Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 15.12.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 15. desember 1951 FRÁ BÓKAM&RKADINUM Öldin olckar - 2. bindi yfirlitsritsins um minnisverð tíðindi 20. aldar komin út lijá Iðunnar-forlaginu í Reykjavík Fyrra bindi þessa mikla ritverks kom út fyrir jólin í fyrra, en seldist þá upp á óvenjulega stuttum tíma, og fengu miklu fserri en vildu. — Nú er síðara bindið komið á markaðinn, og má gera ráð fyrir því, að enn muni fara á sömu leið. Jón Björnsson: „Valtýr á j grænni treyju“. Skáldsaga. Bókaútgáfan Norðri. — Prentverk Odds Björns- sonar 1951. Jón Björnsson hefur verið mikilvirkur rithöfundur síðan hann kom fyrst fram á sjónar- sviðið og hefur skrifað 1—2 bæk- ur á ári, ýmist á íslenzku eða dönsku. í þessari síðustu skáld- sögu tekur hann sér fyrir hendur að blása lífi í gamla morðsögu austan af Héraði og þjóðsöguna, sem spannst af viðskiptum yfir- valdanna við Valtý bónda á Eyj- ólfsstöðum. Höf. tekst ágætlega að gera umgerð sögunnar sjálfr- ar eftirminnilega og líklega. — Hann lýsir siðspillingu kónglegra embættismanna, fáfræði og und- irgefni þorra almennings, for- myrkvuðu andrúmslofti á einhv. mestu niðurlægingartíð landsins. Innan i þessa umgjörí fellir hann söguna um réttarmorðið á stór- bóndanum á Eyjólfsstöðum og aðdraganda þess og gerir það yf- irleitt mjög haglega. Persónulýs- ingar eru lifandi, t. d. Valtýr bóndi, Valtýr yngri, Ingibjörg húsfreyja, monsjör Hjörtur og síðast en ekki sízt Jón Arngeirs- son sýslumaður á Egilsstöðum, og leggur höf. einna mesta rækt við þessa persónu og gerir hana ljóslifandi fyrir sjónum lesenda. Atburðarásin er hröð og sagan víða mjög „spennandi“, t. d. lýs- ing flóttatilraunarinnar o. fl. En sums staðar verða atburðirnir þó með ólíkindablæ, t. d. þegr höf. tekur bókstaflega frásögn þjóð- sögunnar um blóðdropana, sem féllu í höfuð hins rétta morð- ingja úr visnaðri hendi Valtýs bónda í bæjardyrunum á Egils- stöðum. Annars er auðfundið að Jón Björnsson kann að segja sögu og að hann hefur sögu að segja .Þrátt fyrir nokkra galla og fremur rislágan stíl, heldur hann athygli lesandans óskiptri frá byrjun til enda. Þessi bók er því líklegt til að verða vinsæl í land- inu. Slíkt söguefni hefur að- dráttarafl. Bókin er mjög snotur- lega útgefin af Norðra. Ásgeir Jónsson frá Gott- orp: Samskipti rnanns og hests. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri 1951. Hálfáttræður að aldri sendir hinn vinsæli höf. bókanna um „Horfna góðhesta“ frá sér snotra, litla bók um „samskipti manns og hests“ og segir þar á sínu lát- lausa og stílhreina máli frá mönnum og hestum, þ. á. m. frá kunnurri hestamönnum, frá reynslu sinni og þekkingu á með- ferð hesta og frá mörgu fleiru, sem fróðlegt og skemmtilegt er að lesa, bæði fyrir þá, sem eru svo lánssamir, að geta kallað sig hestamenn, og okkur hina, sem verðum að láta okkur nægja að vera það í huganum. Þeir, sem hafa lesið „Horfna góðhesta11 láta þessa bók ekki fara frm hjá sér. Séra Sigurður Einarsson: íslenzkir bændahöfðingjar; Bókaforlag Pálma H. Jóns- sonar 1951. í þessari stóru og veglegu bók eru 25 kaflar, þar sem greint er frá þjóðkunnum samtíðarmönn- um í bændastétt, lýst ættum þeirra, ævi og starfi, brugðið upp mynd af heimilum og sveitum, getið áfreka á sviði verklegra framkvæmda og andlegra mál- efna. Flestar greinarnar munu byggðar á persónulegum kynnum höf. af mönnum þeim, er hann lýsir, en þó stuðzt við heimild- ir, stundum ritaðar af viðkom- andi mönnum sjálfum. Gott sýn- ishorn þessara frásagna er fyrsti kafli bókarinnar, um Yztafells- feðga, Sigurð Jónsson ráðherra og Jón bónda son hans. Þar er á mjög eftiminnilegan hátt lýst stórbrotnu fólki og menningar- brag á þingeysku heimili. Það