Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 5. desember 1951 D AGUR Ritstjóri: IIAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. myrkraklefa þröngrar flokkshyggju ag hvorki vilja né geta brotið mál til mergjar sjálfir. Vonandi ristir lýSræðis- og frelsistal mikils meirihluta Sjálfstæðismanna dýpra en samþykkt þessi og þær útlegg- ingar textans, sem síðan hafa birzt i blöðum flokksins. FOKDREIFAR PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Það er alkunn staðreynd . . MORGUNBLAÐIÐ skýrir svo frá, að fyrir nokltrum dögum hafi verið haldinn fundur í lands- málafélaginu Verði í Reykjavík og þar m. a. flutt ræða um skattamál. Er ræðan birt til leiðsögu fyrir landslýðinn. Skattamál eru ofarlega á baugi, sem vonlegt er. Skattar eru hér orðnir háir og reynast nú tilfinnanlegri en oft áður. Margir tala þannig og skrifa, að skattpíning sé meiri hér en í öðrum löndum. Slíkt verður að teljast mjög vafasamt, og fullvíst, að í sumum nálægum löndum er mönn- um ætlaður minni skerfur tekna sinna til lífsbrauðs en hér tíðkast. En skynsamlegar umræður um skattamál okkar og skattheimtukerfi allt eru eigi að síður nauðsynlegar og efalaust, að aðkallandi er að taka kerfið allt til endurskoðunar. Ýmis- legt er og rétt athugað í ræðunni í Sjálfstæðig- húsinu, en hún verður ekki gerð að umtalsefni hér í heild, heldur aðeins bent á eitt atriði, sem nú er orðið mjög áberandi í málflutningi nokkurs hluta Sjálfstæðisflokksins. SÍÐASTA ÞING ungra Sjálfstæðismanna var haldið hér á Akureyri, undir leiðsögu manns, sem fyrir ranglátt og heimskulegt kosningaskipulag sit- ur nú sem 2. þingmaður Eyfirðinga á Alþingi. Þing þetta gerði samþykkt um skattamál samvinnufé- laga. I samþykkt þeirri fólst krafa um að lagður yrði tvöfaldur skattur á félagsmannaviðskipti kaup- félaganna og þannig sköpuö aðstaða gagnvart kaup- félögunum, sem væri einsdæmi í V.-Evrópu. Það var einstaklega smekklegt og vel til fundið, að gera slíka samþykkt hér í Eyjafirði, og sýnir tiltækið mætavel hug forustumanna þinghalds þessa til samvinnumála. Enginn rökstuðningur, sem því nafni getur kallazt, fylgdi kröfu þessari, enda munu fæst- ir þeirra, sem samþykktina gerðu, hafa aðra fræðslu um þessi mál en greinar Mbl. og Isafoldar, þótt forsprakkarnir viti e. t. v. betur. En svo gerist það í skattamálaræðunni í Sjálfstæðishúsinu, að þessi samþykkt er gripin á lofti og henni hampað sem væri hún einhver skerfur til skynsamlegra umræðna um skattamál. Vitnað er til kröfu unglinganna og látið skína í, að þar með sé það mál sannað, og réttmætt sé að tví-skattleggja samvinnumenn í land- inu. Þessi aðferð í áróðri, að vitna til eigin um- mæla og fullyrðinga til sönnunar í málflutningi, er ekki upp fundin í Sjálfstæðishúsinu. Aðrir meist- arar hafa þar um fjallað. Þeir, sem gera sér það til fróðleiks að hlýða á fréttasendingar Moskvu- útvarpsins á erlendum tungumálum, kannast við orðatiltækið: „Það er alkunn staðreynd.“ Og svo kemur fullyrðing um eitthvert atriði alþjóðasam- skiptanna út frá sjónarhóli réttlínu-kommúnista. En gallinn er bara sá, að það er ekki „alkunn stað- reynd“ í augum manna, sem hafa tækifæri til þess að fylgjast með atburðum alþjóðastjórnmálanna, og því blekkir þessi aðferð fáa Vesturlandabúa, þótt hún gefist sennilega mjög vel í myrkvaheim- um fáfræðinnar austan járntjaldsins. Þótt flokks- þing ungra Sjálfstæðismanna geri vanhugsaða sam- þykkt í skattamálum, öðlast hún ekki nein rök, þótt nafn höfundanna sé nefnt, og það er ekki hægt í lýðfrjálsu landi að bjóða upp á þann mál- flutning, að gildi svona samþykkta sé þegar „al- kunn staðreynd“. Þetta er aðeins hægt að gera með árangri þar, sem menn eru lokaðir inni í Á 1. desember að gleymast? Hannes J. Magnússon skólastj. skrifar blaðinu: „FYRSTI desember hefur vér- ið hátíðisdagur þjóðarinnar í 33 ár. Nokkuð hefur borið á því á seinni árum, að þessi dagur sé að hyljast gleymsku. Hingað til hef- ur dagurinn verið almennur frí- dagur, bæði