Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 22.08.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. ágúst 1951 D A G U R Ráðskona Góða ráðskonu vantar mig í haust. Upplýsingar um aldur og fyrri stöðu, ásamt kaup- kröfu, óskast sent í pósthólf 113, Akureyri, fyrir 31. ág. næstkomandi. Eypór H. Tómasson. kaupmaður. Nýtf grænmeti: Hvítkál Blómkál Gulrætur Agúrkur Tómatar Salat Rabbarbari Kartöflur. Avallt nýtt d liverjum degi. Sendum lieim. Kjötbúð KEA og útibúið Ránargötu 10 Nýtf dilkakjöt kemur í búðirnar á föstudaginn. Sendum Iieim. Kjötbúð KEA og úlibúið Ránargötu 10 Vínber á 7 kr. pakkinn. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvórudeildin og útibú. Korkfappar 2 stærðir, nýkomnir. Vöruhúsið h.f. Kaffikönnur li/á, 2, 2]/o líters, nýkomnar. Vöruhúsið h.f. góð tegund, nýkomnir. Vöruhúsið h.f. Rúsínur á kr. 9.50 pr. kg. Vöruhúsið h.f. Handsápa útlend, innlend, margar tegundir. Vöruhúsið h.f. R a k s á p a Rakkrem Rakblöð Vöruhúsið h.f. Stör og Taða til sölu. Upplýsingar í Garðyrkjustöðinni FLÓRU, Akureyri. Fataefni Væntanleg á næstunni: Gabardinefni frá Bret- landi í herraföt, í herrafrakka, í dömudraktir. Tek á móti pöntunum. — Sýnishorn fyrir- liggjandi Get fyrst um sinn saumað úr tillögðum efnum. Saumastofa Björgvins Friðrikssonar, Hafnarstræti 81. Léreft - Heimsókn að Ytri-Á (Framh. af 5. síðu) hljóta að hafa steðjað að þessu heimili. Hér hefur verið húsmóð- urstarf, sem um hefur munað. En þessi kona hlýtur líka að hafa kunnað listina að lifa þannig, að láta ekki búsáhyggjur og amstur hversdagsins yfirskyggja allt annað. Annars væri hún ekki eins ungleg og raun ber vitni og ólúin að sjá. En vinnudagurinn hefur verið langur heima á bæn- um ekki síður en hjá bændunum við orfið eða úti á sjó. Þetta heimili hefur aldrei notað annað brauð en heimabakað. Húsfreyj- urnar á báðum búunum hafa viljað búa sem mest að sínu eins og bændurnir. Enn gengur Mundína Freydís á íslenzkum sauðskinnsskóm, sem hún sjálf gerir. Eg var orðin því svo vön að ganga á þeim, sagði hún ,að mér fannst ekki taka því að skipta um. Fyrst nú hin síðustu ár, hafa börnin fengið útlenda skó. Fatnaður er líka heimagerð- ur eftir því sem unnt hefur ver ið, en börnin bera það með sér að þar hafa smekkvísar hendur fjallað um. Þau eru snyrtileg hrein og hraustleg. Nú er yngsta barnið sex ára drengur, og hús- freyjan sér nú hilla undir lok mikils ævistarfs, að koma sextán börnum til manns. Hún átti fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Þess var hvergi minnst þá. Líklega hefur þeim, sem blöðum og útvarpi ráða, ekki fundizt þar vera æviferill, sem í frásögur væri færandi. Þjóðfélagið og hin lúna hönd. Hér er aðeins stiklað á nokkr um atriðum úr sögu heimilisins á Ytri-Á. Af þessari frásögn, þótt stutt sé og ófullkomin, má þó ráða, að lífsbaráttan hefur verið hörð í þessari útvarðstöð ey firzkra byggða. En það hefur hvergi verið gefið eftir af fólkinu á þessum stað. Það hefur tekizt á við hin óblíðu