Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 15. desember 1951 AÐ NORÐAN Ríkið bærinn, spítalinn og fólkið. Hér í bláðinu birtist í sl. viku áskorun til félagasamtaka og ein- "Staklinga í bæ og héraði, að styðja sjúkrahússbygginguna nýju með fjárframlögum. Ymis félög bafa þegar gefið gott for- dæmi og ánafnað spítalanum ágóða af skemmtisamkomum. — Verður væntanlega áframhald á því. En vonlegt væri að ókunnug- ir spurðu: Er nýji spítalinn ykk- ar enn í smíðum? Var ekki byi'j- að á hóiium fyrir mörgum árum? Báðum þessum spurningum ber að svara játandi. Því miður er ekki séð fyrir lok þess máls enn og ástæðan er aðallega ónóg fé til framkvæmdanna á liðnum ár- um og er svo enn. Hér í landi eru mörg hálfgerð mannvirki. Hér í bænum má nefna, auk spítalans, hejmavistarhúsið, innisundlaug- ina, íþróttasvæðið og eitthvað fleira. Hálfgerðu mannvirkin eru oftast byggð af bæ og ríki í fé- lagi. Þau fylgja því í bygginga- hraða árlegum fjárveitingum fjárlaga og fjárhagsáætlunar. Ef bæjarsjóður og ríkissjóður eru í fjárþröng, lengist byggingartím- inn mjög umfram það, sem ráð- gert var þegar í mannvirkin var ráðizt. Þótt augljóst sé, að afnot ip.annvirkisins sé. hin mesta riauðsyn og milljónirnar, sexn bú- ið er að festa, skili engum arði til þjóðarinnar fyrr en afnotin eru orðin raunveruleiki, er ekk- ert verulegt átak gert til þess að ljúka einhverju af því, sem byrjað er á. Fjárveitingum er skipt í þúsund staði og verður þá lítið í hlut. Oll mannvirkin þok- ast ofurlítið nær markinu, en Gaman íðnaður og nýr. stöðvast svo og bíða næstu fjár veitingar. Það þarf engan fjár málaspeking til að sjá, að þetta er ekki hagkvæmt fyrir þjóð- félagið. Stórfé stendur vaxtalaust fyrir þjóðina í ónotuðum stein- veggjum. Á sama tíma skortir sárlega sjúkrarúm i landinu. Og allir eru í orði kveðnu samþykkir því, að úr þurfi að bæta. En það er sitt hvað, orð og athafnir. Nú er byrjað að grafa fyrir bæjarspítala í Reykjávík og víst mun sú stofnun mikih nauðsyn. Ríkið ætlar að leggja jafnháa upphæð til byggingar þvottahúss fyrir ríkisspítalana í höfuðstaðn- um, í ár, og er fjárveiting þess til hins hálfgerða fjórðungsspítala hér. Víst geta þvottahús verið nauðsynleg, en er ekki nauðsyn- legra samt að hafa til reiðu sjúkrarúm og góða aðstöðu fyrir lækna og hjúkrunarfólk? Al- menningur hér hefur oftsinnis sýnt áhuga sinn fyrir spítalamál- inu með fjárframlögum og á ann- an hátt. En stuðningur ríkisins er seinfær. Því verður ekki haldið fram méð nokkrum sannmælUm, að ríkið geti ekki stutt spítála- byggingámálið betur en raun ber viíni, eða að bær og ríki geti ekkí í sameiningu gengið þannig frá þessu máli, að spítal- iim komizt í full afnot eins fljótt óg hægt er. Það er ekki getuleysi, sem veldur, heldur skilningsleysi og sú óhagsýni, að hafa alltof mörg járn í eldinum í einu. Hver starfrækir spítalann? Það er löngu orðið tímabært að ræða um rekstur nýja spítal- ans. Um þau mál eru ekki nein ákvæði í lögunum um byggingu fjórðungssjúkrahúsa. Það er aug- ljóst, að Akureyrarbær starfræk- ir ekki hinn nýja, stóra spítala fyrir sinn reikning með sama hætti og gamla spítalann. Slíkt væri bænum blátt áfram ofviða. Ríkissjóður rekur Landspítalann með milljóna halla á ári. Dag- gjöldin þar gefa tóninn annars staðar. Bæirnir