Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. júlí 1951 DAGUR 5 Konur á Akureyri höfðu forgöngu um byggingu á skipbrotsmannaskýli í Keflavík við Gjögur Sjálfboðaliðar reistu húsið í fyrri viku Drangur leggur að Torfunefsbryggju með leiðangursmenn innan borðs þreytta, en ánægða eftir vel unnið „dagsverk“. Guðbjörg Björnsdóttir 85 ára Kvennadeild Slysavamafélags- ins hér á Akureyri er athafna- samur félagsskapur og hefur nú síðast gert það stórvirki að hafa forgöngu um byggingu skip- brotsmannaskýlis í Keflavík við Gjögur-hér austan Eyjaf jarðar. Er skýlið komið upp og tilbúið að taka á móti sjóhröktum mönn- um, fyrir þetta starf deildarinnar og starf sjálfboðaliða, sem undT irbjuggu bygginguna hér á Ak- ureyri og í Keflavík og reistu hana síðan á skammri stund í fyrri viku. Dagur hefur rætt við tvo stjórnarmeðlimi slysavarnadeild- arinnar, þær frk. Sesselju Eld- járn, formann deildarinnar og frú Sigríði L. Árnadóttur gjaldkera, — en þær voru báðar með í Keflavíkurferðunum — og sögðu þær blaðinu frá undirbúningi og framkvæmd málsins. (Auk þess á frú Guðný Björnsdóttir sæti í stjórninni). Sjómenn bentu á Keflavík. Það var löngu ákveðið að deildin hefði forgöngu um að koma upp skipbrotsmannaskýli hér á ströndinni, en eftir var að ákveða, hvar telja mætti mesta þörf fyrir það. Var leitað til sjó- mannafélaganna á Akureyri og óskað umsagnar þeirra. Voru öll svörin samhljóða: Keflavík. Næst kaus deildin framkv.stj., frúMar- grétu Sigurðardóttur, og tvær nefndir til að starfa að málinu, bygginganefnd, for- maður frú Guðrún Melstað, og áhaldanefnd, formaður frú Gróa Hertervig. Slysavarnafélag íslands lagði til teikningu af hentugu skýli, leyfi til efnis- kaupa fengust og var þá næst fyrir hendi að athuga aðstæður í Keflavik. Var það gert snemma í júní. Fórú 4 menn á bát þangað — Eggert Ólafsson vélstjóri, Jón B. Jónsson byggingameistari — er sá um múrvex-k við bygging- una síðar — Halldór Jónsson trésmiður og Ólafur Benedikts- son forstjóri. Hinir tveir fyrr- nefndu fóru allar þrjár ferðirnar til Keflavíkur. Þeir félagar athuguðu að- stæður allar og sáu m. a. að flytja þyrfti að sand til þess að nota í steypu, en möl var nothæf í fjöi'unni. Fyrri leiðangurinn á „Drang“. Hinn 27. júní fór næsti leið- angur frá Akureyri á póstbátn- um „Drang“. Voru 6 konur í förinni og 23 karlmenn, auk skipshafnar „Drangs“. Var nú flutt efni til byggingai'innar. Þótt veðurútlit væri ekki sem bezt, er lagt var af stað', rættist vel úr, og var svo allan tímann, að engu var líkara en guðleg forsjón héldi verndarhendi yfir þessu fyrir- tæki. Sjóa lægði er þörf var, en lending -í Keflavík getur verið rnjög ei'fið, því að víkin er fyrir opnu hafi, og var er lítið sem ekkert. Uppganga úr fjöi-unni er um snarbrattan sjávarbakka og varð að byrja á því, eftir að í land var komið, að i'yðja götu upp bakk- ann, því að fornar götur voru hoi'fnar undir skriður og aur. Unnið var kappsamlega að flutningi efnisins upp á bakkann og var ekki legið á liði sínu. — Tókst þessi leiðangur ágætlega og var nú allt til reiðu að reisa húsið sjálft. Síðari