Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 10

Dagur - 05.12.1951, Blaðsíða 10
10 D A G U K Miðvikudaginn 5. desember 1951 Slyi savarmr Starfsemi Slysavarnasveitar karla á Akureyri hefur ekki haft mikið um sig að undanförnu, né haft hávært kynningarstarf í frammi. En eins og öllum hugs- andi mönnum er ljóst, er starf- semi slíkrar deildar hér í bæ engu síður nauðsyn en hvarvetna annars staðar, nema síður sé, því að starf slysavarnarsveitarinnar ó ekki aðeins að ná til slysavarna á sjó, heldur lílca á landi. Það er Ijósara en frá þurfi að segja, að þörf er á slysavörnum í þessum vaxandi iðnaðarbæ, til þess að fyrirbyggja, að svo miklu leyti sem það stendur í mannlegu valdi, slys. Einnig hefur reynzl- an sýnt, að þöi'f er á landbjörg- unarsveit, sem hægt er að leita til með litlum fyrirvara. Hún er engin hér, þótt alltaf séu þeir menn til, sem bregðast fljótt við kallinu. Og því síður að hér i bæ séu til næg og fullkomin tæki og útbúnaður fyrir slíka sveit. En fáir staðir hér norðanlands eru tilvaldari en Akureyri að efla slíka sveit og útbúa sem bezt í öllu tilliti. Það er því áskorun Slysavarna- sveitar karla á Akureyri, að allir karlmenn í Akureyrarbæ skrifi nöfn sín á meðlimaskrá deildar- innar, sem liggur frammi hjá: Viðgerðarstofu útvarpsins, Ak- ureyri, Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f., skrifstofu Guðmundar Jörundssonar, Verzl. Hrísey, Bókabúð Rikku, Bókabúð Axels, Hafnarvarðarskrifstofunni, og efli á þann hátt þetta stórmerka nauðsynjamál þessa bæjar og þjóðarheildarinnar. Afmklisskeyti til JÓNS MELSTAÐ á Halígilsstöðum, sjötugs. Heill þér sjötugum heiðursmanni, hamingja fylgi þínúm ranni hér eftir, sem hingað til. í glímu þótt bjóði gamla Elli, með glaðlyndi hana legðu að velli, þín eru fögur þáttaskil. Lifðu ófram í gæfu og gengi, heimilisvei-mdur helgum yl. Njóttu ástríkrar eiginkonu, indællra dætra, prúðra sonu, alls þess hefur þú unnið til. Soffía Gunnlaugsdóttir. — Bernskuheimili Nonna (Framhald af 1. síðuj. öllum, sem væntanlega á eftir að njóta þess, ef þarna skyldi í fram- tíðinni komast upp Nonna-safn, eins og klúbburinn hefur hug á að verði. Húsið sjálft er hinn mesti forngripur. Litla húsið inni í Fjörunni er eitthvað komið á annað árhundr- aðið og er í alla staði hið fornfá- legasta. Þar hefur litlu sem engu verið breytt og gamlir viðir og tréskurðir, skarsúðir og diska- rekk segja sögu löngu liðins tíma. Að sögn þeirra, er í Fjör- unni búa, hefur margur erlendur ferðamaðurinn komið þangað til þess að skoða, og oft mynda, litla húsið, og augsýnilega þótt við- burður, að geta með eigin augum séð húsið, sem Nonni ólzt upp í. En sem kunnugt er, hafa bækur Nonna verið þýddar á fjöþda tungumála og hann þekktur víða um heim. Klúbburinn hefur þeg ar látið pappaleggja þak hússins og steypa upp reykháfinn, en hvort tveggja var nauðs.vnlegt til varnar leka, áður en vetrarveður ganga í garð fyrir alvöru. Annað sér félagið' sér ekki fært að gera að sinni, en næsta vor eru fyrir- hugaðar fleiri viðgerðir og hreingerningar á húsinu, en engu verður þar breytt, svo að húsið megi halda sér sem líkast-því og áður var. Ef tiltækilegt reynist að gang svo vel frá húsinu, að ekki verði talið að um neina