úti á landi verðá að leggja verulegt fé til spítala- reksturs. Með umfangsmeiri relcstri, eiris og þeim, sem hér er fyrirhugaður, og óbreyttri stefnu ríkisvaldsins, er fráleitt að þetta bæjarfélag hafi fjárhagslegt bol- magn til að standa undir slíku stórfyrirtækl. Eðlilegast virðizt, að fjórðungs- sjúkrahúsið hér yrði rekið annað tveggja af ríkinu eða stofnunum þess, eða í félagsskap af þessUm aðilum og bænum. Ymsum virð- izt, að- Trýggihgastofnun ríkis ins ætti að láta sjúkrahúsmálin preira . til sjn :taka_£ og væri það verðugra viðfangsefni en lána- starfsemi til bæjarútgerða o. s frv. En hvað seni ofan á ýrði um þetta efni, er eitt augljóst: Spurningunni um starfrækslu nýja spítalans þarf áð svara og það -Sem-fyrst'. Samdráttur í iðnaðinum hér er eitt hið alvarlegasta mál, sem nú blasir við bæjarmönnum. Hér vinna hlutfallslega mjög margir við iðnað og erfiðleikar þessarar atvinnugreinar verða því tilfinn- anlegri hér en víðast annars stað- ar. En á meðan hinn rótgróni iðnaður berst í bökkum, er rætt um að stofna til nýjunga í iðnaði hér og er það út af fyrir sig heilsusamlegt. Hér starfar nú nefnd á vegum bæjarstjórnar að því að athuga um möguleika á byggingu hraðfrystihúss í sam bandi við togaraútgerðina. Sjálf- sagt er að rannsáka það mál til hlýtar, en erfiðara sýnist um vik hér en í bæjunum sunnanlands sem auk togaranna hafa stóran vélbátaflota til að skipta við slík fyrirtæki. Ymsum virðizt álitleg- ast að athuga þetta mál í sam- bandi Við aðátöðuna í Krossanesi með það fyrir augum að slíkt fyr irtæki yrði staðsett þar. Má benda a margt því til stuðnings En þá er að minnazt þess, að Krossanes er utan landamerkja bæjarins og aðstaða fyrir bæinn því nokkuð önnur en t. d. á Gler áreyrum. Er þá sameining bæjar og Glerárþorps komin á dagskrá aftur, en það mál er önnur saga og athugunarefni út af fyrir sig sem hér hlýtur áð komast á bæj- armáladagskráná fyrir alvöru innan tíðar. STUTTU MALI BRITISH COUNCIL hefur uppgötvað, að ekki er háegt að þýða hinar glæsilegu ræður Churchills á Basic English, en það er íungumál, skapað úr ensku, aðeins miklu ein- faldara að gerð. Hafa sumir viljað gera það að alþjóða- máli. Þegar þýðendurnir komu að hinum frægu orðum „blood, sweat and tears“ í einni stríðsræðunni varð þýð- ingin þannig: „blood, body- water and eyewash“ .Þeir gáf- ust upp. BREZKA ÞINGKONAN, Bessie Braddock, kærði ný- lega þingmann nokkurn fyrir forseta deildarinnar, sagði háttvirttan þingmann hafa klipið sig! Frú Braddock er lýst í brezkum blöðum sem „generous-sized“ eða lauslega útlagt, að hún sé allvel á sig kompi. Enda lýsti hún því yfir, að ef þetta atvik hefði komið fyrir utan dyr mál- stofunnar „mundi háttvirtur meðlimur ekki hafa verið uppistandandi eftir tvær sek- úndur“. Frú Braddock hafði áður í ræðu Iýst hnefaleik. — „Ágæt íþrótt og hin sanna list sjálfsvarnar. Eg er rneðmælt hnefaleik!'1 Á „FESTÍVAL OF BRITAN" sýningunni í London sl. sum- ar, var einn sýriingargripurinn herbergið í Bakerstreet 22, þar sem Sherlock Holmes átti heima í skáldsögum A. Conan Doyles. Var allt útbúið eins og vistarverunni er lýst í sögun- um. Herbergi þetta hefur nú verið sent til Bandaríkjanna sem ferðasýning og á að afla dollara fyrir Breta! Amerísls blöð herma, að menn bíði með éþreyju þar að kynnast nánar Sherlock og dr. Watson! FIMMTUGUR eiginmaður á ítalíu hefur verið dæmdur gcðbilaður af rétti í Tortona fyrir að liafa látið gera sterk- legár buxur fyrir konu sina. Var þeim lokað nieð hengilás og hafði karl lykilinn með sér, hvaí- seni hann fór! Dagskrármál landbúnaðarins: Hagnýting á kælivatni og brennslu- lofti mótorrafstöðva til upphitunar Dunlop- strigaskórnir, með þykku sóítiriurh, eru komniir aftur. I.