Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 11. júlí 1951 r D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. 7 7 Árétting og viðaukar SAMSTJÓRN OG SAMSTAÐA stærstu og á- byrgustu stjórnmálaflokkanna í landinu hefur vissulega mikla kosti — svo mikla kosti, að á við- sjárverðum og hættulegum tímum kann hún að vera þjóðarnauðsyn, sem ekki verði umflúin, svo að því verði bjargað, sem bjargað verður, af reka- fjörum óstjórnar þeirrar og upplausnar, sem af því kann að leiða, þegar ábyrgir flokkar gerast óábyrgir og taka að starfa dyggilega að hruni og niðurrifi með hinum flokkunum og mönnuiium, sem vinna trúlega að því að skapa slíkt ástand óg viðhalda því — ekki af handvömm né óvitahætti, heldur vitandi vits og í fullu samræmi við upphaf- legan tilgang sinn og raunverulegt ætlunai-verk. EN Á HINN BÓGINN hefur slík samstaða vissulega mikla og margvíslega galla — sánnár-' lega svo mikils háttar og marga ókosti, áð þeir verða naumast þolaðir nema af hreinni og brýnni þjóðarnauðsyn á hinum hættulegustu tímum. Frá því sjónarmiði geta t. d. umræður og rökræður á borð við þær, sem tekizt hafa nú síðustu vikurn- ar milli ráðandi stjórnarflokka í sambandi við aukakosningarnar í Mýrasýslu, kallazt nauðsyn- legt og æskilegt uppger til þess að skýra línurnar milli þeirra tveggja annars svo ólíkú og óskyldu flokka, sem farið hafa nú um skeið sameiginlega með stjórn og ábyrgð í þessu landi. Ætla mætti, að rökræður þær, sem tekizt hafa af þessu tilefni, hefðu fyrst og fremst snúizt um ólíkan vanda og viðhorf flokkanna til dægurmálanna og ági-eining líðandi stundar. En svo ólíklega og kynlega hefur þó til tekizt, að aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, hefur tekið upp hanzkann á þeim vettvangi, sem menn hefðu þó að óreyndu sízt vænzt, og einna óvænlegastur og óbermilegastur hlaut þó að sýnast til framdráttar flokknum og blaðinu, sem að honum stendur. MORGUNBLAÐIÐ hefur sem sé beint umræð- unum í sambandi við þessar aukakosningar að fjármálaástandinu í landinu, við hverja þar sé helzt um að sakast, og jafnvel reynzt svo ófyrir- leitið og klárvígt að fitja í því sambandi upp á samanburði á fjármálastjóm Reykjavíkurbæjar annars vegar og ríkisins hins vegar, og spyr með miklu yfirlæti, hvernig standi á þeim „mikla mis- mun“, sem sé á þessu tvennu! Og blaðinu finnst ástæðan auðsæ. í Reykjavík fer Sjálfstæðis- flokkurinn einn með völd. Hann þarf ekki að semja til hægri né vinstri um fjármálastefnuna“. Er svo að skilja á blaðinu, að allt annað og miklu verra hafi verið uppi á teningnum, þegar til fjár- málastjórnar á ríkisbúinu sjálfu hafi komið. ÞVÍ SKAL HÉR að mestu sleppt — þótt vissu- lega sé það býsna markvert íhugunarefni út af fyrir sig — að gera hæfilegan samanburð á fjár- málastjórn íhaldsins og fjárhagsafkomu höfuð- staðarins sér á parti við ríkisbúskapinn í heild á hinu leitinu. Sá kapítuli er svo merkilegur og *lær- dómsríkur, að hann verður að skrá út af fyrir sig. En í sem skemmstu máli er óhætt að segja það, að sízt getur hann orðið íhaldinu til framdi’óttar né vegsauka, heldur vissulega hið gagnstæða. En á hitt er rétt að minna í þessu sambandi, að allt fram til þess tíma, að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, hafði Sjálfstæðisflokk- urinn átt íjármálaráðherrann og ráðið úrslitum um fjármála- stjórnina alla í hvorki meira né minna en ellefu ár óslitið. Á þessu tímabili höfðu rekstrarút- gjöld ríkisins meira en sautján- faldazt, en skattar og tollar fjór- faldazt. Loks höfðu ríkisskuld- irnar sexfaldazt í fjárstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, þegar tekið er tillit til gengisbreytingarinnar, sem orðið hafði á sama tima. Af litlu virðist því hér að státa! SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN tók við hagstæðum verzlun- arjöfnuði og ríkti hér á mestu fjárhagslegum uppgangstímum, sem komið hafa yfir þetta þjóðfé- lag. Hann skildi hins vegar svo við fjárhagsstjórnina, að stór- kostlegur halli var á verzlunar- jöfnuðinum, og þjóðin lifði að verulegu leyti á erlendu gjafafé í fyrsta sinn í sögu sinni. Og þann- ig skildu þessir „ábyrgu fjár- málmenn" við