Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. desember 1951 D A G U R 7 en stéttarbræSra hans á Yesturlðndum Gagngerð athugun brezks tímarits í tilefni af „vitnunum44 sendifulltrúa kommúnista miklu lakari TAFLA III Meðalneyzla í USSR pr. íbúa 1940—50 1940 1945 1950 Baðmull, yards- .. .. 24 10 23 Ull, yards- ... 3/4 ■ 1/3 1 Skór, þör 1 1/3 1 Smjör, pund .. v6 33/4 81/2 lurtafeiti, pund . .. .. 10V2 4 13 Yfirleitt má segja, að Sovét- neyzlan hafi á flestum sviðum náð — og sums staðar aðeins yf- irstigið —- neyzluna fyrir stríð. Þetta má kalla mjög athyglisvert, því að neyzlan féll niður á gíf- urlega lágt svið á stríðsárunum. f ræðu sinni á Rauðatorginu í sl. mánuði lagði Beria áherzlu á ankningu, sem orðið hefði í fram- leiðslu neyzluvarnings á þessu ári, en illa virðist sú staðhæfing stangast við þá megin áherzlu sem lögð er á aukningu þunga- iðnaðarins skv. sömu ræðu. Vel má hér vera að ræða um áróð- ursbragð eitt — enda talað um % aukningu umfram framleiðsluna 1950, en tölur um hana hvergi opinberlega staðfestar. Til þess að ósnmræmið í fullyrð- ingum um aukningu jafnt neyt- endavarnings og þungaiðnaðar yrði ekki allt of augljóst. Litið yfir 34 ára vegferð. Þegar litið er yfir sögu síðustu fimm ára, hefur efnahagskerfi Sovétríkjanan heldur betur en náð sér aftur eftir eyðileggingu stríðsins, og getur hver starfs- maður Sovétstjórnarinnar með réttu verið stoltur af því afreki. En þó er þetta aðeins önnur hlið myndarinnar. Þegar litið er yfir 34 ára vegferð undir handleiðslu kommúnista, getur Sovét-þegn- inn gjarnan hugsað sem svo, að þrátt fyrir óhöpp og ýmis vandkvæði, hafi honum tekizt að hækka lífsstig sitt, en sú hækkun er ekki í neinu samræmi við framþróun efnahagskerfis Sovét- ríkjanna í heild. Honum hefur alltaf verið sagt, að nú verði hann að gera enn eitt gott átak og svo verði hafizt handa um stór- mikla aukningu neyzluvarnings. Hann hefur gert átakið, en var rændur framkvæmd loforðsins, fyrst 1935—39 vegna óstöðugs ástands í alþjóðamálum og síðan af styrjöldinni. Nú, þegar öldin er hálfnuð, er útlitið fyrir hann svipað og 1937. Þannig lýkur þessari gagn- merku athugun hins ágæta og vandaða tímarits. Það heldur sér við staðreyndir og reynir ekki að verðleggja pundið í friðarviljan- um eins og íslenzku „fulltrúarn- ir“ á Rauðatorginu 7. nóv. sl. Um friðardúfurnar á skriðdrekum og öðrum morðtækjum eigum við sjálfsagt eftir að heyra meira frá þeim heimildum. En fróðlegra verður samt að sjá sendifulltrú- ana hrekja athuganir hins brezka blaðs og samanburð á lífsstigi launanna í austri og vestri. - Dagskrármál Kommúnistar hér heima og annars staðar halda því sífellt fram, að hinn almenni þegn Sovétríkjanna sé betur á vegi staddur efnahagslega, en fólk á Vesturlöndum hafi hugmynd um. Á Vesturlöndum, segja þeir, versna lífskjörin, en í austurvegi batna þau. Til að halda þessari propagandastarf- semi gangandi eru gerðar út „sendinefndir“ til að skoða dýrðina og berja dýrðarbumb- ur þegar heim kemur. Slíkar skyndiferðir um ókunnugt land, á vegum opinberra aðila, veita sendifulltrúunum lítil sem engin tækifæri til þess að kynnast raunverulegum hag fólksins, og er vitnisburður þeirra því oft marklítil heimild, enda vitnin oftast blindir Rússadýrkendur. — í tilefni af vitnunum brezkra kommúnista um þetta efni, lét tímaritið „The Economist“ gera ýtarleg- an samanburð á lífskjörum al- mennings í austri og vestri eft- ir þeim heiniildum, sem tiltæk- ar voru og áreiðanlegar þóttu. Birti blaðið niðurstöður sínar nú