Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 5
Laugardaginn 15. deseniber 1951 D A G U R 5 Mannkynið þarl aftur aS leggja eyra viS rausf spámannanna Séra Benjamín Kristjánsson ræðir kenningar hinnar nýju bókar Lecomte du Noiiy: STEFNUMARK MANNKYNS i. Vísindamenn þykjast nú geta á- kveðið aldur jarðar vorrar með nokkurri vissu. Telja þeir, að hún sé um 2000 milljón ára gömul. Um hér um bil helming jressa tímabils er ætlað, að eigi hafi fundizt nokk- ur örmull af lífi á jörðunni, enda hefur hún þá vcrið harla óbyggileg. Þá taka að myndast einfrumungar ósýnilegir berum augum, og voru þeir lengi vel einu lifandi íbúar jarðar. Þá korna orrnar, krabbadýr, sjávarplöntur og hinir fyrstu fiskar. Eru um 300 milljónir ára síðan þau koijju til sögunnar. Hefst nú blóma- skeið skriðdýranna, sem varir um 150 milljónir ára. Þau aukast og margfaldast og kemur fram hvert skrímslið öðru ferlegra og ægilegra. Talið er, að sum þcirra hali vegið um 80 smálestir. Krókódílarnir eru tiltölulcga atkvæðalitlar lcifar af þessum fornu herrum jarðarinnar. Á fullmektardögum skriðdýranna er að vísu talið að fram hafi komið eittlivert slangur af forfcðrum spen- dýranna ,en þau voru hvarvetna i skugganum og höfðu livergi í fullu tré við þessar klunnalegu ófrcskjur. Þó er talið, að.þau muni mjög hafa eytt skriðdýrunum með því að eta egg þcirra, og að sumu leyti voru þau bctur búin til að mæta breytt- um lífsskilyrðum. Tók nú veðurl'ar að breytast og staðhættir á jörðinni skriðdýrunum í óhag og varð þetta til þess, að þau líða næstum undir lok, en spendýrin erfa ríkið. Þó líða enn um 50 milljónir ára, þang- að til nokkur nierki sjást um það í jarðlögum, að maðurinn konii fram. Er það fyrst íyrir hér um bil einni milljón ára eða svo, sem nokkur vegsummerki sjást um mannlega til- veru. Maðurinn er því tiltölulega nýr gestur á jörðu. Unt mörg hundruð áramilljónir hefði engan getað dreymt um, að slík vera mundi nokkru sinni taka sér bólstað þar, né að hún mundi verða svo virk og áhrifamikil sem hún varð. Og ekki var maðurinn heldur atkvæðamikill framan af. Hann var verr búinn til lífsbaráttunnar en mörg önnur dýr að ílestu leyti öðru en einu: Hann hafði örlítið betri heila. Og þó virðist vitsmunaleg þróun hans hafa farið liægt af stað. Enn eru til kyn- kvíslir manna á jörðinni, þar sem andlegi þroskinn er ákaflega lítill, menn, sem sýnast staðnaðir á þroskastigi, sent er ekki nema vit- und hærra en apanna. Þó bjó með mönnunum mögu- leiki til æðri þroska en hjá þeim dýrum, þar sem eðlishvatirnar eru einráðar. Sá hæfileiki manna, að gera sér hugmyndir um tilveru sína og takmark og geta hugsað óhlut- rænt, skilur þá greinilega frá öðr- um lífverum. Að sjálfsögðu voru þessar hugmyndir mjög reikular og óskýrar í fyrstu. En smám saman nær maðurinn betri tökum á þeim. Þá hefst hin eiginlcga menning. Af henni eru þó ckki til sögur nema um örfáar áraþúsundir. Enn þá nýrra fyrirbrigði eru trúarbrögð þau, sem verulegum þroska liafa náð, þar sem liugmyndir eins og kærleikur, mannúð og göfuglyndi korna fram, trú á guð sem skapara og föður og stórkostlega andlega á- kvörðun mannkynsins. Það er óhætt að fullyrða, að risa- eðlurnar létu