útflutningsat- vinnuvegina, að ekkert annað en stórfelld gengislækkun dugði þeim til bjargar. Slæmu árferði var sízt um að kenna, heldur sneri léleg fjármálaforusta miklu góðæri í illæi’i og lítt viðráðan- lega fjárhagsörðugleika. Það er fyrst með tilkomu nýs fjármála- ráðherra, að blaðinu hefur verið snúið rækilega við að þessu leyti. Nú er eftir að sjá, hversu trúir og einhuga þessir herrar reynast kjörorðum sínum og fyrirheitum undir nýrri, ábyrgri og ötulli for- ustu á þessu sviði. FOKDREIFAR Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi pistill frá gömlum og þaul- reyndum skipstjóra og vöskum sjóvíking, er þó vill ekki láta nafns síns getið. En þessa hug- leiðing sína nefnir hann: Ferð til Keflavíkur með Drang ÞAÐ VAR BJARTUR og fag- ur júnídagur, að vísu var það síð- asti dagur' mánaðarins. Eg hafði lengi hugsað um að fara einhvern smátúr með Drang, bara til að sjá gamla og góða út- verði Eyjafjarðar, sem ætíð eru viðbúnir að vísa sjófarendum leiðina um fjörðinn. Þessir vinir mínir eru Olafsfjarðarmúli og Gjögurin. Þeir höfðu svo oft bent mér leiðina til Eyjafjarðar, þó verið væri nokkuð langt í burtu. Oft ætlaði eg að fara, en ætíð var eitthvað, sem aftraði, annað hvort ekki nógu gott skyggni, eða veður ekki hagstætt. En svo kom stundin. Slysavarnarfél. kvenna Akureyri hafði ráðizt í það mann úðarverk að reisa skipbrots- mannaskýli í Keflavík, austan Eyjafjarðar. Fyrir nokkru hafði Drangur flutt allan efnivið til hússins austur þangað, en nú var ákveðið, að Drangur færi með stóran starfsmannahóp til að reisa skýlið, því skipstjórinn taldi veðurhorfur mjög góðar og að sjór væri kyrr. Eg Ieit því svo á, að með þess- ari ferð skyldi eg fara, því að það hlyti að hafa góð áhrif á mig, því að mér var það fyrir fram ljóst, að sérstaklega allar slysavarnar- fél.-konurnar og starfslið þeirra myndu óska þess heitt og inni- lega, að túrinn gengi sem allra bezt, enda reyndist svo. Það var lagt af stað héðan kl. um það bil 5 e. m. og var allt komið í land í Keflavík kl. 10 e. m. án þess að nokkur maður vöknaði í fót. Það var þó ekki svo lítið, sem þurfti að flytja í land af alls konar tagi, t. d. var allt starfsliðið um 40 manns og svo eins og gengur vistir, tjöld og nauðsynlegan út- búnað í skýlið og margt fleira. Það leyndi sér heldur ekki, að þarna var samstilltur áhugi hjá öllum, að láta verkið ganga sem bezt, og ekki má gleyma því, að skipstjórinn Guðbjartui' Snæ- björnsson létti uppskipunina eins og hægt var, með því að hafa róðurinn sem stytztan og láta skipið liggja svo nærri sem mátti. Til uppskipunar voru notaðir 2 léttbátar og var það auðvitað lang-heppilegast, því að lending í Keflavík er langt frá því að vera góð, eintómt stórgrýti, svo að það er betra, að sjór sé kyrr, ef vel á að takast með upp- og framskipun á fólki og varningi á svona stöðum. Það er mikið, hvað sumt fólk, þó einkum konur, leggur á sig fyrir ýms menningar og mann- úðarmál. Það er mikið átak fyrir fámennan hóp kvenna hér á Akureyri að ráðast í að reisa fulkomið skipbrotsmannaskýli í Keflavík. Það hlýtur að kosta mikla vinnu og margvislega fyrir höfn, að hrinda svona verki í framkvæmd, og fullyrða má, að þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við það fólk, semaðþessum málum stendur og við þau vinn- ur, en einkum þó við þá, sem for- ustuna hafa. Þetta fólk er ekki að vinna fyrir peningum sér til handa. Það vinnur í nafni mann- úðar og mannkærleika. í þessari ferð voru átta slysa- varnarfélags-konur, þeirra á meðal formaðurinn, frk. Sesselja Eldjárn. Þær tóku virkan þátt í húsbyggingunni með karlmönn- unum og báru jafnvel möl á bak- inu í pokum neðan frá sjó, og var þó upp brattan bakka að fara ca. 400—500 metra leið. Með upp- og ,framskipun stóð vinnan lát- laust fyrir karla og konur í 18 klst. eða frá kl. 9 e. m. á laugard. til kl. 3 e. m. á sunnudag. Eg bið góðan Guð að blessa störf þessa fólks í nútíð og fram- tíð, sem leggja svona hart að sér til að vernda líf og limi sjómanns ins. Að lokinni húsbyggingunni var haldin vígsluathöfn. Þar talaði ungur guðfræðinemi sem fenginn var með í ferðina til að framkvæma vígsluna. Heyrði eg konur tala um, að ræða hans