fyrir sl. mánaðamót. Er grein sú hér á eftir endursögð til leiðbeiningar fyrir fólk, sem innan skamms mun eiga í vændum að sjá og heyra nokkra trúnaðarmenn íslenzka ríkisins standa upp og vitna. — Á þrítugasta og fjórða bylting- arafmælinu, sem haldið var há- tíðlegt 7. nóv. sl. í Rússlandi (m. a. að viðstöddum „sendinefnd- um“ kommúnistaflokka í öðrum löndum) var því enn haldið fram í ræðum og í blöðum, að lífs- standardur verkamanna í Sovét- ríkjunum færi sífellt hækkandi, á sama tíma og fátækt og eymd yk- ist um gjörvöll vestrænu lýðræð- isríkin. .Jafnvel þeir, sem hafa notið þeirra forréttinda, að fá að ferðast um Rússland í nokkrar vikur, undir opinberu eftirliti, líta misjöfnum augum á þetta sjálfshól .Það má kalla, að tími sé til kominn að nota skynsem- ina við að skilgreina hið raun- verulega ástand. Þá kemur í ljós, að tölur þær (oftast hlut- fallstölur án samanburðar) sem Rússar nota að vopni í þessu áróðursstríði, eru neikvæðar en ekki jákvæðar upplýsingar fyrir Rússa, í samanburði við vestræn lönd. Samanburðurinn verður þeim nefnilega stórlega í óhag. Ef frá því væri hreinlega sagt, að Sovéttilraunin hafi hafizt í landi, sem var mjög skammt á veg komið, hafi síðan truflast af styrjöld og einangrun og hafi lagt megináherzlu á að byggja upp nýjan þungaiðnað -— ef sem sagt þessar upplýsingar væru fyrst gefnar og síðan sagt, að það framtak að framleiða eitt par af skóm fyrir hvern landsbúa, væri stórkostlegur sigur í landi, sem áður fyrr lét börn sín ganga ber- fætt, þá væri hægt að klappa Sovétherrunum lof í lófa. En slíkar játningar eru andstæðar þeim kenningum Stalíns, að í Sovétríkjunum sé allt fyrst og mest. Molotoff mundi ekki í dag fá að gera játninguna frá 1939, að notkun neyzluvarnings í Sovét- ríkjunum væri mun minni en í hinum kapítaliska heimi. Samanburðurinn. Slíku verður ekki haldið fram annars staðar en utan járntjalds- ins, og þó skal það viðurkennt, að ekki er auðvelt að komast til botns í málinu. Hagskýrslur Sov- étríkjanna liggja ekki á glám- bekk. Hvernig á að haga saman- burðinum? Hvaða vöruflokka á að taka? Hversu mikið tillit ber að taka til trygginga og félags- legra hlunninda svokallaðra? Hvernig á að reikna með hlutum, sem í Rússlandi eru mjög ódýrir á pappírnum (t ,d. bílar), en eru aðeins fyrir örfáa útvalda? — í stuttu máli sagt: Samanburður á lifi-standardi í tveim löndum er alltaf vandasamt og erfitt verk. En með því að kommúnistar halda áfram uppteknum hætti, að lofa sitt framtak en lasta ann- arra, er þörf á að reyna að gera óhlutdrægan samanburð eigi að síður. í stórum dráttum má kalla, að samband í milli meðallauna og meðalverðlags geti gefið nokkra mynd af ástandinu. Fer því hér á eftir verð á nokkrum vöruteg- undum í Rússlandi, og eru töl- urnar eftir rússneskum heimild- um. tafla I Vöruverð í USSR 1951 Rúblur Hveitibrauð, pr. kg .............. 2.70 Rúgbrauð, pr. kg................... 1.70 Smjör# pr. kg .................... 34.00 Sykur, pr. kg ..-.............. 11.00 Kjöt, pr. kg .................. 13.28 Hveiti, pr. kg .................... 4.80 Kartöflur, pr. kg ................. 0.80 Hvítkál, pr. kg .................. 0.60 Mjólk, pr. ltr.....................24—34 Egg, pr. dús....................... 7.00 Te, pr. kg ..................... 57—120 Karlmannafatnaður, pr. íöt .... 600—1200 Leðurskór, pr. par ............ 220—475 Baðmullarblússa ................. 75.00 Baðmullarlak .................... 