Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. AfgreiCsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími I1G6 Blaðið kemur út á hverjum miðrikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júli. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Að loknu ungliðamóti kommúnista ÞESSA SÍÐUSTU DAGA hafa menn getað eignast nokkra fróðleiksstund um mannlega nátt- úru með því að stilla útvarpstæki sín á austur- þýzkar stöðvar. Naumast verður sagt að útvarps- dagskráin þar hafi verið skemmtileg, en lærdóms- rík var hún á sinn hátt. í henni rakst maður á löngu liðna atburði og persónur afturgengna. I einfeldni sinni héldu margir Vesturlandabúar að slíkt hvíldi nú í gróinni gröf. En svo er ekki. Hin horfna tíð lifði aftur nú á þessum ágústdög- um. Þar var stígvélaglymur þúsundanna á stein- lögðum strætum, þar voru talkórar og hatursfull- ar ræður um stjórnendur annarra landa. Einn lítinn mismun mátti þó heyra. Nú var upphaf og endir hvers atburðar innifalið í orðunum: Lengi lifi hinn mikli leiðtogi vor, Jósef Stalín. Hér fyrr á árum tilbáðu æskumenn austur þar annan Fúhrer. Annan mismun gaf útvarpsviðtækið ekki til kynna. ÞAÐ VÆRI FÁVÍSLEGT að gera lítið úr há- tíðahöldum ungkommúnista í Berlín. Þar hefur múgsefjunin og múgæsingin verið framkölluð á ný og það af ásettu ráði og með sniðugum hætti. Þjóðir Evrópu hafa ekki gleymt, hvað sigldi í kjölfar þessarar múgsefjunar í tíð nazista. Það er lítil huggun að lesa blaðafregnir um að nokkur þúsundir þáttttakenda í æskulýðsmótum þessum hafi komizt inn á yfirráðasvæði Vesturveldanna í Berlín til þess að upplifa þar nokkur skemmtileg augnablik innan um ríkmannlegar verzlunarbúð- ir og fólk, sem gjarnan má segja meiningu sína um menn og málefni og ræða málefni lands síns án ótta við leynilögreglu og þrælabúðir. Það var líka hyggilegt af þeim hluta borgarinnar, sem sólar- megin er í lífinu, að sýna gestunum vinsemd og gefa þeim mat, en hann var af skornum skammti á hátíðasvæðinu nema handa útvöldum útlend- ingum. En menn skyldu varast að gera of mikið úr þessum fregnum. Því að það er litlum efa bundið, að valdhafar Austur-Þýzkalands hafa máttug tök á æskulýð lands síns. Þetta þýðir ekki að allir unglingarnir í bláu skyrtunum, sem sóttu æskulýðsmótið, séu sannfærðir kommúnistar, en þeir eru skráðir félagar í hinni kommúnistísku unglingahreyfingu og eiga þess ekki kost að standa utan þeirra samtaka. Því að í gegnum þau liggur vegurinn til alls frama á þessum slóðum. Kommúnisminn í Austur-Þýzkalandi hleypur yfir heila kynslóð í sókn sinni til algerra yfirráða. Hann gengur fram hjá þeim, sem þrátt fyrir ógn- arstjórn nazista, vita vel, hvað borgaralegt frelsi er. Að vísu verður að notast við eitthvað af þessu fólki í bráð, en aðeins þangað til æskan er vaxin nægilega úr grasi. Þetta eldra fólk er undir stöð- ugu eftirliti og það er lagt til hliðar strax og tryggir æskumenn eru til taks að setjast í störfin. Þetta er pólitík, sem veit hvað hún vill. Er tak kommúnismans á æskulýðnum til frambúðar? — Saga Sovétríkjanna að þessu leyti er næsta lítið sönnunargagn, því að kommúnisminn þar lagði ekki þyngri fjötra á menn, en þeir höfðu áður þekkt. Þegar kommúnistar nú dásama „frelsið" í Rússlandi, felst í því það sannleikskorn, að hinn almenni þegn býr að sumu leyti við frjálsari kjör en voru á einvaldstíð keisaranna. En slík aðstaða er ekki fyrir hendi í öðrum lönd- um. Spurninguna má því alveg eins setja þannig upp: Mundi tak nazista á æskulýðnum hafa orðið til frambúðar? Það hélt allt fram til þess að þýzka ríkið og veldi nazismans hrundi í styrjöld. Hin veikbyggða andspyrnuhreyfing í Þýzkalandi studdist við eldri kynslóðina. Það var stríðið, sem Hitler leiddi þjóð sína út í, sem velti nazistastjórninni og enginn veit, hversu lengi sú stjórn hefði staðið, ef friður hefði ríkt á yfir- borðinu a. m. k. Nú vitum við, að áusturþýzku kommúnistarnir nota sömu aðferðir til þess að ná til æskulýðsins og Hitler notaði, aðeins í stærri stíl en nazistar þekktu. OG SVO er allt þetta tilstand einn liðurinn