Dagur - 06.06.1951, Side 9

Dagur - 06.06.1951, Side 9
Miðvikudaginn 6. júní 1951 DAGUR 9 ÍÞRÓTTIR Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför KRISTJANS JÓSEFSSONAR, Sandvik. Vandamenn. Výja útibúið í Ránargötu 10 selur allar þær vörutegundir, sem kjötbúðin og matvörudeildin selja. ODDEYRINGAR! Lítið inn í útibúið, Ránargötu 10, og beinið viðskiptum yðar þangað. S e n d u m li e i m ! Oddeyrarboðhlaupið fór fram sl. laugardag. Var hlaUpið frá Þórsvellinum suður að lögreglustöðinni, austur Eiðs- vallagötu ,norður Norðurgötu að slippnum, norður fyrir litunar- stöðina, upp með Glerá og inn á völlinn aftur. — Að þessu sinni var hlaupið spennandi. K. A. hafði unnið Blómabikarinn, gef- inn af Kaupfélagi Eyfirðinga, tvisvar í röð. Ynni félagið nú hefði það þar méð eignast bikar- inn. — Þór hafði aftur unnið maíboðhlaupið í vor, svo að tví- sýnt var um úrsííf. — Frá þess- um félögum mættu nú 20 manna sveitir til leiks. Eftii; fyrsta sprett inn var Þór rétt á undan. En þegar hlaupararnir fóru út af vellinum hafði Jón Arnþórsson, K. A., tekið forystuna — næst sáust hlaupararnir í Norðurgöt- unni. K. A. var þá ca. 15 m. á undan. 400 m. sprettinn í Norð- urgötu hlupu þeir Hreiðar Jóns- son, K .A., og Einar Gunnlaugs- son Þór. Virtist bilið á milli þeirra haldást nokkuð jafnt sprettinn út. — Þannig hélzt hlaupið, þar til 300 metra sprett- urinn, sem endaði inni á vellin- um, hófst. Þá voru líkur til að K. A. gengi með sigur af hólmi. Nú tók við keflinu sjálfur form. Þórs, Sig. Bárðars., og kom því um 2 m. á éftir K. A.-manninum til Baldurs Jónssonar, sem tók fljótlega forystuna. Seinasti spretturinn var mjög spennandi. Mátti vart á milli sjá, hvort fé- lagið ynni. Þór vdnn naumlega á tímanum 8 mín. 19.4 sek. Tími K. A.-sveitarinnar var 8 mín 19.6 sek. — Svona eiga boðhlaup að vera. Tvísýn og spennandi keppni dregur alltaf að áhorf- endur. íþróttakeppni Sjómannadagsins. Að venju fór hér fram á sjó- mannadaginn fjölbreytt íþrótta- keppni. Hófst hún með kappróðri á laugardagskvöld. Úrslit kappróðurskeppninnar voru sem hér segir: * Róður drengja. Æskulýðsfél. Akureyrarkirkju, sveit úr Glerárþorpi, vann á tím- anum 2.37.4 mín. Reri Glóa nær landi. jf Stýrim.: Gunnar Hjartarson. Ræðarar: Njáll Bergsson, Jóh. Þórðarson, Kristján Hannesson, Gylfi Þorsteinsson. KappróSur kvenna. Sveit Fataverksm. Heklu vann á 2.13.0 mín. Stýrim.: Þórdís Aðalbjörnsd. Ræðarar: Ebba Ebenharðsd., Hrafnhildur Baldvinsd., Björg Ólafsdóttir, Svala Gunnarsdóttir, Þrúður Gunnarsdóttir, Arnfríður Gunnarsdóttir. Vann verðlaunabikar gefmn af Sápuverksm. Sjöfn. Kappróður karla. Sigur úr býtum bar sveit Vél- stjórafélags Akureyrar á 2.28.8 mín. Stýrim.: Eggert Ólafsson. Ræðarar: Sigmar Benedikts- son, Vigfús Vigfússon, Jóhann Þorsteinsson, Jón Hannesson, Jóhann Guðmundsson, Jón B. Jónsson. Sveitin vann Kappróðrarbik- arinn, sem gefinn var af Vél- stjórafél. Akureyrar, en þann bikar hafði það unnið einu sinni áður. Af 13 kappróðrum, sem fram hafa farið hér á Sjómanna- daginn, hefur Vélstjórafélagið unnið átta sinnum. Fjöldi fólks fylgdist með kapp- róðrinum, og mikill áhugi ríkti við veðbankann. Hátíðahöld á sunnudaginn. Á sunnudaginn kl. 2 hófst svo keppni að nýju við sundlaugina. Áður en keppnin hófst, flutti sr. Pétur Sigurgeirsson ávarp. Helztu úrslit keppninnar urðu þessi: ! r'. 1 I 1 V. J - • 1 Stakkasund 35 m Það vann Magnús Lórenzson á 45.8 sek. Vann Magnús Sjómann- inn, gefinn af Axel Kristjánssyni h.f. Björgunarsund 25 m Magnús Lórenzson vann það á 32.5 sek. og hlaut Nafnlausa bik- arinn. Boðsund. Kvennasveit Slysavarnadeild- arinnar vann á 2.16.2 mín. Karla- sveit Sjómannadagsráðs var önn- ur á 2.45.4 mín. Keppni þessi vakti mikinn fögnuð áhorfenda. Að sundkeppni lokinni hófst aftur keppni á hátíðasvæðinu sunnan sundlaugarinnar. Var þar keppt í reiptogi, naglaboðhlaupi og handknattleik. í reiptogi kvenna sigraði sveit Slysavarnardeildar kvenna. Reiptog karla lyktaði með sigri Vélstjórafélagsins. Var keppnin milli þeirra og Skips.tjórafélags- ins mjög tvísýn og skemmtileg. Þá fór fram