Dagur - 22.08.1951, Síða 1

Dagur - 22.08.1951, Síða 1
Áskrifendur úti á landi: Létt- ið innheimtuna. Sendið ár- gjaldið kr. 40.00 til afgreiðsl- unnar. Dagur Fimmta síðan: Heimsókn að Ytri-Á í Ól- afsfirði, þar sem lífsbar- áttan er hörð og vinnu- dagurinn langur. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. ágúst 1951 / 33. tbl. Heiðursmerki Sameinuðu þjóðanna f . ss.s ss s/s ss v• S-. -■-.:”s- Herstjórn Sameinuðu þjóðanna í Kóreu hefur nýlega stofnað til heiðursmerkja, sem veitt verða hermönnum Sí» fyrir vasklega fram göngu. Á merkin er letrað: For Service in the Defense of the Charter of the United Nations (Fyrir þjónustu við að verja sáttmála Sameinuðu þjóðanna). Táknmynd SÞ er einnig greipt á merkin. — Karfaafii Ákureyrariogaranna samfais 11000 smálesfir Stunduðu veiðarnar á tímabilinu maí-águst Ilinn 17. þ. m. landaði „Sval- bakur“ karfafarmi í Krossanesi og Iauk þar með karfaveiðum Akureyrartogaranna á þessu ári. Fyrsti karfafarmurinn kom til verksmiðjunnar 16. maí, en áður liafði borizt einn farmur af fiski og fiskúrgangi. „Bakarnir" þrír hafa stundað karfaveiðarnar óslitið frá maí—ágúst, cn Jör- undur hvarf til síldveiða í júlí- byrjun sem kunnugt er. Afli togaranna frá 16. maí—17. ágúst hefur verið sem hér segir: Harðbakur 3.300 smálestir, Kald- bakur 3.300 lestir og Svalbakur 3.200 lestir. Jörundur 1200 lestir. Verksmiðjan hefur nú lokið við að vinna úr aflanum. Af- skipun afurðanna er heldur hæg- fara. Búið er að senda burt 200 lestir af karfamjöli, með Goða- fossi 17. þ. m., og nokkru fyrr 60 lestir af lýsi. Annað liggur í Krossanesi og hér á Akureyri, áætlað um 2000 lestir af karfa- mjöli og um 400 lestir af karfa- lýsi." Mikill ýsuafli í Húsavík Að undanförnu hefur verið ágætur afli á línu á Húsavíkur- báta, einkum þó ýsuafii. Segja sjómenn að önnur eins gegnd af ýsu hafi ekki verið á miðunvm í mörg ár. Fiskurinn er allur lagð- ur upp í hraðfrystihús. 20 þúsund mál. í vikunni sem leið barst Krossanesverksmiðjunni sáralít- ill síldarafli. Hefur verksmiðjan nú alls f-engið 20.675 mál síldar á vertíðinni. Brezki sjávarútvegsmáiaráðherrann „mjög and- r Osannar fregnir j um sölukustnað kartaflna i 1 Alþýðumanninum í gær ; eru birtar ýmsar villandi upp- ; lýsingar um kartöflusölu og; auk heldur gengið svo langt að birta þar tölur, sem enga stoð eiga í veruleikanum. — Ber blaðið kjötbúðarstjóra K. E. A. fyrir upplýsingum án þess þó að hafa borið þær undir hatin. Hefur því þótt hentara að sækja fréttir sínar í slúðrið á götunni en leita staðfestingar á þeim hjá rétt- um aðilum. — f tilefni þessara skrifa Alþm., hefur Dagur fengið eftirfarandi upplýsing- ar hjá Sigmundi Björnssyni kjötbúðarstjóra: — Ilaustverð á I. fl. kartöflum var kr. 164 pr. tunna, en ekki kr. 190.00 eins og segir í Alþm., KEA greiddi ltr. 100 pr. tunnu sem áætlunarverð. Sölu- og geymslukostnaður kartaflna hefur ekki verið gerður upp enn, enda fyrst nýlega lokið við að selja framleiðslu sl. árs. Veit því enginn hver sá kostn- aður er í heild og hef eg ekki gefið einum eða neinum upp- lýsingar í þá átt, hvort hann 4 muni vcrða 7 eða 70 kr. á tunnu. vígur" hinni nýju landhelgi fyrir Norðurlandi Þingmenn birta tölur um tap brezkra togara og fiskimanna og skora á stjórnina að fyrir- byggja framkvæmd nýju ákvæðanna Uin miðjan júlí sl. hóf nýtt með taldir íslendingar sjálfir, en fiskveiðablað göngu sína í Bret- Bretar hafa einir fengið að I sninnisl sfmælis bæjarins með samkomu 29. ágúst Akureyrarkaupstaður 90 ára á næsta sumri Á aðalfundi Fegrunarfélags Akureyrar síðastliðinn vetur var sainþykkt, að félagið hlutáðist til um, að því yrði tileinkaður af- mælisdagur bæjarins til fjáröfl- unar vegna kostnaðar við starf- semi þess. Stjórn félagsins hefur nú skip- að nefnd manna til þess að standa fyrir fjársöfnun með samkomuhöldum í bænum mið- vikudagskvöldið 29. þ. m., en þá á Akureyrarkaupstaður 89 ára afmæli. Bærinn fékk kaupstað- arréttindi 29. ágúst 1862, að því er segir í Sögu Akureyrar. Félagið mun hafa í hyggju að vanda mjög til samkomuhalda næsta ár, þegar bærinn á 90 ára afmæli og hafa þá sem mesta fjölbreytni, ef bæjarbúar _ taka vel þessari byrjunartilraun. Fegrunarfélagið