Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 11.07.1951, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 11. júlí 1951 Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody 21. DAGUR. í<*^i <s*s<**sf‘«*3 (Framhald). geyma kalkúnhana og við áttum allt til þess að matbúa hann. — Jólagjafir bárust frá frændfólk- inu á Nýja Englandi og pabbi hlýtur að hafa tekið jólatré með sér þegar hann kom heim á að- fangadagskvöld .Mamma skreytti það með rauðberjum og runna- gróðri og svo voru nokkrar app- elsínur hengdar á greinarnar eins og þær væru falleg ljósker. Gjafirnar voru vafðar innan í hvítan umbúðapappír og látnar við fót trésins eins og ævinlega fyrrum. Allir fengu nýja skó og nýja sokka. Það snjóaði allan jóladaginn og enginn kom að heimsækja okk ur. Mamma hafði búið til fulla skál af góðum graut, og við skiptum sælgætinu á trénu og appelsínunum í milli okkar. Við urðum að skipta þeim, því að þær voru aðeins sex, en við vor- um sjö í fjölskyldunni. í fyrstu sagðist pabbi ekkert kæra sig um skammt, því að appelsín- ur færu alltaf í tennurnar á sér, en mamma hló bara að honum og við skiptum þeim jafnt, hvað sem hann sagði. Eg sá ekki, að þær færu neitt óþægilega í tennurnar á honum, er hann át sinn skammt. Við fluttum til Littleton skömmu eftir nýjár. Pabbi hafði fundið sjö herbergja hús í út- jaðri bæjarins og þar bjuggum við um hríð. Pabbi var gerður að Perkstjóra hjá húsabygginga- fyrirtæki og eg held eg hafi ekki í annan tíma séð hann ánægðari en þegar hann kom heim með útnefninguna. Hann sagði okkur frá því öllu, er við sátum til kvöldverðar. Framkvæmdastjór- inn hafði komið á vettvang og séð hina smiðina vera að skeyta saman bita, sem höfðu verið gerðir of stuttir í upphafi. — Mamma tók andann á lofti. „En Charlie," sagði hún, „þýð- ir þetta... .“ „Já, það þýðir það, að eg var settur yfir smiðina og fæ nú fjóra dali á dag, og eg finn að eg er maður til þess að standa í stöðu minni.“ Hann hélt áfram að borða um stund, en svo leit hann upp og hélt áfram. „Hvem- ig er nú tilvitnunin í Hamlet? Sú um að alltaf sé til dásamleg for- sjón?“ Mamma kunni allar þessar til vitnanir og það komu tár fram í augu hennar er hún hafði þær yfir. Þar var sagt, að dásamleg forsjón leiddi okkur við hönd • sér ,en hönd hennar væri hrjúf á stundum. „Já, það er einmitt þessi,“ sagði pabbi. „Ekki veit eg hvernig þú ferð að því að muna þetta orð- rétt allt saman.“ Og eg held að mamma hafi glaðst eins mikið af þessum orðum og af launahækk- uninni. Eg hafði gengið í skóla í Littleton í fjórar vikur áður en eg lenti í nokkrum verulegum vandræðum. Það var eldri ekkja, sem kenndi okkur, og hún hafði þann hátt. á, að segja aldrei neitt gott eða vinsamlegt við mann, ef hægt var að segja það skætingi og leiðindum. í einu skiptin, sem brá af henni að þessu leyti, var þegar Mr. Purdy — en hann var ekkjumaður — kom og færði henni egg og smjör. Stundum stóðu þau hálftíma á einu í skóla- dynmum og flissuðu og hlógu. Dag nokkurn þegar herra Purdy hafði staðið á tali