Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 D AGUR Hún var aldrei mikið gefin fyrir börn - en eign- aðisf samf fuffugu Heimsókn að Ytri-Á í Ólafsfirði, þar sem lífs- baráttan hefir verið hörð og vinnudagur langur Vestan megin Ólafsfjarðar, fyr- ir nær því miðjum firði, er land- námsjörðin Gunnólfsá. Þar er undirlendi nokkurt í mynni Ár- dals og framundan árósnum er nokkurt var fyrir norðaustanátt- inni og þar var fyrrum bezta bátalægi á þessum slóðum og enn í dag leita Ólafsfirðingar þangað 'ir var í höfn kaupstaðarins bregst. Hin forna landnámsjörð er nú skipt í fleiri býli og heitii nú á Ytri-Á norðan árinnar en Syðri-Á sunnan hennar. Fleiri þeirra í vestri. Er landleið milli Kleifa og Héðinsfjarðar yfir Rauðaskarð, en þar er bratt og illt yfirferðar. Tvíbýlið á Ytri-Á er með nokkuð sérstökum hætti* því að bændurnir þar eru bræður og reka búskap á jörðinni og útræði í félagsskap. Hefur þetta sam- vinnuíyrirkomulag gefist þeim vel. Má og segja, að fáum bænd- um hafi verið meiri þörf á hag- kvæmu rekstursfyrirkomulagi, því að búskapur þeirra bræðra húsi, og bíður fornleifafræðing- anna. Og loks heim að bænum sjálfum. Þessa stund gefst ágætt tækifæri til þess að fræðast um það — eftir því sem unnt er á stuttri stund — hvernig þeir hafa farið að því að framfleyta tuttugu manna fjölskyldum á þessum stað, sem virðist eiga minna landrými og vera harðbýlli en margir staðir innfjarðar, sem ekki hafa þó lagt fólkinu efnin upp í hendurnar. Lítill tími til leika. — Það hefur ekki verið tími til að leika sér, sagði Finnur Björnsson, en það hefur allt blessast hjá manni. Við höfum öll verið hraust, kannske hefur það verið mesta guðsgjöfin, og svo hefur verið tekið til höndun- um, bæði á sjó og landi og þó e. Hjónin á Ytri-Á, Mundína Freydís Þorláksdóttir og Finnur Björnsson og yngsta bam þeirra, 6 ára drengur, 20. barnið. Myndin er tekin h'eima á Ytri-Á nú nýlega. Finnur bóndi stcndur við slátt úti á túni, en húsfreyjan er heima á hlaðinu. býli eru nú risin þarna upp og er öll byggðin í daglegu tali nefnd á Kleifum. Akvegur liggur frá Ól- afsfjarðarkaupstað út á Kleifar. Þaðan er útsýni fagurt inn til kaupstaðarins og sveitarinnar og eins á haf út, og á sumarkvöld um 'roðar sól austurfjöll Eyja- fjarðar, Gjögur og Látraströnd. Á Kleifum hafa menn stundað bú- gkap og útræði jöfnum höndum. Þar h*r nú allmargt fólk oe xaunai' fleira en ókunnugir mimu ætla, en til þess liggja sérstakar ástæður og er ætlunin að rekja þá sögu hér með nokkrum orð- Útverðir eyfirzkra byggða. Á Ytri-Á er tvíbýli og eru bændurnir þar útverðir eyfirzkra byggða að vestan megin fjarðar- ins og nú einir í þeirri varðstöðu síðan byggð í Héðinsfirði lagðist niður nú í vor, en áður voru bændur þar næstu nágrannar Anton Bjömsson bóndi á Ytri-Á við slátt á túninu nú í sumar. — Bræðurnir á Ytri-Á hafa mjög stækkað túnið og standa í jarð- ræktarframkv. á hverju ári. — hefur þurft að framfleyta mann- mörgum fjölskyldum. Á Ytri-Á hafa í tíð núverandi ábúenda þar fæðst 30 börn, 20 á öðru heimil- inu og 10 á hinu og hafa 25 þeirra komizt á legg og vaxið upp á þessu heimili til þroska og mann- dóms. Af þessum tölum má þegar sjá, að einhvern tíman muni hafa þurft að taka til höndunum á þessum stað, því að lífsins gæði fljóta ekki fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á fólkinu á Ytri-Á. Lífsbaráttan þar hefur verið hörð og vinnudagurinn langur. En með elju og atorkusemi hefur hjónunum þar tekizt að halda í horfinu, ala upp hraust og mann- vænleg börn, rækta jörðina og stunda sjóinn, og líta nú yfir mikið dagsverk og vel af hendi leyst. Komið norður fyrir Gunnólfsá. Þegar komið er upp ur árgilinu við Gunnólfsá, er skammur spöl- ur heim á hlað á Ytri-Á. Er það- an fagurt að líta inn til Eyja- fjarðar og fram til dala á sumar- kvöldi og það eitt nægilegt erindi fyrir forvitna ferðalanga. En menn sjá það fljótt, er heim á hlað er komið, að þeir éi-u komn- ir á óvenjulegan stað. Þeir eru óðara umkringdir af miklum fjölda barna á ýmsum aldri og þessi börn eiga flest heima á Ytri-Á, einstaka er þar e. t. v. í sumardvöl, en annars eru þetta börn hjónanna á bænum. Þótt áliðið sé kvölds, sitja bændumir ekki auðum höndum heima í stofu. Þessi góðviðrisdagur má ekki í^u'a til spillis. Klukkan er langt gengin í ellefu, en samt er enn verið að vinna, bera á túnið og vinna að heyjum. Bræðurnir á Ytri-Á gefa sér þó tíma til þess að ganga með okkur um staðinn, norður á hólinn, þar sem útsýn er bezf, um tún og nýræktir, fram á sjávarbakka og að tóttinni, sem ætlað er að sé undan fornu bæna t. v. ekki sízt heima á bænum. ■ Finnur og kona hans, Mundína Freydís Þorláksdóttir, hafa eign- ast 20 börn á Ytri-Á, og eru 16 þeirra á lífi, 10 heima við þessa stundina. — Við hefðum aldrei getað lif— að hér með allan barnahópinn, ef ekki hefði verið jafn gott til sjó fanga og hér er, stutt á miðin og gott var fyrir bátana, sagði Anton Björnsson. Hann og Gúðrún Sig- urjónsdóttir kona hafa eignast 10 börn á Ytri-Á, og eru 9 þeirra á lífi, flest heima við í sumar. — Þeir bræðurnir eru báðir fæddir og uppaldir á Ytri-Á, en konur þeirra úr sveitinni í fram-Ólafs- firði. Bræðurnir hafa mjög fært út túnið síðan þeir hófu búskap þar og eru enn með allmiklar ný- ræktir, en vélakost eiga þeir lít- inn. Er þeim sár þöi'f á að eignast traktor — og hafa mikinn áhuga fyrir því — en þeir, sem hafa „völdin og traktorana“ hafa ekki verið á því hingað til að létta undir með þessu sérstæða heim- ili. Mjólk framleiða þeir ekki nema til notkunar heima, en sauðfjárrækt hefur verið megin- þátturinn í landbúskap þeirra. Áttu þeir ágætt og harðgert fé og aldrei bar á neinum pestum í því, en samt féll það þegar niður- skurðurinn var ákveðinn og urðu það búinu á Ytri-Á þungar bú- sifjar, því að þótt nokkrar bætur kæmu fyrir af opinberri hálfu duga þær engan veginn til að mæta afurðatapinu. Hefur þetta allt orðið þyngsta áfallið, sem hent hefur landbúskap þeirra bræðra. Heyjað í Hvanndölum. —■ Engjar eru litlar á Ytri-Á og meðan ræktað land var minna en nú er orðið en bústofninn stærri, varð að leita langt til að heyja. Þá heyjuðu þeir bræður í Hvanndölum og þar sagði Finnur bóndi vera einhverju mestu landkosti á íslandi, allt vafið í grasi, en erfitt var að sækja rangað á sjó, binda heyið í bagga, velta því fram af björgunum og niður í fjöru, ferja það í árabát út í trillu eða stærri bát og koma rví síðan heim á Ytri-Á. Það eru nokkur ár síðan þeir bræður hættu að sækja hey í Hvanndali. Það var oft erfitt, en það gerði sitt gagn og þá tjóar ekki að horfa