Dagur - 30.01.1952, Page 1
Kaupsýslu- og iðnaðarmenn!
Fleiri Akureyringar og Ey-
firðingar lesa auglýsingar
í Degi en í nokkru öðru
blaði.
Ferð til Miðjarðarhafsins
er meðal margra ágætra
vinninga í blaðahapp-
drætti Framsóknarmanna.
Frestið ekki að kaupa miða!
XXXV. árg.
Akureyri, miðvikudagiiui 30. janúar 1952
5. tbl.
Herra Sveinn Björnsson í Lystigarði Akureyrar, er hann
kom hér i opinbera heimsókn.
HERRA SVEINN BJÖIINSSON, fyrsti forseti íslenzka
lýðveldisins, andaðist í Landakotsspítala í Reykjavík aðfara-
nótt iöstudags 25. þ. m., kl. 3.30. Banamein hans var hjarta-
slag. Andlát forsetans bar óvænt að höndum. Hann hafði
að vísu átt við alvarlegan sjúkleika að stríða, en var talinn
á batavegi og mun sjálfur hafa verið vongóður um aukinn
starfsþrótt með vori og hækkandi sól. En enginn má sköp-
um renna.
Andlát forseta varð brátt kunnugt um landið, og setti
menn hljóða. Þjóðin haíði slaðið einhuga um forseta sinn.
Hann var sameiningartáknið í þessu sundurlyndisins landi.
Hann naut ástar og virðingar allra íslendinga. Á föstudags-
morguninn iannst hverjum þegn þjóðin fátækari en áður.
Það skarð, sem höggvið var í fylking beztu sona hennar,
mundi vandfyllt.
Um hádegið tilkynnti forsætisráðhenann, Steingrímur
Steinþórsson, þjóðinni tíðindin og vottaði hinum látna for-
seta þökk og virðingu þjóðarinnar. Starf féli hvarvetna niður
það sem eítir var dagsins. Fánar blöklu í hálfa stöng um
gjörvallt landið.
Syðra var bjartviðri, en nyrðra norðanbylur. Bæði sunnan-
lands og norðan hljóðnaði umferð og ys dagsins.
Aíargir þjóðkunnir menn hafa minnzt herra Sveins Björns-
sonar og starfa hans í þágu fóstui jarðarinnar. Erlendis hefur
hins látna þjóðhöfðingja verið minnzt af blöðum, í útvarpi
og af forustumönnum nágrannaþjóðanna. Minningarorð
voru flutt á þingi Sameinuðu þjóðanna í París.
Mikiil fjöldi samúðarkveðja liefur borizt frá ríkisstjórnum,
]»jóðhöfðingjum, þjóðfulitrúum og fjölmörgum öðrum úr
f iestum menningarlöndum.
Sveinn Björnsson var fæddur í Ivaupmannahöfn 27. febr.
1881, sonur Björns Jónssonar ritstjóra og síðar ráðherra, og
Hann varð yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík sama ár
Elísabetar Guðnýjar Sv.insdóttur, prófasts á Staðastað. Sveinn
Björnsson tók stúdehtspróf árið 1900 og lögíræðipróf 1907.
(Framhald á 2. síðu).
Hraðfrysihússrekstur hér yrði að byggjast nær ein-
göngu á togaraútgerðinni
100 daga vinnsla og lö þúsund tonn hráefnis er
lágmark — Frá umræðufimdi Stúdentafélagsins
Áfengissala á Ákureyri
minnkaði um 400 þús.
Samkvæmt skýrslu Áfengis-
verz'unar ríkisins um áfengis-
sölu á sl. ári nam hún á öllu
landinu 66,5 millj. kr., en var
65,5 millj. árið 1950. Aukningin
varð í tveimur hæjum aðeins,
Reykjavík og Vestmannaeyj-
um. Annars staðar varð áfeng-
issala minni að krónutali. Mest
minnkaði hún hér, úr kr.
6,558,668,00 1950 í 6,174,270,00
Áfengisneyzla í landinu pr.
