Dagur - 06.06.1951, Side 7

Dagur - 06.06.1951, Side 7
Miðvikudaginn 6. júní 1951 D A G U R T Sfskiað á nokkrum merkjasfeinum í Kðupféiðgs Eyfirðinga Fyrir nákvæmlega 65 árum — hinn 6. júní 1886 — settist Jón Vídalín í Múla við skrifborð sitt og ritaði forustumönnum Ey- firðinga bréf og bauð þeim upp á viðskipti „við þá herra A. Zöllner & Co. í Nýjakastala“ og skyldu Eyfirðingar láta sauði en Zöllner kornvörur og aðrar nauðsynjar. Hinn 19. júní komu hændur úr þremur suðurhrepp- um sýslunnar saman að Grund og stofnuðu formlega Kaupfélag Eyfirðinga. Hallgrímur Hall- grímsson á Rifkelsstöðum, Svein björn Þorsteinsson á Stokka- hlöðum og Einar Sigfússon á Gnúpafelli skipuðu hina fyrstu stjórn og hún sá um verzlunar- rekstur félagsins framan af. — Hinn 18. september kom skip á Akureyrarpoll með vörur frá Zöllner ,en félagið lét í skiptum 220 sauði á fæti. Reikningar fé- lagsins fyrir árið 1886 riámu kr. 3131.42. KEA byggði fyrsta húsið 1898 „14 álnir að lengd, 12 álna breitt og 5 álnir undir lausholt með IV2 álnar háu porti og kjallara undir öllu húsinu.“ Þetta hús var síðar stækkað oft og stendur enn, Hafnaistrætí 90. Á árunum 1896 —1902 voru þessir menn fram- kvæmdastjórar: Hallgrímur Hallgrímsson, Friðrik Kristjáns- son og Davíð Ketilsson. Félagið var pöntunarfélag og þróun þess mjög hægfara. Árið 1902 réðist Hallgrímur Kristinsson til félagsins. Þá urðu þáttaskil. —o— Hallgrímur Kristinsson hóf senmma á starfsferli sínum það starf að færa félagið í búning nýtízku kaupfélags. Á aðalfundi 1906 var skipulagi félagsins breytt, til samræmis við skipulag kaupfélaga er starfa samkvæmt Rochdale-reglum. Gildir sú skipan í grundvallaratriðum enn í dag. Jafnframt réði Hallgrímur því, að félagið opnaði sölubúð. Með þessum aðgerðum öllum hófst mikið framfaratímabil fyr- ir félagið. Þetta sama ár voru keyptar lóðir á Torfunefi, þar sem nú standa stórhýsi félagsins, stofnuð var sparisjóðsdeild, kjöt- búð, sláturhús, sérstök vefnaðar- vörudeild, sjóðir voru efldir og aðstaða félagsins treyst í hví- vetna. —o— Hallgrímur Kristinsson hvarf frá félaginu fyrir fullt og allt 1918 og tók við forstjórastarfi SÍS. Sigurður Kristinsson tók þá við framkvæmdastjórninni og hélt áfram uppbyggingu bróður síns. Árið 1923 varð Sigurður forstjóri SÍS, en Vilhjálmur Þór réðist framkvæmdastjóri íé- lagsins. Hófst þá mikið framfara- tímabil undir handleiðslu hans. Vilhjálmur hefur óbilandi trú á mætti samvinnunnar og getu fólksins til þess að efla hagsæld sína og menningu ,ef unnið er að slíku takmarki undir merkjum samvinnuhugsjónarinnar. Hann er auk þess gæddur alveg óvenjulegu starfsþreki, stórhug og hagsýni .Enda sýndu merkin hér í Eyjafirði fljótlega, að þar fór enginn meðalmaður. Á hálf- um öðrum áratug hafði félagið umskapað verzlunina á Akur- eyri, reist mörg ný fyrirtæki, komið nýju skipulagi á mjólkur- mál héraðsins, hafið siglingar á eigin skipum, stofnað lyfjabú ð— hina fyrstu samvinnulyfjabúð á Norðurlöndum — og eflt ræktun og menningu í héraðinu á marg- an annan hátt. Á þessum árum hófust iðnaðarframkvæmdir SÍS á Akurcyi'i. Undirstaða þeirra var sá jarðvegur, sem