar í sundur, þannig, að skorin er ofan
af þeim væn sneið, en hinn hlutinn er látinn halda
sér. Hve mikið er skorið ofan af, fer að sjálfsögðu
eftir stærð ávaxtanna, og hinar stærstu má eflaust
skera í sundur í miðju. Appelsínan er tekin var-
lega innan úr hýðinu, steinarnir og mestu tæj-
urnar teknar burtu, en safinn og annað af appel-
sínunni (marið) hrært saman við skyrið. Til gam-
ans má skera lauf í brúnir barkarins, því að börk-
inn notum við sem skálar undir þennan ágæta rétt,
og berum þær síðan á borð á undirskálum eða
desertdiskum. Skyr og appelsína eiga betur saman,
en mann grunar í fyrstu.