í „friðarsókninni". Hinar hatursfullu árásir á aðrir þjóðir eru líka liður í baráttunni fyrir friði! Hergöngur æskumann anna, stígvélaglamur, talkórar og bláar skyrtur — sem eitt sinn voru brúnar — allt er þetta þátt- ur í „baráttunni fyrir friði“. Og heiðurssess í hátíðahöldum þess- um hlutu „hermenn friðarins“ frá Norður-Kóreu, fulltrúar þess blóðuga herveldis, sem með svik- [ um og undirferli hóf hina grimmi legu árásarstyrjöld í Asíu í fyrra. Vissulega væri heimskulegt að gera of lítið úr unglingamóti kommúnista í Berlín, sem nú er nýlokið. Spurningin er, hvort þau hundruð þúsunda ungmenna, sem þarna hefur verið leikið um sviðið eins og peðum í tafli, hafa með múgsefjun og múgæsingum eileinkað sér það hatur á öðrum þjóðum, sem hefur verið aðal- kennslugrein þessarar „friðarhá- tíðar“. Ef til vill hefur fjöldi þessa fólks séð bregða fyrir í svipsýn hinni frjálsu tilveru frjálsra manna með heimsóknum í Vestur-Berlín og slíkt getur orðið þeim umhugsunarefni, er þeir snúa heim til hins tækifær- issnauða og bundna lífs austan járntjaldsins. En víst er, að það tak, sem kommúnisminn þykist hafa á þeim, linast ekki og það sæði haturs og úlfúðar ,sem lagt var í hjörtu æskumannanna á þessu unglingamóti, verður vel vökvað og nært af þeim, sem standa að baki þessa sjónarspils. Þannig er hin raunverulega barátta hinna kommúnistísku heimsvaldasinna fyrir friði. FOKDREIFAR Ómildur við kratana, en velkominn samt! Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð í Svarfaðardal skrifar blaðinu frá Laugarvatni syðra: „BLESSAÐUR, ,.Dagur“. Eg ætla að skrifa þér nokkrar línur og þakka þér skemmtunina í sumar. Þú hefur verið kærkom- inn gestur minn á Laugarvatni og eini gesturinn frá Eyjafirði, sem til þessa hefur heimsótt mig og eg hef þekkt og jafnan hefur þú haft kærkomnar fréttir í poka horninu úr byggðarlaginu heima. Eg kæri mig kollóttann þótt við séum á öndverðum meiði í póli- tík og þú kastir stundum all- ómjúkum hnútum í okkur „krat- ana“, því að eg þykist vita að Bragi reyni að svara í sömu mynt og lítt hallist á í þeim efn- um. í þakkarskyni fyrir komur þínar vildi eg reyna að segja nokkrar fréttir héðan úr Laug- ardal, þótt af skornum skammti verði, því að enn hef eg ekki tek- ið mér blaðamannastaf í hönd og spurt í þaula, heldur aðeins þíkt á lífið um mitt skráargat. — Mér fannst júlímánuður rysjóttur hér syðra og munu Laugdælingar samdóma mér hvað það snertir. En ágústmánuður hefur farið betur af stað hvað þurrka áhrær- ir. En í nótt kom hér. frost og hafa kartöflugrös látið á sjá. — Tjáði Ásgrímur Jónsson garð- yrkjumaður mér að næturfrostið myndi valda gróðrarstöðinni 25 þús. króna skaða. Töðufengur mun vera hér undir meðallagi, veldur því kal og þurrviðri í vor, en nýting heyja mun vera góð víðast hvar. í dag er hér alheiður himinn og hitasólskin og sjaldan eða aldrei hefur jafn fögur fjalla- sýn birzt í austurátt. Blá Hekla með reykstrók beint í loft upp og hvítur feldur Eyjafjallajökuls töfra augu.. Laugardalur baðað- ur sumarsól er yndislegur staður, þótt eg í þrákelkni haldi fram, að eyfirzku dalirnir skari fram úr öllu hér á íslandi, hvað fegurð áhrærir, hvað sem hver segir. Líflegt á Laugarvatni. Á LAUGARVATNI hefur ver- ið líf og fjör í sumar. Margir hafa leitað til mín í gufubaðið og busl- að í vatninu hérna fyrir framan og grafið sig í heitan sandinn út við hverinn. Já, blessuð guðsgjöf voru sumarfríin. Eg held áreið- anlega að flestir, sem heimsækja Laugarvatn, snúi að starfinu á ný, er heim kemur, endurnærðir á líkama og sál og hlaðnir starfs- orku er endast mun til næsta sumarfrís. Norrænu konurnar komu hérna um daginn og sögðu „dejligt" í gufubaðinu og skrafað var með ósvikinni tilhlökkun um tilstandandi Akureyrarför. Niels Bohr og frú hans voru hérna á mánudaginn, ásamt sendaherr- anum sínum ,og í dag var Vigfús nokkur Sigurgeirsson að kvik- mynda blessaðar „stúlkúrnar“ hennar fröken Helgu í „Lind- inni“. Þú mátt ekki segja frá því, „Dagur", að stúlkurnar í „Lind- inni“ eru þeir gestirnir, sem í gufuna koma, sem mér eru kær- astir. Það er fríður hópur og eg öfunda verðandi húsmæður að fá þær fyrir kennara. Ein þeirra nefnist Dúna og er frá Akureyri. Henni þykir vænt um þig eins og mér og eftirlæt eg henni þig að afloknum lestri. Lengri hef eg ekki fréttirnar og fyrirgefðu þynnkuna. Svo bið eg þig að flytja kveðju mína næst er þú átt leið um Svarfaðardal, dalinn minn. Svo bíð eg í óþreyju eftir næstu komu þinni.