sig aldrei dreyma um neitt því líkt og ekki lieldur spen- dýrin, sem unt röskar 50 milljónir ára lifðu og tímguðust á jörðinni áður cn maðurinn kom fram. Þessar hugmyndir þekktust líka naumast eða voru að miunsta kosti afar sjaldgæfar í höfðum nánustu for- leðra vorra. En þær tóku smám saman að mótast í hugsun fágætlega jroskaðra einstaklinga og fengu reyndar fyrst verulega fullkomna mynd fyrir tæplega 2000 árum síð- an í lífi og kenningum Jesú Krists. Hann lagði lyrst megináherzluna á, að maðurinn væri guðsbarn og ætti að verða fullkominn, eins og hinn liimneski íaðir væri fullkominn. Hann birti mannkyninu nýtt lög- mál, sm dýraríkið aldrei hafði liug- mynd um, lögmál, sem var and- stæða hinnar eðlisgrónu sjálfselsku dýrsins: lögmál liins fórnandi kær- leika. Slíkt lögmál á að gilda fyrir þessa sérstöku grein þróunarinnar: tegundina maður. Gyðingaþjóðin, ættbálkur hans, halði liaít grun um liina niiklu og cinstæðu ákvörðuu mannkynsms. Hendingin um það kcniur fram í I. Mósebók, þar sem sagt er, að guð hafi skapað manninn í sinni niynd og skipað hann drottnara yfir öðr- nm dýrum merkurinnar. En Jesús skildi málið til fulls og lil'ði eftir hugsjóninni. Þetta er það, scm ger- ir liann svo einstæðan, drottin alls mannkyns. Hin mikla arfleifð trú- arbragðanna er i þessu fólgin, að þau liafa.komið auga á mannsæm- andi hugsjónir, eygt ný takmörk, sem bcina viðlcitninni og lífinu, ef vel tekst, inn á brautir, sem liggja órafjarri öllu því, sem dýralífið gat nokkru sinni komizt eða liefur von um að komast. Þegar komið er yfir í ríki andans, er í raun og veru komið iiin í annaii og æðra Iieim, þar sem önnur lögmál gilda en í heimi efnisins og möguleikarnir cru svo að segja takmarkalausir. Það sýnir sig líka, að el'tir að menn fóru að starfa með andlcgum liúgmynd- um, hefur þröuninni íleygt fram með þeim geysihraða á nokkur hundruð árum, að miklu meira hef- ur áunnizt en á jafnmörgum ára- milljónum áður. Þetta er vert að hafa í huga, þegar dæmt er um menningu vora, svo að liún sé ekki máluð óþarflega dökkum litum. Með því að nota andlega hæfileika sína, hefur mannkynið áunnið sér undravert frelsi. Hæfileikar manns- ins og vitsmunir til að drottna yfir jörðinni liafa reynzt furðulegir, og í sívaxandi mæli liefur liann lært að taka náttúruöflin í þjónustu sína. Vesæll og veikbyggður Iieíur liann hafizt á skömmum tíma til meiri valda og álirifa á jörðu en nokkur vera áður fyrr. Með hugsæi'sgáfu sinni hefur hann komið auga á dýr- mætar menningarhugsjónir, sem ná langt út yfir liið jarðneska starfs- svið. Hann liefur komið auga á hið hæsta takmark allrar menningar: Þróun andans sjálfs, alefling sálar- göfginnar og mannkostanna. Með tegundinni maður verða þannig stórkostleg greinarskil í allri sögu lífsins á jörðinni. Ný líf- vera hefst til valda, sem liefur hæfi- leika til að drýgja stærri örlög og ætlað er æðra hlutskipti, en öllum þeim, sem lifað liafa þar áður. Þetta þurfa menn að skilja til fulls! II. Allt þetta útskýrir Lecomte du Noiiy í hinni merkilegu bók, sem nú liggur fyrir i snilldarlcgri þýð- ingu séra Jakobs Kristinssonar. Og á bók sem þessari var mikil þörf. Því að þau furðulegu straumlivörf