samvinnu- starfið í KEA hafði undirbúið, og sú staðreynd, að í framkvæmda- málum sá forustumaður ey- firzkra samvinnumála, Vilhjálm- ur Þór, lengra en aðrir. Fram- kvæmdir- KEA og SÍS hafa síð- an verið styrkasta stoð atvinnu- lífs og framfara í bæ og héraði. í ársbyrjun 1940 sagði Vil- hjálmur Þór lausu framkvæmda- stjórastarfinu vegna annarra starfa, sem þjóðkunnugt er. — Stjórnin var sammála um að leita eftir því ,að fulltrúi Vilhjálms, Jakob Frímannsson, tæki við starfinu og vár Jakob ráðinn frá ársbyrjun 1940 og hefur gegnt starfinu síðan Enginn af starfs- mönnum KEA þekkti betur þró- unarsögu félagsins að öllu leyti eða var kunnugri hinum ýmsu framkvæmdaatriðum. Enda hélzt framfaratímabilið óslitið. Jakob Frímannsson kaus ekki að halda að sér höndum, heldur halda áfram að beita skipulagi sam- vinnunnar við sífellt fleiri úr- lausnai-efni .í hans starfstíð hef- ur félagið mjög eflst og aukizt á öllum sviðum. Félagsmannatalan hefur tvöfaldast, sjóðir hafa aukizt, fyrirtækjunum hefur fjölgað og víða hafa verið ruddar nýjar brautir. Stjórn félagsins, framkvæmdastjóri og félags- mennirnir hafa verið samhent heild, sem hafa ósleitilega unnið að því að styrkja félagið og efla það til þess að létta lífsbaráttu fólksins í bæ og héraði, með bættri verzlunaraðstöðu og margs konar atvinnulegum fram kvæmdum. Þótt margir hafi lagt hönd á plóginn að gera þetta síð- asta framfaratímabil félagsins eitt hið merkilegasta og glæsi- legasta í sögu þess, leikur ekki á tveim tungum, að forustuna hef- ur framkvæmdastjórinn, Jakob Frímannsson, haft. Enn er skammt liðið á starfsdag hans, en nú þegar skipar hann sess í hugum eyfirzkra samvinnu- manna við hlið þeirra stórmerku brautryðjenda, sem hér ruddu veg og hlóðu vörður á liðnum áratugum. Saga Kaupfélags Eyfirðinga í 65 ár verður ekki skráð £ einni blaðagrein. Hún er að öðrum þræði saga héraðsins, saga fólks- ins, sem hér hefur starfað og lif- að og erfiðað við að búa börnum sínum betri lífsskilyrði en það sjálft hefur þekkt. Þetta félag er nú orðið svo öflugt og margþætt, að allra fyrirtækja þess og stofn- ana verður heldur ekki getið að neinu marki í stuttri blaðagrein. Hér hafa fyrir þess tilverknað risið upp margar nýjar iðngrein- ar. Hér vinnur fjöldi manna arð- vænleg og gagnleg störf af því að eyfirzkir samvinnumenn hófust handa um að nýta þau tækifæri, sem hér duldust, til fjölþættara athafnalífs. Hér eru nú blómlegri byggðir en annars væri, af því að eyfirzkir samvinnumenn hófust handa fyrstir landsmanna um að koma upp ' nýtízku mjólkur- vinnslustöð og skapa þannig skil- yrði fyrir stóraukinni ræktun og stói’bættum samgöngum. Við sjávarsíðuna hefur verið lagt kapp á að gera aflann sem að landi kemur sem verðmætastan og stuðla þannig að því að sjó- maðurinn fengi sem mest fyrir starf sitt. Og í sjálfri verzluninni hefur félagsmönnunum verið bú- in nýtízku- og menningarlegri verzlunaraðstaða í vistlegum vei-zlunai’búum. Hér, í mesta samvinnubæ landsins, hefur verzlunin líka verið heilbrigðari Heilbrigðisnefndin birtir nú í bæjarblöðunum áminningu til bæj- armanna að hafa lokið við að hreinsa