“ — Og þar endar bréf Sigurjóns og þökkum við honum hugulsemina að senda okkur pistil að sunnan. Til sölu: Ýmsir varahlutir í G. M. C. mótor, ásamt vélsturtum. Upplýsingar gefur Kristján Halldúrsson, Brekkugötu 2, Til sölu: 3 armstólar og dökkblá, amerísk herraföt nr. 52. — Tækifærisverð. Afgr. vísar á. Frú Margrethe Schiöth minnst í dönsku kvennablaði Danska kvennablaðið „Tidens Kvinder“ minntist frá Margrethe Schiöth 24. júlí sl. og birti af henni mynd. Segir þar frá áttræðisafmæli frúarinnar og að hún njóti virðingar og aðdáunar í höfuðstað Norður-íslands fyrir hið mikla og óeigingjarna starf, sem hún hafi innt af hendi til þess að fegra og prýða bæinn. Blaðið segir frá því, að á 70 ára afmæli hennar hafi bæjarstjórnin samþykkt einróma, að gera hana að heiðursborgara bæjarins ,en það sé hinn mesti heiður, sem nokkrum borgara þessa bæjar geti hlotnazt. Segir einnig frá því, að á áttræðisafmæli hennar verði afhjúpað brjóstlíkan af henni í Lysti- garðinum í þakklætisskyni fyrir unnin störf, sem miðað hafi að því að fegra bæinn, þann bæ, sem hún hafi tekið ástfóstri við og þar, sem hún hafi gerzt góður borgari og virðulegur fulltrúi lands síns fyrir löngu síðan. Það er eðlilegt, að danskt kvennablað minnist þessarar konu, þótt hún hafi gefið Akureyrarbæ mest af lífi sínu og starfi. En íslenzkar konur vilja engu að síður minnast hennar og þakka henni, um leið og þær samgleðjast henni með hinn merka minnisvarða, sem hún sjálf hefur reist sér, en það er Lystigarðurinn. Sérstaklega höfum við, konur á Akureyri, ástæðu til að þakka þessari konu fyrir merkilegt starf hennar .Það hefur einnig verið gert með ágætum ræðum og á margvíslegan annan hátt nú nýverið í sambandi við áttræðisafmæli hennar. Þótt kvennadálkur Dags sé lítill og vanmáttugur þykist hann mæla fyrir munn margra kvenna, er hann tekur undir þakkir og kveðjur til hinnar öldnu en síungu konu, þótt nokkuð sé nú um liðið frá afmæli hennar. STUTTA HÁRIÐ ER ENN I TÍZKU. Alþjóðafélagsskapur hárgreiðslukvenna hélt ný- lega norrænt þing með 60 þátttakendum frá Norð- urlöndum. Hápunktur þingsins var veizla að d’Angleterre hótelinu í Kaupmannahöfn, en þar komu fram danskar blómarósir, klæddar glæsileg- um kjólum frá helztu tízkuverzlunum borgarinnar og sýndu hausttízku í hárgreiðslum. Það vakti sér- staka athygli á sýningu þessari, að stutta hártízkan var mest áberandi, þ. e. mjög stuttklippt með lið- um í vöngum, lokkum í hnakka og einum og ein- um ennislokk. Sú frétt hafði áður borizt út um tízkuheiminn, að stutta hárið væri úr sögunni í bráð, en sítt hár yrði tízka sú, er tæki við. Margar stuttklipptar með lítinn hárvöxt munu því hafa verið áhyggjufullar, en nú er úr því bætt, því að stutta hárið er sannarlega enn í tízku og er einmitt tízkan í dag. Annars ætti það að sjálfsögðu að vera þannig með hárið og hárgreiðslurnar, að hver kona væri það sjálfstæð og smekkvís, að hún greiddi liár sitt á þann veg, sem henni færi bezt og sem bezt hentaði í ‘starfi hennar og aðstæðum ,en ekki samkvæmt fyrirskriftum frá þessum eða hinum sérfræðingn- um úr fjarlægum löndum eða heimsálfum, jafnvel þótt þeir kenni sig við hina duttlungafullu frú Tízku. HEILLARÁÐ. Ryðblettum er hægt að ná burt með því að leggja sítrónusneiðar á blettinn báðum megin á efninu, og láta muninn síðan liggja úti í sólinni stundarkorn. Ef bletturinn hverfur ekki við fyrstu tilraun, má endurtaka þetta með nýjum sítrónusneiðum nokkr- um sinnum, eða þar til bletturinn hverfur. Gott ráð er að hreinsa símann með matarolíu. — Oliunni er núið á með ullarklút ,og síminn verður hreinn og glansandi á eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.