naglaboðhlaup milli sveitar Slysavarnardeildar kvenna og sameinaðs liðs úr Glerárþorpi og netahnýtingar- verkstæðis Kaldbaks. Vann hið sameinaða lið eftir tvísýna keppni. Að lokum fór svo fram hand- knattleikur milli Slysavarnar- deildar kvenna og Sjómanna- dagsráðs. Ráðið vann með 4 :1 mörkum. Áhorfendur voru mjög margir og var keppnin hin ánægjuleg- asta, að undanskildu því, að hún gekk nokkuð seint. Aðalverðlaun dagsins, Atla- stöngina, sem er gefin af vél- smiðjunni Atla, vann Magnús Lórenzson fyrir samanlögð beztu afrek dagsins. Afrek hans eru þessi: Fyrstur í björgunarsundi 35 stig Fyrstur í stakkasundi 25 stig í fimmtu róðrarsveit 1 stig Samtals 61 stig Þetta er met í keppni Sjó- mannadagsins hér. Næst bezta afrek á Páll A. Pálsson, 56 stig. Magnús er aðeins 16 ára gam- all. Flest merki seldu: Elsa Svav- arsdóttir og Stella Stefánsdóttir. Flest blöð seldu: Eggert Egg- ertsson og Gísli Kristinn Lór- enzson. Gullmerki dagsins var sæmd frú Margrét Sigurðardóttir, Fjólugötu 2. Um kvöldið voru dansleikir Sjómannadagsins að Hótel KEA og Hótel Norðurlandi. Merki dagsins og Sjómanna- dagsblaðið seldust mjög vel. — Veður var hagstætt. —o’— Frá Golfklúbbnum. Gunnarskeppnin er senn hálfn- uð og standa leikar þannig, að Jóhann Egilsson er efstur, en næstur er Jakob Gíslason og þriðji er Ágúst Ólafsson. Keppn- in hélt áfram í gærkvöldi - og verður haldið áfram annað kvöld kl. 8. — Næstkomandi laugardag hefst keppnin um „Mickey-cup“ og er sú keppni forgjafakeppni að 2/3 og verður keppt þann dag og á sunnudaginn kl. 8.45 og á kepprtinni þá að Ijúka. ÚRRÆÐI SAMVINNUNNAR. (Framhald af 2. síðu). ryðja sér til rúms. Hér á landi reka samvinnufélögin myndar- lega bókaútgáfu, sem gefið hefur út fjölda góðra rita. Þá reka þau og myndarlegan verzlunarskóla, Samvinnuskólann, bréfaskóli S. f. S. er orðinn stór stofnun og gagnmerk. Þá styðja einstök kaupfélög hvers konar menning- arstai-fsemi heima í héruðum. Hér hefur mjög stuttlega ver- ið vikið að starfsemi samvinnu- félaganna, og að sjálfsögðu mörgu sleppt. En þessar línur nægja til að undirstrika, hverj- um Grettistökum samvinnan hefur lyft hér á landi. Og þó er ónuminn vettvangur og óleyst mörg verkefni í ýmsum greinum, sem áreiðanlega verða bezt leyst á samvinnugrundvelli. Og það sannast æ betur, að hin hægfara, lýðfrjálsa samvinna, er traustasti vegurinn til efnalegra framfara. T. A. Héraðsþing U.M.S.E. á sunnudaginn Héraðsþing U. M. S. E., sem fresta varð í vetur vegna ótíðar, er ákveðið næstkomandi Sunnu- dag. Er þess fastlega vænst að þingfulltrúar mæti stundvíslega. Er það því fremur nauðsynlegt að það stendur aðeins yfir í einn dag að þessu sinni. Múrara vantar, að múrliúða hús. Múrara- réttindi ekki nauðsynleg. Afgreiðslan vísar á. Nnralín litiir kominn ajlur. 17 litir fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild "■ og útibú. Flauelskápur Peysufatakápur Gabardin-díragtir Sumarkjólar Eftirmiðdagskjólar Útsaumaðar blússur VERZLUN B. LAXÐAL Sokkabandateygja, hvit og grá. Strengteygja Sportbolir, hvitir og mislitir. Garðstólar nýkomnir. Svartíugl Sviðinn svartfugl Reyktur svartfugl nýköminn. Kjötbúð KEA og útibúið Ránargötu 10 Tek að sauma sniðnar buxur og fleiri snið- inn fatnað. Upplýsingar í Halgemagra- stræti 21. Sími 1620. Tilkynning Þeir, sem eiga poka með tuskum (ívafi) hjá Guð- rúnu Jóhannesdóttur, Há- teigi, eru beðnir að sækja þá fyrir 10. þ. m., annars verð- ur þeim brennt. Stúlku vantar til að vera í sumar- bústað nálægt Reykjavík í sumar. Gott kaup. Upplýsingar í síma 1315, eða á Kotá. Til sölu: Ný sláttuvél frá I. H. C., fyrir Farmall A traktor. Stefán Júliusson, Leifshúsum, Svalbarðsströnd. Sumarfríin eru að hef jast Mikið úrval af nesti. FISKBOLLUR í heil- og hálf- dósum. FISKBÚÐINGUR. SARDÍNUR í tórnat og olíu. SARDÍNUMAUK. HRÖKKBRAUÐ. TE - KAFFI - KAKO. BÚÐINGAR. TÓBAKSVÖRUR, allar teg- undir. 5ÓLOLÍA - SÓLKREM. KEX, margar tegundir. SÚPUR í pökkum og dósunr. VPPELSÍNUR o. m. fl. Kaupfélag Eyfirðinga Njlenduvörudeildin og útibú.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.