75—82 Því miður er nær ógerlegt að vita, hvað eru meðalárslaun í Rússlandi. Samkvæmt rússnesk- um hagskýrslum voru þau 4100 rúblur 1940 og áttu að ná 6000 rúbl. árið 1950 að lokinni 5 ára áætluninni síðustu. En vegna aukinnar leyndar á öllum sviðum voru engar upplýs- ingar um þetta efni birtar 1950 og vekur það vissulega þann grun, að áætlunin hafi að þessu leyti ekki staéist. Hins vegar hafa komi ðfram tölur úr einstökum héruðum, sem benda til enn hærri launa (t. d. 600 rúbl. á mán. í Georgíu 1949). Ósam- stæðar upplýsingar um launa- greiðslur í ýmsum stéttum nægja ekki til að skapa heildarmynd, en þær duga til að sýna, að launa- mismunur er opinbert ráð til þess að hvetja til aukinna af- kasta. Launin eru því breytileg, 325 rúbl. á mán. fyrir hjúkrunar- konur, 425 fyrir barnakennara og upp í fleiri þúsund rúblur íyrir úrvalsmenn í þungaiðnaðinum. Venjulegur verkamiður í málm- iðnaðinum fær um 600 rúbl. og er betur staddur en flestir stéttar- bræður hans. Blekkingar á verðskrá. Af verðlistanum hér að ofan og öðrum skýrslum virðist mega ætla, að iðnlærður verkamaður, kvæntur og með 2 börn á fram- færi, sem fengi 1000 rúbl. á mán- uði, mundi rétt hafa fyrir hús- næði, fæði og eitthvað upp í fatnaðarútgjöld, en sáralítið sem ekkert fyrir tóbak, vodka (enn þýðingarmikill útgjaldaliður) og skemmtunum. En menn verða að gæta þess að blekkingar eru oft faldar í verðskrám. Nefna má sem dæmi, að bílar eru mjög ódýrir á verðskrá, en þeir fást bara alls ekki (framleiðslan 1950 aðeins 63,500 stk.). Húsaleiga er lika mjög lág á verðskrá, en þrengslin (fleiri fjölskyldur í einni íbúð) gera allan samanburð við vestræn ríki hlægilegan. Af þessu öllu má sjá, að gott væri að viðhafa aðra aðferð en saman- burð verðs og launa, til að meta lifsstig hins almenna þegns i USSR og bezta aðferðin er að reikna út meðalneyzluna pr. mann á nauðsynlegum vöruteg- unum. Játa skal þó, að kjaramis- munur sá, sem þegar er nefndur, gerir hugmyndina um jafna hluti nokkuð óraunhæfa og þar að auki mæta manni margir tekn- ískir örðugleikar. Tölur um framleiðsluna í sumum greinum frá 1950 eru ekki fyrir hendi og verður í þess stað að notast við framleiðsluáætlunina fyrir árið, sem ekki er víst að hafi staðizt í reyndinni. Fleiri erfiðleikar eru á þessari braut og verður ekki náð þeirri nákvæmni, sem æski- leg væri. Eigi að síður sanna þessar tölur þegar það, að fram- leiðsla og notkun mjög margra nauðsynja, stendur langt að baki því, sem gerizt með vestrænum þjóðum. í viðleitni sinni að mjókka bilið hafa leiðtogar Sov- étríkjanna jafnan lagt mikla áherzlu á aukningu þungaiðnað- ar. Vefnaðariðnaður alls konar hefur t. d. löngum verið óskabarn stjórnarherranna. Á árinu 1950 stóðst áætlunin um ullarfram- leiðslu, en ekki um baðmullar- framleiðslu, en áætlunin fyrir þetta ár var þó lægri en árin á undan. Þess ber að gæta í sam- anbuiði hér á eftir, að í Rúss- landi er miklu minna um nylon og rayon en á Vesturlöndum og þessi efni lækka töluna um notk- un lýðræðisþjóðanna af ull og baðmull. Samanb. er því hag- stæðari Rússum en sýnir samt að þeir eru óralangt á eftir. TAFLA II Sambærileg notkun 1950 USSR USA Bretl. rrakkl. Baðmull, yards . 23 65 42 Ull, yards2 .... . 1 3 71/2 41/2 Skór, pör . 1 31/3 3 21/2 Smjör, pund ... . 81/2 11 164/5 14 Jurtafeiti, pd. . 13 23 28 í kjötframleiðslu búa Rússar enn við skoi't, sem skapast af niðurskurði Þjóðverja á kvikfén- aði í S.