gerðust í liugsanalífi býsna margra vísindamanna á öldinni sem leið, að liorfið var frá þeirri liugmynd, að maðurinn ætti sér nokkra æðri ákvörðun en skynlausar skepnur. Efnishyggjan leitaðist við að berja >að inn í menn, að þeir væru ekk- ert annað en skepnur og þeim líkir í flestum hlutum öðrum en að þeir hefðu aðeins örlítið meira vit. Þetta var gert í nafni vísindanna. Og þar sem vísindin voru goð tímans, var á þetta trúað af þorra þeirra, sem menntaðir vildu teljast, og af al- lýðu manna, sem einnig bar traust til æðstu presta náttúruvísindanna. En með því hrundi um leið trúin á guð og það andlega og siðlega tak- mark, sem sú trú lialði boðað mönnunum. Hugmyndin um al- máttugan og alvitran skapara him- ins og jarðar var talin barnaleg í- myndun, og þar með þótti það sýnt, að fífið heíði hvorki tilgang né tak- mark og væri í rauninni ein langa- vitleysa. Um leið hrundi allur grundvöllur siðfræðinnar i rúst. Hvers vegna ættu menn að miða breytni sína við liugsjón, sem vís- indamenn töldu blekking og upp- spuna kirkju og presta? Þannig liugsuðu menn, og afleið- ingin blasir við augum: Tvær lieimsstyrjaldir eru talandi vitni uin siðferðilegt gjaldjirot efnis- hyggjunnar. Vísindin eru tvíeggjað vopn. Með hinum tæknilegu framförum verða menn að vísu óháðari náttúruöflun- um og geta skapað sér mörg Jiæg- indi. En Jiá er hætt við að menn. fari að líta á Jiessi þægindi sem takmark og afmannist. Tæknin verður líka ægilegt vopn í liöndum ójiroskaðs mannkyiis. Það eru að- eins tiltölulega fáir einstaklingar, sein rutt hafa brautina að Jiessu leyti, og tiltölulega fáir, sem Jirosk- aðir eru í sannarlegri göfug- mennsku. Og þeir menn eru ekki gjarnan fyrirferðarmestir í valda- stólum. Ollum er liins vegar fengið vopn tækninnar í hendur og Jiá getur farið eins og Jiegar óvita er tenginn flugbeittur linífur, og jafn- vel miklar líkur að svo fari. Hættan er sú, að mannkynið tortími sér, og Jiað Jiví fremur sem trú Jiess þverr á guðlegar hugsjónir. Hér er Jiví komið út á háskalega braut, sem lítil von er til að mann- kynið bjargist af, nema Jiað lineigi aftur eyru sín að raust spámann- anna, sem höfðu miklu dýpri siða- greind en efnishyggjumenn nútím- ans. Þeir skynjuðu á liugsæilegan liátt sannindi, sem venjulegri rök- vísri skynsemi reyndist torvelt að finna af ytri staðreyndum vegna Jiess meðal annars, að þekking vor er í molum, þrátt fyrir öll vor vís- indi. Spámennirnir eru frumburðir nýs mannkyns, yfirþroskaðir ein- staklingar, sem koma fram löngu áður en Jiróunin hefur almennt komizt í námunda við þá. En Jieir eru samt sem áður ætlaðir til að verða leiðtogar, logandi vitar, sem lýsa veginn fram að fjarlægu marki. Og funi kveikist af funa. Eitthvað af Jieim ljóma, sem skín af Jiessum forgönguinönnum, endurspeglast í sálum annarra, sem bera kyndlana áfram til komandi kynslóða, Jió að ljósið stundum daprist og verði jafnvel villiljós. Þannig var um kristindóminn. Aldrei hefur komið fram á jörð- inni meiri trú á dásamleg örlög nianna og geysilegt lilutverk: ,,Þér elskaðir, nú erum vér guðs börn og enn er ekki orðið bert, hvað vér niunum verða. Vér vitum, að Jiegar hann birtist, Jiá munum vér verða honum