íbúa hefur minnkað ár frá ári
síðan 1946. Þá var neyzlan 2
ltr. hreinn spíritus á mann, er
nú 1,390 ltr., eða hefur minnk-
að um 30%.
ísinn er ótraustur!
í frostunum síðustu daga hefur
Pollinn lagt og börn og unglingar
leita því út á ísinn til skautaferða,
en ísinn er ótraustur hér hið ytra
á Pollinum, einkum undan
Torfunefi og þar í grennd. Undan
aðalbryggjunum er auð vök. —
Inni á Leirum er ísinn aftur á
móti traustur og góður. Foreldrar
ættu að benda börnum sínum á
þetta. Forðumst slysin!
Rauðikrossinn eignast
nýjan sjúkrahíl
Nú eftir áramótin kom hingað
til bæjarins nýr sjúkrabíll til
Rauðakrossdeildar Akureyrar og
var hans mikil þörf. Þetta er nýr
og vandaður Dodge-vagn og hef-
ur þegar verið tekinn í notkun.
Bækistöð bílsins er í Slökkvi-
stöðinni.
Hásetahlutur á Jörundi
70 þúsimd krónur
í síðasta tbl. var frá því skýrt,
að hásetahlutur á togurum Út,-
gerðarfélags Akureyringa h.f.
hefði sl. ár'verið 43—51 þús. kr.
að meðaltali. Hásetahlutur á
„Jörundi“ á árinu mun hafa num
ið um 70 þús. kr. Munar þar mjög
um hinn ágæta síldarafla skips-
ins sl. sumar, en „Jörundur“ var
aflahæsta skip gíldveiðiflotans á
sumrinu.
Leitað tilboða
urn leigu dráttar-
brautamia
Hafnarnefnd Akureyrar hefur
ákveðið að leita tilboða í fasta
leigu fyrir dráttarbrautirnar á
Oddeyri. Gert er ráð fyrir að
minni brautin veroi nothæf í maí
næstk. Tilboð eiga að vera komin
fram fyrir 10. febrúar næstk.
Afdrif hraðfrystihússniálsins á
bæjarstjórnarfundinum fyrra
þriðjudag urðu þau, að málinu
var vísað aftur til nefndar þeirr-
ar, er undirbúning hefur haft
með höndum, til frekari athug-
unar, m. a. í sambandi við fjár-
öflunarmöguleika og frekari rök-
stuðning við kostnaðar- og relcst-
ursáætiunina.
Var á fundinum bent á ýmsar
veilur í áætlun þeirri er fyrir
liggur (og rakin var í síðasta
blaði) og líkur fyrir því að hún
væri mikils til of lág. Yfirleitt var
það skoðun bæjarfulltrúanna
(annarra en kommúnista) að
ekki væri unnt að taka afstöðu til
málsins að svo komnu vegna
ónógs undirbúnings.
Uinræðufundur Stúdenta-
félagsins.
Á fimmtudagskvöldið hafði*
Stúdentaféalg Akureyrar um-
ræðufund um hraðfrystihúsmálið
og bauð til fundarins bæjarfull-
trúum, hraðfrystihússnefndinni,
fréttamönnum o. fl. gestum. Hall-
grímur Björnsson verkfræoingur,
verksmiðjustjóri í Krossanesi,
hafði framsögu og flutti mjög ýt-
arlegt erindi, byggt á vísindaleg-
um grundvelli, um hraðfrystingu
almennt, einkum í sambandi við
frystingu togarafisks og geymslu-
þol hans. Ennfremur ræddi hann
f j árhagsgrundvöll fy rirhugaðs
frystihúss og studdist mjög við
reynslu Norðmanna af slíkum
rekstri og tilraunum um géymslu
þol fisks, er gerðar hafa verið þar
í landi. Var erindi hans stórfróð-
legt, enda lagði ræðumaður sig
fram að skýra málið frá öllum
hliðum og hrapaði hvérgi að
órökstuddum fullyrðingum.
105 daga rckstur — 10 þús.
lestir hráefnis.
