Dagur - 01.08.1951, Síða 5

Dagur - 01.08.1951, Síða 5
Miðvikudaginn 1. ágúst 1951 DACUR V 5 „Ný lína" í kalda stríðinu gegn Yesturlöndum Nýr „sameiningarflokkur“ í Grikklandi minnir á síðustu starfsaðferðir kommúnista hér ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Hinn 17. júlí sl. tilkynnti Moskvablaðið Pravda, að stofn- aður hefði verið nýr flokkur í Grikklandi og hefði flokkur þcssi sent grísku þjóðinni boðskap með útvarpssendingiun og flug- ritum frá Búlgaríu. Flokkur þessi, sem kallar sig „sameining- arflokk“ — skammstafað PAS, á að frelsa grísku þjóðina und- an oki heimskapítalismans, koma henni í nánara samfélag við hinn mikla föður í Moskvu. í ávarpi því, sem fyrr getur, seg- ir svo samkvæmt frásögn danska blaðsins BT s. 1. sunnudag: „Þetta er tilboð um vináttu til allra þeirra, sem vilja vinna fyrir friðinn og lýðræðið, til þcirra, sem trúa á þjóðina og elska föð- urland sitt. Land vort er orðinn leikvangur lyrir viðureign tveggja ólíkra heima. Anuars vegar eru Bandartkjamenn og leppar þcirra, en lög þessa íólks eru: sultur, morð og stríð og útrýming grísks þjóðernis. Þeir prédika stríð gegn Albaníu og nær milljón grískrar æsku sem iallbyssufóður fyrir ame- rísku ófrcskjuna, bæði í Kóreu og til Eisenhovcrs. Þeir 'vilja hernað- arbandalag við Júdas Tító og við tyrknesku valdhafaua, sem undir- búa svik við grísku þjóðina, en við, við viljunt aðeins frið og vel- sæld fyrir alla Jjjóðina.... ' Eina björgunin fyrir Grikkland nú, er að skipa sér á bak við liina nýju samfylkingu. Stolnuð verða iélög í liverju byggðarlagi og ætlunin er að þessi lélagsskapur teygi arma sína inn í-sérhverja 'stjórnarskrif- stofu, í liverja verksmiðju og rík- isstofnun. PAS-sellur á að stofna um borð i hverju skipi, innan hers og flota, allir, sem vita, hvað föð- urlandsást er, eina að leggja fram sinn skerf o. s. frv..,..“ Nýja línan. í erlendum blöðum, m. a. í fyrr- nefndu BT-blaði, er á það bcnt, að hcr sé á ferðinni nýtt fyrirbæri og ný lína. Kommúnistar gangi hér lengra fram en áður í því að reyna að nota sér iöðurlandsást og þjóðernistilfinningu fólksins til flokkslegs ávinnings. Með þessum aðgerðum liafi „íriðarsóknin" fengið nýtt svipmót. Orðbragðið um stcfnu Bandaríkjanna sé mun fjótara og ógeðslegra en oftast áð- ur. f þessu efni hafa íslenzkir kommúnistar ekki verið seinni flokksbræðrum sínum erlendis. Eins og menn niuna urðu þeir hér heima helzt til síðbúnir með „frið- arsóknina“ í fyrra, en lienni var ekki lileypt af stokkunum hér fyrr en rétt fyrir Kóreustríðið, en ann- ars staðar hafði uniKrskriftarsmöl- unin staðið lengi og gengið allvel sums staðar. Eftir að Kóreustríðið liófst varð skrípaleikur kommún- ista augljós öllum, og fóru undir- tektirnar hér heima eftir því. Enn veit enginn.hve margir undirrit- uðu Stokkhólmsávarpið hér fyrir utan liina 130 friðarpostula, sem létu Ijós sitt skína í blöðunum. Ef rétt er liermt í liinum erlendu blöðum, að ný lína sé tákn tím- anna austur í Grikklandi, er aug- ljóst að þessi líha er þegar fyrir nokkru komin til framkvæmda hér. Það eru þegar nokkrir mán- uðir siðan Þjóðviljinn lór að skrila í þeirra tóntegund, sem lýs- ir sér i gríska ávarpinu, sem birt er