lík, Jiví að vér munum sjá hann eins og hann er." Þessi var sannfæring Jóhannesar, og Jiað er enginn efi á því, að hann héfir skilið meistara sinn rétt. Röddin, sem hljómaði í sál Jesú við skírn- 'ina: Þú ert sonur minn elskulegur, sem eg hefi veljióknun á, lieyrist jarna í gegn. Mennirnir eru ekki skapaðir til Jirældóms við eðlislivat- ir sínar. Guð líefur Jiá sonu sína gert en ekki Jiræla. Þeir eiga að vera frjálsir samverkamenn lians. Þetta cr tónninn, scm hljómar gegn um allt Nýja testamentið. frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu, Jietta er mesti boðskapurinn, sem fluttur hefur verið á jiirðu, stærsta fágnað- arerindið, æðsta menningarhug- sjónin, dýrmætasta trúin, sem nokk- ur maður getur öðlazt. Mcð Jicssari kenning liefur menning jarðar vorr- ar risið liæst. Hún er arfleifð, sem ckki brýtur í bága við neitt, sem sannast er vitað í allri þekkingu og vísindum. Hún gefur fagra og dýr- lega lausn á lífsgátunni. Hún örvar siðakrafta mannsins, blæs honum hugrekki og gleði í brjóst og knýr hann áfram á braut sannrar menn- ingar. III. Um allt Jietta og margt fleira ræðir hinn ágæti franski vísinda- maður í bókinni Stefiiumark mann- kyns svo að unun er að lesa. A slíkri bók, sem tcngir saman heim- speki, trú og visindi, var mií'il Jiörf. Þetta hefur svo gersamlega slitnað úr tengslum á síðiisfú árátúgltm, að til stórtjóns-er öllu heilbrigðu hugs- analift. Kristin trtifræði, séfn öll hangir í hugmyndakerfum miðald- anna, er orðin svo Iaiígf á eítir tím- 'ahtfm' ':Ið "várla nokkur maður les liann ótilneyddur, enda hefur hún orðið ijsKilj.úileg,- Iféstum, íegna þcss aðiliún kemur'hVen^^ gftjörð- ina oglirærist í kred5um,‘sem áttu sér allt annan heimsfræðilegan bak- grunn. Þess Vegíia liættir 'mðiinum til að líta á liana sem heilaspuna. Þrátt fyrir það geta meghlsánnind- in verið hin sömu, enda Jiótt sjón- armiðið færist til. Það er höfuðnauðsyn hvers tíma, að trúarbrögðin séu skýrðfjiannig, að mönnum megi verða lji'ist, að engin raunveruleg Jiekking brjóti í bág við Jiau, heldur séu Jiau nauð- synlegur liður og eins konar kóróna á alíri andlegri framsókn íiumn- kýnsins. Þetta gerir höfundur bók- arinnar af mikilli snilld og brúar þannig gjána milli vísinda og trúar að seint mun fyrnast. Heimsfrægur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunamaður, Robert A. Millikan, hefur komizt svo að orði, að Jiessi Iiók sé rituð af svo djúp- tækurn skilningi og glöggri innsýn, að ekki sé hægt að vænta Jiess, að önnur eins bók komi út nema einu sinni eða tvisvar á öld. Þessi vitnis- liurður er þýðingarmikill af Jiví, að hann er kominn frá manni, sem sýnt hefur frábæran skarpleika í vísindalegri hugsun. En höfundur- inn að Stefnumarki mannkyns not- ar einmitt vísindalegar hugsunar- aðferðir og kemst Jiannig að mjög líkum niðurstöðum i megirtatriðum og trúarbrögðin hafa halclið fram um liinzta eðli og ákvörðún lífsins. Væru verulcgar veilur í liugsun hans, mundu mcnn eins og Milli- kan vera allra manna líklcgastir til að gagnrýna Jiær, þar sem einmitt hér er komið inn á mörg erliðustu vandamál vísindanna og Jiau kruf- in til mergjar. Lacomte du Noúy er frægur fyrir uppgötvanir sínar í læknisfræði og var samstarfsmaður Curie og fleiri forystumanna á svjði’ efifisvísinda. Hann er Jiví livorki utangátta í eðl- isíræði, efnafræði, stærðfræði, heim- speki eða neinni annarri fræði- grein, sem máli skiptir í Jiessum efnum. Hann sýnir fram á Jiað með óyggjandi rökum, hve fjarri fcr Jiví, að cfnisvísindin gcti á nokkurn hátt skýrt uppruna lífsins. ^íe.