Æ.KKAÐ VERÐ. Skóverzl. M. H. Lyngdal Skipagötu 1, Akureyri. FRIMERKI Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum keypt ar hærra verði en áður hefur þekkzt. 50 prósent greidd yfir verð annarra. WII.LIAM F. PÁLSSÖN, Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. Eins og kunnugt er, þurfa allir mótorar, sem brenna benzíni, steinolíu eða hráolíu, einhverja kælingu, til að fyrirbyggja ofhit- un vélarinnar, og er algengasta aðferðin að nota vatn, sem dælt er um kælikerfi vélarinnar. Til þess að fyrirbyggja ofhitun á vatninu og of öra uppgufun á því, er notaður svokallaður kæli- vatnskassi, gerður úr mjög þunn- um kopar- eða eyrrörum og dregið í gegnum hann loft með viftu, sem knúin er af mótornum. Þótt benzín- og hráolíumótorar séu eitt af furðuverkum nútím- ans, þá eru á þeim ýmsir gállar. Þeir hagnýta sem sagt mjög illa orku þá, sem brennsluefnið — benzínið eða olían — hafa í sér. Jafnvel beztu tegundir af mótor- um, t. d. dieselvélar, skila ekki nema um 30—35% af orkugildi eldsneytisins, sem virku afli. í góðum dieselvélum er talið að hitagildi brennsluolíunnar skipt- ist þannig: Um 28% kemur að nótum sem afl. Um 5% fer til að yfirvinna núningsmótstöðu. Um 31% fer með brunaloftinu. Um 36% fer með kælivatninu. í benzínvélum er nýtingin mun minni. Um 20—25% breytist í afl. Um 30% fer með brunaloftinu. Um 5%, fer til að yfirvinna mótstöðu. Um 40% fer með kælivatni. Þessar tölur sýna, að um 70% af orkugildi brennsluolíunnar fer annað hvort burt með kælivatni eða brennslulofti. Hitagildi benzíns og hráolíu er um 10000 (H. E.) hitaeiningar pr. kg. Hitagildi kola er 7—8000 H. E. Á þessúm tölum má sjá, að þegar t. d. dieselmótbr brennir 1 kg. af hráolíu, þá tapazt hvbrki meira né minna en um 7000 H. E., eða sem svarar hitagildis eins kílós af kolum. Getur því hver og emn setzt niður og reiknað hjá sér hversu rriikil hitaorka tapazt. Má segja, að reikningsdæmi þetta sé einfalt, því að ekki þarf annað en að margfalda saman lítra- fjöldann, sem mótorinn eyðir og hitagildið, sem tapazt. Eyði mótor 3 1. af brennsluolíu á 1 klst. tap- azt um 3 kg ,af kolum að hita- gildi. Svo má vitanlega halda dæm- ínu áfram og reikna út í krónum í dag, mánuði eða ári. I janúarblaði búnaðarblaðsins „Freyr" greinir Sigurjón Krist- jánsson bóndi að Brautarhóli í Svarfaðardal frá rekstj-arkostn- aði við dieselrafstoð, en Siguf- jón kom upp hjá sér þannig raf- stöð á miðju ári 1949. Er þetta Lister-dieselrafstöð 6,5 kilovött. Kostaði hún frá 16—17 þúsund kr. Mun þessi gerð dieselraf- stöðva hafa reynzt éinna bezt af þeim, sem keypar hafa verið hingað til lands. Til frekari glöggvunar á þeim útreikningum. sem þegar er getið, ætla eg að reikna út, hvað tapazt af orku með kælivatni og brennslulofti þessarar rafstöðvar. Þess skal þó getið, eins og fram kemur í um- ræddri grein Sigurjóns, að hann hagnýtir sér alla þá hitaorku, DANIR eiga í samningurii við Rússá um vöruskipta- verzlun. Er ætlunin að Dariir fái korn og olíukökur í skipt- um fyrir smjör og kjöt. Upp- hæðin er áætluð 46 iriillj. d. króna. sem fer með kælivatni til að hita upp íbúðarhús sitt. Alls var eytt á árinu 3545 1. af hráolíu, þar af fóru aðeins um 1000 1. af olíunni til að framleiða rafmagnið til heimilisnota. 