hér að ofan. Árásirnar á Banda- ríkjamenn eru með sama ógeðs- lega sniðinu og ferlega orðbragð- inu. Og sjálfir þykjast kommún- istar vera sannkallaðir friðarpost- ular og föðurlandsvinir. Eru si- vitnandi í Islandssöguna og bar- áttuna við Dani og reyna að láta líta svo út, að þeir, undirdánug- ustu undirlægjur erlends valds, sem um getur, séu arftakar Fjöln- ismanna og Jóns Sigurðssonar! Eru sellumar þegar stofnaðar hér? Vel má vera, að sellur þær, sem hinn nýi sameiningarflokkur Grikklands segir að eigi að stofna séu þegar stofnaðar ]iér. Sums staðar liafa kommúnistar komið sér alveg furðulega vel fyrir t. d. í útvarpinu, þar sem þeim tekst með lævísi og brögðum og undir alls konar yfirskini að reka sví- virðilegan flokkslégan áróður í sjállri dagskránni! Fregnir hinna erlendu blaða um nýja „sameiningarflokkinn“ í Grikklandi og starfsaðferðir hans mættu verða til þess, að fleiri þjóðir en Grikkir rumskuðust og litu í eigin barm og atliuguðu, liversu langt er komin moldvörpu- starlsemi sú, er kommúnistar á- stunda, og livort allar áætlanir um undirróður og sellustarf, liafi stað- ist í reyndinni. Athyglisvert tímarit í hinu mikla bókaflóði og blaða þykir það ekki mikill viðburður, þó að nýtt tímarit hefji göngu sína, því að þeim fjölgar nokkuð ört. Að vísu deyja sum þeirra svo að segja í fæðingunni, önnur hjara nokkur ár, en sem betur fer eiga nokkur áratugi sér að baki. Það er því ekki líklegt, að það hafi vakið mikla athygli hjá fjöldanum, þegar auglýst var fyr- ir nokkru í útvarpi og blöðum, að nýtt tímarit hefði hlaupið af stokkunum með nafninu Kvöld- vaka. Heitið er yfirlætislaust og ekkert sérstakt við það og rumskar því við engum. Af for- vitni keypti eg þetta fyrsta héfti og hef blaðað dálítið í því að er óhætt að segja, að hér sé um óvenjulegt tímarit að ræða. Um leið og bpkin er opnuð, er auð- séð, að þar er fyrst og fremst hugsað um að koma sem mestu lesefni fyrir á sem fæstum síð- um, öfugt við það, sem oft sézt, en það er að hafa orðin sem fæst, bókina sem stærsta og bókar- verðið eftir því. Og ætti að verð- leggja aðrar bækur eftir orða- fjölda og verði „Kvöldvöku“, er eg hræddur um að krónutalan Styrkir úr Dansk- Islandsk Forbunds- Stjórn Dansk-Islandsk For- bundsfond hefur á fundi sínum miðvikudaginn 20. júní 1951, út- hlutað eftirfarandi styrkjum til íslenzkra og danskra ríkisborg- 1) Til eflingar dansk-íslenzku menningarsambandi var úthlut- að: 15 fslendingum 300 kr. hverj- um til dvalar við ýmsar náms- stofnanir, 2 íslendingar fengu 500 kr. hver. Auk þess hefur verið úthlutað: Aðalsteinn Sigurðsson, stud. mag. til námskeiðs í hafrann- sóknum, kr. 2000.00. Else Hansen, kennari, til dönskukennslu á íslandi, kr. 3000.00. Lynge Lyngesen, blaðamaður, ferð til íslands, kr. 500.00. Finnur Tulinius, sóknarprest- ur, ferð til íslands, kr. 2000.00. Th. Kristjánsson ,ritstjóri, til styrktar útgáfunni „Heima og er- lendis“, kr. 1000.00. 