leiðangurinn — húsið reist. í þá för var ráðizt laugai'dag- inn 30. júní, einnig á póstbátnum ,,Di-ang“, og voru nú í föx'inni 8 konur og 31 kai'lmaður. Voru þar flestir, er höfðu verið í fyrri fei'ð, og nokki'ir nýjir sjálfboðaliðar. Veður var ótryggt, en sem fyrr rættist ákjósanlega úr og gekk lendingin í Keflavík slysalaust, en „Drangur“ hvarf til Þor- geirsfjarðar og beið þar átekta meðan unnið var að smíðinni í Keflavík og kom á vettvang dag- inn eftir og tók fólkið. Strax og komið var á land, hófst byggingavinnan, og unnu karlmennii'nir kappsamlega að henni, en konurnar önnuðust matseld. Klukkan 4 á sunnu- dagsmox-guninn var fáni Slysa- vai'nafélags íslands dreginn að hún á hinu nýreista skipbrots- mannaskýli og síðan var nauð- synlegum búnaði komið fyrir í húsinu. Á sunnudaginn var hús- ið vígt með hátíðlegri athöfn og ræðu, er Bii'gir Snæbjöms- son guðfræðinemi hélt, og bíður það nú tilbúið, ef nauð- stadda menn skyldi bera að landi þarna í víkinni eða í nágrenni Formaður Slysavarnadeildar kvenna, Akureyri, frk. Sess- elja Eldjárn, og Eggert Olafs- son, hreiðra um sig í kaffihléi. hennar. Veður hélzt gott eins lengi og þöi'f var og tókust flutn- ingar á fólkinu um borð í „Di-ang“ vel, en ekki mátti tæp- ara standa, því að strax á eftir tók að hvessa og ylgja í sjóinn. Þökkuðu konurnar góð veður þennan dag ekki sízt giftu Jóns Björnssonar, hins aldna póst- bátsskipstjóra, sem réðist til þessarar ferðar, enda þótt hann sé fyrir alllöngu hættur sjóferð- um. Var síðan siglt heim, og gekk sú ferð ágætlega, og komu menn þreyttir en hamingjusamir til bæjarins um kvöldið. Gagnkvæmar þakkir. Þær Sesselja og Sigríður töldu kvennadeildina standa í mikilli þakkarskuld við alla, sem hafa Það eru nú liðnir 2 tugir ára síðan eg kynntist henni fyrst af frásögn yngstu dóttur hennar, Dórótheu. Hún sagði svo margt fallegt um hana móður sína. -—• Árin liðu, dóttir hennar, vinkon- an mín, var kölluð héðan. Skömmu síðar fékk eg fyrsta bréfið frá Guðbjörgu Björns- dóttur. Mörg bréf hef eg fengið síðan, og eg vona að enn eigi hún eftir að skrifa vinum og vandamönnum. Bréf þessarar gáfuðu konu eru dýrmæt og lær- dómsrík, yfir þeim er einhver seiðandi friður, er .minnir á mildan, bjartan sumardag. Og nú er Guðbjörg Björnsdótt- ir á Dýrfinnustöðum í Skagafirði 85 ára. Fædd 4. júlí 1866 ,dóttir Björns hreppstjóra og danne- brógsmanns á Skálá í Sléttuhlíð. Önnur dóttir Bjöms á Skálá var Hallfríður á Svaðastöðum, er hún nú látin. Kært var með þeim systrum, munu þær og hafa átt margt sameiginlegt, nefndu þær hvor aðra aldrei annað en „syst- ur“. Hallfríður á Svaðastöðum ól upp nöfnu sína og systurdóttur, frú Hallfríði Jóhannesdóttur, sem nú er búsett í Siglufirði. Guðbjörg hefur dvalið með Maríu dóttur siníii á Dýrfinnu- stöðum, - og hafa :þær í .samein- ingu fóstrað og frastt stóran barnahóp. Heimilisfaðirinn, Runólfur, maður Maríu, féll frá á bezta aldri, börnin voru þá mörg í ómegð, þau elztu unnu að heim- ilisstörfunum. Með guðs hjálp og fádæma dugnaði, blessaðist þetta allt vel. Uppeldisstarfið fór þeim lagt þessu máli lið, en þeir