lóðir sínar fyrir 17. júní. Enn lremur bendir nefndin á, að algerlega er óheimilt að ílytja sorp eða annan úrgang á svæðið sunnan aðalspennistöðvarinnar við Þing- vallastræti — en þar munu vera aðal öskuhaugar bæjarins — og einnig er bannað að flytja slíkt á Gleráreyrar. En að hvoru tveggja þessu hafa verið nokkur brögð að undanförnu. Hcr í blaðinu hefur oft verið gagnrýnt harðlega, hvernig umhorfs er við sorphauga bæjarins, enda liefur frágangurinn þar oft á tíð- um verið bænum til skammar. — Þarna á bærinn líka iyrsta flokks rottu-uppeldisstöð, og er haft fyrir satt, að ekkert bæjarfyrirtæki standi með neitt viðlíka, jafn miklum blóma. Nú í vor mátti sjá bréfa- tætlur og annan úrgang, sem fokið hafði úr haugum þessum, hangandi á girðingum norður eftir öllu bæj- arlandinu. Tók landslagið jiar á sig nýtt svipmót fyrir jxetta fjúk úr öskuhaugúnum. Þeir, sem þarria áttu leið um með hesta, kvörtuðu sáran, því að við sjálft lá, að þeir fældust í hverri ferð! Nú heíur heil- brigðisfulltrúi skýrt blaðinu svo frá, að mikið af Jxví lausarusli, er fokið hefur á gest og gangandi Jxarria efra sé þangað koinið fyrir tilverknað bæjarmanna sjálfra, scm sífellt séu að aka sorpi á eigin spýtur Jxarna upp eítir, scm ekkert er við að at- 65 ára sögu en víðast hvar annars staðar og hagkvæmari að svo miklu leyti sem utanaðkomandi öfl hafa ekki hindrað að stefna félagsins fengi þar að ráða. —o— Hver ferðamaðui’, sem gistir þennan bæ, sér merki samvinnu- starfsins blasa við hvarvetna. Stundum kalla fei’ðalangar líka Akureyri samvinnubæinn, í ferðasögum sínum. Þeir sjá hús- in, fyrirtækin, búðirnar, segja, sem er, að allt sé með miklum myndarbrag. En þeir hafa fæstir aðstöðu til þess að þekkja sögu þessarar þi’óunar, og enn síður að sjá innra borð starfseminnar. Og þó er það e. t. v. þetta innra bor.ð, ,sem er markvei’ðast. Því að þótt húsin og vélarnar séu gagnlegir hlutir, eru þeir þó gagrilegastíi- fyi’ir' það, fólltið sem á þá — fólkið í þessu byggð- arlagi — kann að nota þá til þess að efla hagsæld héildarinnar. — Samvinnustai’fið hefur þannig ekki aðeins breytt ’ ytra' útliti bæjar og héraðs >— heldur hefur viðhoi’f samvinnurinar einnig haft vex-uleg áhrif ~á' líf óg' högar- far héi-aðsbúa ■ i marga 'áratugi. Sá árarigúi’ af starfi KEÁ-erekki Ómerkastur, að héráð'sbúár' geta hoi-ft fram á , yeg inri' rtu á þessu 65 ára afmæli,' í þeii-ri öruggu vissii",áð ibúár þéssa'fagra Kér- aðs muni á næstu áratugum láta úrræði samvinpunnar leysa sín atvinnu- og efnahagslegu vanda- mál í vaxandi mæli. hugá, ef Jxeir fara mcð Jxað á féttan stað og ganga skikkanlegá frá Jjví. En það er nú eitthvað annað en að sti hafi verið reynslan. Þegar bær- inn cr búinn að láta aka moíd ofan á stórt svæðt og ganga frá því, kenx- ur kannske einhver borgari akandi og „sturtar" heilu hlassi á mitt svæðið. Hitt'mun J)ó líka vera staðreynd, að stundum er seint og illa gengið frá Jxví sorpi, sem upp eftir er flutt, og Jjar er ekki vikulegt cftirlit, eins og vera ætti. En gott og vel. Heil- brigðisnefndin skorar nú á bæjar- menn að gæta aukins Jxrifnaðar. Ekki er öðru trúandi, en að Jieir