í skólum og á vinnu- stöðum, og útvarpið hefur heigað honum dagskrá sína að meira eða minna leyti og minnzt fullveldis- ins, oft mjög vel og virðulega. Nokkuð hefur þó jafnan borið á því, að einn sérstakur hópur manna hafi leitast við að helga Sér daginn sérstaklega, og á eg þar við stúdentana, en þrátt fyrir það hefur dagurinn þó verið dag- ur þjóðarinnar. Fánar hafa hvar- vétna verið dregnir að hún, og víða hefur verið gengist fyrir samkomum að minnast fullveld- isins. Að morgni hins 1. desember síðastl. gekk eg niður í bæinn skömmu fyrir hádegið. Sá eg þá, að allar búðir voru opnar, og at- hafnalíf allt í fullum gangi, eins og aðra virka daga. Hvergi sá eg þá faná á stöng niðri í bænum, en eitthvað voru þeir að smátínast tíþp gftjr hgdegið, og voru þó margar stengur auðar. Og búðum mun hafa verið lokað um hádegi. Þegar eg kom heim, skrúfaði eg frá útvarpinu og bjóst við að heyra þár íslenzk ættjarðarlög, eða einhverja aðra þjóðlega tón- list. Kannske eitthvert ávarp til þjóðarinnar frá hærri stöðum. — Nei — hádegisútvarpið byrjaði á sænskum stúdentasöngvum. Svo kóm að vísu íslenzkur söngur, en þar var viðlagið þetta: „Drekktu fng heldur í hel“. Þetta var boð- skapur útvarpsins til þjóðarinnar þennan dag. Einn mesta merkis- dag íslenzku þjóðarinanr. Eg geri nú reyndar fastlega ráð fyrir því, að enginn taki söng- teksta sem beina ráðleggingu. En smekklegt útvarpsefni getur þetta naumast talizt. Þegar eg skrúfaði svo frá kvöldútvai'pinu bjóst eg enn við að fá að heyra eitthvað ,sem minnt gæti á ís- lenzkan þjóðminningardag, en svo var þó ekki. Aftur komu sænskir stúdentasöngvar — og aftur komu drykkjuvísur. Og ekkert ættjarðarlag heyrði eg í útvarpinu þennan dag. Er það ekki heldur mikil sparsemi á þjóðrækninni? Kvöldskráin var helguð Stú- dentafélagi Reykjavíkur. Og mun þetta vera í fyrsta skipti, sem útvarpið minnist ekki fullveldis- ins þennan dag. Nú er spurning- in: Á að þurrka 1. desember út, sem þjóðlegan minningardag eins hins mei'kasta atburðar í sögu þjóðarinnar? Á hann að vera dagur þjóðarinnar, eða á hann að vera dagur stúdentanna? Því þá ekki að breyta nafni hans og kalla hann stúdentadag, og gleyma því, sem gerðist hér 1. desember 1918?“ Þess skal þó getið, sem gert er. Enn segir í bréfi Hannesar: „MENNTASKÓLINN á Akur- eyri minntist þó fullveldisins á mjög myndarlegan og virðulegan hátt að kvöldi hins 30. nóvember með hátíðlegri samkomu fyrir nemendur, kennara og gesti. — Nemendur í 6. bekk höfðu undir- búið samkomu þessa, sem hófst með kaffidrykkju í hinum glæsi- lega borðsal nýju heimavistar- innar. Námsmeyjar höfðu bakað sjálfar allt brauð og námssveinar stóðu gestum fyrir beina. Salur- inn var mjög skreyttur, svo og skólinn. Samkomunni stjórnaði ein af námsmeyjum 6. bekkjar, Erna Hermannsdóttir frá Seyð- isfirði, og gerði hún það vel og frjálsmannlega. Bauð hún gesti velkomna og tilkynnti tilhögun samkomunnar. Baldur Ragnars- son frá Eskifirði flutti snjalla fullveldisræðu, þar sem hann rakti frelsisbaráttu þjóðarinnar í stórum dráttum. Gunnar Bald- vinsson á Akureyri las upp úr Hugvekju til íslendinga eftir Jón Sigurðsson. Hrefna Hannesdóttir ias tvö kvæði og skólakórinn söng nokkur lög undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Þótti mönnum það helzt að þeim söng að lögin vera of fá, því að þarna Kristinn Guðmundsson og settur skólameistari, Brynleifur Tobi- komu fram ágætar og vel æfðar raddir. Auk þess töluðu þeir dr. asson. Að lokinni þessari sam- komu var haldið niður í skóla og þar dansað af hóflegri gleði. — Samkoma þessi var öll hin virðu- legasta, eins og vera bei'. Er það vel, að skólaæskan haldi full veldissigri þjóðarinnar á lofti.“ Nýstárlegar „barnabækur". f lok bréfs Hannesar J. Magn ússonar segir: „FYRIR NOKKRU skýrði dagblaðið Tíminn, og væntanlega fleiri blöð, frá útgáfu bókaútgáf unnar „Helgafell“ þetta ár og nefnir þar ýmsar merkar bækur, en svo kemur kafli með yfir- skriftinni Barnabækur, og segir þar svo: „Piltur og stúlka er komin út sem barnabók (auðkennt hér) með teikningum eftir Halldór Pétursson. Er það upphaf að flokki barnabóka og verður næsta bókin Upp við fossa o. s. frv.....