er ekki að undra þótt vel gerðir ein- staklingar þroskuðust í slíku umhverfi! Þessi frásögn opnar sýn til uppeldishátta í svéitum á fyrri tíð og er í sénn fróðleg og lærdómsrík fyrii- þá, sem lifa á þeirri miklu skólaöld, sem nú ríkii', og þekkja ekki annað um- hverfi. Þannig eru þessar greinar flestar, að þær eru í senn skemmtun og fróðleikur — og jafnframt verðskulduð viður- kenning á höfðinglegu lífi og starfi ágætra íslenzkra bænda. Slíka búandmenn má oft sjá á íslandi og oftar en í öðrum lönd- um að því er manni virðizt. Af öðrum köflum, sem minnisstæðir verða, má nefna Magnús á Hall- dórsstöðum, Kristleif á Stóra- Kroppi, Jóp á Laxamývi, Ágúst í Birtingaholti o. m. fl. líöf. er snjall rithöfundur og rísa lýsing- ar hans víða hátt. Þessi bók geymir mikinn fróðleik um sam- tíðina og nánustu fortíð. Hún á skilið að heita merkisrit. „SnæfelF4 sækir jólaávextina M.s. Snæfell fer héðan á morg- un áleiðis til Reykjavíkur og mun skipið flytja jólaávextina hingað norður, en þeir eru í „Arnarfelli“, sem er á leið til landsins frá Spáni og er væntan- legt til Reykjavíkui' 19. þ. m. — Væntanlega kemur „Snæfell" hingað aftur 21. eða 22. þ. m. og er eins og fyrrum, að ávextirnir eru seint á ferðinni og vafasamt að þeir nái til allra landsmanna fyrir jól. Hjúskapur. í dag (laugar- dag) verða gefin saman í hjóna- band í Reykjavík ungfrú Anna Jónasdóttur og Heimir Áskels- son B.A. (Snörrasonar tón- skálds). Heimili þeirra er á Rán- argötu 22, Reykjavík. Lokun sölubúða. Verzlanir verða opnar til kl. 10 e. h. næstk. þriðjudag. „Hreimur fossins hljóðnar“ Ný bók í þýðingu Konráðs. Meðal þeirra bóka, sem undan- farna vetur hafa komið á mark- aðinn, hefur ein að jafnaði verið þýdd af Konráð Vilhjálmssyni, — og svo er enn. Allir lesendur skemmtisagna kannast við Dag í Bjarnardal, Glitra daggir, grær fold, Jónsvökudraumur, Á kon- ungsnáð o. fl. o. fl. Allar hafa sögur þessar verið valdar af betri endanum, og þýðandinn farið um þær snilldarhöndum. Nýkomin er út á vegum Norðra mikil skáldsaga, Hreimur fossins hljóðnar, eftir Richard B. Thom- sen. Þetta er mjög skemmtileg saga um grimm örlög og ástir. — Hún hefst á því, að úti á rúmsjó rekur bát undan sjó og vindi, en endar löngu seinna, þegar lík ber að landi við klettótta strönd, og niður fossins er nærri þagnað- ur. Bókin er 360 bls. og smekklega útgefin, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar. „Hvassafell“ með kola- farm frá Póllandi M.s. Hvassafell er væntalegt til Húsavíkur í dag eða á morgun og flytur skipið kol frá Póllandi. — Skipið losar í Húsavik nokkurt magn ,en meginhluti .farmsins fer í land hér til kolaverzlana bæjar- ins, aðallega til KEA. Noregsför næsta vor Skógræktarfélag íslands hefur í hyggju að stofna til Noregsfarar í júnímánuði næsta vor og er gert ráð fyrir, að fyrirkomulagið verði með svipuðu sniði og vorið 1949. Skógræktarfélögunum í landinu er gefinn kostur á að senda þátt- takendur í förina allt að 60 manns samtals. Jafnmargir Norðmenn munu koma á sama tíma til gróð- ursetningarstarfa hér á landi. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur sent bréf til deildanna í héraðinu varðandi för þessa. — Samkvæmt því eiga umsóknir um þátttöku að vera komnar fyr- ir 15. jan. næstk. til Ármanns Dalmannssonar, Aðalstræti 62, Akureyri. Rólegur desember Rólegt hefur verið hér í bæ það sem af er desember, segir lögreglan, ber lítið á drykkju- skap og þjófnaðarfaraldur sá, sem syðra gengur, hefur ekki náð hér neinni fótfestu. Er þetta góð- ur vitnisburður eftir ástæðum og vonandi að hann endist mánuðinn Leiðrétting. í síðasta tbl. var nafn Eiríks Sigurðssonar rang- lega sett undir umgetningu um barnabækur. Nafn hans átti að standa undir greinarkorni um ljóðabók Grétar