Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift aS BEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. Dagur Fimmta síðan: Frásögn af byggingu hins nýja skipbrotsmannaskýl- is í Keflavík norður. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. júlí 1951 28. tbl. Tveir piltar bíða samstundis bana, en aðrir tveir meiðast hættulega, þegar skriða hleypur á bif- r reið Þórsfclaga á för til Isafjarðar Hátíðleg sorgarmóttaka á hafnarbakka og minn- ingarathöfn í kirkju, er varðskipið Ægir flutti lík hinna föllnu félaga hingað til Akureyrar Um nónbil síðastliðinn sunnu- dag var bifreið með hóp íþrótta- manna héðan frá Akureyri á leið frá Bolungarvík inn Oshlíð til fsafjarðar, en til Bolungarvíkur hafði hópurinn farið í boði íþrótíabandalags ísafjarðar. Alls munu 27 Akureyringar og 3 ís- firðingar hafa verið í bifreiðinni. Þegar koniið var langleiðina inn eftir hlíðinni, féll skriða á veginn, og rauf mikið bjarg úr henni aft- urgafl bílsins. Tveir farþeganna, sem sátu í aftursætinu, þeir Kristján Kristjánsson, 20 ára piltur úr Glerárþorpi, og Þórar- inn Jónsson, 19 ára piltur héðan úr bænum, biðu samstundis bana, en tveir farþegar aðrir, er einnig sátu í aftursætinu, slös- uðust mjög alvarlega, en það voru þeir Þorsteinn Svanlaugs- son bifreiðastjóri, farai'stjóri íþróttahópsins, og Halldór Árna- son skósmiður, báðir héðan úr bænum. Fleiri farþeganna munu og hafa meiðzt nokkuð, cn ekki alvarlega. Þeir Þorsteinn og Halldór liggja nú í sjúkrahvisi þar vestra, og var ekki vitað síð- dcgis í gær, þegar blaðið fór í pressuna, hvort þeir væru báðir örugglega úr lífshættu af meiðsl- um sínum. Lík piltanna tveggja, en biðu þarna bana, og flcsta leiðangursmenn flutti liins vegar varðskipið Ægir hingað til bæj- arins.. Tveir leiðangursmanna munn þó enn dvelja á ísafirði yf- ir hinum særðu félögum sínum. Ákaflega mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á Torfunefs- bryggju, þegar varðskipið lagði þar að landi kl. 2 síðdegis í gær Félagar úr íþróttafélögum bæj- arins stóðu heiðursvörð frá skips hlið og upp undir Kaupangstorg, en söngmenn úr karlakórum bæjarins sungu „Hærra minn guð til þín“. Frá hafnarbryggj- unni gekk mannfjöldinn hljóður í för með bifreiðunum tveimur, er fluttu líkkisturnar til kirkju, en þar fór fram hátíðleg minn- ingarathöfn. Séra Friðrik Rafn- ar vígslubiskup prédikaði en karlakór söng. Búðum og skrif- stofum var lokað og fánar blöktu í hálfa stöng víðs vegar um bæ- inn, enda má segja að þessi hryggilegi og válegi atburður hafi slegið þögn sorgar og hlut- tekningar á alla bæjarbúa. Kosningaúrslitin í Mýrasýslu Kosningarnar í Mýrasýslu fóru fram á sunnudaginn, og var kjörsókn mikil. 1090 voru á kjörskrá ,en 981 neyttu at- kvæðisréttar síns. Kusu allir í sumbum byggðarlögum. Kosningaúrslitin voru kunn seint í fyrrakvöld. Atkvæði féllu svo, að Andrés Eyjólfsson var kosinn nieð 413 atkvæðum, Pétur Gunnarsson hlaut 396 atkv., Bergur Sigurbjörnsson 125 og Aðalsteinn Ilalldórsson 27. — Fjórtán atkvæðase'ölar voru auðir og sex ógildir. Við kosningarnar 1949 var Bjarni Ásgeirsson kosinn með 446 atkvæðum. Pétur Gunn- arsson hlaut 353, Guðmundur Hjarlarson 121 og Aðalsteinn Halldórsson 51. Þá voru 17 atkvæðaseðlar auðir, cn þrír ógildir. Frá komu Ægis og móttökuathöfninni á Torfunefsbryggju. söngför sinni Kanföfukórinn kominn heim úr „Ferðin reyndist sigurför en hefði þó getað orðið það í enn ríkara raæli, ef œeira liefði verið sungið, en minna ferðazt,“ segir höfundur kórs- ins og söngstjóri Björgvin Guðmimdsson Svo sem um var getið í síðasta blaði Dags, lauk Norðurlandaför Kantötukórs Akureyrar með samsöng, sem kórinn hélt í Tivoli í Re.ykjavík síðastliðinn þriðjudag við ágætar undirtektir margra þakklátra áheyrenda. Allflest söngfólkið kom þegar norður hingað daginn eftir, en nokkrir cru þó enn ókomnir, þar á meðal dvelst far- arstjórinn, Jón Sigurgeirsson