ð líkinda- reikningi sýnir hann fram íji Iivílík fjarstæða Jiað er, að jiróunin verði skýrð með tilviljun einni, eins og helzt hefur verið uppi á baugi og bendir á, að miklu skynsamlegra sé að álykta, að Jiað sé vitandi máttur, er stefnt hefur henni að því rnarki, sem lnin heíur náð og öðru órafjar- lægu. Bókin er Jirungin af siðlegri alvöru og leiítrandi af viturlegum hugsunum. — Meginviðfangsefni manns frant að Jiessu, segir hann, helur verið Jiað, að ná stjórn á heiminum. í framtíðinni verður hann að læra að stjórna sjálfum sér. Hin sanna menning er fólgin í eflingu Jieirra eðlisjiátta, sem vér höfum fram yfir dýrin. Mannkynið er við uppliaf þeirrar ummyndun- ar, sem stefnir í meiri hæðir en nokkurn dreymir um, ef vér miss- um ekki trú á markinu og gefumst ckki upp. Eg vil eindregið ráða sem flestum til að lesa þessa bók og lesa hana oft. Hún geíur ótæmandi umhugs- unarefni, er þrungin af skemmti- legri lræðslu, og hugsun höfunarins er livarvetna í fararbroddi Jieirra hugmynda, sem lýst geta lrani á veginn. Séra Jakob Kristinsson hefur ís- lcnzkað bókina með miklum ágæt- um, og hefur það þó verið sannar- lcgt þrekvirki, því að víða er hún skriluð á talsvert örðugu íræðimáli, sem íslenzk tunga cr lítt tamin að. En með frábærri alúð hefur Jiýð- andinn fært hana yfir í þann bún- ing, sem henni skartar vel, á vora tungu, án Jiess að nokkuð tapist né nokkrum sé ofætlun að skilja, sem lcs mcð athygli. Þessi bók er án efa ein hin allra merkilegasta bók um andleg mál, scm rituð hefur verið á seinni lím- um og standa allir hugsandi menn i mikilli þakkarskuld við þýðand- ann og útgefándann að hafa gefið íslcnzkri Jijóð Jietta frábæra rit. Benjamin Kristjánsson. Á leið í vínbúðina Njáll: Hvert er för þinni heitið? Kaupa-Héðinn: í vínbúðina. Sækja vil eg þangað vínflöskur fyrir borgara bæjarms. Snjór og hríðar hindra nú umferð bílanna, en áður voru þeir mörgum lijálparhclla við að út- vega ölföng á nótt og degi. Njáll: IHt verk er það, er þú hefur valið. Veiztu eigi að í vínbúðina fer fé frá nauðsynj- um hcimilanna? Kaupa-Héðinn: Það læt eg mig engu skipta. Aðrir bera ábyrgð á því. Njáll: Illa fer saman jóla- gleði og drykkjuskapur. Fylgja honum oft róstur og rudda- skapur frá dýrinu í manninum. Kaupa-Héðinn: Ekki er það ávallt svo. Sumir neyta víns í hófi, svo að ekki sakar. Njáll: En þeir gefa börnum sínum og unglingum hættulegt fordæmi. Þeir kenna þeim, að vín skuli ávallt hafa á hátíð- legum stundum. Eigi er það á þeirra færi að vita, hve margir kunna að fara með það í hófi. Nei, ef vitið er spurt ráða, segir það okkur að vín ætti alls ekki að nota til nautnar. En sízt af öllu í afmælis- eða fermingar- veizlum eða öðrum hátíðlegum stxmdum heimilanna. Ták- markið er: Vínlaus jól!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.