70% af olíunni, eða^ 2481 1. fóru burt með kælivat.ni og brennslulofti. En þetta samsvarar um 3,5 tonn- um af kolum. Ætla má því að Sigurjón háfi sparað sér um 1400 lítra af hráolíu á einu ári með því að nota kælivatnið til upphitunar á íbúðarhúsi sínu, eða um 2 tonn af kolum. Má af þessu vera ljóst, að hér er fjárhagsatriði á ferðinni, sem ekki verður korriizt hjá að gefa gaum. Hefði nú .Sigurjón einnig' béizlað brerinslúloftið til upphit- unar, hefði rékstur hans á diesel- stöðinni verið enn hágstséðari. Eg heimsótti Sigúrjón fyrir nokkru síðan og sagði hann mér m. a. að reynsla sín á þessari upphitunar- aðfeí-ð væri mjög góð og að segja mætti að þannig upphitun væri ókeypis, þvi að kostnaðurinn við að koma kælivatni Lister-vélar- innar í samband við miðstöðina, hefði verið hverfandi lítill. Þá sagði Sigurjón að hann mundi við fyrstu hentugleika beizla brennsluloftið og nota það einnig til upphitunar. Það er enginn vafi á því, að kostnaður við að hagnýta kæli- vatn og brennsluloft;. éi''Kverf- andi lítill eins og Sigurjón bendir á, samanborið við það hagræðí og sparnað, sem af þessari róðstöfun léiðir. Pípulagningamenn geta tengt kælikerfið við miðstöðina, eri jái'nsmiði þarf til að búa út reykofn til upphítunar á vatni miðstöðvarinnar. —o— 1 erindi, serrí raforkumálastjóri Jakob Gislason flutti á búnaðar- þingi í fyrravetur og síðar birtist í „Frey“, telur hann, að í órslok 1950 séu um 151 sveitaheimili, sem nú þegar hafi mótor-heimil- isstöðvar. Ennfremur telur hann að um 1700 býli í sveitum lands- ins (af um 5500) þurfi að koma sér upp mótor-rafstöðvum, því að þau muni hvorki geta komið sér upp heimilis-vatnsstöðvum né komizt í samband við stærri oi'kuveitur með viðráðanlegum kostnaði. Af þessu er ljóst, að mikill fjöldi sveitabýla verður að koma sér upp mótor-rafstöðvum af augljósum ástæðum og Jakob tilgreindi í erindi sínu. Ekki veit eg hvað t. d. Lister- dieselrafstöðvar kosta nú, en eg vil ætla að svipuð stærð og Sig- urjóns á Bi'autarhóli, muni kosta uppsettar 25—30 þús. kr. fyrir ut- an raflagnir ög raftæki í húsum. Eins og þegar hefúr verið bent á, þá virðist mér að hagnýting á kælivatni og brennslulofti til upphitunar sé stórkostlegt atriði í sambandi við rekstur slíki'ar rafstöðvar og géri tilveru þeirra býlá, sem verr eru sett, hvað snertir rafmagn frá vatnsorku- verum, miklu ljósari og geti beinlínis orðið til þess að þau fái jafnvel ódýrara rafmagn til heimilisnota, en þau býli, sem kaúpá hvert kilowatt föstu verði hjá raforkuverunum. — Þá yirðist mér einnig, að þótt stofnkostnaður mótorrafstöðva sé mikill, megi ekki einblína á hann eingöngu í sambandi við raf- magnið, því að um leið er verið að leggja í stofnkostnað í sam- bandi við upphitun, sem í mörg- um tilfellum verður til þess að spara mjög mikið upphitun íbúð- arhúsa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.