í erindinu leiddi hann rök að
því, að frystihús það, sem hér er
ráðgert, þyrfti að fá 10 þús. lestir
hráefnis til vinnslu til þess að
geta borið sig, eða vera starfrækt
í 105 daga. Þá rakti Hallgrímur
tilraunir um geymslubol fisks,
or Norðmenn hafa gert, og sýndi
fram á, að hámarkstímalengd,
miðað við núv. aðstæður, til þess
að til mála korni að nota hráefnið
til hraðfrystingar ,er 8 dagar, en
fiskur frá 2—3 fyrstu dögunum
mundi þó ekki geta orðið fyrsta
flokks vara. Því eldri, sem fisk-
urinn er, bví minna verður
geymsluþol hans eftir frystingu
Skrifstofa Framsóknar-
mamia opi i á ný
Skrifstofa Frarrtsóknarfélaganna
í Hafnar^tr. 93 verður opnuö á ný
nú um mánaðamótin. Verður op-
in á mánudögum kl. 6—7 e. h. og
kl. 8.30—10.30 á þriðjudögum og
fimmtudögum. Marteinn Sig-
urðsson verður þar til viðtals. —
Sími er 1443.
og þolir hann ekki margra mán-
aða geymslu, jafnvel við 25—30
gráðu frost, nema að hann sé til-
tölulega nýr við frystingu. Með
mjög miklu hreinlæti í fiskiskip-
urtum og í allri meðhöndlun
fisksins, mætti samt telja, að
möguleikar til þess að nota tog-
arafisk sem aðalhráefni fyrir
hraðfrystihús, væru fyrir hendi.
En ljóst var samt af þessum upp-
lýsingum, að þessi hlið málsins er
hvergi nærri eins einföld eða að-
gengileg og ýmsir virðazt halda.
Nær einvörðungu togarafiskur.
Verkfræðingurinn leiddi rök að
því, að frystihússreksturinn yrði
að byggjast nær einvörðungu á
togurum þeim, sem héðan eru
gerðir út, því að ekki væri hægt
að reikna með svo sem neinum
bátafiski. Þeirri spurningu, hvort
togararnir vildu binda sig við
þennan rekstur eða gætu það af-
{komu sinnar vegna, taldi hann sig
ekki geta svarað og yrði það mál
að rannsakast rækilega. En án
náinnar samvinnu við togaraút-
gerðina yrði þessi rekstur aldrei
að raunveruleika.
Aðstaðan í Krossanesi.
í lok erindis síns ræddi Hall-
grímur Björnsson staðsetningu
frystihússins, ef úr framkvæmd-
um yrði, og taldi mörg rök mæla
með því, að rekstur þess yrði eft-
ir bví sem unnt væri sameinaður
rekstri bæjarins í Krossanesi og
taidi að fé mundi sparast í rekstri
og stofnkostnaði við staðsetningu
fyrirtækisins þar.
Aðstaða togai anna.
Allmiklar umræður urðu um
málið að erin.dí Ilallgríms Björns
jonar loknu. Tóku til máls HelgL
Pálsson, form. hraðfrystihúss-
nefndar. Guðm. .Törundsson út-
gerðarmaður. Svavar Guð-
mundsson bankastióri, Steinn
(Framhald á 8. síðu).
Skálarnir á Melgerðis-
ílugvelli brunnu
Kl. um 6,15 í gærkvöldi
kvikna'ði í afgreiðslu- og íbú'ð-
arskálumun á Mclgerðisfiug-
velli og mun þeir hafa brunnið
til ösku .Hér er um að ræða 3
bragga með viðbyggingum er
hýsti íbúð hjóanna frú Eriku og
Ilöyers Jóhanncssonar af-
greið'siumanns, veitinga- og
biðskála og skála með talstöð-
inni o. fl. Nánari fregnir voru
ekki fyrir hendi, en fólk á nær-
liggjandi hæjum, er blaðið tal-
aði við í síina, taldi skálana
hafa brunnið mjög skjótt og er
hætt við a'ð litlu sem engu hafi
verið bjargað, og þarna hafi
orðið mikið tjón.
4