við kennslukonuna í heilt kortér, byrjaði einn drengjanna í bekkn- um að draga fæturna eftir gólf- inu. Innan mínútu var öll bekk- sögnin byrjuð á þessu og það var á að hlýða eins og 40"eirtilestir geystust fram hjá með hvæsi og hávaða. Herra Purdy greip flóttann, en kennslukonan hvarf stundarkorn, en innan tveggja mínútna var hún komin aftur með skólastjórann í eftirdragi. En þá var allt kyrrt og hljótt í skólastofunni, svo að heyra mátti flugu anda. Skólastjórinh var stór, feitur og sællegur maður, en hann var unglegur í andliti og eg hugsaði, að hann paundi vera yngri en pabbi. Hann sneri sér að bekknum og ,pagði;,.ÆEg bið þau börn, sem léku sér að því að draga fæturna eftir gólf- inu áðan, að gjöra svo vel að standa á fætur.“ Dutch Gunther var fyrstur á fætur, og svo Bill bróðir hans. Þegar eg leit í kringum mig sá eg, að við vorum sjö drengir, sem höfðum orðið við áskorun skóla- stjórans, en engin stelpa. Við vorum víst 30 í bekknum, og ef skólastjórinn hefði kært sig um að athuga það, hefði hann getað séð traðkið undir hverju púlti. En hann gerði það ekki, heldur krosslagði handleggina og hvessti á okkur augun. Svo sagði hann: „Þetta hefði maður svo sem mátt vita. Mestu prakkararnir í öllum skólanum. Komið þið með mér drengir!“ Hann snaraðist út úr kennslu- stofunni og við lötruðum á eftir. Á leiðinni hvíslaði Dutch í eyra mér: „Láttu harin ekki heyra þig hrína, Litli knapi.“ Hann fór með okkur inn í her- bergi í kjallaranum og þar greip hann Ijóta svipu af snaga. Hún líktist mest svipum, sem kúrek- arnir höfðu til þess að berja á nautunum með, nema hvað hún var styttri þessi, og hún hafði þrjár rófur á endanum. Bill fékk 14 högg áður en stuna heyrðist frá honum, og þrjú fékk hann þar á eftir. Eg stóð mig ekki ná- lægt því eins vel. Eg hafði brák- að nokkur rif á einni æfingunni með Hi og nokkrar þústur var að finna á þessum gömlu samskeyt- um. Hann hitti þessar þústur í fyrsta högginu og það var líkast því sem verið væri að reka mann í gegn með glerbrotum. Eg hélt að mamma mundi al- veg sleppa sér, þegar eg kom heim. Hún mundi vissulega hafa farið rakleitt í skólann ef eg hefði ekki sarinfært hana um, að það mundi aðeins auka á vandræðin. Hún þvoði vandlega meiðslin eft- ir svipuhöggin og bar smyrsl á þau og háttaði mig síðan ofan í rúm. Eg varð að liggja á magan- um. Hún hlýtur að hafa sagt pabba frá þessu jafnskjótt og hann kom heim úr vinnunni. Hann kom og leit á bakið á mér. Eg hefði ekki getað ráðið neitt af orðum hans eða af hljómnum í röddinni, en samt vissi eg að hann var ofsa- reiður, því að eg sá hvemig kippir fóru um kinnvöðvana. — Eftir að hann var búinn að grandskoða meiðslin, sagði hann: „Hann hefur ekki legið á liði sínu, karlinn. En hvað um það, þú hefur fengið önnur eins meiðsli áður, og eg held, að þú lifir það af.