Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 ÍÞRÓTTIR OG ÚTILIF V 1 ||f| Sigurvegarar í 100 m. hlaupi. 1 miðið sigurvegarinn, Alexander, t. h. Jafet, t. v. Ólafur Örn. — Sjá frásögn hér á síðunni. r, *r, *r, *r, *r, *r, *r, *r. Þeir voru allir „sjálf- sagðir“ í forstjóra- störfin! Hér í blaðinu var fyrir nokkru rætt um það, hvað valda mundi því fyrirbæri hér á landi ,að allir þingmenn eins stjórnmála- flokksins, yæru nú komnii á föst laun hjá ríki og ríkisstofnunum, allir sem forstjórar og þess konar- tignarmenn. Skattskráin í Reykjavík og væringar svokall- aðra „verkalýðsblaða“ höfðu leitt í ljós að þessir „jafnaðarmenn“ sátu að sæmil. afkomumögul. við hæg embættisstöi-f. Þessar hugleiðingar hafa komið heldur óþægilega við eitt ríkissjóðs- bjartað enn, sem slær ýmist í iórstjórastól almannatrygging- anna hér eða ritstjórnarstól Al- þýðumannsins. Er því lýst yfir í síðasta eintaki Alþýðumannsins, að það sé ekkert nema vondra manna rógur að nefna pólitíska aðstöðu í sambandi við það, hversu jafnaðarmannaforingjun- um hefur orðið hæg leiðin til for- stjórastai-fs hjá ríkinu. Skýring- una hefur ritstj. á'reiðum hönd- um: Alþýðuflokksforstjórarnir voru allir svo „mikilhæfir menn“ að þeir þóttu alveg „sjálfsagðir“ í embættin. Skilur þarna greini- lega milli feigs og ófeigs, því að í Framsóknarflokknum er margt manna, segir ritstjórinn, sem „engum hefur dottið í hug að kveðja til opinberra starfa.“ Þarna hafa menn þá skýringuna á því, hvernig stendur á öllum forstjórunum! Væntanlega ætlast ritstj. til ,að þessi „mannkosta“- skýring hans nái ekki aðeins út yfir forstjórana í Reykjavík, heldur líka til litla spámannsins í tryggingahægindinu hér nyrðra. Sjötugur: Jón Kristjánsson Sjötugur varð sl. mánudag Jón Kristjánsson fyrr bóndi í Brag- holti í Arnarnesshreppi, en nú búsettur á Hjalteyri. Jón er fæddur í Glæsibæ við Eyjafjörð 20. ágúst 1881 og voru foreldrar hans hjónin Guðrún Oddsdóttir frá Dagverðareyri og Kristján Jónsson, sem þar bjuggu lengi. Jón útskrifaðist úr Möðru- vallaskóla vorið 1901, en hóf bú- skap í Bragholti árið 1913 með konu sinni, Geirlaugu Kon- ráðsdóttur. Barnakennari var hann um allmörg ár. En kunnastur er Jón fyrir af- skipti sín af söngmálum sveitar sinnar. Hann varð organisti Möðruvallaklausturskirkju árið 1904 og hefur gegn t því starfi, að undanteknum fáum árum, alla tíð síðan. Jón tók þátt í Noregsför karla- kórsins Heklu frá Akureyri árið 1905. DANS Slysavamndeild Arnarness- hrepps lieldur dansleik að Keistará næstk. laugardags- kvöld. Drengjamót íslands. f næst síðasta bláði var getið úrslita úr Drengjamóti íslands, sem frám fór hér á Akureyri 4. og .5. ágúst. Akureyringar hlutu tvo drengjameistara að .