Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 6
6 DAGUR i Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni [k_ 3. DAGUR. (Framahld). „Jú, vegna þess aS sölumenn eru ókunnugir og fólk hér um slóðir verzlar helzt ekki við aðra en þá, sem það þekkir." „Það er virðingarvert," sagði Hampton. Bíllinn sveigði inri á Aðalstræti og mjólkurbrúsarnir hossuðust á pallinum, svo að skröltið í þeim heyrðist langar leiðir. Georg lét talið niður falla. Enginn skyldi geta ásakað hann, að hann væri að ósekju að forvitnast um hagi óviðkomandi manna. Ef þessi ná- ungi vildi gæta tungu sinriar, skyldi hann sjá að Georg Hauer gæti það líka. „Saddlers,“ sagði gesturinn. „Er það nafn á veitiriga- og gisti- húsi?“ „Gæti verið,“ svaraði Georg. „En þó veit eg ekki, hvort hægt er að kalla það því nafni. Er ekki mikið að sjá þar. Var þó einu sinni góðúr staðúr, á þeim tíma, sem eitthvað var.um að vera hér, þegar árnar vorú notaðar til flutnings á fólki og vörum. Nú er það frekar venjuleg matsala. En það heitir samt „Veitinga- og gistihúsið Saddlers.“ „Saddlers gisti- og veitinga- hús,“ muldraði Hampton í barm sér um leið og hann hallaði sér makindalega aftur á bak í vagn- sætinu. Georg ákvað að gera enn eina tilraun til þess að svala for- vitni sinni, enda þótt skynsemi hans hvíslaði því að honum, að hún mundi vissulega fara út um þúfur. „Þú ert auðvitað að sviþ- ast um eftir gististáð?“ sagði hann í spúrnartón. „Sú var tíðin að hér var margt úm ferðamanri- inri, og flestir gisfu þá hjá Saddl- ers.“ „Þakka þér fyrir upplýsingarn- ar. Líklegast tek eg mér gisti- herbergi þar.“ Jæja, þá vissi maður það, en lítið hafði Georg samt haft upp úr krafsinu. Hann stöðvaði bíl- inn fyrir framan Saddlers veit- ingahúsið. Farþeginn steig út úr bílrium, greip töskuna sína, lyfti hattinum í þakklætis- og kveðju- skyni. „Þakka þér fyrir, Hauer, þú hefur verið ómetanleg hjálp,“ sagði hann um leið og hann skundaði inn í húsið. Það hnussaði eitthvað í Georg, um leið og hann setti bílinn í gír og hélt áfram ferðinni. Snotur náungi að tarna, hugsaði hann, og slunginn að taka eftir því að nafnið hans var málað á bílinn. Og hann hafði ekki reynt að troða upp á hann áúrurn fyrir flutninginn, þá kurteisi var hægt að skrifa kredítmegin hjá hon- um. En hver var hann, og hvað vildi hann hér að Ármóti? Fá- fræðin urri þetta efni kom Georg í hálf illt skan um leið og bfllinn hossaðist eftir ósléttri götunni inn í þorpið. —a— Barclay Hampton hafði fengið sér sæti við borð fram við dyr í veitingasalnum hjá Saddlers. Þar inni var margt manna, flestir mjólkurbílstjórar í hvítum sam- festingum með nafni mjólkur- stöðvarinnar ísaumuðu með ráuðu á bakið. Þeir höfðu hátt og borðuðu hressilega. Loftið þarna inni var fremur þungt og Hamp- ton var óviss um að það boðaði riókkúð gott. Harin horfði í kfingum sig í von um að fá afgreiðslu og loks kom útlimastór kona auga á hann og kom að borðinu til hans. „Gfeeti eg ferigið morjgúriverð?" spurði hann. Hún horfði ranrisakaridí á hann. „Eigið þér við mofgunverð eða bara kaffi og ristaðar brauð- sneiðar?“ spurði hún. „Hvað er í morgunverð?“ „f dag ef það steikt lifur með eggjurii, og éþlákáka með rjóma.“ „Við skulum hafa það morg- unverð,“ sagði Hampton og var fastmæltur. Þegar konan var farin, hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og leit í kringum sig í stofunni. — Heldur var skuggsýnt þar inni, enda var veggfóðrið dökkleitt og þykkt' og farið að láta á sjá, ýmsir fornlegir muriir voru á ar- in hillunni og hjá henni, allt sjónarsviðið minnti fremuf á öldina sem leið en riútímann. Hampton fann til, þess með ánægju, að hugboð hans hafði verið rétt. Hver kílómetri, sem lestin lagði að baki á leiðinni frá, Albany að Ármóti, hafði Verið ferðalag inn í fortíðina. Allt minnti hér á gámla, góða daga, hrukkótt hressilegt andlit Ge- orgs Hauer, fornleg hellulögð stræti, og þetta