“ Hann sat á rúmstokknum hjá mér á meðan eg var að klæða mig og rabbaði við mig. „Þú getur lært af þessu, son- ur,“ sagði hann, „að stundum verður maður að þola sárindi fyrir það, sem rétt er. En tilfinn- ingin eftir meiðslin endist ekki nema skamma stund, jafnvel þótt hún sé logsár, en ef maður bregzt þeirri skyldu, að gera það, sem rétt er, þá geta merki þess sést á manninum meðan hann lifir. Við skulum fara niður og fá okkur að borða.“ Eg gat ekki sofið þessa nótt, og seint um kvöldið heyrði eg að pabbi fór út. Meira en klukku- stund leið áður en hann kom aft- r. Við morgunverðinn daginn eft- ir sá eg að hendur hans voru bólgnar og marblettir á handar- bökunum. Eg var forvitinn að vita, hvað hann hefði verið að gera kvöldið áður, svo að eg spurði hann að því. Það var við matborðið. Hann þurrkaði sýróp upp af disknum sínum með kex- kökunni og sagði: „í gærkveldi? Eg þurfti að hitta mann í sam- bandi við huncL“ Mamma leit upp, og sagði: „Vár það svoleiðis?“ En pabbi sagði ekki meira, en hélt áfram að hreinsa sýrópið af diskinum sínum með molum. Mamma nefndi ekkert að eg skyldi ekki fara í skólann og eg fór því eins og venjulega. Eg hugsa að eg hafi gengið fram hjá skrifstofu skólastjórans sjö eða átta sinnum þennan dag og dyrn- ar voru opnar, en aldrei sá eg hann. Margir dagar liðu, og ekki sást neitt til hans. Krakkarnir sögðu að einhver hefði barið hann til óbóta og hann lægi í rúminu, en líklega hef eg verið sá eini, sem hafði daufa hugmynd um, hver þessi „einhver“ hafði verið. (Framhald). ÍÞRÓTTIR Drengjamót Akureyrar 1951. Um fyrri helgi fór fram Drengjamót Akureyrar í frjáls- íþróttum. Þátttaka var óvenju mikil að þessu sinni og frjáls- íþróttirnar virðast eiga vaxandi fylgi að fagna í bænum. Keppni var alltvísýn og spennandi í ýmsum greinum og höfðu félögin jafnmörg meistarastig e‘r síðasta keppnisgrein hófst, 4x100 m. boð- hlaup, sem lyktaði með sigri Þórs og hlaut Þór því alls 7 drengja- meistara en KA 6. Langbeztu árangrar mótsins voru 400 og 1500 m. hlaup Hreið- ars, sem hvort tveggja eru beztu árangrar sem drengur hefur náð í ár hérlendis. Sérstaklega var 1500 m. hlaup hans tilþrifamikið og tíminn 4.19.2 mín., er aðeins 2/10 frá Akureyrarmeti Óðins, og gefur 716 stig. Tvö met voru sett á mótinu, 400 m. Hreiðars, 53.7, og sleggju- kast Halldórs, 32.77 m. Fjölhæf- asti keppandi mótsins var Einar Gunnlaugsson, bezti kastari Ósk- ar og bezti stökkvari Páll Stef- ánsson, sem er efnilegur og skemmtilegur keppnismaður. — Mesti sigur var fjórfaldur sigur KA í spjótkasti, en mest kom á óvart þrístökk Páls og sigur Höskuldar yfir Einari í 100 m. Tveir nýliðar komu fram í köst- unum, þeir Stefán og Arnar, og eru þeir sterklegir unglingar sem mikils má vænta af, ef þeir æfa. Mótstjóri og þulur var Tryggvi Þorsteinsson og mátti hann, áhorfendum að skaðlausu, til- kynna drengjamet Ak. í hverri grein. Ennfremur var leiðinlegt að heyra hann lýsa eftir fjar- stöddum keppendum eins og ein- hverju óskilafé, í stað þess að hafa nafnakall fyrir hverja keppni. — Þór sá um undirbún ing mótsins og hvíldi hann að miklu leyti á herðum Baldurs Jónssonar og Kristj. Kristjáns- sonar og fórst þeim vel í mörgu. Úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup. 1. Höskuldur Karlss. KA 12.0 sek. 2. Ein. Gunnlaugss. Þór 12.1 sek. 3. Tryggvi Georgss. Þór 12.5 sek. 1500 m. hlaup. 