-Rússlandi í stríðinu og eru enn lakar staddir en þeir voru fyrir stríð. Sykurneyzla er aftur á móti meiri en nokkru sinni fyrr, eða um 900 gr. á mán- uði pi'. íbúa. Sápuframleiðsla hefur aukizt og nálgast 3/4 punds á mánuði. Skóframleiðslan nálg- ast á ný fyrirstríðsframleiðsluna, og enda þótt hver Rússi eignist nýja skó þrisvar sinnum sjaldnar en Breti eða Bandaríkjamaður, kaupir hann samt helmingi fleiri en Spánverji eða ítali. Saman- burður við lífs-standard þessara þjóða er hagstæðari fyrir Rússa en samanb. við engilsexnesku þjóðirnar, svo að ekki sé talað um Norðurlandaþjóðir o. fl. smá- þjóðir Norður-Evrópu. landbúnaðarins (Framhald af 2. siðu). farkost en jeppa. Þykir mér ekki ósennilegt að t: d. stórir vörubíl- ar með ýfirbyggingu verði allt of dýrir í rekstri með því móti að fara heim á bæina og gera við vélarnar þar og ferðast þannig bæ frá bæ, en það liggur í hlut- arins eðli, að þánnig framkvæmd ar viðgerðir mcga ekki vera dýr- ari en slík aðgerð væri á ycrk- stæði og jafnframt þurfa þeir, sem stunda þannig vinnu, að geta haft hliðstæða fjárhagsafkömu ög aðrir. Hins vegar væri ekki ólík- legt að stærri hreyfanleg verk- stæði ættu að haga sér þannig, að hafa aðeins einn eða fáa aðset- ursstaði í hverri sveit og kæmu menn þá með bilaðar vélar eða véltahluta þangað til viðgerðar. Mundi þetta áreiðanlega vera til mikilla hagsbóta í þeim héruðum, sem ennþá hafa ekki komið sér upp búvélaverkstæðum. Það er í sjálfu sér ekki neitt nýtt í því að vera með hreyfan- legt verkstæði, því að iðulega fóru þeir, sem lagtækir voru í gamla daga, með tæki sín í tösku eða poka bæja á milli og gerðu við verkfæri og áhöld, en eins og þegar hefur verið bent á,'eru bú- vélar sveitanna orðnar margar og margvíslegar og því þarf endur- skipulagningu á þessari gömlu og góðu aðferð í samræmi við kröf- ur tímans. Ýms farartæki, sem hafa mikið með vélar að gera, hafa sérstaka viðgerðarmenn með sín hreyfan- legu verkstæði, þar til má nefna Vélasjóð, Vegagerð rikisins o. fl. Mjólkursamlag KEA hefur haft sérstakan kunnáttumann til þess áð gera við mjaltavélar undan- farin ár, og hefur þessi ráðstöfun átt miklum vinsældum að fagna, bæði af því, að í þetta starf var valinn ágætur maður og allar viðgerðir eru leystar fljótt og vel af hendi með mjög svo hóflegu gjaldi. Eg læt svo útrætt um þetta mál að sinni, enda þótt margt sé hér ósagt, sem ástæða væri að fram kæmi. Á. J. NYJAR RÆKUR frá bókaútgáfu minni: Landafundir og landakönnun I. e. L. Outhwaite, saga landa- funda og landkönnunar frá upphafi og fram á miðja nítj- ándu öld. — Með mörgum myndum og uppdráttum. Skipið siglix sinn sjó eftir Nor- dahl Grieg. Glæsileg skáld- saga um sjómennsku og sjó- mannalíf. — Ásgeir Blöndal Magnússon þýddi. Undir eilífðarstjörnum I. eítir A. J. Cronin. Þetta er ein snjallasta skáldsaga höfund- arins. Hörpur þar sungu, ný ljóðabók eftir Kára Tryggvason í Víði- keri. Eg elska þig, jörð, ljóð eftir Sig- urstein Magnússon. Júlínætur, ný skáldsaga eftir Ármann Kr. Einarsson. Syngið sólskinsbörn, söngljóð fyrir börn eftir Valdimar Hólm Hallstað. Carol gerist leikkona, saga íyn ir ungar stúlkur. Prinsessan í Pórtúgal, barna- söngljóð eftir Hjört Gíslason. Tik tak, einn dagur úr lífi Dísu. Bókin með færanlegu vísir- unum. Stafa, lita, teikna, nýstárleg litabók fyrir börn. Þrjátíu ár meðal hausaveið- ara. Stórfróðleg og ævintýra- leg bók, rituð af manni, sem dvaldi langdvölum meðal frumstæðra þjóðflokka á Fil- ippseyjum. Æskudraumar rætast. Þriðja bindið í bókaflokknum um Álf á Borg, eftir Eirík Sigurðs- son, yfirkennara. Dísa á Grænalæk. — Bráð- skemmtileg barnasaga eíitr Kára Tryggvason. Pálmi H. Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.