Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 6
6 DAGUR Laugardaginn 15. desember 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yeipii 15. DAGUR. (Framjiald). Hún hafði aldrei fyrr staðið augliti til auglitis við þá stað- reynd, að það væri óhjákvæmi- legt að taka ákvörðun um líf sitt. Ævi h,epnar hafði til þessa runn- ið áhyggjulífið. Lífið hafði komið til hennar, og hún hafði tekið því eins og það var, möglunarlaust. Fyrst hafði það verið pabbi hennar. Hann hafði haft mikla unun af því að vera umkringdur velklæddum og elskulegum kon- um, svo að kona hans og dætur, jafnv.el systir hans, höfðu kapn- kostað að snúast elskulegar í kringum hann, þangað til mamma hennar hafði dáið og Veronica gert uppreist. Hún hafði fengið nóg af aðgerðarleysinu og elsku- legheitunum og hafði hlaupizt á brott til Rochesfer. Eva hafði enga uppreist gert. Pabba hennar hafði ekki líkað vel, að kvenþjóðin væri vinnu- klædd inni við, óg það hafði verið ósköp auðvelt að láta það eftir honum, sitja í fallega herberg- inu uppi og leika á' píóhóið eða Ipta fara vel um sig í bókaher- berginu, lesa eða hekla einhverj- ar smágerðar og gagnslitlar blúndur. Af peningum hafði aldrei verið til nein ósköp, en þó alltaf nægilega mikið til þess að hafa vinnukonu. Allt kvenfólk í Larchfjölskyldunni hafði alltaf verið myndarlegt við allan saumaskp, geri fallega, nýja kjóla upp úr gömlum. Veronica hafði gert þessa kunnáttu sína að at- vinnu, til megnrar óánægju fyrir föður þeirr. Lífið hafði ekki verið auðvelt fyrirEvu.Hún hafði hafteinhvern grunsamlegan blett á öðru lung- anu, og það Uðu mörg ár, áður en henni væri sagt, að hættan væri liðin hjá. Henni hafði því þótt ráðlegra að sleppa öllum sund- iðkunum og tennisleik, enda hafði pabbi hennar andúð á rjóð- um og vöðvamiklum stúlkum. En Eva hafði oft verið á sþautum á ánni, þvx að hún hafði unun af hraðanum og naut þess að finna svalan lofstrauminn leika um andlit sér. Það voru skautaferðimar, sem höfðu komið með Jónatan inn í líf hennar. Það hafði allt orðið án nokkurra aðgerða af þeirra hálfu, kynni þeirra komu eins og af sjálfu séi'. Hann hafði komið nið- ur á ís eitt kvöld í febrúar, og um það leyti var hún alltaf á skautum. Það var rétt fyrir rökk- ur, og um þær mundir voru allir í Ármóti rétt í þann veginn að setjast að kvöldborðinu. Hún hafði munað óglöggt eftir andlit- inu, hún hafði séð hann í bænum. Hann var víst maðurinn, sem Hix-am Tucker hafði fengið til bæjai'ins til þess að hjálpa sér í bankanum. En hann var allt öðruvísi, þegar hanp var kominn á skauta. Þó að líkaminn yæri stór og hrikalgur, voru hreyf- ingai'nar mjúkar og fallegar. Það hafði verið auðvelt að gera Jónatan til geðs, alveg eins og það hafði veitzt létt að gera pabba hennar ánægðan, og að því leyti auðveldai-a, að henni hafði fundizt Jónatan þurfa þess frekar með, að einhver vseri hon- um góður. Evu hafði aldrei dott- ið í hug að vera öðruvísi en hon- um til geðs. Þau höfðu verið á skautum saman kvöld eftir kvöld, þotið yfir ísinn, og stundum þeg- ar svellið var gott, höfðu þau farið alla leið til Lunadilla, og komið svo heim í vetrarrökkrinu, þegar himinninn hvelfdist stjörnubjartur yfir. Og þegar hann hafði í fyrsta sinn farið með hana inn í auðu kornmylluna, þá hafði það líka komið eins og af sjálfu sér. Ekk- ert í sambandi þeirra hafði nokk- ui-n tíma hneykslað hana. Hún hafði aldrei fundið til sektartil- finningar. Og ekki stríddi. það. heldur í móti eðli hennar áð halda þessu öllu leyndu fyrir föð- ur sínum. Hún hafði aldrei sagt honura neitt, sem gæti angrað hann. Eftir andlát föður hennar, var ekki nema eðlilegt, áS Jónatan heimsækti hmia. Hónn sat þá‘ pft í hægindastólnum við gluggánn, og hún sat í stól í'étt hjá, las eða heklaði, éða þá að þaú sþjölluðu saman. Þá var allt svo fi’iðsælt og yndislegt.... Nú sat hún hreyfingarlaus í stólnum. Lífið hafði . verið áhyggjulítill og lygn straumur, en nú var þessu skyndilega breytt. Hljóðlaust runnu tárin fi'am í augun, þau flóðu niður kinnarn- ar. Hún grét þöglum gráti og án nokkuiTar beiskju. Hún gat eng- um um kennt nema þá helzt sjálfri sér. Ekki gat hún kastað sökinni á pabba sinn, því að þótt hann hefði alið hana upp þannig, að hún yrði síðast alls þátttak- andi í raunverulegu lífi og stai'fi, þá vissi hún, að hún hefði vel getað brotið brýrnar og fai'ið að heiman eins og Veronica. En það hafði henni aldrei hugkvæmzt að gera .Og Jónatan hafði aldrei beðið hana annars en þess, sem hún hafði gefið honum af fúsum vilja. Og Lucy, — Lucy greyið. Þrátt fyrir allt gat hún ekki ásak- að hana. (Framhald). TRILLUBÁT vil ég kaupa, 2—3 tonna með hráolíuvél. Vélarlaus bátur kem- ur einnig til greina. GUNNAR GUÐMUNDSSON, Flatey, Skjálfanda. INÝ BÓK: r Endurminningar Agústs í Birtingaholti ><B>X><8><H><8><8><f><8><8><8><8><H><H><H>X><H><H><H><H><H>l><H><B><8í<B><B><8>i><B><H><H><8>í8><8><8><B><B><H>! Almennar tryggingar h f, Umboðið á Akureyri: STEFÁN ÁRNASON-Sími 1600 Talið við oss, áður en þér tryggið annars staðar. Brunatryggingar Sjóvátryggiugar Bifreiðatryggingar F erðatryggingar Glertryggingar Þjófnaðartryggingar Rekstursstöðvunartryggingar og fleiri tryggingar • • HUSGOGN ★ tÁetiasett, útskorin sett, hörpu- iiskasett, armstólasett, armstól- ar, ottomanar, dívanar o. fl. Önnur húsgögn: Stofuskápar, klæðaskápar, rúm- fataskápar, tauskápar, bókahill- kommóður, stofuborð, skrif- ítvarpsborð, blómaborð og borðstofustólar o. m. fl. gegn póstkröfu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.