kennari, ennþá erlendis ásamt konu sinni. Tíðindamaður blaðsins greip tækifærið, þegar fundum hans bar saman við Björgvin Guð- mundsson á götunni, að fylgjast með honum heim til hans, bjóða tónskáldið og frú hans velkomin heim og skeggræða ofurlítið við þau um ferðalagið. — Þið hér heima hafið nú átt þess kost að fylgjast allvel með ferðum okkar og því helzta, sem drifið hefur á dagana — a. m. k. svona á yfirborðinu — með frétt- um blaðanna og útvarpsins af söngförinni, segii1 Björgvin. — Og eg kæri mig raunar ekki um að bæta svo sérlega miklu við þá skýrslu né endursegja hana að nokkru, að svo komnu máli. En óhætt er þó að leggja áherzlu á það, að okkur var alls staðar vel og ágætlega fagnað, bæði kórn- um í heild, þegar hann kom fram á söngskemmtunum, og eins hverjum einstökum kórfélaga og þátttakanda, svo að segja má, að menn bæru okkur alls staðar á höndum sér og vildu allt fyrir okkur gera. Mér dugar ekki að nefna nein sérstök nöfn manna né staða í því sambandi, því að sú skýrsla yi'ði alltof löng, en gjarnan má þó geta þess, að mót- tökurnar og undirtektir í Oslo voru mér sérlega vel að skapi ,en þar héldum við tvær sjálfstæðar söngskemmtanir, áður en við lögðum af stað heim til íslands. Frá Svíþjóð er mér hins vegar einna minnisstæðust sú frábæra vinsemd, greiðasemi og rausn, sem við áttum þar að. fagna af hendi Helga Briem, frúar hans og sendiráðsins alls, og má vera, að mér endist auðna til þess síðar að minnast þeirrar afbragðs fram komu nánar og að verðleikum. — Kantötukórinn er áreiðan- lega eitt hið ágætasta hljóðfæri sinnar tegundar, enda kom það strax í ljós á fyrstu söngskemmt- uninni — og þó ennþá betur á Sænski söngstjórinn Sven Berg- man tekur Björgvin „med stora famnen“. söngmótinu í Stokkhólmi — að áheyrendur hrifust af söng hans. Og blaðadómarnir og und- irtektirnar allar voru á þann veg, að það er ákveðin skoðun mín og sannfæring, að við hefðum get- að fylgt þeim sigri stórum betur eftir með því að halda miklu fleiri sjálfstæðar söngskemmtan- ir víðs vegar á Norðurlöndum en við gerðum. Og víst vorum við komin „út fyrir pollinn“ í því skyni fyrst og fremst að kynna íslenzka tónlist og söngmenn- ingu fremur en að þeytast fram og aftur landshornanna á milli til þess að skoða hvað eina, merkt og ómerkt, sýna okkur og sjá aðra ,að hætti venjulegra túr- ista. En á hinn bóginn verður svona ferð auðvitað naumást far- in án þess að skipuleggja hana sem vendilegast fyrirfram, enda hafði það verið gert í þessu til- felli. Og víst er eg þakklátur þeim, sem það gerðu með mikilli röggsemi og prýði. Og þótt eg persónulega hefði kosið meiri söng, en minni ferðalög, þýðir ekki um það að sakast úr því, sem komið er. — Og nú erum við komin heim og það er það bezta, því að víst var okkur öllum orðin mikil þörf á hvíldinni eftir svona löng og erfið ferðalög og hvers konar umsvif. En fyrst og fremst er eg þakklátur kórfólkþiu, sem aldrei brást neinum þeim kröfum, sem til þess voru gerðar, og voru þær þó stundum. bæði margar og strangar. Og þó að eg sé ferða- þreyttur nokkuð orðinn — eins og við er.um sjálfsagt öll — segir Björgvin að lokum — hjálpa svona kveðjur og aðrar slíkar til þess að eg gleymi ferða- volkinu. Hér sér þú bréf, sem eg var að fá nú á stundinni, frá hjónunum Wallhall í Gautaborg, sem eg er annars alls ókunnugur bæði fyrr og síðar, en þau virðast hafa, eftir bréfinu að dæma, hlustað á samsöng okkar þar í Lisesbergs Konserthall þann 28. júní. Bréfið er hlýleg kveðja og þökk þessara söngvina fyrir söng okkar þar: „En mycket vacker upplevelse." stendur þar að lok- um. Og eg held, að maklegt sé, að eg og við öll, sem þátt tókum í þessari för gerum þau orð að einkunarorðum okkar, þegar ferðalag okkar her á góma. Víst var það allt saman „en mycket vacker upplevelse“, svo að orða- lag þessara óþekktu sænsku vina minna sé við haft.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.