ei-u fleiri en svo, að unnt sé að telja þá alla með nöfnum hér. Ekki sízt þakka þær eiganda „Drangs“, Steindóri Jónssyni, og skipshöfn póstbátsins, er fluttu leiðangurs- menn endurgjaldslaust tvisvar þessa löngu leið. Blaðið sendir þakkir deildarinnar áleiðis til þessara góðu manna, en bætir því við frá eigin brjósti, að það telur konurnar hafa sýnt svo mik inn áhuga og dugnað í þessu máli, að bæjarfélagið allt geti verið stolt af, og vissulega munu bæjarmenn — og miklu fleiri — þakka þeim þetta óeigingjarna starf. Sérkennilega fagurt í Keflavík. Keflavík mun einn afskekktasti staður hér um slóðir, var þó byggð þar fram um aldamót. Verður naumast komizt til stað- arins eða frá honum nema á sjó, a. m. k. að vetrarlagi, en brima- samt er þar, enda fyril' opnu hafi. En þegar komið er upp fyrir hinn háa sjávarbakka, er fagurt um að lítast og hrikalegt, og er þar gróður furðanlega mikill og kjarngóður og búsældárlegt á gamla vísu. Bæjarrústir eru þarna og virðist hafa verið um myndarlegar byggingar að ræða á eldri tíma mælikvarða, enda mun hafa verið gott til fanga á þessum slóðum, meðan útræði var. mæðgum báðum jafnvel úr hendi. Tveimur, litlu systur og dótturbörnunum er bætt í hóp- inn, svo að þau eru 14 börnin, sem kalla húsfreyjuna á Dýr- finnustöðum móður. Þeir, sem til þekkja, vita að heimilið er gott, þar er góður andi yfir og starfað er af dugnaði og myndarskap bæði úti og inni. Búið er að hyggja vandað íbúðarhús, jarð- rækt er mikil og vinna þeir braéð ur víða um Skagafjörð að rækt- un, með hinum stórvirku vélum. Ungu stúlkurnar, bæði dóttur- og sonardætur Guðbjargar eru sagðar miklar hannyrðakonur. Þær mega líka vanda sig, ef þær eiga að ná ömmu sinni. Hálf níræð vinnur hún úr ull- inni hið fínasta band og alla leið til Ameríku er eitt fallega herða- sjalið frá Dýrfinnustöðum komið. Ullarvinna Guðbjargar Björns- dóttur er list ,og þess munu fá dæmi, að konur á hennar aldrí vinni svo mikið og vel. María dóttir hennar prjónar hyrnurnar og vettlingana úr fína bandinu, sem móðir hennar spinnur og er það táknrænt, hvað þeim mæðgum gengur vel að vinna allt í sameiningu. Hún er bjartsýn og framsýn, þessi stillta og prúða kona, hún nýtur þess að sjá sól rqða Mæli- fellshnjúk og Tindastól, og þeg- ar líður að kvöldi þessa sumar- daga, ljómar allur Skagafjörður í ljóshafi hnígandi sólar. Það er afmælisósk til Guð- bjargar Björnsdóttur, að hinn gullni þráður áhrifa og erfða, er hún hefur gefið afkomendum sínum, vari sem allra lengst í ætt hennar. Laufey Sigurðardóttir. Taft köflótt Vefnaðarvörudeild Jarpur hestur laminn, ójárnaður, mark: biti aftan vinstra, er í óskil- um í Glæsibæjarhreppi. Hreppstjórinn. Tveir menn óska að fá 2 lítil herbergi. Eitt stórt gæti og komið til greina. Fæði og þjónusta æskileg á sama stað. Afgr. vísar á. JÓN SVEINSSON lidl. Hafnarstr. 88 — Simi 1211 Heima 1358 Eignaumsýsla, kaup og sala fasteigna og önnur lögfræði- störf eftir .samkomulagi. Lagersaumur Vil taka sniðinn lagersaum lieim. — A fgr. vísar d. Leiðangursmenn taka land í Keflavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.