2) Til vísinda: Jón Helgason, prófessor, til prentunar athugasemda við Landnámubók, kr. 1500.00. „Faktúru“-mál í Danmörk í Danmörk standa nú yfir rann- sóknir og yfirheyrzlur í sam- bandi við gjaldeyrissvindl, og er talið að ólögmætar yfirfærzlur nemi geysilegum fjárhæðum á undanförnum árum. í málum þessum er það m. a. upplýst, að firma eitt hefur falsað faktúrur, til þess að fá þannig ráð á „frjálsum“ gjaldeyri. Mál þessi vekja mikla athygli í Danmörk og eru forsíðuefni danskra blaða þessa síðustu daga. yrði ískyggilega lág á sumum þeirra fyrir útgefendur. „Kvöldvaka“, sem er missiris- íát, fjallar um bókmenntir og önnur menningarmál. Ritstjóri er Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík og er þjóðkunnur maður. Er ekki að efa, að hann er manna færastur að rita um bæk- ur og segja frá þeim hlutdrægn- is- og hispurslaust og láta hvern hafa það, sem honum ber á því sviði, enda mundi slíkt rit, sem þetta, ekki gegna hlutverki sínu, ef ekki væri traustur maður og fær, sem stjórnaði því. „Kvöldvaka“ á erindi til allra, sem bækur lesa og ekki sízt til þeirra, sem vilja eignast góðar bækur eða gefa þær. Og þeir, sem hafa takmarkað fé til bókakaupa, geta sparað sér tíma og peninga með því að lesa í „Kvöldvöku" um útkomnar bækur og valið eft- ir því. Aðalgallinn við þetta er sá, að við lestur hennar verði freistingin of sterk til bókakaupa fyrir þá, sem í mörg horn þurfa að líta. í þessu hefti „Kvöld- vöku“ eru umsagnir og dómar um bækur yfirleitt höfundunum í vil, þó að út af því bregði. Er auðfundið, að valdar eru beztu bækm-nar, en gengið fram hjá Júlí-mótið 1951. Síðastl. sunnudag fór fram hið svokallaða Júlí-mót. Keppt var aðeins í 4 íþróttagreinum: 100 m., 1000 hlaupi, langstökki og kringlukasti. Veður var sæmi- legt, en rignt hafði í brautina skömmu fyrir keppnina. 100 m .hlaup. 1. Jón Arnþórsson KA 11.7 sek. 2. Einar Gunnl.ss. Þór 11.9 sek. Þátttakendur aðeins tveir. Ein- ar náði góðu viðbragði að venju, en Jón greinilega sterkari er á leið hlaupið. 1000 m. hlaup. 1. Hreiðar Jónss. KA 2.39.5 mín. Drengjamet. 2. Kristján Jóhannsson UMSE 2.39.6 mín. 3. Kristinn Bergss. Þór 2.56.6 mín Þetta hlaup var mjög spenn- andi og lauk með sigri Hreiðars á nýju, glæsilegu drengjameti.— Hreiðar tók forystuna þegar í stað og hafði 4—5 forskot eftir 1. hring, millitími 59 sek., Kristján 61, Kristinn 65 sek. Eftir 800 m. hafði Hreiðar enn aukið bilið og voru millitímar þá: Hreiðar 2.05, Kristján 2.08, Kristinn 2.20 mín. En Kristjáni þótti nú bilið orðið óþarflega langt og hóf mjög sterkan lokasprett 200 m. frá marki og. nálgaðist Hreiðar skref fýrir skref og .var nærri kominn upp að hlið hans ca. 40 m. frá marki, en Hreiðar hafði næga krafta til að halda bilinu í márk. Eldra. .dréngjametið átti Stefán Gunnarsson, Á., 2.42.2 mínv ís- lenzka metið á Óskar Jónsson 2.27.8 mín. Langstökk. 1. Jón Arnþórsson KA 5.79 m. 2. Garðar Ingjaldsson KA 5.74 m. 3. Árni Magnússon UMSE 5.69 m. 4. Hörður Rögnvaldss. Þór 5.48 m Kringlukast. 