Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 11

Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 5. desember 1951 D A G U U 11 - Fokdreifar (Framhald af 6: síðu). endum og hafa selt þau ómetin, sem er þó eigi leyfilegt samkv. gildandi lögum. Eigi er vitað með vissu, hver á að hafa eftirlit með, hvort ómetin jarðepli séu ekki seld í verzlunum, en líklegt þykir, að það sé Framleiðsluráð landbúnaðarins, en sú stofnun hefur engan umboðs- eða trún- aðarmann hér á Akureyri, svo vitað sé. Þá skal það uppiýst, að verzl- anir KEA hafa einar, hér á Ak- ureyri, haft metinn úrvalsflokk jarðepla til sölu á þessu hausti. Til þessa dags hefur aðeins ein önrrur verzlun keypt jarðepli af umboði Grænmetisverzlunarinn- ar hér á Akureyri og þá ekki úr- valsflokk. Til glöggvunar fyrir kaupend- ur skal það tekið fram, að smá- söluverð á jarðeplum er nú sem hér segir: Úrvalsflokkur kr. 2,40 pr. kg. — I. flokkur kr. 2,10 pr. kg. 16. nóv. 1951. (Verðið síðan hækkað um 10 aura pr. kg.). Atvinuvegur í hættu staddur. Samvinnumaður skrifar: „ÍSLENZKUR IÐNAÐUR er ung atvinnugrein, margt af hon- um aðeins fárra ára gamait. — Meðan miklir peningar voru í umferð, en innflutningur iðnað- arvarnings af skornum skammti, var enginn hörgull á kaupend- um, unnið var að framleiðslunni af fullum krafti ,og því miður var í skjóli þessa ástands ekki alltaf vandað til vörunnar sem skyldi. Nú er öldin önnur. Peninga- flóðið er fjarað út, og af þeirri sök einni hefur ýmiss konar framleiðsla dregizt saman ,en að- alumskiptin eru þó þau, að nú eru. í verzlunum erlendar vörur, sem keppa um markaðinn við þær innlendu. Nú kemur til kasta Teits og Siggu, þ. e. a. s. neytenda og þeirra, sem stjórna sölunni á hinum íslenzka iðnaðarvarningi. Ef íslenzka varan er ekki sam- bærileg um verð og gæði við þá erlendu, þá er ekki hægt að ætl- azt til þess að almenningur kaupi hana, framleiðsla hennar er þá stundaríyrirbrigoi,1 afkvæmi ó- eðlilegra innflutningshátta. Slík- ur iðnaður á ekki rétt á sér. En sé íslenzk iðnaðarvara jafngóð hinni erlendu og ekki dýrari, er það hvort tveggja, að þeir kaupsýslumenn, sem ota hinni erlendu fram, vinna ekkert þjóðþrifastarf, og þeir, sem kaupa heldur útlendu vöruna í búðun- um eru bæði skammsýnir og lélegir dicgnar. Akureyri er einn hinn mesti iðnaðarbær á fslandi, og hér skiptir því miklu, að verksmiðj- ur allar geti framleitt af fullum krafti, svo að ekki komi til at- vinnuleysis. Samvinnumenn eiga jafnar að stærð og gæðum, en þó alls staðar seldar á toppverði, eða kr. 2,40 pr. kg. — En með leyfi að spyrja: Er ekki fyrirskipað mat á öllum sölukartöflum, og er það nema úrvalsflokkur, sem má selja á þessu verði, og þurfa ekki kartöflur, sem teljast til úrvals- flokks, að hafa einhverja lág- márksstærð? Maður veit ekki hvert skal snúa sér með kvartan- ir, sem þessar, en eg bið yður, ritstjóri góður ,að upplýsa málið ef hægt er, svo að maður geti varað sig á þeim körlum, er selja svikna vöru.“ ÚT AF BRÉFI húsmóður hef- ur blaðið fengið eftirfarandi upp- lýsingar hjá umboði Grænmetis- vei'zlunar ríkisins hér á Akur- eyri. Það mun vera rétt, að nokkrar verzlanir hér í bænum hafi haft á boðstólum jarðepli, sem þær hafa keypt beint frá framleið- flestir hinar stærstu og beztu verksmiðjur hér í bænum, og jeir verða öðrum fremur að vera á verði um hag þeirra og fram- gang. Hvaða vit er í því að hafa er- lenda skó til sölu í samvinnu- búðum, þegar söiutregða er hjá „Iðunni“, sem framleiðir ágæta vöru, fullkomlega samkeppnis- hæfa um verð og