hefði verið mjög góð. Að síðustu var staðurinn og skýlið kvatt með skipsflautunni, þegar lagt var af stað heim, en heim var komið kl. 7.30 á sunnudagskvöld. Þakka eg svo hjartanlega fyrir ferðina, sem mér þótti mjög skemmtileg, og hlýju handtökin ykkar. — Lifið heil! J. Undirföt Náttkjólar Nærföt Brjóstahaldarar Sokkabandabelti Sokkabönd Vefnaðarvörudeild. Kaffi og sætabrauð seint og snemma Það er haft fyrir satt, að íslendingar séu gestrisin ijóð, og alveg sérstaklega er íslenzkt sveitafólk annálað fyrir gestrisni og góðar móttökur á ferða- lögum, hvernig sem á stendur og hvenær sem þeir berja að dyrum. Það verður ekki annað sagt, en að það sé góður vttnisburður um hvern sem er, þegar sagt er, að hann eða hún sé gestrisin. En það er líka hægt að fara of langt — skjóta yfir markið — og það er hægt að haga gestrisninni á marga og mis- munandi vegu. Of mikið af kaffi og kökum. . - Eina hlið á þessu máli vil eg minnast á lítillega, en það er kaffi og sætabrauðið, sem boi'ið er á borð seint og snemma, þegar gsti ber að garði. Þetta er algengast í sveitinni, en þar er víða sá siður, að bera kaffi og ótal kökutegundir á borð, strax og gesturinn er genginn í bæinn. Sums staðar kveður svo ramt að þessu, að það er alveg sama á hvaða tíma dags er, jafnvel þótt heimafólk sé í sama mund að snæða hádegisverð eða gæða sér á góm- sætu berjaskyri eða hræring og slátri að kvöldinu. Málefni húsfreyjanna. Þetta er málefni, sem húsfreyjur í sveit og við sjó ættu að taka til athugunar. Þær eiga ekki að koma gesti og gangandi upp á það, að þeir geti hvenær sem er komið og fengið kaffi og kökur, og áreiðanlega mun mörgum ferðalanginum greiði gerður með því að haga þessu öðruvísi. Hugsum okkur að gesti beri að garði fyrir há-' dégið .Er þá ekki lang eðlilegast og ærin gestrisni að spyrja: „Get eg boðið ykkur nokkra hressingu núna, eða viljið þið bíða, þar til heimafólkið mat- ast?“ Fæstir munu kæra sig um kaffi og kökur rétt fyrir hádegismatinn, en þyrstur ferðalangur mun e. t. v. biðja um glas af vatni eða mjólk í mesta lagi. En nú finnst húsfreyjunni hún vera í miklum vanda stödd, því að hún hafi ætlað að hafa soðinn fisk og rabarbaragraut, og það geti hún ekki boðið gestunum. Þetta er mikill misskilningui', sem þarf að uppræta. Það er hægt að gefa gestkomandi ná- kvæmlega sama matinn og heimafólkið borðar. Öðru máli gegnir, ef boðið er sérstaklega til hádeg- is- eða kvöldverðar. Þá reynir húsfreyjan að bera fram eitthvað sérstaklega gott, nema hún hafi tekið það fram, þegar hún bauð, að um hversdagsmál- tíð væri að ræða. Fólk í kaupstöðum borðar áreið- anlega álíka oft „hversdagsmat“ og fólk í sveit, og það er algerlega ástæðulaust að gefa ferðalöngum annað en einmitt það, sem á boðstólnum er hverju sinnió. Flestum er svo farið ,að eþim fellur miklu betur, að ekki sé ofmikið fyrir þeim haft, og vanlíð- an er því samfara að finna, að maður hefur valdið húhfreyjunni óþægindum og fyrirhöfn með komu sinni. Með því að taka á móti ferðalöngum á einfaldan en alúðlegan hátt, og bjóða þeim það, sem á borðum ef, sparar húsfreyjan sér mikla fyrirhöfn .og einnig peninga, því að það er dýrt að baka góðar kökur, og um leið gerir hún þeim, sem gestkomandi eru, hinn mesta greiða. Að sjálfsögðu er um margar undantekningar að ræða í þessu máli eins og flest- um öðrum. T. d. mun uallar húsfreyjur, hvort heldur eru í sveit eða bæ, bera fram það bezta, er góðvin ber að garði eftir langa útivist. En það má vel gera mun á slíkum gestum og „venjulegu“ ferða fólki ,sem stöðugt leitar heim til bæjar á sumar- ferðalögum. Við getum haldið áfram að vera gest- risin þótt við látum kaffið og kökurnar víkja fyrir hversdagsmatnum, og kökutegimdunum getum við áreiðanlega fækkað að skaðlausu. RÉTTUR VIKUNNAR. (Kakó-síróp). V2 bolli kakó. — IV2 bolli sykur. — 1 bolli vatn. — 1 tesk. vanilludropar. — V2 tesk. salt. — Öllu bland- að saman í potti og soðið í 3 mín. 2 matskeiðar af sírópinu eru hrærðar eða hrisstar saman við eitt glas af mjólk. — Ágætur drykkur, svalandi og bragðgóður, sem hægt er að grípa til, til tilbreytni, bæði handa ungum og gömlum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.