í erfiðið. Að búa að sínu. Leyndardómurinn við það að lifa á svona búskap eins og okk- ar, sagði Anton, er að kunna að búa sem mest að'sínu, nota af- urðir búsins til þess að fæða og klæða heimilisfólkið, en selja Dær ekki allar í kaupstaðinn fyrir útlendan vax'ning. Við höfum lagt kapp á að fi'amleiða sem mest af nauðsynjum okkar og landbún- aðarafurðir seljum við ekki telj- andi frá okkur. Aftur á móti selj- um við fiskinn. Við verkum hann sjálfir og þurrkum á fjöi’ustein- unum. Þá er gott að hafa nokk- urn vinnukraft og börnin eru al- in upp við að vinna, eftir því sem xarf. Annai-s gerizt útræði héðan sífellt erfiðara. Fiskurinn fjar- lægist alltaf meira og rneira grunnmiðin. Húsabætur — leyfi Fjárhagsráðs. Á Ytri-Á er tvílyft timburhús, gamalt, ekki ýkja stórt. Þar ei'u xessi heimili bæði til húsa. Þar hefur stundum verið þröngt, en gott samkomulag leysir allan vanda. Nú er hafin viðbótar- bygging úr steinsteypu norðan við húsið. Til hennar þurfti vita- skuld leyfi Fjárhagsráðs, og gekk ekki fyi'h.hafnai'láust að fá , það. Líklegast vita þeir' syðrá ekki mikið um húsnæðisvandræði, þar sem 30—40 manns búa undir sama þaki í litlu timburhúsi. — Þegar viðbótarbyggingin kemst UPP> rýmkar til muna í timbur- húsinu. Það er mest aðkallandi verkefni á Ytri-Á nú, að ljúka því og þar næst að útvega búinu traktor eða jeppa og helzt hvort tveggja. Var aldrei mikið fyrir börn. Heima á bænum heilsum við upp á húsfreyjuna á stærra heimilinu, Mundínu Freydísi Þorláksdóttur frá Lóni í Ólafs- firði. Hún varð 18 ára húsfreyja á Ytri-Á og hefur nú átt heima þar í 34 ár. Fyrsta barnið eignuðust þau hjónin á fyrsta hjúskaparár- inu, en hið síðasta — hið 20. í röðinni — fyrir 6 árum. Sextán þessara barna eru á lífi, þrjú dóu ungbörn, en hið fjórða, 7 ára drengur, drukknaði við bryggj- una á Kleifum fyrir mörgum ár- um. Enginn ókunnugur mundi geta sér þess til, að Mundína Freydís væri 20 barna móðir, svo ungleg er hún. Hún er fríð kona og frjálsmannleg í framkomu og tali. Hendur hennar eru fíngerðar eins og á ungri stúlku. Hina ungu húsfreyju á Ytri-Á grunaði ekki, þegar hún lagði fyrsta hvítvoð- unginn við brjóst sér fyrir 34 ár- um, að á næstu 28 árum mundi hún fæða 19 börn til viðbótar. — Nei, mér flaug það ekki í hug, sagði hún, eg var nefnilega aldrei neitt sérlega gefin fyrir börn. Hún eignaðist aldrei tvíbura, og aðeins einu sinni, þegar síðasta barnið fæddist, var læknir við- staddur fæðinguna, og tvisvar sinnum náðist ekki til ljósmóður, sem þarf að sækja til kaupstað- arins, og þá varð Finnur bóndi að gegna hlutverki ljósmóður og læknis í senn. En það fór allt vel og öll börnin fæddust lifandi og móðurinni heilsaðist jafnan vel. Húsmóðurstarf, sem um íiiunar. Þessi kona kvartar ekki yfir sínu hlutskipti í lífinu, hún er kát og hress í tali og gerir ekki mikið úr erfiðleikunum, sem (Frayihald á 7. síðu). Efri myndin: Húsið á Ytri-Á, tvílyft timburhús, byggt 1919, og ný-i byggingin, sem erfitt hefur reynzt að fá leyfi fyrir. í þessu húsi búa að staðaldri 30—40 manns. — Neðri myndin: Sjóbúð bændanna á Ytri-Á við ós Gunnólfsár. Fiskstakkarnir í fjörunni. Fram á Iæginu liggja tveir stórir trillubátar, sem bændurnir og synir þeirra sækja sjóinn á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.