gæði? Er nokkur mynd á því, að kaupfélögin séu að selja við- skiptamönnum sínum erlendar sápuvörur? Þeirra eigin verk- smiðja, Sjöfn, getur fi-amleitt gnægðir slíkra vara handa þeim, en framleiðsluvörur Sjafnar eru nú með ágætum, bæði hvað snertir gæði og verð. Er ekki hálfhlálegt, að fólk í nágrenni kaupfélaga úti á landi sé að hringja til kunningja sinna hér á Akureyri og biðja þá að út- vega sér ýmsar algengustu fram- leiðsluvörur Gefjunar, því að slíkur varningur sé ekki til þar í sveit! Ef íslenzkur iðnaður á að geta lifað góðu lífi, verður almenn- ingur að sýna þann þegnskap að kaupa framleiðsluvörur hans að öðru jöfnu fremur en erlendar, og kaupfélög og kaupmenn verða að hafa þær á boðstólum og til sýnis. Verður að ætlast til mikils af kaupfélögunum í þessu efni, einkum að þau selji sem mest af framleiðsluvörum sinna eigin samtaka.11 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). blandað saman við. Hveiti, hafra- grjón, kakó og ger blandast sam- an og er hrært saman við eggin. Síðast er brædda smjörlíkinu blandað saman við. Bakað í vel smurðum tertumótum og látið kólna í beim (tveir botnar, eða einn þykkur, sem skera má í tvenn). K r e m i ð: Gerður er glassúr úr einum bolla af flórsykri og appelsínu- eða sírónusafa. 2 matsk. af smjöri eru hrærðar saman við, og þegar kremið er orðið mjúkt er 1 tesk. af fíntrifn- um appelsínuberki blandað sam- an við. Kremið er notað á milli laga og einnig ofan á kökuna. Sjötugur er í dag Óskar Sigur- geirsson vélsm.meistari, Strandg. 11 hér í bæ, einn af kunnustu brautryðjandi í iðnaðarmálum bæjarins, mikill sæmdarmaður í hvívetna. Hjúskapur. 1. des. sl. voru gefin saman að Grímshúsum í Aðaldal ungfrú Sigurbjörg Hallgríms- dóttir, bónda þar, og Helgi Ing- ólfsson frá Húsabakka. Þau munu reisa bú að Húsabakka. Iljónaefni. rlinn 1. des. opin- beruðu, trúlofun sína í Húsavík ungfrú Stefanía Halldórsdóttir Guðm. Hákonarson. Ungfrú Ao- alheiður Gunnarsdóttir og Stefán Þórarinsson. Heimilisiðnaðarfélagið hefur sýningu á munum ,saumuðum á námskeiðum þess í vetur, í vinnu stofu félagsins næstk. sunnudag frá kl. 4—7 e. h. Aðalfundur Skautafélags Ak- ureyrar verður haldinn föstud. 7. desember kl. 9 í íþróttahúsinu. Vcnjuleg aðalfundarstörf. Stjórn- in. JVýkomið: II11 arcrepe-kj platau, dökk - blátt, brúnt og svart. — Blúndur o. fl. G. Funch-Rasmussen Gránufélagsg. 21 B Æ O G BYGGÐ J±uS\ ■ & & A félag A1 1arkirkil Æskulýðs- Akureyr- arkirkju. — Yngsta deild. Fundur næstk. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Akurperlusveitin. — Miðdeiid, fundur sunnudags- kvöldið kl. 8.30. — Úlfasmára- deilldin. — Munið eftir að greiða árgjaldið, 10 krónur. Bazar heldur Kvenfélagið „Hlíf“ sunnudaginn 9. des. kh 5 e. h. að Túngötu 2. Margt eigulegra muna. Kantötukór Akureyrar óskar eftir nýjum meðlimum nú þeg- ar, einkum karlmönnum. Eru þeir, sem hafa hug á að gerast FASTIR meðlimir kórsins beðnir að gefa sig fram við' söngstjórann, Björgvin Guð- mundsson, sem allra fyrst, annað hvort að heimili hans, Hafnarsíræti 83, milli kl. 6 og 7 eða í síma 1143. Hjálpræöisherinn, Strandg. 19B. Sunnud. 9. des. kl. 11 f. h.: Helg- unarsamkoma. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. — Mánud. kl. 4 e. h.: Heimilasambandið. (Seinasti fundur fyrir jól). Kl. 8.30 e. h.: Æskulýðsfélagið. Verið velkomin á samkomurnar. SíuiHluin heyrist íalað um róstur og lögbrot í sambandi við hátíðir, jól og nýár. Hve fjarlæg er slík framkoma ekki boðskap jólanna. En hér er bölvaldur áfengisins að verki. Allir Akureyringar ættu að setja í það metnað sinn, að slíkt komi ekki fyrir í bænum okk ar. Verkaniananfélag Akurcyrar- kaupstaðar hefur ákveðið að hafa skemmtikvöld í Verkalýðshúsínu einu sinni í viku fyrir, meðlimi sína í vetur. Hafa miðvikudags kvöld veriö ákveðin í þessu skyni og verður fyrsta skemmtikvöldið miðvikudaginn 5. des. og hefst kl. 20.30 e. h. og svo framvegis á hverju miðvikudagskvöldi. Ætl- ast er til að þarna verði hægt að spila og tefla og einnjg munu verða þarna blöð og bækur til lestrar. — Aðgangur fyrir félags- menn er ókeypis. — Félagar komið á skemmtikvöld Verka- mannafélagsins. — Undirbún- ingsnefndin. Brúðkaup. 23. nóv. sl. voru gef- in saman í hiónaband Ólafía Sig- urðardóttir frá Hjalteyri og Sí- mon Þ. Símonarson véistjóri, Rvík. Heimili brúðhjónanna er að Þorfinnsgötu 8, Rvík. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- b'erað trúlofun sína ungfrú Finn- björg Stefánsdóttir og Ásgrímur Þoi'steinsson, Akureyri. Munið jólamerki Kvenfélagsins Framtíðin. Ekkert bréf án jóla- merkis! Merkin fást í Pósthúsinu. Verkakvennafélagið Eining heldur fund í Verkalýðshúsinu sunnudaginn 9. des. næstk. kl. 8.30 síðdegis. Rætt verður um húsakaup verkalýðsfélaganna. í Alþýðum. hér birtist nýlcga illkvittnisleg klausa í tilefni af ábendingum þeim, sem Dagur hefur að undanförnu flutt um innflutning iðnaðarvarnings og erfiðleika íslenzks iðnaðar. — Bragi veit betur en hann læt- ur. Skömmu eftir að báta- gjaldeyrislistinn var birtur, var bcnt á það hér í blaðinu, að breyta þyrfti ákvæðum hans með tilliti til íslenzks iðnaðar. Ábendingar Dags um þetta efni cru því ekki nýjar, en því mið- ur hefur þeim ekki verið sinnt af þeím, sem verzlunarmálun- um stjórna. Austfirðingar, Akureyri. Munið kvöldvökuna í ‘ Skjaldborg á föstudagskvöldið kl. 8.30. Hafið með ykkur spil. Barnastúkan „Saídeysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. Upplestur. Samtal. Kvikmynd. — Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1 e. h. Almenn samkoma kl. 5 e. h. á sunnudögum. Allir velkomn- ir. Guðrún Guðnadóttir á Skútu- stöðum í Mývatnssevit andaðist 28. f. m. 92 ára að aldri. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins hefur skemmti- og vinnufund að Lóni 7. des. kl. 8.30 e. h. Kon- ur, fjölsækið og hafið með ykkur kaffi. Fertugur varð sl. laugrdag Kristinn Jónsson, afgreiðslumað- ur Flugfélags íslands hér í bæ. Kristinn er Vestfirðingur að ætt, til náms í menntaskólanum, en kom ungur hingað til Akureyrar hvarf til starfa hér í bæ að gagn- fræðaprófi loknu. Hann tók við afgreiðslu Flugfélags Akureyrar skömmu eftir að það var stofnað og síðan sömu störf fyrir ai'ftaka þess, Flugfélags íslands. Hefur hann gengt því starfi síðan og notið óvenjumikilla vinsælda, bæði af hálfu viðskiptamanna og samstarfsmanna, enda hefur Kristinn gegnt þessum störfum með miklum ágætum. Kristinn hefur um nokkur ár einnig verið heilbrigðisfulltrúi bæjarins. — Margt manna heimsótti Kristinn á laugardaginn, þ. á. m. margir samstarfsmenn úr Reykjavík, er komu flugleiðis hingað í tilefni afmælisins. Hjónaband. 1. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf Sigtryggsdóttir og Jóhann Guð- mundsson, málari. Séra Friðrik J. Rafna vígslubisup gaf brúðhjón- in saman. Síðastliðið ár seldi Áfengis- verzlunin á Akureyri áfengi fyrir rúmlega 614 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að nýja sjúkrahúsið hér kosti um 9 milljónir. — Á hálfu öðru ári er hér selt áfengi fyrir verði nýja sjúkrahússins. Er þetta skynsamlegt? Hjónaband. Laugardaginn 1. desember voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundarþingum ungfrú Sigríður Garðarsdóttir, Uppsölum, og Jónas Þór Jóhannesson ,starfsm. Gefjun, Akureyri. Gjöf til Sólheimadrengsins. Kr. 100.00 frá verkakonu, Akureyri. Móttekið á afgr. Dags. ÚR □ RÚN — 59511257 — Frl.: I. O. O. F. 133127814 Akureyrarkirkja. Guðsþjón- usta kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. Knattspyrnufélag Akurevrar. Kvöldvöku heldur félagið að Hótel KEA fimgitudaginn 6. des. kl. 8.30 e. h. — Til skemmtunar verður: Félagswhist, upplestur (draugasaga, Jón Norðfjörð ílytur). Dansað til kl. 12 e. h. — Aðgangur 5.00 kr. — Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Stjórn K. A. Leikfélag Akureyrar. Fastir frumsýningargestir verða að hafa sótt aðgöngumiða að „Grænu lyftunni" í bókaverzl. Eddu fyrir kl. 6 e. h. í dag. Aðgöngumiðasölu að öðru leyti hagað eins og venja er. Gjöf til Sólheimadrengsins. Kr. 100.00 frá X. Móttekið á áfgr. Dags. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Inntaka nýrra félaga. Upplestrar. Kvik- mynd. Félagar! Mætið og .færið stúkunni marga nýja félaga í af- mælisgjöf. Leiðrétting. í grein í síðasta blaði um Sigurgeir Jónsson söng- -kenanra 85 ára stóð, að hann muni hafa kennt 650 Akureyring um að jeika á hljóðfæri, en átti vera 650 nemendum. Til Elliheimilisins, Skjaldarvík. Áheit frá Aðalheiði Jónsdóttur, Barká kr. 500.00. — Gjöf frá ónefndum kr. 500.00. — Áheit frá ónefndum kr. 100.00 og frá hörg- dælskri konu kr. 100.00. Hiartans þakkir. Stefán Jónsson. Fíladelfía. Samkomur í Lund- argötu 12 sunnudaga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. Oll börn velkomin. — Sauma- fundir fyrir ungar stúlkur hvern miðvikudag kl. 5.30 e. h. Höfnin. 21. nóv. kom Jörundur frá Englandi. — 22. nóv. kom Þyi'ill með olíu. — 25. nóv. kom Jökulfell. sama dag kom Selfoss. — 26. nóv. kom Svalbakur frá Englandi. Sama dag kom Skjald- breið. sama dag kom Havbraut með tunnuefni. — 27. nóv. kom Harðbakur frá Englandi. — 29. nóv. kom Hekla að vestan í hringferð. Sama dag kom Bláfell með koks. — 3. des. kom Kald- bakur frá Englandi. Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. — Þriðjud. kl. 5 e. h.: Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur. — Fimmtud. kl. 8 e. h.: Fundur fyrir ungar stúlkur. — Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglunum. K. F. U. M., Akureyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) kl. 2 e. h. Áheit á Strandarkirkju. Kl. 65 frá B. S. Mótt. á afgr. Dags. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstk. mánu- dagskvöld kl. 8.30. Nýir félagar alltaf velkomnir og félagsmenn minntir á að sækja vel þennan síðasta fund fyrir jól. •— Y'ms skernmtiatriði verða að loknum fundi og aðgöngumjðar afhentir að næstu frísýningu bíósins. Brúðkaup. — Fyrsta desember voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristrún Anna Finnsdótt- ir og Gunnar Sigmar Sigurjóns- son húsasmiður. Heimili þeirra er að Holtagötu 12, Akureyri. — Ennfremur voru þá gefin saman ungfi'ú Halla Guðmundsdóttir og Oli Þór Baldvinsson húsasmiður. Ileimili þeirra er fyrst um sinn að Eyrarvegi 5A, Akureyri . í desembermánuði munu vera mest áfengiskaup liér á Akureyri. Frá sunium heimil- um í bænum, sem lítið hafa til- fæðis og fata fer drjúgur skildingur í vínbúðarholuna. — Væri nú ekki hægt að minnka vínkaupin í þessum mánuði, svo ao flciri krónur yrðu til jólagjafa handa börmmum og ánægjuauka á heimilinu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.