1. Hreiðar Jónsson KÁ 4.19.2 mín. 2. Krist. Bergss. Þór 4.27.5 mín. 3. Gunn. Jakobss. KA; 4.28.1 mín. Langstökk. 1. Hreiðar Jónsson KA 5.61 m. 2. Páll Stefánsson Þór 5.49 m. 3. Valg. Sigurðss. Þór 5.35 m. Spjótkast. 1. Haukur Jakobss. KA 47.17 m. 2. Magn. Guðms.s. KA 47.11 m, 3. Óskar Eiríksson KA 46.19 m. Stangarstökk. 1. Valg. Sigurðss. Þór 2.65 m. 2. Páll Stefánsson Þór 2.35 fn. 3. Bjarni Bjarnason Þór 2.30 m Kúluvarp. 1. Stefán Árnason Þór 12.99 m. 2. Arnar Sigurðsson KA 12.91 m 3. Óskar Eiríksson KA 12.84 m. Sleggjukast. 1. Halldór Árnason Þór 32.77 m. 2. Magnús Jónsson Þór 29.95 m, 3. Ágúst Sigurlaugss. Þór 24.78 m Kringlukast. 1. Óskar Eiríkss. KA 38.60 m. 2. Arnar Sigurðsson KA 36.15 m, 3. Sigtr. Sigtryggs. KA 35.82 m Þrístökk. 1. Ein. Gunnlaugss. Þór 12.25 m 2. Páll Stefánsson Þór 12.15 m. 3. Hreiðar Jónsson KA 12.00 m Hástökk. 1. Ein. Gunnlaugss. Þór 1.51 m. 2. Gunnar Jakobsson KA 1.51 m. 3. Páll Stefánsson Þór 1.51 m. Þríþraut. 1. Ein .Gunnlaugss. Þór 1535 stig. Halldór Árnason Þór 1446 stig. 3. Kristinn Bergss. Þór 1413 stig. 400 m. hlaup. 1. Hreiðar Jónsson KA 53.7 sek. Akureyrarmet. 2. Ein. Gunnlaugss. Þór 54.4 sek. 3. Kristinn Bergsson Þór 57.1 sek. 4x100 m. boðhlaup. 1. A-sveit Þórs 48.9 sek. 2. A-sveit KA 49.8 sek. 3. B-sveit Þórs 50.4 sek. Fréttir frá alþjóðaþinginu í Feneyjum. Skíðasambandi íslands hefur borizt fundargerð 18. alþjóða- skíðaþingsins, sem haldið var í Feneyjum dagana 24.—27. apríl 1951. Fara hér á eftir helztu atriði fundargerðarinnar. Skíðá- sambandi Vestur-Þýzkalands, Skíðasambandi Austur-Þýzka- lands og Skíðasambandi Japans var veitt innganga í Alþjóða- skíðasambandið (F. I. S.). Ákveð ið var að næsta heimsmeistara- keppni í skíðaíþróttum skyldi haldin 1954 í Svíþjóð. Ákveðið var að næsta alþjóða skíðaþing skyldi haldið 1953 í Innsbruck í Austurríki. Ákveðið var að á al- ijóða skíðamótum mætti boða til keppni í eftirfarandi greinum: a) 15 km. skíðagöngu b) 30 km. skíðagöngu c) 50 km. skíðagöngu d) 10 km. skíðagöngu kvenna e) Boðgöngum f) Skíðastökki g) Tvíkeppni í 15 km. skíða- göngu og skíðastökki h) Brun i) Svig j) Stórsvig k) Tvíkeppni í svigi og bruni Formaður Alþjóðaskíðasam- bandsins var kjörinn Marc Hod- ler, Svisslandi, og aðalritari Arn- old Kaech, Svisslandi. Flyzt nú aðalstjórn Alþjóðaskíðasambands ins frá Noregi til Svisslands, en fráfarandi formaður Alþjóða- skíðasambandsins N. R. Ostgaard og aðalritari Einar Bergsland báðust undan endurkosningu. Því miður gat fulltrúi frá Skíða- sambandi íslands ekki mætt á þinginu. Sumarkjólaefni nýkomin, mjög íalleg. Margir litir. G. Funch-Rasmussen Jeppi til sölu. Vel yfirbyggður landbún- aðarjeppi til sölu. Afgr. vísar á. Jeppa-bifreið Tilboð óskast í jeppabif- reið, sem verður til sýnis á morgun kl. 1—5 á bifreiða- verkstæðinu Víking. Upp- lýsingar gefur lóhann Kristinsson, s. st.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.