1. Gestur Guðm. UMSE 34.78 m. 2. Hjörl. Guðm. UMSE 33.62 m. 3. Ragnar Guðm. UMSE 32.91 m. 4. Garðar Ingjaldss. KA 32.45 m. 5. Hörður Rögnyaldss. Þór 30.50 m. Eyfirðingar settu, sem sjá má, mikinn svip á mótið, en sérstak- lega eru bræðurnir Guðmunds- synir harðir í horn að taka. Á drengjamóti Þórs, 14—16 ára flokkur, síðastl. fimmtudag, voru helztu árangrar þessir: 100 m. Hallgr. Tryggvason 13.0. —r Kúluvarp: Páll Stefánsson 11.92 m. — Hástökk: Páll Stefánsson l. 53 m. — 400 m. hlaup: Páll Stefánsson 61.2 sek. — Lang- stökk: Ágúst Sigurlaugsson 5.13 m. , Páll Stefánsson 5.13 m. Páll Stefánsson vann drengja- bikarinn, sem gefinn var af Kristjáni sál. Kristjánssyni og Kristni Bergssyni. Um næstu helgi fer fram hér á Akureyri eitthvert mesta íþrótta mót, sem hér hefur verið haldið, íslandsmót drengja í frjálsum íþróttum. Meðal þeirra efnilegu garpa, sem þar munu eigast við, má nefna: Alexander Sigurðsson (11.1) í 100 m. hlaupi, Þorvald Óskarsson (53.7), Hreiðar Jóns- son (53.7), Einar Gunnlaugsson og Ólaf Öm í 400 m., Svavar Markússon, Hreiðar og Einar í 1500 m., Jafet Sigursson og Tryggva Georgsson í hástökki, Gylfa Gunnarsson í köstunum o. fl.fl. o .fl. Akureyringar! Fjöl- mennið á nýja íþróttasvæðið. Hinn þekkti íþróttakennari Benedikt Jakobsson er nú stadd- ur í bænum og mun kenna frjálsíþróttir eitthvað fyrst um sinn hér. Kennsla fer fram við íþróttahúsið kl. 5.30—7.00 dag hvern. Héraðsmót UMSE var haldið um síðustu helgi á Hrafnagili. — Beztu árangrar mótsins voru kúluvarp Gests Guðmundssonar, 13.06 m., 100 m. hlaup Trausta Ólafssonar, 11.5 sek. og 3000 m. hlaup Kristjáns Jóhannssonar, 9.34 mín. Nánar verður skýrt frá úrslitum mótsins síðar. Á innanfélagsmóti K. R. síðastl. laugardag munaði minnstu að Gunnar Huseby setti heimsmet í kúluvarpi beggja handa. Gunnar varpaði 16.62 með hendi og 12.51 með vinstri hendi eða alls 29.15 I m. Heimsmetið á J. Darany, Ung- I verjalandi, 29.46 m., sett 1935. hinum. Það tel eg galla, því að þær eiga líka að fá sinn maklega dóm. Hins vegar get eg vel skil- ið það, að ólíkt skemmtilegra sé og göfugra að fjalla um fegurð og gildi góðra bóka en kafa í soran- um og sóðaskapnum. En það verður líka að vara þjóðina við honum, en láta ekki þær bækur afskiptalausar, því að annars gætu menn álitið að allt þætti gott og ekkert að. í kaflanum „Staksteinar“ er víða komið við og er margt af því þörf áminning til þjóðarinnar. Auk ritstjórans rita í þetta hefti: Séra Benjamín Kristjáns- son greinarnar „Kristindómurinn og þjóðin“ og „Litið inn til gömlu skáldanna“, séra Kristinn Daní- edsson um Ólaf Davíðsson þjóð- sagnasafnara, Árni G. Eylands um „Landbúnaðarverkfærasafn- ið á Hvanneyri“ og „Bókasafn Búnaðarfél. fslands“ og E. G. nokkur kvæðl. Með þessum fáu orðum vildi eg vekja athygli á þessu nýstárlega tímariti og að lokum óska eg því allra heilla og vona, að það megi vel dafna og lengi lifa. Á. M. R. Danir og Norðmenn viija skjóta landhelgis- deilunni við Rússa til Haag-dómstólsins Sendiherrar Svíþjóðar og Danmerkur í Moskva hafa af- hent rússnesku stjórninni orð- sendingu, þar sem stungið er upp á því, að deilan um landhelgi Rússlands í Eystrasalti verði lögð fyrir Haagdómstólinn. Rúss- ar færðu landhelgi sína á þess- um slóðum út, úr 3 mílum í 12, og hafa þeir síðan verið dönsk- um fiskimönnum þungir í skauti, hafa iðulega flutt báta þeirra tif rússneskra hafna og haft áhafn- irnar í haldi vikum saman. Bæjarráð hefur samþykkt að greiða starfsmönnum bæjarins uppbót á laun sín frá 1. júní sl. eftir sömu reglum og ríkið greiðir opinberum starfsmönnura uppbót. fRÁ BÓKAMARKAÐINDM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.