kjör og ekki látið sinn hlut. Þessi kjör hafa fóstrað 25 börn, gert þau að dugandi þjóðfélagsþegnum, sem vita að vinnan er undirstaða lífsham- ingjunnar. Fá heimili í landi hér munu státa af stærra framlagi Þjóðfélagið verðlaunar þegna sína eftir undarlegum leiðum á stundum. Sumir fá kross, aðrir veraldlega upphefð og gjafir. — Þetta mannmarga heimili hefur aldrei verið „innstillt“ á æðri stöðum til neinnar viðurkenning- ar fyrir að leggja þjóðfélaginu til hálfan þriðja tug pýtra borgara, En það hefur viljað fá keyptan traktor og jeppa og gjalda fullu verði við fé, sem sótt er á fiski- mið hjá Flatey eða undan Skaga eða erjað úr moldinni norðan við Gunnólfsá eða í Hvanndölum. Það vildi líka fá að stækka-timb- urhús, sem var byggt fyrir ára- tugum. En þau leyfi, sem til þess- ara hluta þarf, hafa komið seint eða aldrei. Viðbótarbyggingin er að rísa af grunni, en vélarnar vinna jörðina annars staðar en á Ytri-Á. Bændurnir þar verða enn að treysta á sína lúnu hönd. Eftir er þó að sannreyna, hvort slík af- rek langrar ævi mega sín nokk- urs á við heppilega aðstöðu og kunninngsskap, þegar kemur að því næst, að opinber nefnd út- hlutar leyfi til að kaupa traktor eða jeppabíl. ÚR BÆ OG BYGGD í 31. tbl. Dags er flutti greinina um Berg Bergsson frá Meðal- heimi, er sagt að þau hjón, Berg- ur og Guðrún Pálsdóttir, hafi búið á Hæringsstöðum frá 1890— 1909, en átti að vera — frá 1890— 1903, og leiðréttist þetta hér með. 65 Þórðarson L Rósótt, röndótt og köflótt. Fjölbreytt úrval. Vejnaðarvörudeild Halló! Halló, stúlkur! Sokkar teknir aftur til við gerðar í Laxagötu 3 (syðri dyr). Sími 1266. Unnur Jóhannsdóttir. Akurc""'1 ára varð 13. þ. m. Pálmi J. j^uruarson fyrrv. oddviti að Núpufelli í Eyjafirði, kunnur og ágætur bóndi og forustumaður í sveitarmálum. Sextugur varð 15. þ. m. Ásgeir Kristjánsson verkamaður, Odd- eyrargötu 22 hér í bæ, vinsæll og velmetinn borgari. Sunnlenzkur ferðamaður fann á dögunum 3 álftarunga austur á fjöllum. Flutti þá hingað í bíl sínum og afhenti Kristjáni Geirmundssyni. Annast Krist- ján þá í garði sínum í Fjörunni og dafna þeir ágætlega. Ætlar hann síðan að sleppa þeim á andatjörnina hér í bænum, þótt þröngt sé þar. Mun koma þess- ara munaðarleysingja vekja at- hygli a. m. k. meðal yngstu borgaranna. Sjónarhæð. — Samkoma næsta sunnudag kl. 5. Allir velkomnir, Áheit á Strandarkirkju. Kr. 20 frá ónefndum. — Kr. 100 frá Birni Jónssyni. — Móttekið á af greiðslu „Dags“. Brúðkaup. 18. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirásyni: Ungfrú Margrét Guðlaugsdóttir ög Aðils Kemp. Heimili þeirra fyrst um sinn er að Laugavegi 22, Reykja- vík. Gjafir til Elliheimiilsins í Skjaldarvík: Frá kvenfélaginu Baldursbrá í Glæsibæjarhreppi kr. 1000.00, frá ónefndum kr. 200.00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. A þvottaplönum þcim, sem olíufélögin reka í Rcykjavík, geta bíleigendur fengið lánaða þvottakústa og þvegið bíla sína við ágætar aðstæður. Engin slík þjónusta er í