veitingahús, sem mundi hafa lifað sitt blómaskeið fyrir áfatúgum. Og skraútblómið í þessúm ramma var FaithGoodbind.Hann vonaði að hún mundi ekki valda honum vonbrigðum, en jafnvel þó svo færi, hugsaði hann um leið og hann réðist á rjúkandi réttina, sem bornir voru fram fyrir hann, mundi honum ekki skotaskuld að laga hana til og setja hana í réttar skorður. — Hampton ljómaði af innri ánægju. Það var nú orðið langt síðan hann hafði gert stórkost- lega bókmenntalega „uppgötv- un“, ekki síðan hann fann War- wick-systurnar fyrir mörgum árum, en það þóttu tíðindi á sinni tíð og voru enn í minni margra. Hampton sneri sér að beiria- beru konunni, sem bar fram mat- inn, og sagði: Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 Nýtt dilkakjöt komið á markaðinn frá Bragholti í gær hófst sala á nýju dilka- kjöti hér á Akureyri og í öðrum kaupstöðum. Samkvæmt auglýs- ingu framleiðsluráðs landbúnað- arins er verð á hinu nýja kjöti kr. 25.60 pr. kg. Búast má við því að verðið lækki eitthvað áður en langt um líður. Venja er að verð- breyting verði einu sinni til tvisvar fram að aðalsláturtíð, um 15. sept. Sigtryggur Júlíusson gólfmeistari Akureyrar Nýlega er lokið meistarakeppni Golfklúbbs Akureyrar og varð Sigtryggur Júlíússon Akureyrar- meistari með 328 höggum, annar varð Jón Egilsson með 338 högg- um og þriðji Hafliði Guðmurids- son með 344 höggúm. — í 1. flokki várð Jóhann Egilsson meistari með 382 höggum, annar varð Arnþór Þorsteinssen með 385 höggum. Sigufvegari í æf- ingakeppni varð Páll Árdal, ann- ar varð Jóhann Þorkelsson. — Keppni um olíubikarinn lauk þárinig, að Jakob Gísíason sigr- aði, annar varð Hermann Ingi- márssori. Bíll Fjögra rnanna bíll til sölu. Afgr. vísar á. Góð íbúð óskast leigð í haust eða fyrri hluta vetrar. Afgr. vísar á. Garðyrkju- verkfæri: Plöntuskeiðar Plöntugafflar Holujárn Garðhrífur (litlar) Spaðar (litlir) Garðklórur Róuupptakarar Kartöíluskóflur. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Vírkörfur á kr. 28.90. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för JÓNS SIGURGÉIRSSONAR. Sérstaklega þökkum við Stefáni Jónssyni, Skjaldarvík, og starfsfólki fyrir ágæta hjúkrun í langvarandi veikindum hins látna. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, SNÆBJÖRN MAGNÚSSON, vélsmiður, andaðist að heimili sínu, Eiðsvallagötu 13, Akureyri, laugar- daginn 18. þ. m. — Jarðað verður laugardaginn 25. þ. m. og hefst með bæn frá hcimili hins látna kl. 13.30. Svanborg Jónasdóttir. Stefán Snæbjörrisson. Ottó Snæbjörnsson. Magnús Snæbjörnssoun. Jarðarför eiginkonú minnar, SIGURLÍNU SIGMUNDSDÓTTUR, Ytra-Hóli, er ákveðin laugardaginn 25. þ. m. að Kaupangi , klukkan 2 eftir hádegL Sigfús Hallgrímsson. Öllum þeim, sem sendu mér heillaóskir, fœrðu mér gjafir eða glöddu mig með nærveru sinni, er ég hoþp- j; aði yfir hálfrar aldar afmœlið, fceri ég mínar innileg- j J ustu þakkir og óska þeim allrar blessunar i bráð og J J lengd. STEFÁN VILMUNDARSON. ^*******^**^******************************' Innilegustu þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig á 60 árá afmceli minu, 15. ágúst síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. ÁSGEIR KRISTJÁNSSON. Tilkynning Végna sívaxandi erfðileika við innheimtu, og hækk- andi verðlags, sjá undirritaðar kolaverzlanír sér ekki annað fært, en taka íyrir útlán á kolum. Þeir viðskiptainettn, sem panta kol í sínla, eru vin- samlega beðnir um að hafa greiðslu handbæra, þegar ]• komið er ineð kolin. Akureyri, 20. ágúst 1951. Kaupfélag Eyfirðinga. | Ragnar Ólafsson h.f. Gólfábreiður Tökuni að osS að átvega gólfábreiður. Marg'ar stærðir. Sýnishorn fyrirlíggjandi. Pantanir þurfa að vera komnar íyrir næstkom- andi mánaðamót. Vefnaðarvörudeilcl. V innuf atnaður Buxur, bláar, brúnar og hvítar. Jakkar, bláir og brúnir. Sloppar, brúnir og livítir. Vinnuvettlingar. V efnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.