bregðist vel við. En bæjarmenn gera áreiðanlega þá kröfu á hendur bæjaryfirvölduhum, að Jxau gangi á undan með góðu fordæmi. Það hafa þaú yfirleitt ekki gert. Eu kannske verður breyting á Jxví nú á Jxessum vordögum, og er Jiað fagnaðarelni því að batnandi manni er bezt að lifa. 74000 atómsprengjur 1 grein í New York Heralcl Tri- buné 4. Jx. m. segir blaðamaðurinn John O’Neill, að Bandarfkjamenn eigi nú nægilegt úraníum, hreinsað og tilbúið, til að snriða 74000 kjarn- orkusprengjur pg segir, að Jjessi á- ætlun sín sé mjög varlega gerð. — Tekið er fram, að engar opinberar töliii- eða skýrslur liggi f'yrir um Jxetta. ítölsku kosningarnar: Bæði kommímistar og andkommúnistar segj- ast vera sigurvegarar Fréttaritari ameríska blaðsins New Yoi’k Herald Tribune í Rómaborg, símar blaði sínu á pessa leið hinn 4. þ. m.: ÍTALSKIR PÓLITÍKUSAR hafa það fyrir sið að fagna sigri í kosningum, hvort sem nokkur sigur hefur verið unninn eða eklti og án tillits til kosninga- úrslitanna sjálfra. — Sveitar- stjórnarkosningarnar sönnuðu þetta vel, því að andstæðingar fögnuðu þar báðir sigri. En við nánari aðgæzlu sést, að „sig- ur“fregnir beggja aðila, komm únista og andkommúnista hafa við nokkur rök að styðjast. II Popolo — málgagn kristilega demókrataflokksins og þeirra miðflokka, sem styðja ríkis- stjómina, — birti sigurfregn- irnar undir 8 dálka fyrirsögn- um og tilkynnti ósigur komm- únista. L’Unita, aðalblað kommúnista, birti sigui’fregnir sínar undir jafnstórum fyrir- sögnum og kvað ósigur kristi- légra demókrata óskaplega! —o— ÞEGAR FRA LEIÐ úrslitmxum, fór bilið í milli frásagnanna heldm: að þrengjast og í dag eru margir sammála urn eftir- farandi: Þrátt fyrir Marshall- aðstoð og þrátt fyrir viðvaran- ir kaþólsku kirkjunnar um að hún mundi reka kommúnis- tíska heiðingja út í hin yztu myrkur, tókst kommúnista- flokluium og áhangendum hans að lialda því atkvæða- magni er þeir fengu fyrir þrcmur árum og jafnvel auka það lítillega. Þeir fá enn í dag um það bil 1/3 af kjósenda- fylginu. Hins vegar sáu and- kommúnistar, andfasistar og lýðræðissinnar það glöggt, að þeir geta sigrað ef þeir standa saman og koma fram sem lýð- í’æðisleg heild. Með hjálp óflokksbundinna, tókst þeim að hrekja kommúnista og fylgi lið þeirra úr 687 ráðhúsum í borgum og bæjunx, bar sem konunúnistar höfðu haft meiri- hluta. Af 2612 borgum og bæj- um, sem kosið var í, stjórna kommúnistar nú aðeins 386. ÝMSIR, SEM fylgdust með kosningunum telja, að at- kvæðin hafi fremur leitað til bandamanna kommúnista en til konunúnistaflokksins sjálfs, og þetta er mikilsverð bending um vaxandi andspyrnu gegn koxnmúnismanum. Sumir þess- ara bandamanna létu í það skína í kosningabardaganum, að þeir mundu vilja verja landamæri ítalíu fyrir öllum innrásarherjum, Rússar með- taldii’, ef ítalía vildi taka upp algera hlutleysisstefnu. — Á þessu prógrammi fengu banda- rnenn kommúnista — hinir kommúnistahlynntu sósíalistar (Framhald á 11. síðu). Ú R BÆNUM: Heilbrigðisnefndin brýnir aukinn þrifnað fyrir bæjarmönnimi, en hvar stendur bærinn sjálfur í þeim efnum?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.