té látin á þvottaplaninu við Strandgötu hér á Akureyri. Illt er að kom- ast þar að vatni og umgengni öll um planið í lakara lagi.Væri til of mikils mælst, að plani þessu yrði koinið í viðunandi lag? Til nýja sjúkrahússins. Áheit krá konu kr. 100.00. — Áheit frá N. N. kr. 50.00. — Áheit frá Guð- laugu Stefánsdóttur kr. 100.00. — Gjöf frá N. N. kr. 100.00. — Gjöf frá Jóhanni Jónssyni kr. 100.00. — Gjöf fr ánýfæddum kr. 200.00. — Gjöf til minningar um Kristján Kristjónsson, Eyri, frá Gissuri Jónassyni kr. 50.00, og frá Ólöfu og Stefáni kr. 100.00. Með þökk- um meðtekið. Guðm. Karl Pét- Látinn er í Húsavík Jón Bald- vinsson rafvirki, á áttræðisaldri, eftir langvarandi vanheilsu. Látin er í Húsavík Rebekka Jónasdóttir frá Þverá í Reykja- hverfi, ekkja Árna Jónssonar fyrrum bónda þar. Látinn er hér í bæ, 18. þ. m., Snæbjörn Magnússon vélsmiður, Eiðsvallagötu 13 hér í bæ, kunn- ur iðnaðarmaður og borgari. Finuntugur verður á morgun Georg Jónsson bifreiðarstjóri, Gránufélagsgötu 6 hér í bæ. Séra Kristján Róbcrtsson, Raufarhöfn, hefur verið kjörinn prestur í Siglufirði, lögmætri kosningu. Hlaut 954 atkv. Séra Erlendur Sigmundsson í Seyðis- firði hlaut 232 atkv. Kirkjan. Messao næstk. sunnudag kl. 11 f. h. F. J. R. Fimmtugur varð 20. þ. m. Stef- án Vilmundarson, verzlunarmað- ur hér í bæ. Atbugascmd. — Frá skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar hefur blaðinu borizt eftirfarandi: í síð- asta tölubl. Dags er skýrt svo frá, að ákveðið hafi verið að hækka iðgjöld til samlagsins. Þetta er ekki rétt. Engin samþykkt hefur verið um það gerð af stjórn sam- lagsins og ekki útlit fyrir að þess verði þörf á þessu ári, nema eitt- hvað sérstakt komi fyrir. Fyrir nokkru var því einnig haldið fram í blaðinu Degi, að persónu- gi'eiðslur til lífeyi'isþega í Rvik fi'á Almannati'yggingunum væx'u hæi’i'i en annars staðar á land- inu .Hér hlýtur að vei-a um mis- skilning að ræða. í Reykjavík gilda um þetta sömu reglur og í öðrum kaupstöðum landsins, sem hafa yfir 2000 íbúa. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- bei'að ti'úlofun sína í Kaup- mananhöfn ungfrú Helga Jónas- dóttir, læknis Sveinssonar í Reykjavík, og Jóhann Indriðason stud. polyt. rafvirkjameistara Helgasonar hér í bæ. Nýlega lézt í Sjúki-ahúsi Ak- ureyrar Sigui'lína Sigmundsdótt- ir húsfi'eyja á Ytra-Hóli í Kaup- angssveit, kona á bezta aldri, harmdauði öllum, er hana þekktu. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Erla Sigurðardóttir og Jóhann Sigur- bjöi'nsson, sjómaður, Akureyri. Gjöf til Sólheimadrengsins. — Kr. 50.00 frá N. N. Móttekið á af- greiöslu Dags. Gulrætur Lækkað verð. Kjötbúð KEA. Fóðurvörur: Fóðurblanda Maísmjöl Varpmjöl Blandað hænsnakorn _Kurlaður maís Hveitiklíð. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Maizena í pökkum. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Áppelsínusafi í flöskum. Kaupfélag Eyfirðinga Ný lenduvörudeildin og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.