hefur, meðal annars, leyst af hendi mjög vin- sælt starf, með því að koma upp myndastyttunni af frú Margrethe Sehiöth í Lystigarðinum og gera umhverfi hennar aðlaðandi. — Samkomuhöldin á miðvikudags- kvöldið eru, meðal annars, vegna kostnaðar við þær framkvæmdir og er því enn tækifæri fyrir bæj- Nu hetur venð akveðiff með , , arbua að veita þvi stuðning, t. d. samþykki bæjarráðs að efna til samkomuhalds á afmælisdaginn í því skyni að afla fjár til starf- semi fegrunarfélagsins og jafn- framt að reyna að vekja íbúana til umhugsunar og umhyggju um sinn eigin bæ. með því að sækja hinar fyrir- huguðu kvöldskemmtanir fé- lagsins. Nánar mun verða skýrt frá samkomum þessum í næsta blaði. landi og nefnist „The Fisliing stunda togveiðar undan Norður Bulletin“. Er þetta vikublað í tímaritsformi og ræðir aðal þætti fiskveiðanna á læsilegan hátt. — Hér á landi mun rit þetta eink- um vekja athygli vegna þess, að það lætur íslenzk landhelgismál sérstaklega til sín taka. í 1. og 2. tölublaði þessa nýja rits er aðalforsíðugreinin um 4- mílna landhelgi Islands fyrir Norðurlandi, sem kemur til framkvæmda gagnvart brezkum togurum hinn 5. október næstk., er landhelgissamningur sá, er Danir gerðu við Breta árið 1901, fellur úr gildi. Brezki sjávarútvegsmálaráðherr- ann andvígur nýju landhelginni. í s.l. mánuði flutti brezkur íhaldsþingmaður fyrirspurn til sjávarútvegsmálaráðherrans, Mr. Tom Williams, um þessi mál á þingi og hélt því fram, að „tap“ brezkra togara vegna ákvörðun- ar íslendingt mundi nema 25 millj. króna á ári ,en launarýi'n- un skipshafna og skipstjóra 7 millj. króna. Engan rökstuðning fyrir þessum tölum er að finna í fyrirspurn þingmannsins og virð- ast allar slíkar áætlanir um fisk- veiðar í framtíðinni á vissum fiskimiðum, algerlega úr lausu lofti gripnar. í hinu brezka blaði er skýrt svo frá, að ráðherrann hafi, er hann svaraði fyrirspurn- unni, lýst sig mjög andvígan fyr- irætlunum íslands, en stjórnina kvað hann hafa farið þá leið, að mælast til þess við íslenz'ku rík- isstjórnina, að hún fresti fram- kvæmd landhelgisreglugerðar- innar að því er Bretum viðvíkur þangað til dómur er fallinn í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta, í Haag. Einliliða málflutningur. í brezkum blöðum, sem um þessi mál fjalla, er jafnan lögð áherzla á „tap fiskimiða" og tjón Breta, en engin tilraun gerð til þess yfirleitt að lýsa ástæðum þeim, sem eru fyrir ákvörðun ís- lendinga að færa út landhelgi sína. Ekki er þess heldur getið, að þessi ákvæði hafa þegar kom- ið til framkyæmda gagnvai't öll- um öðrum aðilum en Bretum, þar landi í heilt ár, vegna ákvæða samningsins frá 1901. Brezk blöð hafa heldur ekki upplýst lesendur sína um, að ýmis önnur ríki, þar á meðal sambandsríki Breta, hafa fært út landhelgi sína mun meira en ís- lendingar hafa enn gert á tak- mörkuðu svæði, og hefur þeim aðgerðum ekki verið andmælt af brezkum útvegsmönnum eða st j órnarvöldum. Þögn í Reykjavík. Frá íslenzkum stjórnarvöldum hefur ekkert heyrzt um þessi mál, en vonandi er, að engum ábyi'gum stjórnmálamanni þar komi til hugar að láta undan kröfum brezku togaraútgerðar- innar um að hún ein fái að stunda togveiðar í íslenzkri landhelgi enn um sinn. Eftir að samning- urinn frá 1901 er löglega úr gildi fallinn, hljóta sömu lög að gilda fyrir Breta og aðra fiskimenn. — Ekkert annað getur samrýmst hagsmunum íslands eða verið réttlætanlegt gagnvart öðrum þjóðum. Hafin simdlaugarbygg- ing í Húsavík í júlíbyrjun var byrjað að grafa fyrir nýrri sundlaug í Húsavík. Er hún yzt í bænum, út við Höfðann. Er þar skjólgott. Heitt vatn til laugarinnar verður leitt úr uppsprettu, sem er í fjörunni undir Höfðanum og verður því dælt upp í laugina. Stefán Þorvarðarson, sendiherra, látinn Stefán Þorvarðarson sendi- herra Islands í Kaupmanna- höfn varð bráðkvaddur í Reykjavík í fyrradag. Var sendiherrann hér heima í sum- arleyfi. Sendiherrann varð 51 árs. Hann hafði starfað að ut- anríkismálum landsins síðan 1925, í Kaupmannahöfn, sem skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins og síðast sem scndi- herra í London og Kaupmanna hcfn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.