sér- staka brunahættu geti orðið að ræða, ef unnt réynist að hita það og hafa þar húsvörð einhverja tíma dagsins vissan hluta árs, er ætlUnin að safna þangað hús- munúm frá þesSum tíma ásamt minjum um Nonna, bókum hans og sem flestum þýðfngum á þeim, myndum o. fl. ,eftir því sem tök éru á. Leitað til bæjarbúa um stuðning. Eins og fyrr getur er Zonta- klúbburinn hér ungt félag og óvenju fámennt og á þar af leið- andi enga peninga, en viðg'erðir og viðhald á gömlu húsi hlýtur alltaf að kosta nokkurt fé. Því hefur stjórn Nonna- sjóðs ákveð- ið'áð leita til bæjarbúa um stuðn- ing við þetta mál. Félagið telur iað menningarmál fyrir þen'nan bæ, ef þetta nær fram að ganga og því heitir það á alla góða Ak- ureyringa og þá, sem vilja velgengni bæjarins á hvaða sviði sem er, að veita þessu máli stuðning sinn með því leggja eitthvað af mörkum til þess að berhskuheimili Nonna megi geymast. Á næstunni munu verða á ferðinni listar, þar sem beðið er um aðstoð, og mun hve lítilli fjárhæð'sem ef, verða tekið með jökkum. Einnig mun stjórn Nonna-sjóðs taka á-móti gjöfum, en í'henni eru: Anna S. Snorra- dóttir, Bjargey Pétursdóttir og María Þorvarðardóttir. Þá hefur félagið hug á því að koma á áheitum á Nonna-húsið og væntir þess, að bernskuheimili hins vinsæla barnabókahöfundár og merka kennimanns verði gott til áheita, engu síður en Strand- arkirkja og ýmis önnur guðshús og góðir staðir." Froslvökvi: PRESTON CEREX Bifreiðast. Stefnir s.f. Stúlka óskast til heimilisstarfa frá miðjum desember eða ára- mótum. Afgr. vísar á. Hudson-bifreiðin A 800 er til sölu. Sigtýr Sigurðsson, Dalvík. — Sími 50. sel ég nokkur kg. af malti og humlum þessa vikuna. A. SCHIÖTH. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Eyrir árið 1951 eru allar kornn- ar. Áskrifendur vinsamlegast tátji þeirra, áður en jólaösin kemst í algleyming. Bókaverzl. Edda h.f. FRIMERKI Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum keypt- ar hærra verði en áður hefur þekkzt. 50 prósent greidd yfir verð annarra. WILLIAM F..PÁLSSON, Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. ÞEGAR ELÍSABET krón- prinsessa og Philip Edinborg- arhertogi, maður hennar, voru í Bandaríkjunum í sl. mánuði, reyndi amerísk sígarettuverk- smiðja að fá hertogann til að segja álit sitt á gæðum síga- rettu-tegundar og látið var skína í það, áð mjög stór doll- ara-upphæð væri í boði fyrir uvnmæli, scm hafa mætti cft- ir! En Filippus var vandanum vaxinn. Hann lét skila því til framleiðcndanna, að hann hefði lagt allar reykingar á hilluna þegar han ngifti sig, r Utvarpstæki, fyrir jáfnstraum,' til sölu. Afgr. vísar á. Aburðardreifari 1 Af sérstökum ástæðum getum við selt einn nýjan áburðardreifara fyrir útlendan áburð. Talið við okkur sem fyrst. VerzL Eyjafjörður hi. Gömul fólksbifreið óskast til kaups nú þegar, lielzt módel 32—36. — Til- boð leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir föstudagskvöld, merkt: „Bíll“. Stúlka eða eldri kona óskast strax á sveitaheimili, 2 til 3 mánuði eða lengur. Upplýsingar gefur Tryggvi Slefánsson, skósmiður, Ægisgötu 13, Akureyri. Stofa til leigu frá 1. jan., á bezta stað Reglusamur karlmaður æskilegur. íH*tttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttt*ttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttíHÁ Þefta eru jólabækurnar Öldin okkar. Síðari hluti þessa einstæða ritverks fjallar um viðbui-ði ár- anna 1931—’51. Hann er nákvæmlega eins úr garði gerður og fyrri hlutinn, en lítið eitt stærri. Þessi nýstárlega samtíðarsaga ætti að vera til á hverju íslenzku heimili. Aldarfar og örnefni. Sögulegur fróðleikur og örnefnasafn úr Onundarfirði. Merk bók og fróðleg. Upplag aðeins 400 eintök. Yngvildur fögurkinn. Söguleg skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson. Efnið er sótt í Svarfdælu. Brúðkaupsferð til Paradísar. Mjög skemmtileg og geðþekk bók eftir Thor Heyerdalil, höf. bókarinnar Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. — í þessari nýju bók segir frá brúðkaupsferð þeirra hjóna til Suðurhafseyja og ársdvöl þeirra þar. Þau höguðu lífi sínu að hætti innborinna manna og rötuðu í mörg ævintýri. Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. Orfáum eintökum af þessari eftirsóttu bók verður skipt milli bóksala um líkt leyti og hin nýja bók Heyerdahls kemur úr. Þetta er óvenjuleg bók um óvenjulegt afrek, sem vakið hefur alheimsathygli. Þegar hjartað ræður. Ný, heillandi skáldsaga eftir Slaughter, höf. bókarinnar Líf í læknis hendi. Frúin á Gammsstöðum. Hádramatisk, áhrifarík og spennandi skáldsaga eftir John Knittel, víðkunnan svissneskan rithöfund. Hertogynjan. Spennandi skáldsaga um ástir og baktjaldamakk eftir Rosa- mond Marshall, höfund „Kittýjar". Brúðarleit. Viðburðarík, spennandi og ævintýrarík skáldsaga, líkt og Sigurvegarinn frá Kastilíu og Bragðarefur. Sæluvika. Smásögur eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem hlutskarpastur varð í verðlaunasamkeppni Samvinnunnar sl. vor. Kennslubók í skák. Mjög góður leiðarvísir um skák eftir Emanuel Lasker fyrrv. heimsmeistara í skák og kunnan rithöfund um þessi fræði. Ung og saklaus. Skemmtileg og spennandi ástarsaga, ein af Gulu skáldsög- unum. HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM: Anna í Grænuhlíð: - Ný útgáfa á þessari afar vinsælu telpnasögu, líklega vinsæl- asta bók sinnar tegundar, sem þýdd hefur verið á íslenzku. Lífið kallar. Mjög góð saga handa telpum og unglingsstúlkum, prýdd myndum. Ævintýrahöllin. Ákaflega spennandi og skemmtileg saga handa börnum - drengjum jafnt sem telpum. — Segir frá sömu söguhetjum og í Ævintýraeyjunni, sem kom út fyrir síðustu jól. Reyk j aví kurbörn. Endurminningar úr Austurbæjarskólanum í Reykjavík eftir Gunnar M. Magnúss. Hér er sagt frá börnunum sjálfum og þeim heimi, sem þau skilja bezt. Músin Peres. Falleg bók með mörgum litmyndum handa litlu börnunum. Músaferðin. Ný útgáfa á þessari fallegu og skemmtilegu bók, sem litlu börnunum virðist þykja vænst um allra bóka. Goggur glænefur. Skemmtileg saga með fjölda mynda um uppáhaldsvin litlu barnanna. Sagan af honum Sólstaf. Falleg saga, prýdd fjölda fagurra litmynda, ein fegursta barnabók, sem hér hefur verið prentuð. Ofantaldar bækur eru ýmist komnar til bóksala um allt land eða á leið til þeirra. Einnig má panta bækurnar beint frá útgef. Afgr. vísar á. Draupnisútgáfan - Iðunnarútgáfan Pósthólf 561 — Reykjavík — Sími 2923 (tttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.