þéssú sinni, þá Hreiðar Jónsson í 3000 m. hlaupi og Tryggva Georgsson í spjótkasti. Reykvíkingar unnu flest meistarastigin, svo sem vænta mátti, og var ÍR hlut- skarpast einstakra félaga með 6 meistara. Drengír úr íþrótta- félögunum utan Reykjavíkur komu þó á óvart með ágætri frammistöðu sinni í köstunum og komu höfuðstaðardrengir þar vart til greina. Jafnbezti kastari ínótsins var Strandamaðurinn Sigurkarl Magnússon, sem sigraði í kringlu kasti og hreppti annað sæti í kúluvarpi. Árni Þormóðsson hlaut 3. verðl. bæði í kúluvarpi og kringlukasti. Tryggvi sá um spjótkastið. Hafnfirðingurinn Ol- afur Þórarinsson náði mjög glæsilegum árangri í sleggjukast inu, og Kjalnesingurinn Magnús Lárusson vann kúluna. í fyrra á Drengjamótinu unnu Reykvík- ingarnir 3 af köstunum, en nú ekkert. Af stökkvurunum bar einna mest á Einari Frímannssyni, Selfossi, §em hlaut 3. verðl. bæði í stangarstökki og langstökki. En fyrst og fremst voru það þó Reykjavíkurdrengirnir, sem „brillieruðu" í stökkunum og unnu 3 af 4 eins og á síðasta Dr.móti. Valdimar Ornólfsson skilaði mjög góðu langstökki og var eini meistari frá síðasta Drengjamóti, sem varði titil sinn (vann langstökkið í Vestmanna- eyjum á 6.21m.). Árangur í köst- unum og stökkunum var góður og mun aðstaða til þeirra íþrótta- greina vera heppileg hér á Akur- eyri. Nú er komið að hlaupunum, og ber þar hæst spretthlauparann Alexander Sigurðsson, sem vakti mikla athygli fyrir frábæra snerpu. Alexander hljóp tvisvar á 10.9 sek., sem er jafnt dr.meti H. Clausen, en meðvindur, tæp 3 vindstig, mun hindra það að hann jafni metið að þessu sinni. Jafet Sigurðsson varð annar bæði í 100 og 400 m„ en Þorvald- ur Oskarsson, ÍR, vann 400 m. hlaupið. í lengri hlaupunum komu Akureyringarnir mikið við sögu og 3000 m. hlaupið var unn- ið þriðja árið í röð af Akureyr- ing. Einhver tvísýnasta keppni mótsins var 1500 m. hlaupið. Þar áttust við Hreiðar Jónsson, KA, og Svavar Markússon,- KR. — Hreiðar, nýbakaður methafi í 800 m„ reynir strax þá hlaupa- aðferð (taktik), sem mörgum hefur gefizj; vel, að notfæra sér styrkleika sinn í styttri vega- lengdunum til að opna sér for- skot í fyrri hluta hlaupsins, og tekur strax forystu hlaupsins, en Svavai' stendur fyllilega undir því frægðarorði, sem af honum hefur farið, og fylgir Hreiðari sem skugginn, og sígur fram úr Hreiðari ca. 50—60 m. frá marki og vann með nokkra metra mun eftir mjög gott hlaup. I 3000 m. rétti Hreiðar hlut sinn og sigraði auðveldlega eftir að hafa „lúrt“ mestallt hlaupið í síðasta sæti. íþróttaritstjóri Alþýðubl. spáir því að Svavar verði næsta vor langbezti (!) 1500 m. hlaupari landsins, en ekki er ósennilegt að Guðmundur Lárusson, Á„ feyki þeim skýjaborgum og skreppi niður fyrir 4 mínútur. Ekki skal þessu rabbi um mót- ið svo lokið, að ekki sé minnst nokkrum orðum á mótsstjórann, Jón Arnþórsson, sem dreif und- irbúning allan áfram með mesta dugnaði, þegar allt virtist komið í óefni, einnig Hermann Sig- tryggsson o. fl„ sem störfuðu mikið að undirbúningi mótsins og við mótið sjálft. Starfsmenn gerðu sitt bezta, þótt æfing sé næsta lítil við framkvæmd stór- móta. Ræsir mótsins, Kjartan Jóhannsson, sleppti engum kepp- anda með „þjófstart“ og verður það ekki um alla sagt. Það, sem helzt mætti setja út á mótið, var skortur á löggæzlumönnum á vellinum sjálfum, þar sem óþarf- lega mikið var af aukamönnum og vildarvinum starfsmanna eða keppenda. Má sem dæmi nefna íþróttakennara úr Reykjavík, sem vildi notfæra sér sérstöðu sína til hlífar, og var á skemmti- göngu á miðri hlaupabrautinni eftir að hlauparar höfðu tekið sér stöðu í viðbragðsholunum í ein- um riðli grindahlaupsins. Að lok- um skal Jóni Benediktssyni yfir- lögreglúþjóni þökkuð mikil að- stoð við -íþróttamennina, er hann gerði þeim kleift að selja aðgang að mótinu með því að gæta þess að fólk safnaðist ekki í Brekku- götu eða Klapparstíg, þar sem hægt var að sjá mótið án þess að greiða aðgangseyri. Benedikt Jakobsson, landsþjálfari, aðstoð- aði einnig mikið við mótið og gaf ýms holl ráð hvar betur mætti fara. Innangfélagsmót KA 11.—13. ágúst. Um fyrri helgi hélt KA innan- félagsmót í frjálsíþróttum. Her- mann Sigtryggsson setti nýtt Ak- ureyrarmet í stangarstökki, 3,05 m. Hinn þekkti íþróttamaður úr Reykjavík, Friðrik Guðmunds- son, KR, var staddur í bænum er mótið fór fram og keppti hann með sem gestur. Kúlunni varp- aði Friðrik 13,89 m„ en kringl- unni 44,29 m„ hvort tveggja að sjálfsögðu vallarmet. Þá var einnig keppt í fyrsta skipti héi' á Akureyri í grindahlaupi, og hljóp Skjöldur Jónsson fyrsta riðilinn. Notaðar voru drengjagrindur. — Tími Skjaldar var 18,6 sek„ dr,- met. Nokkrum mínútum síðar bætti Hreiðar Jónsson metið í 17,7 sek. — Helztu úrslit mótsins urðu þessi: 100 m. hlaup. Hösk. G. Karls- son 12,2 sek. 200 m. hlaup. Hösk. G. Karls- son 25,1 sek. — Hreiðar Jónsson 25,1 sek. 400 m. hlaup. Haukur Jakobs- son 58,9 sek. — Þorv. Snæbjörns- son 59,0 sek. 800 m. hlaup. Hreiðar Jónsson 2.15,0 mín. — Skjöldur Jónsson 2.17,4 mín. — Haukur Jakobsson 2.18,2 mín. Langstökk, Garðar Ingjaldsson 5,90 m. Kúluvarp. Guðm. Orn. Árna- son 12,46 m. Kringlukast. Hörður Jörunds- son 35,85 m. 4x100 xxi. boðhlaup. Sveit ÍBA 46,7 sek. (Einar, Hauk.ur, Hreið- ar, Baldur). Kúluvarp kvenna. Anna Svein- bjarnai'dóttir 8,29 m. — Guðrún Georgsdóttir, Þór, 7,90 m. Kúlan vai' 800 gr. of þung. Hástökk. Einar Gunnlaugsson, Þór, 1,60 m. Til sölu: 6 manna bíll í góðn lagi. Upplýsingar á Litlu hílastöðinni. Kvenúr fundið hjá Dettifossi 4. ág. síðastliðinn. Vitjist á afgr. Dags. BANN Berjatínsla biinnuð í landi Dagverðareyrar. Gunnar Krist'jánsson. Til sölu: Ný rakstarvél, fyrir dráttar- vél. — Upplýsingar gefur Vilhj. Jóhannesson, Litla-Hóli. Vörubíll Chevrolett, árgangur 1942, í góðu standi, til sölu. Afgr. vísar á. B e r j a t í n u r, margar tegundir. Berjafötur Kökudúnkar af ýmsum stærðum. Hentugir undir ber. HAFNARBÚÐIN og útibúið í Eiðsvallagötu 1. Góð ritvél óskast til kaups. Sigurjón Jóhannsson, Hlíð, Svarfaðardal. Perbergi F.inldeyp kona óskar eftir herbergi frá 1. október n. k. Helzt nálægt miðbænum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.