Fells. Umsögn um barnabækurnar eru frá blað- inu. Hið nýja bindi fjallar um tíma- bilið frá 1931—1950, að báðum þeim árum meðtöldum. Ritstjóri alls verksins er Gils Guðmunds- son rithöfundur. Er síðara bindið talsvert stærra hinu fyrra, en að öðru leyti með alveg sama frá- gangi og í sama broti. Það er Ið- unnarforlagið í Reykjavík (Valdimar Jóhannsson), sem gef- ur þetta mikla og eftirsótta rit- verk út. Er þar sagt frá þeim at- burðum á þessu tímabili, er mesta atbi'gli hafa vakið og um- tal almennings, þegar þeir gerð- ust, eða dregið mestan dilk á eft- ir sér, er stundir hðu fram. Er fvá þessum atburðum sagt í nýtízku fréttafyrirsögnum, „römmum", o. s. frv. Er frásögnin skreytt mikl- um fjölda mynda. Má yfirleitt segja, að ritstjórn verksins hafi tekizt með miklum ágætum, og allt sé það sérlega girnilegt og fróðlegt aflestrar, þótt sumt orki auðvitað tvímælis, einkum þegar nær dregur samtíð okkar, þann- ig, að þess er naumast að vænta, að „dómur tímans og sögunnar“ hafi fengið jafnað metin og lagt þann dóm, er lengi skal standa, á menn á málefni. Á þetta ekki hvað sízt við um tíðindi úr bók- menntaheiminum. T, d. mun það orka undarlega á lesendur, að sjá útkomu skáldsögunnar „Vögguvísa“ eftir Elías Mar get- ið meðal helztu minnisverðra tíðinda ársins 1950! Virðist sá at- burður engan veginn standast hvorugan þann mælikvarða, sem annars skal lagður á hlutina í þessu tilefni: Hvorki vakti hann Komið er frarn á Alþingi frv. til nýrra vegalaga, flutt af sam- göngumálanefnd Nd„ og hefur verið vandlega undirbúið. Samkv. frumvarpi þessu er mörkuð sú stefna í v.egamálum, að halda áfram að tengja sveitir, héruð og landshluta með vegum og eru ráðgerðir allmargir nýjir þjóðvegir í flestum eða öllum sýslum landsins. Nýir vegir nærlendis. Af nýjum þjóðvegum, skv. frv., eru þessir m. a. hér nærlendis: sérstaka athygli almennings, þeg- ar hann gerðist, né heldur er hann líklegur til þess að hafa markað þau spor, sem framtíðin muni rekja né minnast verulega. En vitnað er í lofsamleg ummæli Kristins E. Andrésson, kommún- istans, sem einna berastur er að því allra „bókmenntafræðinga“ að gera í tíma og ótíma tilraúnir til þess að breiða gæru „hlut- hlausrar frseðimennsku" yfir flokkslega og p>ersónulega hlut- draegni og dómgreindarleysi bæði „fræðilegu bókmenntaverki“, sem er rit hans um íslenzkar nú- tímabókmenntir, auk ritdóma hans og bókmenntagreina í Tímariti Máls og menningar, og óþarflega oft er þarna yfirleitt vitnað í bókmentnadóma þessa hlutdræga og skammsýna rithöf. á bókmenntasviðinu. — En yfirleitt er ritverk þetta um „öldina okkar“ hið merkasta, skemmtilegasta og fróðlegasta í hvívetna, enda mun vafalaust, að það muni njóta skjótra og vafa- lausra vinsælda, og raunar auk- ast eftirspurn eftir því — og þar með verðmæti þess — eftir því sem tímar líða fram. Sölutími verzlana Þorláksdag ber upp á sunnu- dag að þessu sinni. Verða búðir opnar til kl. 24 laugard. 22. des. næstk. Ennfremur til kl. 22 þriðjudaginn 18. Þetta á við venjulegar sölubúðir. — Sölutími brauða- og mjólkurbúða verður sjálfsagt auglýstur sérstaklega. Hörgárdalsvegur nyrðri, Hauga- nesvegur, Dagverðareyrarvegur, Vatnsendavegur í Eyjafirði, Fnjóskárdalsvegur, vestan ár, að Illugastöðum. Kljástrandarvegur, af Höfðahverfisvegi, Svalbarðs- eyrarvegur, af Vaðlaheiðarvegi, hjá.Geldingsá til Svalbarðseyrar, Ut-Kinnarvegur, frá Ofeigsstöð- um að Granastöðum, Bárðardals- vegur, hjá Fosshóli, lengist í Bjarnarstaði. Vegur fyrir Tjör- nes og Mývatnssveitarvegur, frá Arnarvatni, norðan vatns, til Reykjahlíðar. í Állmargir nýjir vegir ráðgerðir norðanlands í frv. til vegalaga Meðal annarra Mývatnsvegur nyrðri og Fnjóskadalsvegur vestan ár

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.