“ Um Pilt og stúlku er það að segja, að eg hygg að höfundinum hafi aldrei dottið í hug að skrifa hana fyrir börn. Enda þótt ein staka kaflar hennar, einkum byrjunin, geti hentað sem lesefni fyrir börn, er hún þó fyrst og fremst rómantísk ástarsaga skrifuð fyrir fullorðið fólk, hugs- uð fyrir það, og er hvorki að máli hugsun né efni fyrir börn. Með hina bókina er þó enn furðulegra að gefa út „sem barnabók". Hún hlaut á sínum tima míkla gagn- rýni og harða ádeilu fyrir ber sögli í ástamálum. Og þótt þar væri margt sagt af óþarflega mikilli tilfinningasemi, er saga þessi þó fjarri því að vera heppi- legt lesefni fyrir börn. Og ef þetta er rétt hermt í Tímanum, má fara að búast við ýmsu er gefið verð- ui' út „sem barnabók". Það breytir litlu, þótt í bókum þess um séu myndir eftir hinn ágæta listamann. Það gerir bækurnar að vísu aðgengilegri, en efnið verð ur ekkert frekar við hæfi barna Ekki veit eg ,hvers vegna for lagið gengui' inn á þessa braut nema ef það væri til að víkka markaðinn, en það mun ekki auka á traust neinnar bókaútgáfu að ganga inn á slíkar brautir." Kartöflusala og kartöfluverð. Húsmóðir skrifar blaðinu: „EG HEF veitt því athygli, að sums staðar þar, sem kartöflur eru seldar, eru þær harla mis (Framhald á 11. síðu). Jólaföt á yngsta fólkið Ef sauma á eitthvað af föt- um til jólanna, þykir flestum húsfreyjum gott að koma því frá sem fyrst, eða áður en mesta annríkið byrjar. Hér er laglegur kjóll handa litlu stúlkpnni og leik föt handa litla bróður. Pilsið er rykkt, og að aft- an er kjóllinn hnepptur niður berustykkið. —- Leikfötin, sem að sjálf- sögðu má nota bæði handa drengjum og stúlkum, eru sniðin út í eitt og ákaflega fljót saumuð. 1 slíkan fatnað er bezt að nota efni, sem fara vel í þvotti og létt er að strjúka. Nú er úr nógu að velja, en kannske ?r lflta til gam- all sumarkjóll af mömmu, sem hægt er að sauma upp úr og spara þannig kaupin? GOTTRAÐ. Ungbarnaskyrtur, hosur og annað þess háttar, sem er úr fínni ull, og sem þai'f að þvó' svo að segja daglega, vill oft hlaupa illilega við þvottinn og verða ónothæft eftir skamman tíma. Ráð við þessu er að hella sjóðandi vatni á flíkina, þegár hún er nýprjón- uð og áður en farið er að nota hana. Vatnið þarf að vera alveg sjóðandi. Eftir þetta er flíkin notuð og ovegin á venjulegan hátt, en hún mun hvorki hlaupa né hnökra sé þannig farið með hana nýja. RÁÐ VIÐ BÍLVEIKI. Bílveiki er leiður og þreytandi kvilli, sem þjáir marga. Kunningjakona mín sagði mér fi'á því á dögunum, að hún þekkti ráð við veikinni, sem mörgum hefði reynzt ágætlega, en það er drekka 2 3 vatnsglös af volgu vatni (líkamshita) rétt áður en lagt er af stað í fex'ðina. Ekki veit eg, hvort ráð þtta er óbi'igðult, en hún sagði margar sögur mál- inu til stuðnings. Það kostar lítið að reyna ,og margir rnunu vilja losna við veikina. ELDHÚSIÐ. ítalskt fiskgratin. 2 bóllar fisk-afgangur (soðinn). — 3 bollar soðn- ar makkarónur. — 3 matsk. smjörlíki. — 5 matsk. rifinn ostur. — 2 matsk. hveiti. — 2 matsk. tómat- sosa. — 2 dl. rjómi eða góð mjólk. — 1 eggjarauða. Fiskinum og makkai'ónunum er komið fyi'ir í eldföstu móti og inn á milli eru settir smábitar af smjörlíki (1 matsk.) og helmingurinn af rifna ost- inum. Þá er löguð sósa úr hveitinu og því sem eftir er af smjörinu þynnt með mjólkinni og tómatsós- unni. Eggjarauðan er hrærð saman við og sósan krydduð með salti og pipar eftir smekk. Kellt yfir fiskinn, og rifnum osti stróð yfir. Bakað í ofni 25— 30 mínútur. Súkkulaðikaka með appelsínúkremi. 2 egg. — 2 matsk. brætt smjörlíki. — 1 kaffibolli sykur. — 1 kaffibolli hafragrjón. — Vz kaffibolli hveiti. — 3 matsk. mjólk. — 2 matsk. kakó. — 1 te- sk. gerduft. Eggin eru þeytt með sykrinum og mjólkinni ■ (Fi'amhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.